Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Alísa Kalyanova Skipuleggjendur LungA ráðið kemur að stórum hluta að skipulagningu hátíðarinnar sem fer stækkandi. kring. Það verða ekki margir kenn- arar fastráðnir. Það verður skóla- stjóri og jafnvel tveir fastir starfs- menn og svo verða fengnir hæfir leiðbeinendur til að sjá um kennslu hverju sinni. Skólinn verður einmitt kynntur fyrir gestum á LungA í ár,“ segir Aðalheiður og ljóst að LungA hefur heldur betur skotið rótum. „Hátíðin hefur lifað af hingað til, við munum því bara gera ráð fyrir því að hún sé komin til að vera. Það er þjálfað fólk í kringum þetta og þetta er allt í föstum skorðum. Þetta er bara ótrúlega skemmtileg hátíð og bætir lífi við árin,“ segir Aðalheiður að lokum. Ljósmynd/Alísa Kalyanova Stuð Retro Stefson kom fram á hátíðinni á síðasta ári við mikinn fögnuð. Það er gaman að segja frá því að það er búið að stofna hér listtengdan lýðháskóla sem heitir einfaldlega LungA skól- inn. Hann byrjar 2014 og mun verða starfræktur allt árið um kring. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Alþjóða heilsu Qigong félagið WORKSHOPHeldur kynningarnámskeið 18. - 21. júlí 5 helstu ástæður þess að iðka qigong Qigong (borið fram “tsí-gong”) er yfir 5.000 ára gamalt æfingakerfi í heilsurækt þarsem saman fer qi, sem merkir “lífskraftur”, og gong, sem merkir “nákvæmar æfingar”. 1. Aukin vellíðan og lífsþróttur Minnkar blóðþrýsting, bætir hjarts- og æðastarfsemi, jafnar hjartsláttartíðni og minnkar kólesteról. 2. Dregur úr þrálátum sársauka Með hjálp sjónar og stjórn hugar og líkama getur þú dregið úr þrálátum sársauka frá liðagigt. 3. Betra blóðstreymi Með sérstökum öndunaræfingum getur þú aukið súrefnisflæði í líkamanum. 4. Dregur úr spennu Með því að minnka viðbrögð við spennuvekjandi álagi. Hjálpar gegn þráhyggu- og áráttuhegðun, þunglyndi og kvíða og persónuleikaeinkennum af A-gerð. 5. Byggir upp sjálfsvirðingu Með því að leyfa þér að líða vel og þægilega. Skráning í síma 553 8282 Á morgun munu síðustu Föstudags- fiðrildi listhópa og götuleikhúss Hins hússins flögra um stræti Reykjavíkurborgar. Hóparnir verða staðsettir víðsvegar um miðbæinn á milli klukkan 12 og 14 og verður ýmislegt á boðstólnum. Meðal staða þar sem rekast má á hópana eru fyrir utan Macland við Laugaveg 17 þar sem fiðluleikarinn Stringolin mun flytja fræg útvarps- lög, á Bríetartorgi við Þingholts- stræti þar sem spunahljómsveitin Sagitaria Raga mun stíga á stokk, við hliðina á Timberland-versluninni við Laugaveg 6 þar sem Tóma- mengi mun vera með uppákomu og dansvæna tónlist, Austurstræti þar sem Ritsveinninn réttsýni verður með myndbandstæki auk þess sem götuleikhúsið verður á ferð og flugi um miðbæinn. Þetta er þó ekki í síðasta skiptið sem hóparnir koma fram. Lokahátíð þeirra mun fara fram í göngugöt- unni á Laugaveginum fimmtudag- inn 18. júlí á milli 16 og 18 auk þess sem hóparnir munu skemmta gestum og gangandi á Menning- arnótt. Listhópar Hins hússins kveðja í bili Hinsti dans Föstudagsfiðrilda Morgunblaðið/Eggert Frumlegt Föstudagsfiðrildi Hins hússins eru lífleg og vekja jafnan kátínu. Ástin er eitthvað sem ég ætlaað fullyrða að við sækjumstöll eftir. Allir eiga rétt á þvíað verða ástfangnir og að ást þeirra verði viðurkennd. Það er því miður ekki svo alls staðar í heiminum þar sem sums staðar er enginn vilji til þess að virða ást ef hún er á milli ein- staklinga af sama kyni. Ég fæ það ekki skilið af hverju fólk þurfi alltaf að skipta sér af öðru fólki og reyna að haga lífi annarra með sín- um ósanngjörnu hugmyndum um hvernig „eðlileg“ ást eigi að vera. Á dögunum gekk vinur minn að eiga eiginmann sinn í hefðbundri hjóna- vígslu og á svipuðum tíma gekk vin- kona mín að eiga eiginmann sinn. Var um að ræða einn stærsta dag í lífi þessara einstaklinga sem einkenndist af ást og hamingju, þar sem vinir og ættingjar komu og fögnuðu ástinni með þeim. Enginn munur var á brúð- kaupunum tveim þó það hafi ekki verið brúður í öðru þeirra. Það er bara eng- an veginn nauðsynlegt þegar ástin er annars vegar og ekkert er jafn fallegt og engir dagar jafn gleðilegir og þegar brúðkaupi er fagnað. Ég var stödd í París í Frakklandi þegar ég tók eftir því að fjölmargir á götum borgarinnar klæddust sér- merktum bolum, jafnt ungir sem aldn- ir og stundum heilu fjölskyldurnar. Á bolunum var mynd af fjölskyldu sem var karlmaður, kona ásamt tveim börnum. „Eðlilega“ fjölskyldan að þeirra mati, en bolirnir voru gerðir til að mótmæla nýjum lögum í landinu um að leyfa giftingar og ættleiðingar samkynhneigðra. Eftir að ég hafði bölvað þessu fólki alla ferðina í laumi við frænku mína sem búsett er í París lá leið okkar að Sigurboganum, það var hins vegar ekki greið leið sökum mikilla mót- mæla sem geisuðu um alla borg. Á þessum tímapunkti höfðu lögin nú þegar ver- ið samþykkt. Þegar við loks- ins komumst að Sigurboganum voru gríðarlega hávær og mikil mótmæli. Frænku minni leist ekkert á blikuna þegar ég ákveð að strunsa inn í mótmælin og at- huga hvað gengi eiginlega að þessu fólki, sem barðist gegn ást annarra einstaklinga. Eitthvað sem kemur þeim einfaldlega ekki við. Ég vatt mér fljótlega upp að fimm karlmönnum sem stóðu saman við mótmælin, klæddir í þessa ógeðslegu bleiku boli og spurði þá af hverju þeir væru að mótmæla og hvort þetta kæmi þeim í raun eitthvað við. Þeir reyndu að svara á bjagaðri ensku um að það væri ekki rétt að leyfa giftingar og ættleiðingar sam- kynhneigðra. „Allir eiga rétt á að eiga bæði móður og föður,“ sagði einn og var ég fljót að grípa inn í og sagði að sumir ættu hvorugt og aðrir aðeins annað. Þá væri nú frábært að eiga tvo feður eða tvær mæður. Þeim leist ekk- ert mjög vel á æsinginn í mér og reyndu að útskýra mál sitt enn frekar, en ég gat bara ekki fengið þá skilið að eitthvað væri eðlilegt og annað ekki. Ég ákvað því að ljúka samræðunum við þessa menn sem ég átti ekkert sameiginlegt með og sagði. „Ef þið vilduð vita það kem ég frá Íslandi. Þar hafa samkynhneigðir öll sömu réttindi og aðrir og er hvergi mis- munað. Ég er fáránlega stolt af því að vera Íslendingur.“ Þessi upplifun dró að- eins úr fegurð Par- ísarborgar og það er erfitt að vita til þess að í fjöl- mörgum löndum er stað- an enn verri. Það á ekkert að vera eðlilegt við ástina, hún á ekki að vera sett í skorður eða leyfð að- eins á einn hátt en ekki annan. Látum ástina sigra því hún er miklu sterkari en fáfróðir ein- staklingar úti í heimi. »Ég vatt mér fljótlegaupp að fimm karl- mönnum sem stóðu saman við mótmælin, klæddir í þessa ógeðslegu bleiku boli og spurði þá hvort þetta kæmi þeim í raun eitthvað við. Heimur Áslaugar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.