Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013
Ég er að vinna um daginn en eftir það ætla ég með mömmu ogvinkonum mínum í þarabað,“ segir Olga Þórunn Gúst-afsdóttir, sem er 22 ára í dag. Olga Þórunn er sveitastelpa frá
Reykhólum, en þar er boðið upp á hin svokölluðu þaraböð. „Þetta felst
í því að fara í heitan pott fylltan af þaramjöli, sem gerir húðina silki-
mjúka. Eftir á ætlum við út að borða.“ Olga Þórunn segist vera mikið
afmælisbarn. „Ég á reyndar afmæli á mjög leiðinlegum tíma, það eru
allir í útlöndum eða að vinna, en það er samt gaman að halda upp á
það. Svo finnst mér ekkert síðra að halda upp á afmæli annarra!“
Olga Þórunn er víðförul þrátt fyrir ungan aldur. „Í fyrra fór ég í
þriggja mánaða bakpokaferðalag um Suður-Ameríku með vinkonu
minni. Svo bjó ég í Austurríki í hálft ár og hélt upp á afmælið mitt þar
í fyrra. Það var svolítið skrýtið að eiga afmæli þar, en þar sem ég var
au-pair bjó ég hjá fjölskyldu og fékk köku og pakka.“
Olga Þórunn stefnir á nám við Háskólann á Akureyri í haust. „Ég
hef unnið á hjúkrunarheimili frá því ég lauk tíunda bekk. Það er bæði
krefjandi og gefandi og ég held að það vanti fleira starfsfólk í heil-
brigðisgeirann, svo hjúkrunarfræðin varð fyrir valinu.“
Í sumar er hún á fullu við að safna fyrir náminu og vinnur því á
þremur stöðum. „Það er nóg að gera hjá mér í sumar, en ég læt það
ekki á mig fá.“ hhjorvar@mbl.is
Olga Þórunn Gústafsdóttir er 22 ára í dag
Ljósmynd/Olga Þórunn Gústafsdóttir
Í Kólumbíu Hér er Olga Þórunn ásamt Heklu Karen Steinarsdóttur í
bænum Cali í Kólumbíu, en þær ferðuðust saman um Suður-Ameríku.
Skellir sér í þara-
bað í tilefni dagsins
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Hafdís Hann-
esdóttir,
Laufrima 4,
Reykjavík,
fagnar 70 ára
afmæli sínu í
dag, 12. júlí.
Hún verður
heima á af-
mælisdaginn.
Árnað heilla
70 ára
Reykjavík Guðmundur Gísli Þór-
arinsson fæddist 1. október kl. 12.37.
Hann vó 3.120 g og var 47 cm langur.
Foreldrar hans eru Karen Dagmar
Guðmundsdóttir og Þórarinn
Gíslason.
Nýir borgarar
Hafnarfjörður Mikael Máni Dani-
elsson fæddist 7. nóvember kl. 4.
Hann vó 3.625 g og var 52 cm
langur. Foreldrar hans eru Eva
Karen Ómarsdóttir og Daniel
Viðarsson.
E
rlendur Guðmundsson
fæddist í Hafnarfirði
þann 12. júlí 1943.
Hann missti móður
sína tveggja ára og
ólst hann upp ásamt Kristínu systur
sinni hjá föður þeirra og Valgerði
systur hans og manni hennar Jóel
Ingvarssyni. Hann lauk gagnfræða-
prófi 1960 frá Flensborgarskólanum
í Hafnarfirði.
Atvinnuflugmaður 19 ára
Erlendur hóf nám í loftsiglinga-
fræði og flugi þegar hann var að-
eins 17 ára gamall. Þegar hann var
19 ára lauk hann atvinnuflugmanns-
prófi og hélt þá til Beirút í Líbanon
í atvinnuleit, ásamt vini sínum Birgi
Erni Jónssyni. Þeir fengu vinnu hjá
Matvæla- og landbúnaðardeild
Sameinuðu þjóðanna við leitarflug
að klakstöðvum engisprettna í eyði-
Erlendur Guðmundsson, fyrrverandi flugstjóri – 70 ára
Flugáhöfn Erlendur í áætlunarflugi Air Niugini frá Papúa Nýju-Gíneu til Sydney í Ástralíu skömmu fyrir starfslok.
Hlaut viðurkenningu
fyrir hjálparflug
Ingunn og Erlendur Í skemmtisiglingu um Miðjarðarhafið árið 2011.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem
hefur hafið göngu sína í Morgun-
blaðinu. Þar er meðal annars sagt
frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæð-
ingum eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Skipholt 17 - 105 Reykjavík Sími 588 4699 Fax 588 4696 www.oba.is oba@oba.is
olivetti
Olivetti fjölnotatæki
Olivetti fjölnotatækjum
seldum í júlí fylgir
Olivetti 10” spjaldtölva
Þjónusta til
frambúðar.....
Olivetti fjölnotatæki:
d-color MF2001
c-copia 1800MF
MF2603plus
MF2604en
Gildir um
upptalin tæki
og meðan
birgðir endast
d-colo
d-colo
r
r
TILBO
Ð