Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Listamaðurinn Ummi Guðjónsson var að senda frá sér nýja breiðskífu sem ber nafnið Stundum er minna meira. „Þetta er önnur platan sem ég gef út með mínu eigin efni og ég valdi lög til upptöku á plötuna með það fyrir augum að loka því sem ég byrjaði á með fyrstu sólóplötunni minni en á sama tíma að fara í átt að næstu plötu sem ég er með í vinnslu um þessar mundir,“ segir Ummi sem var alls ekki ákveðinn í því að gefa út sitt eigið efni sjálfur. „Þegar ég tók ákvörðunina að gefa út mitt eigið efni var spurning hvort ég léti öðrum tónlistarmönnum það í hendur eða myndi gefa út lögin mín sjálfur. Margt fólk í kringum mig hvatti mig til að gefa út mitt eigið efni og nú eru komnar tvær plötur.“ Eftir að fyrsta plata Umma kom út árið 2010 vildi hann halda áfram að gefa út sína eigin tónlist enda ferlið skemmtilegt og gefur honum betra tækifæri til að þróa tónlistina sína betur. „Mér varð það ljóst þeg- ar ég var að leggja lokahönd á út- gáfu á fyrstu sólóplötunni að ég vildi halda áfram að gefa út eitthvað af þeim lögum og textum sem ég er búinn að vera að safna upp á undan- förnum árum og liggja óhreyfðir of- an í skúffu,“ segir Ummi en hann segir ekki síður mikilvægt og dríf- andi að hafa fengið tækifæri til að vinna með fjöldanum öllum af góðu og hæfileikaríku fólki við útgáfurn- ar á plötunum sínum. „Það koma fjölmargir listamenn að svona út- gáfu og ég vann með góðu fólki á Ís- landi, í Færeyjum, Danmörku og á Englandi við gerð nýju plötunnar.“ Mikið lagt í útgáfuna Nýja breiðskífan er vegleg líkt og sú fyrri og ljóst að vandað er að allri uppsetningu. Mikið er lagt upp úr því að gera alla umgjörð utan um plötuna sem besta og snyrtilegasta. Sjálfur segir Ummi það skipta hann miklu máli að umgjörðin sé góð. „Ég er ekki að spila mikið á Íslandi og vil vekja athygli á mér með því að vanda vel til verks og hafa alla umgjörð og hönnun í kringum tón- listina sem besta.“ Ákvörðunina að gefa báðar plöt- urnar út á vínyl segir Ummi hugs- anlega mega rekja til einhverrar fortíðarhyggju í bland við betri upp- lifun af tónlistinni. „Mig dreymdi alltaf um það þegar ég var yngri að gefa út tónlist á vínyl og þess vegna er þetta mögulega einhver fortíð- arhyggja í mér. Ég get hins vegar ekki neitað því að mér finnst tónlist vera betri á vínyl og í þau fáu skipti sem ég hlusta á mína eigin tónlist finnst mér best að setja plötuna á fóninn og tengja heyrnartólin við.“ Útgáfa á vínyl hefur aukist tölu- vert á undanförnum árum og segir Ummi þá þróun vera af hinu góða. Neytendur hafi því val í dag um það á hvaða formi þeir njóta tónlistar- innar. Tónlist í anda Bob Dylan Áhrif frá bæði Dylan og jafnvel Megasi leyna sér ekki á plötum Umma enda segist hann vera for- fallinn Dylan-aðdáandi og ekki finnst honum Megas síðri tónlist- armaður. „Ég er pínulítið fastur í sjötta og sjöunda áratugnum með Dylan og legg mikið upp úr því að gera góða texta og mér finnst það skipta máli að þeir séu á íslensku,“ segir Ummi en textagerðin er hans tenging við Ísland þar sem hann hefur starfað við tæknibrellugerð í London síðastliðin 10 ár og hefur m.a. unnið við kvikmyndir á borð við Avatar og Harry Potter svo eitt- hvað sé nefnt. Næsta skref í tónlist Umma er að hans sögn að færa sig meira inn á að nota rafmagnsgítarinn og sjá til hvert það leiðir hann í tónlistinni. Fjölskyldumaður númer eitt Þrátt fyrir að hafa gefið út tvær plötur á skömmum tíma og notið töluverðrar velgengni með texta og tónlist í Sólstrandagæjunum með Jónasi Sigurðssyni á árum áður seg- ist Ummi ekki ætla að fara á fullt út í tónlistina aftur um sinn. „Ég er kominn með fjölskyldu og vil fyrst og fremst hugsa um fjölskyldulífið og gefa börnunum þá athygli og tíma sem þau þurfa. Ég vil ekki vera að fara mikið frá þeim til að spila á einstaka viðburðum vítt og breitt um landið.“ Ummi útilokar það ekki að hann muni einhvern tímann koma af full- um þunga inn í tónlistarlífið á Ís- landi aftur en þangað til ætlar hann að nýta það efni sem hann á í skúff- unni sinni og það sem hann semur af og til og gefa út plötur við tæki- færi. Tónlistarmaðurinn Ummi Guðjónsson hefur starfað við gerð tæknibrellna í London í tíu ár. Tónlistin er þó aldrei langt undan og núna hefur hann gefið út tvær plötur frá árinu 2010. Sækir innblástur í Dylan og Megas  Ummi Guðjónsson gefur út sína aðra breiðskífu, Stundum er minna meira  Færir sig yfir á rafmagnsgítarinn Morgunblaðið/Rósa Braga Vínyll Báðar breiðskífur Umma hafa komið út á vínyl en hann segir upplif- unina af tónlistinni vera betri á því formi en öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.