Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.07.2013, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 ✝ Bergdís Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 9. mars 1925. Hún andaðist á hjúkurnarheim- ilinu Sóltúni 29. júlí 2013. Foreldrar henn- ar voru Jón Jóns- son frá Mörk í Reykjavík, f. 22. júní 1883, d. 27. febrúar 1971, og Guðbjörg Guðjónsdóttir frá Vatnsleysuströnd, f. 19. sept- ember 1898, d. 8. mars 1940. Systkini Bergdísar voru Þórir Már, f. 8. maí 1922, d. 26. júní 2006, og Guðjón, f. 26. desember 1931, d. 6. júlí 2009. Bergdís giftist 6. október 1951 Kristjáni Júlíusi Friðriks- syni rafvirkjameistara, f. 30. janúar 1924, d. 23. apríl 1994. Börn þeirra eru: 1) Friðrik Ol- geir, f. 26. apríl 1952. Börn hans og Helgu Sigurjóns- dóttur eru Margrét Bergdís og Helga Hrund. 2) Margrét Björg Júlíusdóttir, f. 4. apríl 1955, gift Viðari Helga Guð- johnsen. Börn þeirra eru Viðar Helgi, Júlíus Pétur og Andri Valur. 3) Auður Júlíusdóttir f. 25. maí 1958, gift Sigvalda Ólafssyni. Börn þeirra eru Ólafur Friðrik og Fjóla Sif. Bergdís ólst upp í Reykjavík. Hún vann lengst af á heimili sínu í Mörkinni við Bræðraborg- arstíg og síðar í Sæviðarsundi 48. Bergdís verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, 10. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Nú er hún góðhjartaða amma mín fallin frá og með sanni má segja að þar hvarf úr lífi mínu kona sem var bæði hjartahrein og réttsýn. Eins og hið fallega smáblóm sem vaknar í morgunsólinni, blómstrar í logninu innan um hið græna gras, eins og hið tæra vatn sem rennur niður hlíðar fjallsins, eins og norðurljósin, stjörnurnar og tunglið sem lýsa upp hinn rauðbláa næturhimin á rólegu vetrarkvöldi var hún amma mín alltaf bjartsýn, alltaf tær og alltaf róleg. Það var alltaf þægilegt að vera í kringum hana ömmu mína og þurfti ekki alltaf mörg orð. Stund- um var nóg að sitja í kærleiksríku umhverfi, hlusta á vindinn leika um stofugluggana og njóta þess að vera með þessari góðu konu. Þegar ég hugsa til baka um all- ar þær góðu minningar sem ég hef af henni ömmu minni leitar hugur minn oftar en ekki til barn- dóms míns og þá einna helst til þeirra góðu dæmisagna sem hún amma mín sagði mér; sögur af hinum réttláta Salómon konungi, Samson hinum sterka, Andrók- lesi og ljóninu. Allt voru þetta dæmisögur um réttlæti og mik- ilvægi vináttu sem bæði mótuðu mig og styrktu. Aftur og aftur gat ég heyrt þessar sögur og aldrei fékk ég nóg. Ég á sannarlega eftir að sakna þeirra tíma að sitja með henni ömmu gömlu, skjótast út í bakarí til að kaupa rúnstykki fyrir okkur bræðurna, horfa á eftir hinni dug- legu konu fara í sínar daglegu gönguferðir; þrátt fyrir blindu, þrátt fyrir aldur og þrátt fyrir lé- lega heyrn. Hún var sannarlega góð og dugleg kona hún amma mín. Ég kveð þig kæra amma, kveð í hinsta sinn, kærleiksríka kona, kærleikann þinn. Viðar H. Guðjohnsen. Elskuleg föðursystir mín, Bergdís Jónsdóttir, er látin. Hennar er sárt saknað. Frænku minni var gefið fallegt nafn. Berg- dís og bræður hennar, Þórir Már og Guðjón, ólust upp í Mörk við Bræðraborgarstíg með foreldr- um sínum. Það var alltaf mann- margt í Mörkinni og líf og fjör í Vesturbænum. Einstök vinátta myndaðist milli móður minnar, Þóru Karítasar, og Bergdísar þegar mamma giftist pabba og flutti inn í Mörkina. Það var mikill styrkur fyrir þær báðar að hafa kynnst og þær voru nánar trún- aðarvinkonur alla tíð. Margt breyttist í lífi Bergdísar þegar móðir hennar veiktist og lá lengi á Landakotsspítala. Amma Guðbjörg lést 8. mars 1940 og var húskveðja á heimili hennar hinn 9. mars en þann dag varð Bergdís 15 ára gömul. Bergdís hafði þá fengið inngöngu í Menntaskólann í Reykjavík. Bergdís var skarp- greind og ljúf kona. Hún tók að sér að sjá um heimilið fyrir föður sinn og bræður en þar var einnig í heimili Margrét, öldruð móðir Guðbjargar. Eftir að Guðbjörg veiktist og lést lagðist sorgin yfir allt heimilið. Þá var ekki mögu- leiki á að fara til sálfræðinga og geðlækna til að vinna úr sorginni. Faðir Bergdísar hallaði sér að brennivíninu. Ég bað föður minn, Þóri Má, um að segja mér frá móður sinni en svar hans var stutt og laggott: Ég hjúkraði henni þegar hún lá banaleguna svo það er best að gleyma því. Þegar ég spurði Guðjón um þessi mál sagði hann að hann myndi eftir því þegar hann gekk frá Mið- bæjarskólanum upp á Landakots- spítala til að fara til mömmu sinn- ar. Hann hélt að hann hefði verið átta ára gamall þá. Ekki var frá- sögn hans lengri. Þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Guðbjargar ömmu bað ég Bergdísi, frænku mína og vinkonu, að segja mér frá ömmu minni og var hún fljót til svars. Við mæltum okkur mót heima hjá mér í miðbæ Reykja- víkur. Hún sagði mér allt sem henni datt í hug að ég vildi vita. Við töluðum saman og ég skráði samtalið. Í lok dags gengum við saman vestur í bæ á fornar slóðir. Það var góð gönguferð og minn- isstæð. Bergdís hefði notið þess að stunda nám þó að hún hafi hafnað skólavist í Menntaskólanum. Hún las allt sem hún komst í og áhugi hennar var víður og áhugaverður. Bókmenntir og mannkynsaga var í uppáhaldi. Hún var mjög trúuð og kynnti sér önnur trúarbrögð en kristni og hafði gaman af að ræða kosti og galla trúarbragð- anna. En þegar hún fékk Kóran- inn í hendurnar var það orðið of seint. Hún missti sjón á öðru aug- anu þegar hún var níu ára og var orðin sjóndöpur í seinni tíð. Berg- dís fylgdist vel með öllu í útvarp- inu og gat alltaf sagt okkur yngra fólkinu hvað væri helst í fréttum. Bergdís var heppin í ástum. Hún gekk ákveðið til verks þegar hún hafði séð Kristján Júlíus Friðriksson frá Sauðárkróki sem þá var rafvirkjanemi. Hún sá til hans þar sem hann gekk upp Bræðraborgarstíg og hún kallaði til hans og sagði: Viltu ekki fá að smakka hjá mér pönnukökur? Eftir þetta bjuggu þau saman, fyrst í Mörkinni en síðar í Sævið- arsundi allt þar til Júlíus lést. Bergdís var hlý kona með stórt hjarta og mjúka nærveru. Ég votta syrgjendum innilega sam- úð. Guðbjörg Þórisdóttir. Í dag kveðjum við Bergdísi Jónsdóttur, Beggu í Mörkinni, þá merku konu. Það eru margar minningarnar sem koma upp í hugann. Það mætti segja um hana að þótt hún sæti mest á sama stað var hún alltaf að ferðast því marg- an fróðleiksmolann flutti hún okkur, vinum sínum. Hún var víð- lesin og stálminnug og næstum sama hvar borið var niður, trúar- brögð, bókmenntir, heimspólitík, svo eitthvað sé nefnt. Hún hafði ákveðnar skoðanir, en virti skoð- anir annarra, hafði gaman af að rökræða og kunni það. Hún las erlend tungumál, lagði m.a. um tíma stund á rússnesku. Það eru orðin mörg árin síðan sauma- klúbburinn okkar var stofnaður. Nú erum við bara tvær á lífi, und- irrituð og Auður Guðmundsdóttir sem dvelst fársjúk á sjúkrahúsi. Með söknuði er hugsað til þessara gömlu, skemmtilegu tíma. Mak- arnir ræktuðu vinskap og öll átt- um við ógleymanlegar stundir saman. Júlíus Friðriksson, eigin- maður Beggu, sá ljúfi drengur, lést um aldur fram. Þau voru ein- staklega samhent hjón Júlli og Begga, Begga og Júlli eins og kemur fram í lítilli vísu sem fylgdi einhvern tímann afmælispakka: Þó að hún sé þunn og lítil þessi pappírsörk ber hún okkar bestu kveðjur Bergdísi frá Mörk. Megi hún um eilífð alla elska Júlla sinn. Þessa kveðju sína sendir saumaklúbburinn. Við kveðjum vinkonu okkar með söknuði og vottum börnum hennar og fjölskyldum samúð okkar. Hólmfríður og Stefán. Það var í ágúst, 1966 sem ég flutti í Vesturbæinn utan af Sel- tjarnarnesi, sex ára gömul. Það var þá sem ég kynntist Beggu. Hún var mamma hennar Auðar sem er mín æskuvinkona enn þann dag í dag. Ég flutti á Bræðraborgarstíg 10, við hliðina á Mörk, húsinu sem pabbi hennar Beggu byggði. Auði langaði að kynnast þessari nýju stelpu og sótti ráð til Beggu um hvernig best væri að ná athygli minni. Begga sagði henni að klæða Brand Brúsaling (stór og voldug- ur, gamall fress sem þau áttu) í dúkkuföt, skella honum í dúkku- vagninn og arka út að lóðamörk- um. Hún náði mér strax við fyrsta halló, ég hafði aldrei séð annað eins og var ég þó mikil kattakona. Upp frá því urðum við Auður samlokur eins og við vorum alltaf kallaðar og ég var mikill heima- gangur hjá henni og þar með Beggu. Hún var heimavinnandi húsmóðir eins og margar konur á þessum tíma. Það var alltaf gott að koma inn til Beggu og fá ískalda mjólk, brauð eða hjóna- bandssælu sem var nú toppurinn og var alltaf til á heimilinu. En toppurinn á morgnana hjá Beggu var þó þunnur, góður hafragraut- ur með hjónabandssælu út í, klár- lega besti hafragrautur sem ég hef fengið. Auður var með sítt, slétt, ljóst hár sem ég dáðist mikið að en vissi að ég gæti aldrei öðlast, ég með mitt grófa, hrokkna, stjórn- lausa, rauða hár. Á morgnana kom ég til Auðar og horfði á Beggu bursta hárið á henni 100 sinnum og greiða svo í fléttur, svo máttum við fara út. Þá var farið út að róla í garðinum og sungið Bjarnastaðabeljurnar, hátt og snjallt, aftur og aftur og einu sinni við litla hrifningu nágranna sem rak hausinn út um gluggann og kallaði í okkur að hætta þess- um (… óprenthæft …) hávaða. Begga og Júlli voru mjög sam- hent hjón og alltaf góð við hvort annað. Þetta var stórt heimili, sjö manns því systkinin voru þrjú, Friðrik Olgeir, Margrét og Auður og síðan var bróðir hennar Beggu hjá þeim, Jón, og einnig faðir hennar. Begga var snilldar bakari og bakaði alvöru hnallþórur sem enginn var svikinn af, ég held ég hafi fengið matarást á henni. Ein- hverju sinni þegar við vorum krakkar, voru einhverjar spek- úlasjónir í gangi hjá okkur Auði um rómatík og ástamál og svo- leiðis framandi hluti og þá spurði ég Júlla „Af hverju giftistu Beggu?“ Júlli varð sposkur á svip, leit á Beggu og blikkaði hana og sagði svo: „Af því hún bakaði svo góðar pönnukökur.“ Þá hló Begga og meira fengum við ekki upp úr honum. Það er engin spurning að Begga hafði töluvert fleiri mannkosti að bera, hún var miklu meira en bara snilldarbak- ari og þau kunnu vel að meta hvort annað. Þetta voru góð ár í gamla, góða Vesturbænum og mikið brallað og hægt að rifja upp margt fleira, blöðru-Skodann hans Júlla, skautasvellið í garðinum sem Júlli bjó alltaf til handa okkur á vet- urna með því að sprauta vatni út á lóðina og fleira en læt þetta duga. Mig langar að senda Auði, Margréti og Olla og öðrum að- standendum mínar innilegustu samúðarkveðjur með þökkum fyrir allt. Hjördís Sigurðardóttir. Bergdís Jónsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, stjúpmóðir og amma, GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR, lést á heimili sínu þriðjudaginn 25. júní. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, kærleik og hlýju við andlát og útför hennar. Guðmundur Haukur Gunnarsson, Jens M. Magnússon, Sigurlína Gunnarsdóttir, Róbert S. Magnússon, Birna Guðmundsdóttir, Sigurjón Birgisson, Bjarni Guðmundsson, Guðlaug Lýðsdóttir og barnabörn. ✝ Hjartkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, SIGURÐUR GUÐNASON, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 3. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 11. júlí kl. 13.00. Þorvaldur Sigurðsson, Lára Kristín Traustadóttir, Sigríður Lára, Guðrún Margrét, Guðmundur Trausti, Kristín Brynja, Daníel Guðnason, Guðni Ólafur Guðnason. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 6. júlí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. júlí kl. 13.30. Húnn Snædal, Guðrún Freysteinsdóttir, Hólmsteinn Snædal, Olga Loftsdóttir, Gígja Snædal, Þórgunnur Snædal, Jöran Westberg, Magnús Snædal, Bragi Snædal, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÁRNASON, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést föstudaginn 5. júlí á hjúkrunar- heimilinu Eir. Jarðarförin auglýst síðar. Elísabet Jónsdóttir, Grétar Guðmundsson, Herdís Rut Hallgrímsdóttir, Árni Þór Guðmundsson, Bára Jónsdóttir, Jón Helgi Guðmundsson, Guðrún Ásbjörnsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Þórarinn V. Sólmundarson, Stefán Guðmundsson, Þórunn Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR, Sæbergi 5, Breiðdalsvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu, Neskaupstað, þriðjudaginn 9. júlí. Útför verður auglýst síðar. Alley Pétursdóttir, Manfred Kleindienst, Jóhanna Pétursdóttir, Sveinn Jóhannsson, Sigurður Pétursson, Ólöf Kristjánsdóttir, Hreinn Pétursson, Linda Guðmundsdóttir, Pétur Pétursson, Ingunn Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG ERLENDSDÓTTIR, Roðasölum 1, áður Vogatungu 15, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 8. júlí. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 12. júlí kl. 13.00. Reynir Sigurðsson, Smári Sigurðsson, Ásthildur Jónsdóttir, Karl Sigurðsson, Sigríður Baldursdóttir, Páll Sigurðsson, Ásgerður Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku sonur minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og mágur, SIGURGEIR SIGURÐSSON flugstjóri, er látinn. Útför hans fer fram frá Grafarvogs- kirkju föstudaginn 19. júlí kl. 13.00. Pálína Guðmundsdóttir, Lilja Sigurgeirsdóttir, Óskar Ásgeir Óskarsson, Elizabeth Svanhildur Sigurgeirsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Halldór M. Gunnarsson, Anna Svanhildur Sigurðardóttir, Guðrún Rósa Sigurðardóttir, Kjartan Sigurðsson, Særún Jónasdóttir, Haraldur Sigurðsson og barnabörn. ✝ HALLDÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Gröf í Þorskafirði lést í Barmahlíð á Reykhólum fimmtu- daginn 4. júlí. Útförin verður gerð frá Reykhólakirkju laugardaginn 13. júlí kl. 14.00. Blóm afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hennar láti Dvalarheimilið Barmahlíð njóta þess. Dúna, Gísli, Hanna, Dísa og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.