Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Mettilraun Salsadansarar komu saman á Austurvelli í gær til að reyna að slá Íslandsmet í Rueda de Casino sem sett var í fyrra þegar 92 tóku þátt í hópdansinum. Þátttakendurnir voru 86 að þessu sinni og mettilraunin tókst því ekki en reynt verður aftur að slá metið að ári. SalsaIceland, dansskóli og félag áhugafólks um salsa, stóð fyrir viðburðinum. Eggert Ef stjórnendur fyrirtækja eða stofnana glíma sífellt við sömu vandamálin og þau eru óleyst frá einum tíma til annars er gott að muna að allar ákvarðanir í atvinnurekstri má greina í þrjá flokka:  Stefnumótunarákvarðanir, sem teknar eru af stjórn á nokkurra ára fresti, til að laga hlutverk og markmið að þróun markaðarins.  Skipulagsákvarðanir, sem teknar eru af stjórn í því skyni að tryggja að reksturinn verði skv. stefnu eigenda og loks ...  Rekstrarákvarðanir, teknar af daglegum stjórnendum frá einum tíma til annars. Ef menn hjakka í sama farinu með óleyst rekstrarvandamál er gott að lyfta sér upp á skipulagsstigið og skoða hvort skipulags- breyting feli lausnina í sér. Dugi það ekki til er farið upp á stefnumótunarstigið. Margt bendir til að nýkjörin stjórn RÚV þurfi einmitt að huga að skipulagsmálum á næstunni. Ríkisútvarpið ohf. er sjálfstætt hlutafélag í eigu íslenska ríkisins. Stefna og hlutverk RÚV eru bundin í lög. Um hlut- verk og skyldur félagins er fjallað í lögum um Ríkisútvarpið nr. 6 frá 2007. Útvarpsþjónusta í almannaþágu Hlutverk Ríkisútvarpsins ohf. er rekstur hvers konar útvarpsþjónustu í almanna- þágu, svo sem hljóðvarps og sjónvarps, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum þessum. Svo sem sjá má kennir þar ýmissa grasa og er eftirfarandi upptalning, sem tekin er óbreytt úr lögum um stofnunina, nánast eins og „grautargerð“:  Að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.  Að senda út til alls landsins og næstu miða a.m.k. eina hljóðvarps- og sjónvarps- dagskrá árið um kring. Enn fremur að birta valda hluta efnis síns, breytta eða óbreytta, ásamt öðru þjón- ustuefni í breyttu eða óbreyttu formi með öðrum miðlum, þ.m.t. að gera efni aðgengilegt almenningi með þeim hætti að hver og einn geti fengið aðgang að verkinu á þeim stað og á þeirri stundu er hann sjálfur kýs.  Að framleiða og dreifa hvers konar út- varpsefni fyrir sjónvarp og hljóðvarp á sviði fréttamiðlunar, fræðslu, lista og afþrey- ingar. Efnið skal fullnægja eðlilegum kröf- um almennings um gæði og fjölbreytni.  Að veita almenna fræðslu og gera dag- skrárþætti er snerta málefni lands og þjóð- ar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt sam- félag.  Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvall- arreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.  Að flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. Sérstaklega skal þess gætt að hafa á boðstólum fjölbreytt efni við hæfi barna, jafnt í hljóðvarpi sem sjónvarpi.  Að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar og vera vett- vangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða al- menning varða.  Að flytja efni á sviði lista, vísinda, sögu, íþrótta og annars tómstundastarfs.  Að miða útvarpsefni við fjölbreytni ís- lensks þjóðlífs, þar á meðal að sinna eðlileg- um þörfum minnihlutahópa.  Að koma upp aðstöðu til dagskrárgerðar og útvarps utan höfuðborgarsvæðisins.  Að halda uppi nauðsynlegri öryggisþjón- ustu á sviði útvarps.  Að eiga eða leigja, sem og að reka, hvers konar búnað og eignir, þar á meðal tækni- búnað og fasteignir sem nauðsynlegar eru fyrir starfsemi félagsins.  Að varðveita til frambúðar frumflutt efni, enda sé gengið frá samningum við aðra rétthafa efnis um að slíkt sé heimilt. Þrjú samleit starfssvið Þarna ægir saman ólíkum verkefnum. Sé leitast við að flokka þau verður niðurstaðan eftirfarandi þrír meginflokkar útvarps- rekstrar í almannaþágu: a) Menningarhlutverk. RÚV ber að leggja rækt við, framleiða, varðveita til frambúðar og endurnýta menningarverðmæti við hæfi fólks á öllum aldri, ekki síst barna og sinna eðlilegum þörfum minnihlutahópa og dreif- býlis. Flytja skal efni á sviði lista, vísinda, sögu, íþrótta og annars tómstundastarfs. b) Hlutlæg upplýsingagjöf um íslenskt samfélag. RÚV ber halda í heiðri lýðræð- islegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Skv. þessu ber RÚV að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu um innlend og erlend mál- efni líðandi stundar og vera vettvangur fyr- ir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða. c) Tæknilegt hlutverk, RÚV ber að ann- ast rekstur dreifikerfis og halda uppi nauð- synlegri öryggisþjónustu á sviði útvarps. Þá skal RÚV eiga eða leigja, og reka hvers konar búnað og eignir, þar á meðal tækni- búnað og fasteignir sem nauðsynlegar eru fyrir starfsemina. Aðgreining starfseminnar Til álita hlýtur að koma að Ríkisútvarpið ohf. verði skipulagt sem samstæða móð- urfélagins RÚV og þriggja dótturfélaga: menningarfélags RÚV (sem annist fram- leiðslu, varðveislu, endurnýtingu og sölu efnis), dagskrárfélags RÚV (sem annist út- sendingu dagskrár og miðlun frétta og fjöl- breyttra þátta) og loks tæknifélags RÚV (sem annist rekstur dreifikerfa og örygg- isþjónustu). Fjárhagur dótturfélaganna verði aðgreindur og viðskipti þeirra í milli eins og um óskylda aðila væri að ræða. Aðr- ir fjölmiðlar njóti jafnræðis um aðgang að efnisframboði menningarfélags RÚV og að dreifikerfi tæknifélags RÚV. Einnig kaupi dótturfélög RÚV efni af öðrum fjölmiðlum gegn hæfilegri greiðslu. Haldið verði þannig á málum að auðvelt verði að aðgreina félög- in síðar frá móðurfélaginu, eitt eða fleiri, eftir því sem krafa verður gerð um á hverj- um tíma. Með þessari aðgreiningu verður starfsemin gegnsæ og aðgengilegt fyrir lýð- ræðislega kjörna fulltrúa að taka á hverjum tíma afstöðu til útvarpsrekstrar á vegum ríkisins og þróa hana í samræmi við kröfur hvers tíma. Með þessu losa menn RÚV úr þeirri sjálfheldu sem félagið er nú í og eng- in sátt er um. Eftir Ragnar Önundarson »Ef menn hjakka í sama farinu með óleyst rekstr- arvandamál er gott að lyfta sér upp á skipulagsstigið og skoða hvort skipulagsbreyting feli lausnina í sér. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri. Ný stjórn RÚV þarf að taka til hendinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.