Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013
✝ Lára Bene-diktsdóttir
fæddist á Hólma-
vaði í Aðaldal 3.
júní 1937. Hún lést
á Heilbrigð-
isstofnun Þing-
eyinga 4. júlí 2013.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón-
asína Halldórs-
dóttir, f. 15.
október 1895, d. 8.
nóvember 1968, og Benedikt
Kristjánsson, f. 25. nóvember
1885, d. 27. september 1968.
Systkini Láru voru í aldursröð
Kristjana, f. 17. nóvember 1916,
d. 11. júní 1925; Helga, f. 7. júní
1921, d. 5. október 1999; Krist-
ján, f. 15. apríl 1923, d. 12. maí
2007; Kristjana Guðrún, f. 17.
1936. Lára og Jón giftust 30.
janúar 1960. Samhliða húsmóð-
urstarfinu vann Lára ýmis til-
fallandi störf.
Lára og Jón eignuðust þrjú
börn. 1) Hulda, f. 7. ágúst 1959,
gift Jóhanni Gunnarssyni. Börn
þeirra eru: a) Lára Sóley, gift
Hjalta Jónssyni, börn þeirra
eru Jóhann Ingvi og Hulda
Margrét, b) Jón Hafsteinn, sam-
býliskona hans er Sigrún Sif
Jónsdóttir, börn þeirra eru
Hulda Bríet og Dagur Breki, c)
Benedikt Þór, unnusta hans er
Berglind Héðinsdóttir. 2) Ing-
ólfur, f. 18. ágúst 1966, sam-
býliskona hans er Karin Ger-
hartl. Dóttir Ingólfs og
Berglindar Steinadóttur er
Hjördís Dong. 3) Jónasína Lilja,
f. 13. maí 1974, gift Hauki Geir
Gröndal. Börn þeirra eru: a)
Kristófer Örn, b) Thelma Sól og
c) Elísabet Lilja.
Útför Láru fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 12. júlí
2013, og hefst athöfnin klukkan
14.
desember 1927, d.
18. janúar 2013;
Halldór Davíð, f. 9.
febrúar 1929, d. 9.
maí 2009. Fóst-
urbróðir Láru var
Stefán Jón Stein-
þórsson, f. 4. des-
ember 1915, d. 26.
febrúar 2009.
Lára ólst upp á
Hólmavaði og gekk
í farskóla sem
barn. Síðan vann hún við al-
menn bústörf hjá foreldrum
sínum á Hólmavaði, þar til hún
fluttist til Húsavíkur. Lára hóf
störf á saumastofunni Fífu og
vann þar í nokkur ár.
Á Húsavík kynntist hún eft-
irlifandi eigimanni sínum, Jóni
Ingólfssyni, f. 31. desember
Til mömmu.
Á bökkum Laxár leit hún hið fyrsta
dagsins ljós
við laufsins logaglóðir við leik og starf
og hrós.
Til Hólmavaðs og æskunnar með ást-
úð
alltaf leit
og elskaði af hjarta þann Aðaldalsins
reit.
Lífið kallar alla og langt og strangt
varð starf
þú stundaðir með alúð þann ljúfa
lífsins arf.
Alla vildir gleðja og ekkert aumt að sjá
allir minnimáttar áttu öruggt skjól
þér hjá.
Mín fyrirmynd í öllu sem fallegt
gerðir þú
frábærlega hugsaðir um mann og
börn
og bú.
Til Sumarlandsins kæra þú svífur nú
á braut
sálin frjáls og líkaminn laus við alla
þraut.
Er kveð þig elsku mamma og klökk
í huga er
kæra geymi minninguna innst í
hjarta mér
ég þakka allt það góða sem þú kennd-
ir
mér svo vel
með þökk og ást um eilífð í anda guðs
þig fel.
(Guðrún Jónína Magnúsdóttir.)
Þín dóttir,
Hulda.
Tengdamóðir mín, Lára Bene-
diktsdóttir, lést á Heilbrigðis-
stofnun Þingeyinga fimmtudag-
inn 4. júlí síðastliðinn eftir að
hafa glímt við erfið veikindi.
Kynni okkar Láru hófust 1981
þegar við Hulda dóttir hennar
tókum saman. Lára var mikil
húsmóðir, alla tíð tilbúin að taka
á móti gestum, hvort sem var í
kaffi og mat eða til lengri dvalar.
Þeir eru ófáir sem í gegnum tíð-
ina hafa notið gestrisni hennar
og Nonna. Þessu kynntist ég
þegar ég kom fyrst í heimsókn
til hennar en þá beið mín veislu-
borð á Miðgarði 3 og urðu þau
mörg gegnum árin. Þegar við
Hulda eignuðumst okkar fyrsta
barn, dóttur sem skírð var í höf-
uðið á ömmu sinni, var ekki ama-
legt að geta komið henni í pöss-
un hjá ömmu, alltaf tilbúin að
sinna henni og síðar líka drengj-
unum okkar, Nonna og Bene-
dikt.
Lára var fædd og uppalin á
Hólmavaði í Aðaldal og þegar ég
kom í fjölskylduna bjó bróðir
hennar Kristján þar ásamt fjöl-
skyldu sinni. Tengslin á milli
voru mikil og naut ég góðs af því
og fékk oft tækifæri til silungs-
og laxveiða þar. Lára og Nonni
fóru með okkur í eftirminnilegar
veiðiferðir í Vopnafjörð og komu
oft til okkar í útilegur þar sem
við áttum skemmtilegar sam-
verustundir. Lára var ætíð
ánægð með fiskinn sem ég færði
henni af sjónum en þó var ekk-
ert sem sló út Laxársilunginn
eða laxinn eins og sannaðist und-
ir lokin. Matarlystin var orðin
lítil sem engin en þegar henni
var færður glænýr silungur, sem
Benedikt sonur minn hafði veitt í
Laxá, kom glampi í augun og
lystin kviknaði stutta stund.
Mikið jólabarn var í Láru, hún
varð helst að hafa alla sína innan
seilingar á jólunum og allir
þurftu að fá stórar gjafir. Það
var því fjölskyldunni erfitt að
síðustu jólin hennar gat hún ekki
verið heima vegna veikinda
sinna.
Lára naut góðrar aðhlynning-
ar á Heilbrigðisstofnun Þingey-
inga þá 14 mánuði sem hún
dvaldi þar og vil ég þakka starfs-
fólki fyrir. Lára, ég þakka fyrir
okkar góðu kynni, guð veri með
þér og fylgi að nýrri strönd.
Kveðja,
Jóhann.
Elsku amma.
Ég kveð þig með söknuði. Þú
hefur skipað stóran sess í lífi
mínu og erfitt er að ímynda sér
heiminn án þín, en ég á glás af
ómetanlegum minningum. Ég er
þakklát fyrir að hafa átt ömmu
eins og þig.
Þú hefur tekið þátt í lífi mínu
frá fyrstu mínútu, því þú varst
viðstödd fæðingu mína. Í um
þrjátíu ár fékk ég að heyra sög-
una af því þegar við horfðumst
fyrst í augu, nöfnurnar, nú síðast
í vetur.
Ég var mikið í pössun hjá þér
á yngri árum. Þú komst alla tíð
fram við mig eins og vinkonu og
leyfðir mér að taka þátt í dag-
legu amstri, gafst mér alltaf eitt-
hvert hlutverk. Heimili ykkar
afa var sem mitt annað heimili.
Þangað gat ég alltaf leitað.
Þú kenndir mér margt. Spil-
aðir með mér á rafmagnsorgelið
og við sungum, sagðir mér sögur
úr sveitinni, gafst mér að borða
allskonar mat. Mig langaði alltaf
að vera eins og þú og lét mig
þess vegna ekki muna um að
borða með þér laxahausa, sviða-
lappir, grasysting og fleira góð-
gæti með bestu lyst.
Áhugi ykkar afa á öllu því sem
ég tók mér fyrir hendur skipti
mig miklu. Ég held að þið hafði
nánast mætt á alla tónleika sem
ég spilaði á Húsavík og nágrenni
frá sex ára aldri. Þið hvöttuð mig
til að halda áfram tónlistarnámi
og eigið stóran þátt í að ég ákvað
að leggja tónlistina fyrir mig. Þú
varst líka svo dugleg að fylgjast
með öllum í fjölskyldunni, ekki
síst barnabarnabörnunum. Við
heyrðumst oft í viku, stundum
oft á dag, sérstaklega ef eitthvað
amaði að, því þú vildir fylgjast
með og vera til staðar.
Elsku amma, þú ert mér ein-
stök fyrirmynd. Þú barst um-
hyggju fyrir öllum í kringum
þig, sérstaklega þeim sem minna
máttu sín. Eitt það síðasta sem
þú baðst mig um var að ég syngi
fleiri lög fyrir þig. Ég geri það í
dag sem alla aðra daga, þegar ég
syng, þá syng ég fyrir þig. Alla
þá elsku sem þú gafst mér geymi
ég í hjartanu að eilífu og hlakka
til að hitta þig síðar. Þá fáum við
okkur grasysting.
Blessuð sé minning þín,
Þín nafna,
Lára Sóley.
„Tíminn líður, líður en bíður
eigi. Eins og stríðum straumi
fljót, stefni víðis örmum mót.“
Þeir sem komnir eru á efri ár,
finna áþreifanlega fyrir sannleik-
anum í þessum hendingum þeg-
ar æskuvinir og samferðamenn
hverfa úr lífsins lest. Lára Bene-
diktsdóttir vinkona, leiksystir og
frænka er kvödd í dag. Hún ólst
upp á Hólmavaði en við á Ytra
Fjalli og varla meira en tuttugu
mínútur fyrir léttstíga fætur að
skoppa á milli, þó auðvitað væri
hægt að teygja þann tíma við
berjaleit í hraunlágunum og alls-
konar dund. Lára var langyngst
af systkinahópnum á Hólmavaði
og eftirlæti og augasteinn fjöl-
skyldunnar. Á þessum árum var
ekki auður í búi á heimilum okk-
ar, höft og skömmtun, en því
meiri auðævi af hjálpsemi og
hjartahlýju. Lára fékk þá eig-
inleika í arf og breiddi sig yfir
aðra allt sitt líf. Í æsku okkar
var ekki sími á milli bæja og
krakkar sendir með skilaboð.
Oftast fékk maður leyfi til að
leika sér við heimabörn í hálf-
tíma til klukkutíma, tveir tímar
voru mikil rausn. En þessi stund
var líka vel notuð og leið ör-
skotsfljótt. Ég man okkur þrjár
á lontuveiðum við Oddakíl og
Lára sýndi þar að veiðieðlið var
henni í blóð borið, eins og öðru
Hólmavaðsfólki. En svo var
spurning hvað ætti að gera við
þrjár spriklandi lækjarlontur
langt frá því að vera ætar. Kett-
irnir geta fengið þær sagði Lára
hreystilega, mig minnir samt að
þær hafi verið grafnar undir
steini, en þetta var mjög spenn-
andi.
Lára var ári eldri en Birna
systir mín. Þær gengu saman í
barnaskóla og sú vinátta endist
alla tíð. Laxá í Aðaldal rennur
við túnfótinn á Hólmavaði. Blá-
tær straumur hennar, blómsk-
rýddir bakkar og hólmar með
sitt fjölbreytta fuglalíf, lax og sil-
ung í hyljum, varla er til ynd-
islegra umhverfi og uppeldis-
staður. Lára fann lífsförunaut
sinn, Jón Ingólfsson, á Húsavík
og þar bjuggu þau sinn búskap.
Betri mann gat hún ekki fundið,
elskulegan og tryggan. Þau voru
líka samhent um alúð og rækt-
arsemi. Þegar foreldrar Láru,
Jónasína og Benedikt, voru orðin
heilsuþrotin þá tóku Lára og Jón
þau á heimili sitt. Stofan var
hólfuð sundur svo þau fengju
herbergi og frænka Láru, sem
var orðin gömul og lasburða var
í hinum hlutanum.
Fundum okkar Láru bar ekki
oft saman eftir að hún settist að
á Húsavík. En það var alltaf eins
og að koma í foreldrahús þegar
mig bar þar að garði. Seinasta
árið var Láru og hennar fólki
þungt í skauti, þessi orkumikla
og duglega kona háði harða sjúk-
dómsbaráttu. Í æsku var okkur
skammtaður tími til leikja en
hurfum frá þeim orðalaust þegar
kallið barst. Nú bíður hennar
önnur veröld. Þar sé ég Láru
okkar fyrir mér með ljósa lokka,
freknur á nefi og geislandi bros
á vörum. Við systkinin frá Fjalli
minnumst Láru með hlýrri þökk
fyrir vináttu og tryggð og send-
um fjölskyldu hennar innilegar
samúðarkveðjur.
Ása og Birna, Indriði, Álfur
og Ívar Ketilsbörn.
Lára
Benediktsdóttir
Vinátta er eitt fallegasta hug-
takið í íslenskri tungu. Í góðum
vini eru mikil verðmæti. Frá því
að mér bárust þau tíðindi að
Helgi Már hefði tapað sínu veik-
indastríði hef ég hugsað til
þeirra mörgu stunda sem við
Helgi Már
Arthursson
✝ Helgi MárArthursson
fæddist á Ísafirði
19. febrúar 1951.
Hann lést á hjarta-
lækningadeild
Landspítalans 14.
júní 2013.
Helgi Már Arth-
ursson var jarð-
sunginn frá Nes-
kirkju 2. júlí 2013.
áttum saman. Við
unnum saman í
nokkur ár og þá
kynntist ég góðum
félaga sem var frá-
bær blaða- og
fréttamaður. Hann
gat verið stríðinn
og þurfti stundum
aðeins að segja eina
hnitmiðaða setn-
ingu eða setja upp
sposkan svip til að
hreyfa aðeins við manni. Í gamla
sjónvarpshúsinu á Laugavegin-
um var fréttastofan á fjórðu
hæðinni. Einn daginn var Helgi
í stuði og gerði óspart grín að
óförum míns liðs í fótboltanum.
Ég brá á það ráð að snara hon-
um á öxlina og hlaupa með hann
niður tröppurnar og skilja hann
eftir fyrir utan sjónvarpshúsið.
Ég sagði honum að ef hann
hætti ekki að hæðast að liðinu
mínu myndi ég hlaupa með hann
niður í Laugardal. Helgi hló all-
an tímann meðan á ferðalaginu
niður tröppurnar stóð. Þegar
hann kom aftur upp á fjórðu
hæðina sagði hann ekkert, lét
sér nægja að brosa og stríða
mér þannig um stund. Eftir að
Helgi Már hætti í fréttamennsk-
unni héldum við áfram að
skiptast á skoðunum með sím-
tölum eða tölvupósti. Alltaf var
hann jafnbeittur í athugasemd-
um sínum, ennþá sami frétta-
maðurinn enda þótt hann væri
hættur í starfinu. Ég heimsótti
hann á sjúkrahús fyrir nokkrum
mánuðum. Þá var hann sami
eldhuginn og áður og sami
trausti vinurinn. Fjölskyldunni
sendi ég samúðarkveðjur.
Arnar Björnsson.
Þegar ég var lítið barn sagði
afi mér skrýtna sögu. Við vorum
á gangi í skóginum rétt fyrir of-
an Hreðavatn og komum að
grunnu fljóti sem lá ofan í vatn-
ið. Hann sýndi mér tvær fjaðrir
og sagði mér að þær væru töfr-
um gæddar því að hann þyrfti
bara að setja þær í hattinn sinn
og þá gæti hann flogið yfir fljót-
ið. Og að því búnu gerði hann
akkúrat það. Með viðhöfn við
fjaðurfestinguna og smávegis
plaski flaug hann yfir og til baka
Hallgrímur
Sæmundsson
✝ Hallgrímurfæddist á
Stóra-Bóli á Mýrum
í Hornafirði 19. júní
1926. Hann lést á
heimili sínu 22. júní
2013.
Útför Hallgríms
fór fram frá
Vídalínskirkju í
Garðabæ 4. júlí
2013.
aftur. Ég var frá
mér numinn af
undrun og gleði.
Þegar ég velti
þessu fyrir mér eft-
ir að ég varð eldri
þá er ég ekki jafn-
viss um að hann
hafi í alvörunni
flogið eins og ég
trúði svo lengi. En
það sem er víst er
að þetta er sá sem
Hallgrímur afi var og mun alltaf
vera fyrir mér; maður sem sýndi
mér að það er hægt að gera allar
mögulegar aðstæður skemmti-
legar, jafnvel spennandi. Einu
verkfærin sem maður þarf er
gott ímyndunarafl og viljinn til
að gera það besta úr efniviðnum
sem er fyrir hendi. Svo skemmir
ríkulegur orðaforði – á ýmsum
tungumálum – aldrei fyrir.
Takk fyrir ævintýrin elsku afi.
Þín
Ásta Lovísa.
Brostinn er
hlekkur í keðju vorri. Fallinn er
frá kær vinur og Oddfellowbróðir,
Gunnlaugur Pálmi Steindórsson.
Okkur 30 konum þótti mikill
heiður að svo reyndur Oddfellow
sem Gunnlaugur var vildi taka
þátt með okkur í stofnun nýrrar
systrastúku hinn 1. des. sl. og nut-
Gunnlaugur Pálmi
Steindórsson
✝ GunnlaugurPálmi Stein-
dórsson fæddist í
Reykjavík 25. októ-
ber 1925. Hann
andaðist á heimili
sínu 21. júní 2013.
Útför Gunnlaugs
fór fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík 3. júlí 2013.
um við reynslu hans
og ráðgjafar með
miklu þakklæti.
Hann sótti fundi
okkar Þorbjargar-
systra af áhuga og
vildi okkur allt hið
besta í stúkustarfinu
og studdi okkur með
ráðum og dáð. Hann
sótti einnig skemmt-
anir og vorferðalag
með okkur og mun-
um við sakna nærveru hans.
Við sendum sonum hans og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning hins látna bróður.
F.h. Þorbjargarsystra,
Stjórnin,
Hildigunnur Hlíðar.
Fyrir um það bil 30 árum
komu saman nokkrar fyrrver-
andi og starfandi fugfreyjur. Við
áttum það allar sameiginlegt að
hafa byrjað ungar sem flugfreyj-
ur hjá Flugfélagi Íslands. Vildum
við halda hópinn enda einungis 30
fastráðnar auk sumarfólks, við
sameiningu flugfélaganna
tveggja, Loftleiða og Flugfélags
Íslands. Af þeim eru nokkrar enn
starfandi, sem flugfreyjur, hjá
Icelandair. Þetta gaf okkur færi á
að rækta áfram þessi nánu vin-
áttubönd og höfum við síðan hist
einu sinni í mánuði að jafnaði á
hinum ýmsu stöðum. Fyrstu árin
var auðvitað mikið talað um
Sigríður
Gunnlaugsdóttir
✝ Sigríður Gunn-laugsdóttir
fæddist á Siglufirði
25. október 1935.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 22. júní
2013.
Útför Sigríðar
fór fram frá Kópa-
vogskirkju 2. júlí
2013.
starfið og ferðalögin
en síðan voru það
börnin okkar sem
áttu hug okkar allra
og nú einnig barna-
börnin. Er ómetan-
legt að hafa aðgang
að þessum glaða
hópi. Nú er kær vin-
kona okkar Sigríður
Gunnlaugsdóttir
látin eftir baráttu
við krabbameinið.
Höfðum við vonast til að eiga
lengri tíma með henni. Sigga var
góð flugfreyja og góð vinkona,
glaðvær og umhyggjusöm í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur. Við
minnumst hennar í dag þar sem
hún hefur nú farið sína allra
síðstu ferð. Hennar verður sárt
saknað í hópnum okkar. Viljum
við votta börnum Siggu, Ýri og
Stefáni, ásamt fjölskyldum, okk-
ar dýpstu samúð. Blessuð sé
minning hennar.
Við þökkum samfylgdina, góða
ferð.
F.h. kaffihópsins Sexurnar,
Inga Helgadóttir og
Guðný Jónasdóttir.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið
Minningargreinar