Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Gigt, vöðvabólga eða fótaóeirð? www.annarosa.is Eftir þrjú brjósklos og uppskurði vilja vöðvarnir á því svæði stífna þegar mér verður kalt. Vöðva- og gigtarolían hefur alveg bjargað mér undanfarna mánuði, hún er svo vöðvaslakandi og hitar svo vel! Eftir að ég kynntist henni get ég ekki hugsað mér að vera án hennar og mæli eindregið með henni! Fótakremið er silkimjúkt, fer fljótt inn í húðina og mér finnst það alveg æðislegt. – Magna Huld Sigurbjörnsdóttir Vöðva- og gigtarolían þykir afar góð til að draga úr liðverkjum og vöðvabólgum ásamt því að gagnast við fótaóeirð. Fótakremið er kælandi og kláðastillandi, mýkir þurra húð, græðir sprungur og ver gegn sveppasýkingum. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Þetta er í fjórtánda skiptiðsem við höldum þessa hátíðog kjarni hennar hefur alltafverið þessar listasmiðjur sem við starfrækjum alla vikuna frá mánudegi til laugardags. Þetta byrj- aði náttúrulega bara sem pínulítil há- tíð. Það voru um það bil tuttugu krakkar hérna og þau hjálpuðu líka til við að stýra þessu. Ég eldaði bara ofan í þau, þetta var svona frekar heimil- islegt,“ segir Aðalheiður Lóa Borg- þórsdóttir, framkvæmda- og fjár- málastjóri listahátíðarinnar LungA. Hún segir listahátíðina hafa vaxið frá ári til árs og sé í dag miklu stærri en hún var þegar hún var haldin í fyrsta skiptið. Bærinn fyllist af lífi „Það eru rúmlega hundrað krakkar hérna í listasmiðjum alla vik- una. Þetta hefur að sjálfsögðu tals- verð áhrif á lífið í bænum. Hér búa að- eins tæplega sjö hundruð manns,“ segir Aðalheiður aðspurð út í það hvort hátíðin setji ekki mikinn svip á bæinn. „Ég held að bæjarbúa hlakki til og kvíði svolítið fyrir því að allur þessi skari komi inn í bæinn. Þeim finnst þó yfirleitt mjög gaman hvað bærinn verður líflegur og hvað það er mikið af ungu fólki hérna. Bæjarbúar eru mjög opnir fyrir því að lána hús, búnað og veggi til að graffa á. Það er yndislegt. Svo eru náttúrulega alltaf einhverjir sem hafa áhyggjur af drykkjunni í kringum tónleikana sem eru alltaf um helgarnar. Á tímabili stóttu mjög margir ungir krakkar hátíðina. Vð höfum tekið mjög vel á því og erum með mjög góða gæslu. Við höfum sent út þau skilaboð að við viljum ekki fá sextán ára krakka með fullan bíl af bjór og brennivíni á tjaldstæðið. Það hefur því lagast mjög mikið,“ segir Aðalheiður sem sjálf er búsett á Seyð- isfirði. „Grísalappalísa er að spila í ár auk þess sem Vök, Úlfur Úlfur, Mammút, FM Belfast, Ghostigital og dönsk hljómsveit sem heitir Ranglek- lods munu stíga á stokk. Þrátt fyrir að tónleikarnir séu mögulega vinsælastir á hátíðinni þá eru allir viðburðirnir hérna vel sóttir,“ segir hún. Listamannanýlenda „Það eru um þúsund manns sem sækja tónleikana ár hvert. Það seldist upp á nokkrum dögum í ár og það er búið að gerast síðustu þrjú ár. Það er alltaf biðlisti hérna og mikil eftir- spurn eftir því að sýna á hátíðinni. Það komast því alltaf færri að en vilja. Þeir sem eru í LungA ráðinu skipuleggja þetta að stórum hluta en þar er fólk sem er jafnvel í listnámi eða nýbúið að ljúka listnámi. Síðan erum við vel tengd inn í Listaháskól- ann og nemendur þaðan sækja mikið hingað,“ segir Aðalheiður. „LungA er ekki það eina sem er í gangi hérna í bænum hvað listalíf varðar. Hér er líka ýmislegt í tengslum við Skaftfell, myndlista- miðstöð Austurlands. Þar er mikil gróska. Það er alltaf allt fullbókað þar, bæði af innlendum og erlendum listamönnum. Svo er Skaftfell með vinnusmiðju í samstarfi við Dieter Roth Akademíuna. Það er líka vel sótt. Það má eiginlega segja að Seyð- isfjörður sé svona listamannaný- lenda,“ segir Aðalheiður sposk. Lýðháskóli á Seyðisfirði „Við höfum verið með góð tengsl við skóla sem heitir KaosPilots og er staðsettur í Árósum í Danmörku. Það hafa komið hópar úr honum nokkur ár í röð. Það er gaman að segja frá því að það er búið að stofna hér listtengd- an lýðháskóla sem heitir einfaldlega LungA skólinn. Hann byrjar 2014 og mun verða starfræktur allt árið um Heilbrigt LungA dafnar vel og stækkar Listahátíðin LungA verður haldin í fjórtánda skiptið dagana 14. til 21. júlí. Há- tíðin hefur heldur betur skotið rótum en auk þess sem rúmlega þúsund gestir sækja hana ár hvert, þá er verið að stofna lýðháskóla tengdan hátíðinni. Tölvupopp Danska sveitin Rangleklods mun koma fram á hátíðinni í ár. Ljósmynd/Alísa Kalyanova Fagurt Eins og sjá má er náttúrufegurðin mikil á Seyðisfirði. Listakonan Ragnheiður Maísól Sturludóttir opnaði nýlega vefsíðu með samansafni af verkum sínum. Hún útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskóla Íslands í vor og hefur verið iðin við kolann á sviði lista und- anfarin ár. „Ég geri gjörninga, mynd- og hljóðverk, og það má sjá yfirlit yf- ir verk mín á síðunni. Svo er ég líka með tengil inn á bloggsíðu en inni á henni er ég með samansafn af því sem mér þykir fallegt í hversdags- leikanum,“ segir Ragnheiður. Í lok júlí verður Ragnheiður ásamt vinkonu sinni með óvenjulega sýn- ingu á Kaffistofunni á Hverfisgötu. „Þetta verður viðburður sem er tíma- tengdur með ákveðinn tímaramma þar sem við skoðum einveruna í fögnuði eins og afmælum og öðrum hátíðarhöldum,“ segir Ragnheiður. Fjölbreytnin ræður ríkjum í list- sköpun Ragnheiðar en hægt er að sjá hana á sviði í Fullorðinssirkusnum Skinnsemi sem er með sýningu í kvöld og á morgun á Volcano sirk- ushátíðinni. Vefsíðan www.ragnheidurmaisol.com List Gjörningur þar sem markmiðið var að fylla rými af appelsínugulum reyk. Rýnir í fegurð hversdagsleikans Það verður sann- kölluð tónlistarveisla á Græna hattinum á Akureyri um helgina. Valdimar treður upp ásamt hljómsveit á föstudagskvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 22. Á laug- ardags- og sunnu- dagskvöld mun fær- eyska álfadrottningin og listakonan Eivör Pálsdóttir vera með tónleika. Tónleikarnir á laugardagskvöld hefjast klukkan 22 en á sunnudagskvöld klukkan 21. Áhuga- samir ættu að tryggja sér miða í tíma og er bæði hægt að nálgast miða á midi.is og í verslunum Eymund- son. Endilega... ...farðu á tónleika á Græna hattinum á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Listakonan Ljúfir tónar Eivörar munu hljóma. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.