Morgunblaðið - 10.07.2013, Síða 14

Morgunblaðið - 10.07.2013, Síða 14
SVIÐSLJÓS Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Fyrrverandi viðskiptavinur Frjálsa fjárfestingabankans hefur kært fjóra stjórnendur Dróma til sér- staks saksóknara, m.a. vegna auðg- unarbrots. Hann heldur því fram að Drómi hafi rukkað hann um dráttarvexti á láni þrátt fyrir að hann væri kominn í greiðsluskjól. „Við teljum að þegar menn reyna að hámarka kröfur sínar með því að fara á svig við lögin sé það auðgunarbrot. Það er verið að beita blekkingum. Þeir segjast hafa heimild til að rukka dráttarvexti þegar þeir hafa hana ekki. Þetta er gert með ákveðnum ásetningi. Þetta er verklag sem stjórn Dróma ákveður og er gegnumgangandi í mörgum málum,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður Ásthildar B. Guðlaugsdóttur, þriggja barna móður í Hafnarfirði, sem kærði Dróma. Rukkuð í greiðsluskjóli Ásthildur lenti í erfiðleikum með tvö gengistryggð lán hjá Frjálsa í kjölfar hrunsins sem námu samtals um 28 milljónum króna. Hún samdi um viðmiðunargreiðslur við Dróma en slitastjórnin hafi svo neitað að standa við samkomulagið þar sem lánið væri löglegt. Síðan hafi verið reynt að þvinga hana til að skrifa undir nýtt skuldabréf í íslenskum krónum. Það var áður en dómur um lögmæti gengislána féll. Í kjölfarið leitaði Ásthildur til umboðsmanns skuldara og fékk greiðsluskjól. Enn sé ekki búið að leysa úr málum hennar en í milli- tíðinni hafi Drómi rukkað hana um dráttarvexti. Þeir nemi nú meira en tuttugu milljónum króna. „Þegar þér er í greiðsluskjóli bannað að greiða af skuldum þín- um þá gengur ekki upp að kröfu- hafinn geti haldið áfram eins og ekkert sé og geti haldið áfram að rukka dráttavexti og hámarka kröfu sína svona svakalega,“ segir Sævar Þór. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Dróma, segist gera ráð fyrir að Sævar Þór verði kærður fyrir rangar sakargiftir. „Það er mjög alvarlegt mál að bera fólk tilhæfulausum sökum. Konan er í greiðsluskjóli og um- bjóðandi minn hefur ekki gert neina kröfu á hana, hvorki um höf- uðstól né vexti,“ segir hann. Það eina sem Einar getur ímyndað sér að hafi verið túlkað sem krafa hafi verið útprentun á skuldastöðu konunnar sem hún hafi beðið um. Ekki hafi verið átt neitt við kröfuna í tilefni af greiðslu- skjóli þar sem enginn viti fyrirfram hvernig endanlegur samningur verði. Einar segir ennfremur að Sævar Þór eigi yfir höfði sér meið- yrðamál biðjist hann ekki afsök- unar. Ekki saklaust yfirlit Sævar segir að það megi ekki leggja að jöfnu hann og umbjóð- anda hans.„Þetta er fyrir neðan all- ar hellur því að ég er ekki beinn aðili að málinu. Það er greinilegt að menn eru ekki alveg nægilega vel að sér í lögunum. Það er ekki ég sem er að kæra heldur hann. Ef það á að kæra fyrir rangar sak- argiftir þá er því ranglega beint að mér,“ segir Sævar Þór um hugs- anlega kæru gegn sér. „Það er talað um að þetta hafi verið saklaust yfirlit sem hafi verið prentað út og hún fái í hendur. Hún fær til sín bréf þar sem stend- ur „Staða innheimtumáls“. Það er ekki saklaust útprent á stöðu láns. Þar er þetta allt tilgreint.“ Saka Dróma um auðgunarbrot  Kæra Dróma vegna rukkunar á dráttarvöxtum í greiðsluskjóli  Sagðir nema meira en tuttugu milljónum króna  Slitastjórnin ætlar að kæra lögmann viðskiptavinarins vegna rangra sakargifta Kæra Ásthildur ásamt lögmanni sínum, Sævari Þór Jónssyni, fyrir utan skrifstofur sérstaks saksóknara þar sem þau skiluðu inn kæru í gær. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 Fjármálaeftirlitið vinnur nú að athugun á viðskiptaháttum Dróma og hvort að þeir séu í samræmi við það sem almennt tíðkast hjá fjármálafyrirtækjum eins og lög um fjármálafyrirtæki í slitameðferð kveða á um. Í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins til Fjármálaeft- irlitsins segir að lögð sé áhersla á að ljúka athuguninni við fyrsta tækifæri að teknu tilliti til fresta til andmæla og yfirferðar gagna. Drómi hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að ganga harðar fram í að innheimta skuldir viðskiptavina SPRON og Frjálsa en aðrar lánastofnanir hafa gert gagnvart sínum við- skiptavinum. Drómi hafi end- urreiknað gengislán mun seinna en aðrar fjármálastofnanir og haft fyrirvara á endurútreikn- ingum sínum. Athugun lok- ið sem fyrst FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ DEH-1500DEH-150 DEH-4500 LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 VERSLANIR UM LAND ALLT www.ormsson.is HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR 4X50 W MOSFET magnari / Útvarp með 24 stöðva minni / Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW / AUX og USB tengi á framhlið / Hægt að tengja við fjarstýringu í stýri (tengi fylgir ekki) / EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið- og hátóna. Verð: 22.900,- kr. 4X50 W MOSFET magnari / Útvarp með 24 stöðva minni / Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW / AUX tengi á framhlið / Hægt að tengja við fjarstýringu í stýri (tengi fylgir ekki) / EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Verð: 19.900,- kr. 4X50 W MOSFET magnari / Útvarp með 24 stöðva minni / Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW / AUX og USB tengi á framhlið / iPod í gegnum USB / Bluetooth, mic fylgir / EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Verð: 37.900,- kr. lÍs en ku ALPARNIR s Trekking (Petrol og Khaki) Kuldaþol -20 Fyrir líkamsstærð 190 eða 175cm Þyngd 190/1,70 kg og 175/1,65 kg Verð kr. 13.995,- Tjaldasalur - verið velkomin Kúlutjöld - fjölskyldutjöld - göngu tjöld Savana Junior (blár og rauður) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 150 cm Þyngd 0,95 kg VERÐ 11.995,- Savana (blár) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 195cm Þyngd 1,45 kg Verð kr. 13.995,- Micra (grænn og blár) Kuldaþol -14°C Fyrir líkamsstærð 195 eða 185cm Þyngd 195/1,0 kg og 185/0,95 kg Verð kr. 16.995,- Stakir stólar kr. 5.995.- Stök borð kr. 5.995.- FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK • SÍMI 534 2727 • ALPARNIR@ALPARNIR.IS • WWW.ALPARNIR.IS 15.000 til 20.000 kr. afsláttur af hústjöldum+ kaupauki borð og stólar í settiað verðmæti 19.995 fylgja með. FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is „Markmiðið er að vekja athygli á líf- færagjöfum og hverju þær hafa breytt fyrir fólk sem væri jafnvel rúmfast eða látið, hefði það ekki fengið líffæri,“ segir Kjartan Birg- isson hjartaþegi en hann tekur þátt í heimsleikum líffæraþega í Suður- Afríku í lok júlí. Með í för verða einn- ig Íslendingarnir Björn Magnússon og Laufey Rún Ármannsdóttir nýrnaþegar. Björn keppir í golfi, Laufey í hlaupum og Kjartan í báð- um greinunum. Hann er liðtækur badmintonspilari og mun því einnig spreyta sig á vellinum. Þolpróf og læknisskoðun Aðdragandi þátttökunnar á leik- unum hefur verið nokkuð langur og upphaflega stóð til að fleiri íslenskir líffæraþegar færu með. „Þetta er svolítið brothættur hópur, ekki heilsuhraustasta fólkið á Íslandi,“ segir Kjartan og því verða þátttak- endurnir aðeins þrír í ár. Ákveðnar kröfur eru gerðar til þeirra sem taka þátt og verður til að mynda að vera liðið eitt ár frá líffæraskiptum. Þá verða þátttakendur einnig að gangast undir þolpróf og lækn- isskoðun til staðfestingar um að þeir séu nægilega heilsuhraustir til að taka þátt. Um 1.000 líffæraþegar taka þátt á leikunum. Snýst um að vera þátttakendur Kjartan segir þátttökuna ekki snú- ast um að landa gulli í öllum greinum. Hann muni þó að sjálfsögðu gera sitt besta og vonast sérstaklega eftir góðum árangri á badmintonvellinum. „Sigurinn hjá mér er að taka þátt í leikunum,“ segir Kjartan og bætir við að fyrirhuguð ferð á leikana hafi einnig verið þeim hvatning við æfing- ar. Ferðin á leikana kostar sitt og hafa þegar borist nokkrir styrkir. Kjartan tekur fram að enn sé opið fyrir stuðn- ing og þeim verði tekið fagnandi. Keppa til sigurs  Þrjú taka þátt á heimsleikum líf- færaþega í Suður-Afríku í sumar Tilbúin Kjartan Birgisson, Laufey Rut og Björn Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.