Morgunblaðið - 10.07.2013, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013
Söngur Kristján Jóhannsson tók upp myndband við lagið The Spanish Eyes við Sólfarið í gær. Hann naut aðstoðar Geirs Ólafssonar söngvara við upptökurnar.
Eggert
Samkvæmt frétt
RÚV frá 6. júlí sl. hef-
ur borgarstjórn
Reykjavíkur samþykkt
deiliskipulag, sem ger-
ir ráð fyrir mosku með
níu metra háum turni,
austast í Sogamýrinni.
Samkvæmt fréttinni
mun slík moska, ef af
verður, verða mjög
áberandi í borg-
armyndinni og blasa við vegfar-
endum, sem aka niður Ártúnsbrekk-
una. Samkvæmt heimildum sem ég
hef innan úr borgarstjórn er hér um
dýra og eftirsótta lóð að ræða, sem
ætlunin er að láta fáeinna hundraða
manna söfnuð múslíma í Reykjavík
fá til ráðstöfunar án endurgjalds.
Engu að síður mun það kosta músl-
ímasöfnuðinn á Íslandi hundruð
milljóna króna að reisa mosku í sam-
ræmi við deiliskipulagið. Það er
áhyggjuefni að enginn vandi mun
vera fyrir múslíma hér á landi að
fjármagna slíka mosku með fé frá
útbreiðslusamtökum múslíma er-
lendis frá. Þar geta
komið við sögu samtök,
sem vilja auka áhrif ísl-
amstrúar á Íslandi,
sem í öðrum löndum.
Það getur verið vara-
samt fyrir þjóðmenn-
ingu okkar og öryggi.
Samfylkingarflokk-
arnir fara offari
Það eru samfylking-
arflokkarnir tveir í
borgarstjórn, Æ-listi
og S-listi, sem hafa haft
frumkvæði í þessu máli, undir for-
ystu Jóns Gunnars Kristinssonar
borgarstjóra, Dags B. Eggerts-
sonar, formanns borgarráðs, og Páls
Hjalta Hjaltasonar, formanns skipu-
lagsráðs. Þessir aðilar hafa sýnt
frekju og yfirgang í þessu máli, eins
og öðrum skipulagsmálum, þar sem
flugvallarmálið ber hæst. Samfylk-
ingarflokkarnir, með níu borgarfull-
trúa, hafa ekki mætt neinni and-
stöðu af hálfu fimm borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokks í þessu máli. Deili-
skipulagstillagan var samþykkt
samhljóða í bæði skipulagsráði og
borgarráði! Rétt eins og að-
alskipulag án flugvallar var sam-
þykkt samhljóða í borgarstjórn.
Segi svo hver sem vill að flugvall-
arsinnar eða borgaraleg og/eða
kristin öfl, eigi sér málsvara í borg-
arstjórn! Borgarstjórn öll eins og
hún leggur sig er veruleikafirrt í
skipulagsmálum, sem og í þessu al-
varlega máli.
Öðrum trúarsam-
félögum mismunað
Það gengur auðvitað ekki að lítill
en fyrirferðarmikill trúarhópur sé
tekinn fram fyrir alla aðra trúar-
söfnuði hérlendis, innlenda sem er-
lenda. Sama þó að sá trúarhópur eigi
sér sterkari málsvara innan sam-
fylkingarflokkanna en kristin rík-
iskirkja og kristin eða heiðin sam-
félög á Íslandi. Og hvers eiga
hófsamir búddistar að gjalda, sem
eru miklu fleiri hérlendis en múslím-
ar? Ég hvet alla borgarbúa til að
mótmæla áformum samfylking-
armeirihlutans í borgarstjórn og
deiliskipulaginu, sem þeim fylgir.
Þetta deiliskipulag felur í sér frekju
og yfirgang gagnvart þorra borg-
arbúa og öllum öðrum trúar-
samfélögum í borginni. Grípa þarf
strax í taumana. Ekki er nóg að bíða
til vors og úthýsa þá samfylking-
arfrekjunni í skipulags- og flugvall-
armálum, með því að fella hinn ógeð-
fellda borgarstjórnarmeirihluta í
kosningum. Og ekkert er hægt að
treysta á liðónýtan borgarstjórn-
arflokk Sjálfstæðisflokksins.
Reisum heldur hof
en mosku í Sogamýri
Söfnuður íslenskra ásatrúar-
manna telur í dag yfir 2.200 manns,
eða hátt í 10 sinnum fleiri en músl-
ímasöfnuðurinn. Ásatrúin nýtur vel-
vildar þorra landsmanna. Hún er
hluti af þjóðmenningu okkar og flest
höfum við mætur á meðlimum ása-
trúarsafnaðarins og ekki síður hin-
um geðþekka leiðtoga hans, Hilmari
Erni Hilmarssyni, allsherjargoða og
tónlistarmanni. Ásatrúarmenn eru
umburðarlyndir og ekki ágengir við
boðskap eða iðkun trúar sinnar.
Einnig eru þeir miklir náttúru- og
menningarverndarsinnar. Ég legg
til að þegar áformum samfylking-
arflokkanna um mosku í Sogamýri
verður hrundið, verði lögð drög að
því að hof íslenskrar ásatrúar rísi á
svæðinu. Slíkur menningargim-
steinn yrði gleðigjafi fyrir þorra
borgarbúa, sem annarra lands-
manna, og myndi ekki stinga í aug-
un, eins og moska myndi gera, þegar
ekið væri niður Ártúnsbrekkuna,
eða um Miklubrautina. Minnumst
þess ávallt að okkar forna trú var á
margan hátt heiðarlegri og meira í
samræmi við skapgerð og sóma-
tilfinningu okkar en hin innflutta
kristna trú er. Þess vegna eigum við
að hafa ásatrúna í heiðri og rækta
hana sem arfleifð okkar, í góðri sátt
við kristna þjóðmenningu okkar og
fólkið í landinu, í nútíð og framtíð.
Eftir Ólaf F.
Magnússon »Ég legg til að þegar
áformum samfylk-
ingarflokkanna um
mosku í Sogamýri verð-
ur hrundið, verði lögð
drög að því að hof ís-
lenskrar ásatrúar rísi á
svæðinu.
Ólafur F. Magnússon
Höfundur er læknir
og fv. borgarstjóri.
Samfylkingarflokkarnir og moska í Reykjavík
Fyrir nákvæmlega
ári féll dómur hjá
Mannréttinda-
dómstól Evrópu í
málaferlum sem
blaðamennirnir
Björk Eiðsdóttir og
Erla Hlynsdóttir
höfðuðu gegn ís-
lenska ríkinu. Ís-
lenska ríkið tapaði
málinu og var talið hafa brotið gegn
10. gr. Mannréttindasáttmála Evr-
ópu (MSE). Dómurinn leggur þá
kvöð á íslenska ríkið að bregðast við
og bæta úr. Því miður verður ekki
séð að svo hafi verið gert, áfram
þurfa íslenskir blaða- og fréttamenn
að leita til Mannréttindadómstólsins
til að fá úrlausn sinna mála. Íslenskir
dómstólar ætla í það minnsta ekki að
breyta vinnubrögðum sínum. Fyrir
þeim eru úrskurðir Mannréttinda-
dómstólsins hljómið eitt. Ekki verður
heldur séð að dómsmálaráðuneytið
(sem kenndi sig við mannréttindi í
viðaukaheiti) og nú innanríkisráðu-
neytið hafi sýnt niðurstöðunni nokk-
urn áhuga eða sjái ástæðu til að
breyta vinnubrögðum sínum. Innan-
ríkisráðuneytið hefur kosið að halda
áfram að reka mál af sama meiði fyr-
ir Mannréttindadómstólnum, rétt
eins og það hafi ekkert ákvörð-
unarvald þar um. Og stundum er eins
og ekkert breytist. Mörgum finnst að
niðurstaða Þorgeirsmálsins svokall-
aða frá 1992 hafi ekki orðið íslensku
réttarfari sú lexía sem í dómnum
fólst. Í þeim dómi benti Mannrétt-
indadómstóllinn íslenskum dómurum
hæversklega á að málfrelsi væri ekki
einungis til að tíunda almælt tíðindi
heldur væri það einmitt lögfest til að
tryggja fólki rétt til að segja það sem
fáheyrt væri og sumum kynni jafnvel
að þykja móðgandi. Niðurstaða og
lærdómur þess máls var furðu fljót
að hverfa úr minni íslenskra dóm-
stóla.
Gagnrýni Mannréttinda-
dómstólsins á vinnubrögð íslenskra
dómstóla var hörð en það var nið-
urstaða dómsins að íslenskir dóm-
stólar hafi virt að vettugi þau grund-
vallarsjónarmið sem liggja að baki
10. gr. MSE. Í báðum þessum málum
var komist að þeirri niðurstöðu fyrir
innlendum dómstólum að grein-
arskrif Erlu Hlynsdóttur í DV ann-
ars vegar og Bjarkar Eiðsdóttur í
Vikunni hins vegar hefðu falið í sér
meiðandi ummæli. Viðkomandi um-
mæli sem deilt var um í þessum mál-
um voru að meginstefnu í tengslum
við starfsemi nektardansstaða hér á
landi. Í báðum málunum var sakfellt
fyrir meiðandi aðdróttun sbr. 235. gr.
almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Það þótti sérstaklega hart aðgöngu
að dæma blaðamenn fyrir ummæli er
sannarlega voru höfð eftir öðrum.
Ekki er síður alvarlegt að þegar nið-
urstaða Mannréttindadómstólsins er
lesin sést að málsmeðferð í þessum
tveimur málum var mjög ábótavant
og meira að segja áhöld um að um
sanngjarna málsmeðferð hafi verið
að ræða. Og það gagnvart tveimur
blaðakonum hjá fjárvana fjölmiðlum
sem voru að reyna að varpa ljósi á
jafn alvarleg vandamál og vændi og
mansal. Ekki verður annað séð en að
Hæstiréttur Íslands hafi í dómnum
verið sérstaklega átalinn fyrir máls-
meðferðina sjálfa og því getur dóm-
urinn ekki skýlt sér á bak við að hann
hafi aðeins verið að dæma að lögum.
En nú skyldu flestir halda að svo
alvarleg skilaboð frá Mannréttinda-
dómstólnum hefðu einhver áhrif í ís-
lenska réttarríkinu. Jafnvel valda
skjálfta, kalla á fundi og umræður í
réttarkerfinu. Svo virðist hins vegar
ekki vera og blaðamenn eru dæmdir
sem áður og verða að halda áfram að
sækja tjáningarfrelsi sitt til útlanda.
Blaðamannafélag Íslands hefur séð
sig knúið til að koma að mörgum
þessara mála þrátt fyrir þröngan
fjárhag. Þannig eru tvö önnur mál er
tengjast Erlu Hlynsdóttur komin
fyrir Mannréttindadómstólinn. Þrátt
fyrir að þau séu mjög keimlík því
máli sem Erla vann þar fyrir ári hef-
ur innanríkisráðuneytið ekki séð
sóma sinn í að taka sátt í málunum og
sætta sig við fordæmi dómstólsins
frá því á síðasta ári. Ráðuneytið hef-
ur kosið að eyða skattfé borgaranna
í, að því er virðist tilgangslítinn mála-
rekstur, aðeins til þess að fá end-
urtekna flengingu fyrir Mannrétt-
indadómstólnum. Hafa verður í huga
að íslenska ríkinu var gert að greiða
Björk 37.790 evrur, rúmar sex millj-
ónir króna, og Erlu 21.500 evrur, 3,5
milljónir króna auk þess að bera sinn
kostnað af málinu sjálft.
Síðan þetta var hefur það gerst að
dagblaðið DV hefur séð sig knúið til
að skjóta tveimur málum er varða
blaðamenn þess til Mannréttinda-
dómstólsins, að hluta til með aðstoð
Blaðamannafélagsins. Í síðasta mán-
uði var síðan greint frá því að Svavar
Halldórsson, fyrrverandi fréttamað-
ur, og Ríkisútvarpið hefðu sameig-
inlega ákveðið að una ekki dómi
Hæstaréttar í máli Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar gegn Svavari, sem féll í
nóvember síðastliðnum. Kæran
byggðist á því að með dómi Hæsta-
réttar hinn 15. nóvember 2012 í máli
nr. 69/2012 hefði verið brotið gegn
rétti Svavars skv. 10. gr. Mannrétt-
indasáttmála Evrópu um tjáning-
arfrelsi. Því eru nú fimm mál blaða-
manna á leiðinni fyrir
Mannréttindadómstólinn. Í öllum til-
vikum mun íslenska ríkið hafa mik-
inn kostnað af þessum málum en lít-
inn sóma. Er ekki mál að linni
þessari aðför að tjáningarfrelsinu og
íslenska réttarkerfið fari að meðtaka
skilaboð Mannréttindadómstólsins?
Mannréttindi og blaðamenn
Eftir Hjálmar
Jónsson og Sigurð
Má Jónsson
Hjálmar Jónsson
» Fyrir nákvæmlega
ári féll dómur hjá
Mannréttindadómstól
Evrópu í málaferlum
sem tveir blaðamenn
höfðuðu gegn íslenska
ríkinu. Fleiri mál bíða.
Höfundar eru formaður og varafor-
maður Blaðamannafélags Íslands.
Sigurður Már Jónsson