Morgunblaðið - 10.07.2013, Síða 20
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
U
mhverfisstofnun telur
að undirbúningur að
stækkun friðlands
Þjórsárvera hafi verið
samkvæmt lögum og
góðum stjórnsýsluháttum. Kemur
það fram í ítarlegri greinargerð
stofnunarinnar til umhverfis- og auð-
lindaráðherra.
Umhverfisráðherra frestaði á
síðustu stundu undirritun frið-
unarskilmála vegna stækkunar frið-
lands Þjórsárvera vegna at-
hugasemda Landsvirkjunar og bað
Umhverfisstofnun að fara yfir at-
hugasemdirnar. Á síðustu stundu
komu einnig fram athugasemdir úr
tveimur sveitarfélögum, um að ekki
hefðu öll gögn verið lögð fyrir sveit-
arstjórnirnar, áður en þær sam-
þykktu friðlýsinguna. Þar mun vera
átt við athugasemdir Landsvirkjunar.
Stækkun friðlandsins suður fyrir
núverandi friðlandsmörk og suður
fyrir hin eiginlegu Þjórsárver veldur
því að gömul áform Landsvirkjunar
um Norðlingaölduveitu verða end-
anlega úr sögunni. Veitu þessa hefur
Landsvirkjun lengi undirbúið en hún
er talin afar hagkvæmur virkj-
anakostur þar sem vatni úr Þjórsá er
veitt í gegnum þegar byggðar virkj-
anir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu.
Landsvirkjun er augljóslega
hagsmunaaðili vegna stækkunar frið-
landsins vegna hagsmuna sem hún á
að gæta á svæðinu. Taldi fyrirtækið
að samkvæmt lögum ætti að semja
við slíka hagsmunaaðila, áður en
gengið yrði frá friðlýsingu. Fram
kom það álit í athugasemd Lands-
virkjunar að málmeðferðin hefði verið
ólögmæt.
Ekki leitað samþykkis
Umhverfisstofnun rekur ítarlega
hvernig samningar náðust við sveit-
arfélögin átta og ríkið sem eiganda
landsins um stækkun friðlandsins.
Fram kemur að þáverandi umhverf-
isráðherra undirritaði viljayfirlýsingu
um að leggja 28 milljónir til stækk-
unar friðlandsins og til að styrkja inn-
viði á Þjórsárverasvæðinu.
Umhverfisstofnun segir að
Landsvirkjun hafi verið skilgreind
sem hagsmunaaðili í ferlinu og frið-
lýsingarskilmálar hafi í tvígang verið
kynntir fyrir fyrirtækinu, auk al-
mennra kynninga. Ekki hafi verið
leitað eftir formlegu samþykki ann-
arra hagsmunaaðila en landeigenda
og sveitarstjórna.
Bendir Umhverfisstofnun á að
skylt sé samkvæmt lögum að vinna
að friðlýsingu virkjanakosta sem
flokkaðir voru í verndarflokk í þings-
ályktun um vernd og orkunýtingu
landsvæða. Telur Umhverfisstofnun
að Alþingi hafi tekið bindandi ákvörð-
un um stöðu viðkomandi svæða og
landnýtingu til framtíðar. Því hafi
ekki þurft að koma til sérstakt mat
fagstofnana eða annarra á því hvort
friðlýsa ætti svæðin.
Flokkunin hefur augljóslega
breytt aðkomu Landsvirkjunar sem
virkjunaðaraðila í því langa ferli sem
stækkun friðlands Þjórsárvera hefur
verið í. Landsvirkjun hefur lagt
áherslu á að fá að breyta útfærslu
Norðlingaölduveitu þannig að hún
hafi minni áhrif á umhverfið. Um-
hverfisstofnun hafnar þeim mögu-
leika og bendir á að svæðið hafi verið
valið til verndar, samkvæmt þings-
ályktuninni, og má skilja greinargerð
stofnunarinnar þannig að með því
hafi fallið niður öll réttindi Lands-
virkjunar til virkjunar á svæðinu.
Stofnunin lýsir þeirri skoðun sinni að
ef skilgreindur yrði nýr virkj-
anakostur í stað Norðlingaölduveitu
þyrfti að taka þá hugmynd fyrir á
vettvangi verkefnisstjórnar áætlunar
um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Telja skylt að friða
kosti í verndarflokki
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þjórsárver Áformað er að stækka friðland Þjórsárvera og Hofsjökuls þann-
ig að það verði fjórfalt stærra en í dag. Ekki hefur verið gengið frá málinu.
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Skýrsla Rann-sókn-arnefndar
Alþingis var ekki-
gallalaus. En þegar
hún birtist var
henni hampað eins
og hún hefði bibl-
íulegt eðli (og biskupinn lét
kirkjurnar kaupa hana!). En
fjölmiðlamenn og „umræðu-
stjórar“ gerðu nefndarmönnum
óleik, því þeir tóku henni grunn-
múraðir eigin fordómum og yf-
irgripsmiklu þekkingarleysi,
sem er afleit blanda. Þessir réðu
mestu um þá mynd sem almenn-
ingur fékk fyrsta kastið af því
sem í skýrslunni fólst.
Það liggur fyrir að fulltrúar
fréttamiðla Baugs áttu aðeins
eitt erindi við skýrsluna og þeir
brugðust ekki sínum málstað.
Þeir sem höfðu sig í frammi af
hálfu RÚV réðu ekki við verk-
efnið eða voru vanhæfir vegna
þekktra tengsla við Kaupþing
og Exista.
Hugmyndin að því að setja
niður rannsóknarnefnd af því
tagi var þó alls ekki fráleit.
Ákvörðun um víðtækt vald slíkr-
ar nefndar var einnig skyn-
samleg. Tengdafaðir aðallög-
fræðings Fjármálaeftirlitsins
hefði sem slíkur aldrei átt að
taka sæti í nefndinni og kom
fleira til.
Þegar á þetta var bent við
starfslok nefnd-
arinnar gátu nefnd-
armenn ekki við-
urkennt hið
augljósa, því þá
hefði tveggja ára
puð lent í ruslaföt-
unni.
Forskriftin sem nefndinni var
gefin og nefndarmenn höfðu
áhrif á var einnig meingölluð. Sú
framúrstefnulega hugmynd að
lögfesta að hægt væri að áfellast
einstaklinga fyrir að hafa gert
eitthvað sem stangaðist á við lög
um nefndina sjálfa var tilrauna-
starfsemi í lögfræði sem gæti átt
heima í Norður-Kóreu en ekki
annars staðar.
Og svo hitt að lokað var fyrir
með tvöföldum lás að nefnd-
arniðurstöðuna mætti bera und-
ir nokkurn annan. Það var for-
kastanlegt og leiddi því miður
nefndarmenn í freistni.
En samt er skýrsla RA hátíð
hjá hrákasmíðinni um Íbúða-
lánasjóð. Ráðuneyti og þingið
geta ekki verið þekkt fyrir að
láta þá skýrslu standa. Fela
verður hæfu fólki að fara yfir
hana og hreinsa mesta ruglið úr.
Ekki má fást um þótt bindum
skýrslunnar fækki mjög. Upp-
ljóstrun nefndarinnar um að
Guðmundur Bjarnason hafi ver-
ið varaformaður Framsókn-
arflokksins getur þó fengið að
standa.
Vont er ef helstu
dæmin um fúsk í
stjórnsýslu koma
fram í störfum
rannsóknarnefnda }
Órannsakaðar rannsóknir
Mörgum þykireltingarleik-
urinn við upp-
ljóstrarann Snow-
den heldur
ógeðfelldur.
Obama forseti
hafði haft orð á því
opinberlega að hann hefði sem
forseti annað við sinn tíma að
gera en að eltast við 29 ára
gamlan brotthlaupara. En hvað
sem þeim orðum forsetans líð-
ur verður ekki betur séð en að
því sé fylgt eftir með of-
urþunga að hafa hendur í hári
viðkomandi.
Ríkjum, sem hugsanlega
myndu veita Snowden skjól, er
gefið til kynna að slíkt „góð-
verk“ fengju þau ekki að vinna
frítt. ESB-ríki sýnast vera full
hneykslunar yfir því að hin
umfangsmikla njósnastarfsemi
hafi beinst bæði að þeirra rík-
isborgurum og komisserum og
búrókrötum í Brussel. Þau
mótmæla og krefjast skýringa
og byggja þá á uppljóstrunum
Snowdens. En í sömu andrá
taka þau þátt í því að knýja
flugvél forseta Bólívíu til lend-
ingar í Evrópu vegna grun-
semda um að sá hafi haft upp-
ljóstrarann með sér í
farteskinu frá Moskvu.
En þeir, sem
hafa samúð með
Snowden þar sem
hann húkir á
Moskvuflugvelli
með hramm
Bandaríkja-
stjórnar yfir höfði
sér, ættu að vita að þessi mikla
aðgerð snýst ekki endilega um
þennan einstaka uppljóstrara
persónulega. Það er aðallega
verið að senda skýr skilaboð til
þeirra sem enn sinna sínum
störfum við hlustun og hnýsni
tugþúsundum saman: „Þið
munuð hvergi fá skjól ef þið
fetið í fótspor Snowdens og
haldið að ykkar bíði frægð og
frami. Þið verðið hundelt út á
hjara veraldar og smáríki, líka
þau sem þykjast búa yfir ríkari
réttlætiskennd en hin, munu
ekki veita ykkur skjól, því það
yrði þeim of dýrkeypt.“
Það er með öðrum orðum
ekki verið að tala við Snowden
persónulega. Hann er eins og
blóraböggullinn sem dreginn
er upp að töflunni öðrum hugs-
anlegum syndurum til viðvör-
unnar. Óneitanlega er hægt að
hafa nokkurn skilning á slíkum
aðgerðum bandarískra yf-
irvalda. Og þær virðast vera að
virka.
Það fækkar ríkjum
sem vilja hýsa
Snowden eftir að
verðmiði var settur
á góðverkið}
Gott er að hafa barn til blóra
R
íkisútvarpið er einkennileg stofn-
un. Ég held að enginn viti ná-
kvæmlega hvert hlutverk hennar
er annað en að vera þrætuepli
stjórnmálamanna og tilefni pistla-
skrifa og bloggfærslna. Einstaka grínistar hafa
haldið því fram að stofnunin hafi ákveðnu ör-
yggishlutverki að gegna þegar og ef nátt-
úruhamfarir verða eða ef erlendur her skyldi
aulast til að ráðast inn í landið, óafvitandi um
þau leiðindi og erfiði sem fylgir því að reyna að
hafa stjórn á Íslendingum.
Ég ræddi það einu sinni við breskan ofursta,
sem var staddur hér á landi, hvað Íslendingar
gætu gert til að tefja fyrir eða trufla innrás ef
til hennar kæmi. Hann sagði að besta vörn Ís-
lands væri að Íslendingar væru bara þeir sjálf-
ir. Fátt hefði truflað breska „heimsveldið“
meira á tuttugustu og tuttugustu og fyrstu öldinni en yf-
irgangur og ákveðni Íslendinga.
Hvert sem hlutverk Ríkisútvarpsins er ætti að vera
ljóst að ekki stoppar það erlent innrásarlið enda örugglega
ekki hluti af starfsemi þess og ætti aldrei að vera það. Þá
er flestum líka ljóst að aðrir fjölmiðlar geta sinnt „öryggis-
hlutverkinu“ jafnvel eða betur en gamla risaeðlan í Efsta-
leiti. Það þarf enga ríkisfréttastofu til að segja mér frá eld-
gosi í Vatnajökli.
Ríkisfréttastofur ólíkt einkafyrirtækjum þurfa aldrei að
bera ábyrgð á sínum fréttaflutningi. Enginn neytandi get-
ur sagt upp áskriftinni að Ríkisútvarpinu, sama hversu
góður eða slæmur fréttaflutningur eða dag-
skrá stofnunarinnar er. Það er því mikil kald-
hæðni fólgin í því að Ríkisútvarpið skuli hafa
auglýst það á rásum sínum hvernig neytendur
gátu sagt upp áskrift af Morgunblaðinu þegar
fyrrverandi forsætisráðherra Íslands var ráð-
inn ritstjóri þess.
Núna sitja hins vegar í stjórn Ríkisútvarps-
ins Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þing-
maður Samfylkingarinnar og formaður Al-
þýðubandalagsins, Björg Eva Erlendsdóttur,
ritstjóri Smugunnar flokksmálgagns Vinstri
grænna, og framsóknarmaðurinn Magnús
Stefánsson, fyrrverandi ráðherra og alþing-
ismaður flokksins. Reyndar situr líka Magnús
Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhúss-
ins, í stjórn Ríkisútvarpsins, eini maðurinn
sem virðist hafa þá reynslu og þekkingu sem
þarf til að sitja í stjórn stofnunarinnar, að mínu mati.
Nú verður fróðlegt að sjá hvort menntamálaráðherra
leggi fram frumvarp á næsta þingi sem hefst í haust sem
gerir neytendum kleift að segja upp áskriftinni að Rík-
isútvarpinu.
Ég býst fastlega við því að einhver sem telur sig vita
miklu betur en ég og aðrir neytendur um minn smekk og
annarra muni skammast yfir þessum pistli. Hugsanlega
hefur RÚV einhverju hlutverki að gegna sem ég geri mér
ekki grein fyrir. það eina sem ég bið um er að fá að ráða
því sjálfur hvaða fréttir og afþreyingu ég borga fyrir.
vilhjalmur@mbl.is
Hvernig væri að segja upp RÚV?
Pistill
Vilhjálmur A.
Kjartansson
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Frágangi friðlýsingarskilmála
vegna stækkunar friðlands
Þjórsárvera hefur verið frestað
fram yfir sumarfrí lykilstarfs-
manna í umhverfisráðuneyti og
Umhverfisstofnun. Þegar þráð-
urinn verður tekinn upp aftur
verður unnið á þeim grunni sem
lagður hefur verið, að sögn Jóns
Geirs Péturssonar, skrif-
stofustjóra í ráðuneytinu.
Fulltrúar Landsvirkjunar
komu á fund í umhverfisráðu-
neytinu í gær. Jón Geir segir að
farið hafi verið yfir framkvæmd
friðlýsingarinnar og samskiptin
við Landsvirkjun. Í greinargerð
Umhverfisstofnunar var lagt til
að fundað yrði með Lands-
virkjun og fyrirtækinu gefinn
kostur á að skýra sjónarmið sín
nánar. Jón Geir segir að farið
verði betur yfir málið síðar í
sumar, meðal annars svör Um-
hverfisstofnunar. Hann segir
ekki útilokað að fulltrúar Lands-
virkjunar verði aftur kallaðir til.
Undirritun
frestað áfram
FUNDAÐ MEÐ LV