Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013
Viðskiptavinir Kjaran
eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og
prentsmiðjur sem eiga
það sameiginlegt að
gera kröfur um gæði
og góða þjónustu.
bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki
bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum.
Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem
prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit.
Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft
ekki annað tæki en bizhub C35.
Verð: 379.900 kr.
Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir
hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
Fæst einnig í veFverslun stoðar
31ár
1982-2013
Trönuhrauni 8 | 220Hafnarfirði | Sími 565 2885
Opið kl. 8 - 16 virka daga | stod@stod.is | www.stod.is
Þar sem
sérFræðingar
aðstoðaÞig
viðvalá
hlíFum
Við styðjum þig
STOÐ
P
O
R
T
hö
nn
un
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bréf frá Frederick Irving, sem var
sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi
á árunum 1972-1976, var lesið við
setningu goslokahátíðarinnar í Vest-
mannaeyjum hinn 4. júlí síðastliðinn.
Þar var þess minnst að 40 ár voru
liðin frá lokum Heimaeyjargossins
árið 1973.
Barbara Irving, dóttir sendiherra-
hjónanna Dorothy og Frederick Irv-
ing, las bréfið frá föður sínum. Hann
bý nú í Bandaríkjunum. Með Bar-
böru í för voru níu manns úr fjöl-
skyldu hennar. Hópurinn kom til
Vestmannaeyja í tilefni gos-
lokahátíðarinnar.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, bauð Irving-
fjölskylduna sérstaklega velkomna
við setningarathöfnina. Hann sagði
vel þekkt hve mikinn þátt Irving
sendiherra hefði átt í þeim mikla
stuðningi sem Bandaríkjamenn
veittu Íslendingum í eldgosinu.
Elliði sagði í samtali við Morgun-
blaðið að í bréfinu sem Barbara las
hefði Frederick Irving þakkað Vest-
mannaeyingum og Íslendingum fyr-
ir samveruna og samskiptin á árum
áður. Einnig hefði hann rifjað upp
árin hér og minnisverða viðburði.
Elliði sagði að það hefði verið mik-
ið happ fyrir íslensku þjóðina að fá
hingað slíkan þungavigtarmann í
bandarískum utanríkismálum, sem
Frederick Irving var, í stöðu sendi-
herra á Íslandi.
„Koma hans hingað var til marks
um mikilvægi Íslands í heimsmál-
unum á þessum árum. Það var okkur
mikið happ í gosinu að hafa hér
mann sem hafði jafn mikið umboð og
áhrif og Irving hafði. Hann hafði
mjög sterk tengsl við æðstu valda-
menn í bandaríska stjórnkerfinu og
ríkt umboð til ákvarðanatöku,“ sagði
Elliði.
Hann nefndi sérstaklega þátt Irv-
ings sendiherra í að fá dælubún-
aðinn sem Bandaríkjamenn lánuðu
og fluttu hingað með skömmum fyr-
irvara. Dælurnar skiptu sköpum fyr-
ir hraunkælinguna í Heimaeyjargos-
inu. Einnig áttu flugvélar
varnarliðsins stóran þátt í að flytja
aldraða og sjúka frá Vestmanna-
eyjum nóttina þegar gosið braust út.
Fjöldi bandarískra hermanna af
Keflavíkurflugvelli kom einnig til
Vestmannaeyja og vann við að moka
ösku af húsþökum og bjarga eignum
á meðan eldgosið stóð sem hæst.
Sterkur sendiherra á örlagastundu
Kveðja frá Frederick Irving, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna, lesin við setningu goslokahá-
tíðarinnar Irving var lykilmaður í þeirri miklu aðstoð sem Bandaríkjamenn veittu í eldgosinu 1973
Ljósmynd/Robert E. Kaiser
Íslandsvinir Sendiherrahjónin
Dorothy og Frederick Irving.
Ljósmynd/Paul M. Cunningham
Goslokahátíð Barbara Irving og Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkj-
anna, við setningu goslokahátíðarinnar í Vestmannaeyjum 4. júlí 2013.
Samskip ætla að hætta að flytja
hvalkjöt frá Íslandi eftir að hafnir í
Hollandi og Þýskalandi ákváðu að
hætta að umskipa hvalkjöti þar.
„Okkur sýnist að þessu sé sjálf-
hætt því að þær hafnir sem hvalkjöt-
ið hefur verið flutt til eru búnar að
setja bann á þessar afurðir. Þannig
að okkur eru allar bjargir bannaðar í
þessum efnum,“ sagði Anna Guðný
Aradóttir, forstöðumaður markaðs-
og samskiptadeildar Samskipa, í
samtali við mbl.is.
Sex gámar stöðvaðir
Samskip flutti í júní sex gáma af
hvalkjöti til Rotterdam í Hollandi.
Þar var gámunum skipað upp í ann-
að flugningaskip sem átti að flytja þá
i til Japans. Tollayfirvöld létu hins
vegar flytja gámana aftur í land á
meðan kannað var hvort gögn sem
fylgdu sendingunni væru í lagi. Í
millitíðinni hélt flutningaskipið, sem
flytja átti kjötið frá Hamborg, för
sinni áfram. Þegar skipa átti kjötinu
um borð í annað flutningaskip komu
Grænfriðungar í veg fyrir að það
tækist með mótmælum, m.a. með því
að binda sig við landfestar skipsins.
Varð úr að skipið hélt úr höfn án
þess að hafa gámana sex með hval-
kjötinu um borð. Samskip lýstu því
síðan yfir í Rotterdam á þriðjudag,
að hvalkjötið yrði flutt til Íslands á
ný.
„Þjóðverjar hafa stöðvað þetta í
Hamborg og eru að kalla eftir banni í
öllum höfnum í Þýskalandi og þá er
orðið mjög erfitt að koma þessu til
Asíu,“ segir Anna Guðný. Langmest-
ur flutningur frá Íslandi hafi farið í
gegnum Rotterdam og Hamborg.
„Þegar aðgenginu að markaði er lok-
að þá er þetta orðið svolítið erfitt.“
hjorturjg@mbl.is
Ljósmynd/Af vef Greenpeace
Mótmæli Grænfriðungar bundu sig
við landfestar skips í Hamborg.
Samskip hætta
að flytja hvalkjöt
Sjálfhætt, segir talsmaður Samskipa