Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 35
merkum Austur-Afríku og Mið- Austurlöndum. Því verkefni lauk ári síðar. Eftir það fékk Erlendur starf hjá olíufélagi við birgðaflug til olíu- leitarstöðva í Arabíu. Hann hóf starf hjá Loftleiðum og síðar Ice- landair árið 1965, fyrst sem sigl- ingafræðingur í eitt ár og síðar sem flugmaður og flugstjóri til starfs- loka í júlí 2008. Erlendur starfaði einnig sem flugmaður í verkefnum hjá ýmsum félögum í Afríku, Asíu, Suður-Ameríku og Evrópu. Hann hlaut viðurkenningu frá Al- þjóða Rauða krossinum fyrir hjálp- arflug í Bíafrastríðinu í Nígeríu árið1969. Erlendur hefur átt sæti í stjórn- um ýmissa félaga. Hann stóð fyrir bóklegum og verklegum nám- skeiðum fyrir unga atvinnu- flugmenn til að öðlast réttindi á stærri flugvélar. Jafnhliða fluginu hefur hann unnið við blaða- og bæklingaútgáfu í 35 ár og hefur m.a. gefið út ferðabæklinginn Ice- land Information Guide síðastliðin 29 ár. Erlendur er meðlimur í Rotary og Lions. Nú er hann hættur að halda um flugvélastýri , en und- anfarin átta ár hefur hann notið þess að stýra skemmtibát hérlendis og í Króatíu en þar dvelur hann í dag á 70 ára afmælisdaginn ásamt eiginkonu sinni. Fjölskylda Erlendur er kvæntur Ingunni Ernu Stefánsdóttur, f. 5.8. 1947 leirlistakonu. Foreldrar hennar voru Stefán Agnar Hjartarson, f. 12.5.1909, d. 28.2.1953, og Sólveig Böðvarsdóttir, f. 27.6. 1908, d. 9.10. 1988 Þau voru bændur, bæði ættuð úr Laxárdal í Dalasýslu. Fyrri kona Erlendar var Kristín Katrín Gunnlaugsdóttir, f. 24.6. 1945, d. 28.2. 1999 ,flugfreyja. For- eldrar hennar voru Gunnlaugur Pétursson f. 2.2. 1913, d. 29.6. 1987, fyrrv. borgarritari, og Kristín Vil- helmsdóttir Bernhöft, f. 11.8. 1912, d. 17.1. 2009. Börn Erlendar og Kristínar eru Kristín Vala, f. 3.6. 1970, flugfreyja hjá Icelandair, BA í mannfræði og fjölmiðlafræði. Maður hennar er Karl Thoroddsen, f. 16.5. 1969, tölv- unarfræðingur. Börn: Kristín Ósk og Gunnar Karl; Guðmundur Krist- inn, f. 13.8. 1975, flugstjóri hjá Ice- landair og er trúlofaður Þóru Hrönn Þorgeirsdóttur, f. 9.8. 1978, hjúkrunarfræðingi og BA í sálfræði. Börn: Arnór Ýmir, Kristófer Vík- ingur, Nanna Katrín Lukka og Úlf- ur; Gunnlaugur Pétur, f. 13.8. 1975, lögfræðingur í London og trúlof- aður Carsten Duvander, f. 2.6. 1973, hönnuði. Börn Ingunnar Ernu og fyrri maka, Þorgeirs Loga Árnasonar, f. 17.4. 1946, d. 5.4. 1997, eru Halla Sólveig, f. 12.2. 1970, teiknari. Mað- ur hennar er Björn Ólafur Gunn- arsson, f. 12.2. 1970, gítarkennari. Börn: Sólveig Blær, Unnur Elísabet og Þorgeir Logi; Stefán Árni, f. 12.2. 1970, leikstjóri. Kona hans er Tristan Gribbin, f. 15.8. 1967, leik- kona. Börn: Tara Njála, Melkorka Milla og Leela Lynn; Auður Rán, f. 30.7. 1977, framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík. Maður hennar er Hermann Karlsson, f. 31.12. 1973, hreyfimyndahönnuður. Börn: Ingunn Brynja og Styrkár. Systkini Erlendar eru Kristín, f. 19.1. 1942, lífeindafræðingur, búsett í Hafnarfirði, ekkja Bjarna Þórð- arsonar tryggingastærðfræðings, f. 1936, d. 2012; Bára hálfsystir sam- feðra, f. 1936, d. 1989. Uppeldis- systkini Erlendar, börn Valgerðar og Jóels, eru Gróa, búsett í Garða- bæ, og látin eru Geir, Friðrik og Ingibjörg . Foreldrar Erlendar eru Þórdís Guðjónsdóttir, fædd á Syðra-Lóni á Langanesi 24.8. 1910, d. 5.11. 1944, og Guðmundur Kristinn Erlends- son, fæddur í Bakkakoti á Seltjarn- arnesi 30.9. 1901, d. 6.5. 1966. Guð- mundur var vélstjóri og þau bjuggu í Hafnarfirði. Fósturforeldrar Erlendar voru Valgerður Erlendsdóttir, f. 17.9. 1894, d. 8.4. 1986 og Jóel Ingvars- son, f. 3.11. 1889, d. 9.6. 1975, skó- smiður og meðhjálpari í Hafnarfjarðarkirkju. Úr frændgarði Erlendar Guðmundssonar Erlendur Guðmundsson Steinunn Sigurðardóttir húsfreyja á Bægisstöðum Jón Benjamínsson b. á Bægisstöðum í Þistilfirði Kristín Salína Jónsdóttir húsfreyja á Jaðri Guðjón Þórðarson b. á Jaðri á Langanesi Þórdís Guðjónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Vigdís Vigfúsdóttir húsfreyja á Hólum Þórður Þórðarson b. á Hólum í Haukadal Valgerður Eiríksdóttir húsfreyja í Önundarholti Bjarni Guðmundsson b. í Önundarholti í Flóa Gróa Bjarnadóttir húsfreyja í Hafnarfirði Erlendur Jónsson sjómaður í Hafnarfirði Guðmundur Erlendsson vélstjóri í Hafnarfirði Sigríður Erlendsdóttir húsfreyja á Hóli Jón Guðmundsson bóndi á Hóli í Garðasókn ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Jón Guðnason, sóknarprestur ogskjalavörður, fæddist áÓspaksstöðum í Hrútafirði 12.7. 1889. Foreldrar hans voru Guðni Einarsson, bóndi og verslunarmaður þar Einarssonar bónda á Valda- steinsstöðum í Hrútafirði Guðnason- ar, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir bónda í Hvítuhlíð í Broddaneshr., Strand., Jónssonar. Kona Jóns var Guðlaug Bjartmars- dóttir, f. 17.2. 1889, d. 17.7. 1977. For- eldrar hennar voru Bjartmar Krist- jánsson og kona hans, Ingibjörg Guðmundsdóttur. Jón varð stúdent frá MR 1912 og tók guðfræðipróf frá HÍ 1915. Hann kenndi við Flensborgarskóla í Hafn- arfirði febr.-apríl 1916. Var prestur í Staðarhólsprestakalli í Dalasýslu 1916-1918, á Kvennabrekku í Mið- dölum 1918-1928 og á Prestsbakka í Hrútafirði 1928-1948. Hann var skólastjóri Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði 1930-1932, kennari við hann 1934-1940 og 1944-1948, en skólinn var hernuminn 1940-1943. Varð svo kjalavörður í Þjóðskjala- safni 1948-1959. Jón var alþingis- maður Framsóknarflokksins í Dala- sýslu 1926-1927. Jón var fróðleiksgjarn og lang- minnugur, og í öllum störfum hans koma þeir eiginleikar að góðu haldi. Hann lagði snemma hug á þjóðlegan fróðleik, mannfræði og ættfræði, og áhugi hans í þeim efnum var ríkur þáttur í þeirri ákvörðun hans að láta af prestskap og kennslustörfum og taka við starfi í Þjóðskjalasafninu í Reykjavík. Jafnframt mikilli skyldu- vinnu í þágu safnsins afkastaði hann í tómstundum sínum geysimiklu fræði- starfi. Frá hans hendi komu út safnrit með æviskrám margra merkra Ís- lendinga, bæði lífs og liðinna. Eitt veigamesta rit Jóns var Strandamenn, æviskrár 1703-1953, Er ritið hátt á sjöunda hundrað síðna, myndum prýtt, og hefur einkum að geyma æviskrár bænda í Stranda- sýslu á nefndu tímabili, en einnig eru þar fjölmargar æviskrár Stranda- manna utan héraðs, bæði hér á landi og Vesturheimi. Jón Guðnason lést í Reykjavík 11.5. 1975. Merkir Íslendingar Jón Guðnason 90 ára Óskar Einarsson Valgerður Aðalsteinsdóttir 85 ára Ása Haraldsdóttir Guðmundur Óskar Guðmundsson Hildur Anna Björnsson Ingibjörg Sigurðardóttir 80 ára Ástvald Valdimarsson Bergur H. Vilhjálmsson Bjarni Abokhai Akbashev Edda Björnsdóttir Inga Þórey Sigurðardóttir Sverrir Hinrik Jónsson 75 ára Erla Hafrún Guðjónsdóttir Halldór Þorsteinsson Maja Sigurgeirsdóttir 70 ára Björgvin Bæringsson Edda Sigríður Hermannsdóttir Erlendur Guðmundsson Grétar Már Garðarsson Guðríður Þórðardóttir Hafdís Hannesdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Pétur Oddsson Rósa Jónsdóttir Þórarinn Magnússon 60 ára Egill Jón Kristjánsson Elínborg Pétursdóttir Halina Anna Stefansdóttir Hrafnhildur Hlöðversdóttir Jón Guðmundsson Katrín Freysdóttir Margrét Jónasdóttir Stefán Jóhann Baldvinsson Sveinsína Erla Jakobsdóttir 50 ára Beata Mielczarek Bjarni Jón Jónsson Björk Hreinsdóttir Gíslína Guðrún Hinriksdóttir Guðbjörn Ármannsson Helgi Jónsson Jón Þorvarður Ólafsson 40 ára Benjamín Þór Þorgrímsson Ewa Pekala Gunnhildur Brynjólfsdóttir Iwona Zelaznicka Jens Kristbjörnsson Kristinn Hjálmarsson Ólafur Freyr Halldórsson Steinþór Stefánsson Sævar Sigurðsson Torfi Arason Visare Banushi 30 ára Atli Davíð Smárason Erlendur Már Antonsson Gísli Sigurðsson Gunnar Örn Sigurðsson Katrín Marsí Aradóttir Krishna Gurung Pedro A. P. dos Santos Marques Ragna Jónsdóttir Rita De Cassia Ramos Eloy Sigurlín Gústafsdóttir Sóldís Lilja Benjamínsdóttir Stefanny J. Echevarria Rojas Sverrir Fannar Einarsson Viðar Þórðarson Þórdís Óladóttir Til hamingju með daginn 60 ára Katrín er fædd og uppalin á Húsavík en býr í Vestmannaeyjum og er læknaritari þar. Maki: Einar Friðþjófsson, f. 1950, framhaldsskóla- kennari. Börn: Jórunn, f. 1975, Hjalti, f. 1982, og Rúnar, f. 1987. Foreldrar: Hallmar Freyr Bjarnason, f. 1931, d. 1987, múraram. á Húsa- vík, og Guðrún Ingólfs- dóttir, f. 1932, d. 2008. Katrín Freysdóttir 40 ára Kristinn er Skag- firðingur og stjórnunar- ráðgjafi, bús. í Garðabæ. Maki: Jóna Rósa Stef- ánsdóttir, f. 1975, leik- skólakennari á Sunnu- hvoli. Börn: Bryndís Hrönn, f. 1994, og Stefán Bjarni, f. 2008. Foreldrar: Hjálmar Jóns- son, f. 1950, Dóm- kirkjuprestur, og Signý Bjarnadóttir, f. 1949, líf- fræðingur á Keldum. Kristinn Hjálmarsson 50 ára Helgi er uppalinn við Sogsvirkjanir en býr á Selfossi og starfar sem bílstjóri og vélamaður. Maki: Sigurlaug Gréta Skaftadóttir, f. 1968, vinn- ur við ræstingar í FSU. Börn: Ágústa Íris, f. 1988, Eyþór, f. 1992, og Óskar Ingi, f. 2005. Foreldrar: Jón Þorvarð- arson, f. 1924, d. 1998, bílstjóri, og Vilborg Jóna Guðmundsdóttir, f. 1927, d. 1993. Helgi Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.