Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Garðsláttur
Láttu okkur sjá um
sláttinn í sumar
REGATTA 8
25% afsláttur
Kr. 467.500,-
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • fastus@fastus.is • www.fastus.is
Tilboð gilda til og með 31. ágúst eða á meðan birgðir endast.
Njóttu lífsins
Hafðu samband
og við hjálpum þér
að finna rafskutlu
við hæfi
Fastus býður uppá fjölbreytt úrval af rafskutlum
Meðfærilegar í notkun • Einfaldar stillingar
NEO 8
25% afsláttur
Kr. 345.000,-
Ég veit ekki alltaf
hvað núverandi borg-
arstjórn gengur til í
hinum ýmsu málum.
Mér skilst að íslam-
istar á Íslandi séu nú
um það bil að fá út-
hlutað lóð fyrir starf-
semi sína og bæna-
turn í nafni trúar á
tánni í óslegnu gras-
inu í Sogamýrinni á
milli Miklubrautar og
Suðurlandsbrautar.
Þetta er afar fallegur staður fyrir
hvað sem er og eitt sinn átti að
vera almenningsgarður þarna,
þótt farið sé að þrengja að slíkum
hugmyndum vegna byggingafram-
kvæmda þar. Það sem
verra er í þessu til-
felli er að staðurinn
er afar áberandi,
þannig að hvaða
mannvirki sem er sæ-
ist varla betur á öðr-
um stað.
Mergurinn málsins
Ekki ætla ég að
ásaka áhangandur ísl-
am á Íslandi um neitt
misjafnt, en mér
finnst að höfuðborgin
og Ísland eigi ekki
með þessu að sýna eða hætta á að
vera séð með einhvern sérstakan
stuðning við þessi trúarbrögð, sem
svo mjög margir óttast af gefnum
tilefnum. Betra væri að veita lóð
undir þessa aðstöðu í ytri hverfum
borgarinar og leyfa viðkomandi að
iðka vonandi friðsamar trúar-
athafnir sínar þar í friði fyrir öðr-
um.
Hvernig væri að lóðin yrði sett
á uppboð eins og almenningi er
víst ætlað að gera vegna lóða í
Úlfarsárdal?
Skipulagsmál í Reykjavík –
íslömsk moska
Eftir Kjartan Örn
Kjartansson » Betra væri að veita
lóð undir þessa að-
stöðu í ytri hverfum
borgarinar ...
Kjartan Örn
Kjartansson
Höfundur er fyrrverandi forstjóri og
varaformaður Hægri grænna, flokks
fólksins.
Þegar við sofum töp-
um við einum til tveim-
ur lítrum af vatni
hverja nótt í gegnum
húð eða öndunarfæri.
Til að komast heilsu-
samlega í gegnum lífið
er ráðlegt að drekka
einn lítra af vatni fyrir
hádegismat og síðan
annan lítra af vatni yfir
daginn fram að kvöld-
mat. Vatn er næring fyrir nýrun
sem stilla steinefni, stjórna vökva-
kerfinu og losa út efnaskiptaúrgang.
Þau stjórna einnig blóðþrýstingi,
mynda hormón og umbreyta D-
vítamíni svo það nýtist líkamanum.
Nýrun losa út ónáttúruleg efni eins
og eitur og lyf. Of mikil neysla pró-
teina leggur aukið álag á nýru sem
leiðir til mikils úrgangs eggjahvítu-
efna í þvagi. Einnig skyldu menn
forðast nikótín. Fiskur og kjöt tvisv-
ar í viku koma að góðu gagni og
mikil hreyfing hefur jákvæð áhrif á
efnaskipti í nýrum. 70% mannslík-
amans eru vatn og mikilvægt að
hann fái nægt vatn daglega. Líffæri,
vöðvar og bein þróast mikið á fyrstu
æviárunum, allt fram til tuttugu og
eins árs aldurs hjá konum og tutt-
ugu og fjögurra ára aldurs hjá körl-
um eftir það eru þeir fullþroskaðir.
Almennar reglur um næringu snú-
ast um að borða nóg af grænmeti,
minna af dýraafurðum og lítið af
fituríkum mat. Aldurstengdir dag-
skammtar af hitaeiningum þurfa að
fara upp í 90% af orkuþörf líkamans.
Börn á aldrinum 10 til 12 ára ættu
að fá um það bil 2.150 hitaeiningar á
dag, stúlkur á aldrinum 13 til 14
ættu að fá 2.200 hitaeiningar og
strákar á sama aldri um 2.700 hita-
einingar. Stúlkur frá 15 til 18 ára
ættu að fá 2.500 hitaeiningar dag-
lega en drengir hins vegar 3.100.
Um 55% allrar orku líkamans koma
úr kolvetnum, korni, kartöflum,
núðlum og ávöxtum. Fita er um það
bil 30% orkunnar en hún er fengin
úr olíu, smjörlíki og smjöri. Hin 15%
orkunnar koma úr próteini, mjólk,
kjöti, fiski og eggjum. Ekki er hægt
að segja að einhver næringarefni
séu hollari en önnur. Hvaða næring
sem er getur í raun flokkast sem
„hollusta“. Börn vita nákvæmlega
hvað þau vilja borða og hvað ekki.
Ráðlegt er að taka þau með út í búð
að versla til að kanna hvað verður
fyrir valinu hjá þeim. Stundum má
líka fá sér hamborgara sem inni-
heldur að vísu mikið af hitaeiningum
og fitu en það má borða hann með
grænmeti eða salati og fá sér til
dæmis ávexti eftir á. Einnig er ráð-
legt að fá sér lítinn skammt af hráu
fæði, til dæmis ferskt salat eða
ávexti fyrir hverja máltíð. Það hefur
góð áhrif á starfsemi þarma og get-
ur dregið úr hægðatregðu. Einn
þriðji daglegrar næringar ætti að
vera hráfæði. Þarmarnir geta tekist
á við ýmislegt misjafnt en ekki of
mikið á heilli mannsævi.
Góð þarmahreinsun fæst meðal
annars með því að borða ferska og
þurrkaða ávexti, hrátt grænmeti,
hörfræ og sólblómafræ. Draga má
úr uppþembu í maga og þörmum
með neyslu á belgávöxtum, lauk,
hvítkáli, blómkáli, rauðkáli, geri, ný-
bökuðu brauði og drykkjum sem
innihalda kolsýru.
Fæða sem hefur herpandi áhrif á
þarmastarfsemi eru bananar, hnet-
ur, möndlur, kókosmjöl, þurr ostur
og ekki síst súkkulaði.
Lyktarmyndandi fæðuvörur eru
egg, fiskur, kjöt, laukur og hvítlauk-
ur en trönuberjasafi, jógúrt og
steinselja draga úr lykt. Mestu máli
skiptir hvenær dags þau næring-
arefni sem nefnd voru hér að fram-
an eru tekin inn þótt auðvitað megi
neyta þeirra hvenær sem er. Fæðan
er jafn mikilvæg fyrir líkama þinn
og sálina og það eru sterk tengsl
milli þess hvað þú set-
ur ofan í þig og hvern-
ig þér líður. Ekki van-
rækja það að borða og
hugsaðu vel um mat-
aræði þitt. Lærðu að
þekkja takmarkanir á
því sem þú setur ofan í
þig og hafðu gott jafn-
vægi á mataræði þínu.
Þess vegna mæli ég
með því að þú hafir
máltíðir dagsins
svona:
Borðaðu morg-
unmat eins og konungur, hádeg-
isverð eins og keisari en kvöldmat
eins og betlari! Umfram allt lifðu líf-
inu núna.
Vítamín eru ekki
alltaf vítamín
Framboð af vítamínum og fæðu-
bótarefnum hefur aukist mikið á síð-
ustu árum og ég leyfi mér að segja
að vítamín-markaðurinn er ekki við-
ráðanlegur lengur. Það verður að
stíga varlega til jarðar þegar fólk er
að kaupa sér hin ýmsu vítamín.
Hvernig virka öll þessi efni á líkam-
ann og hverju er varasamt að blanda
saman? Ég hvet fólk ávallt til að
leita traustra upplýsinga um vítamín
og fæðubótarefni t.d. á netinu. Það
verður líka að gæta að skammta-
stærðum, því of stórir skammtar af
vítamínum geta skaðað líkamann.
Við megum ekki gleyma því að lík-
aminn okkar er ótrúlega duglegur
að lækna sig sjálfur og þess vegna
verðum við að gæta að því sem við
setjum ofan í okkur svo líkaminn
tapi ekki sjálfstæði sínu til að leið-
rétta það sem miður fer. Við getum
nefnilega verið fljót að gleyma okk-
ur og áður en við vitum hefur lík-
aminn gefist upp.
Vatn er
nauðsynlegt
Eftir Birgittu Jóns-
dóttur Klasen
» Börn vita nákvæm-
lega hvað þau vilja
borða og hvað ekki.
Birgitta Jónsdóttir
Klasen
Höfundur stundar náttúrulækningar,
heilsu- og næringarráðgjöf.
- með morgunkaffinu