Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 251658240 V i n n i n g a s k r á 11. útdráttur 11. júlí 2013 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 3 6 9 0 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 4 8 3 3 1 6 9 5 8 2 1 6 4 3 2 5 3 5 4 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 876 11008 22226 26443 55276 72185 5242 15456 22884 31434 57846 73120 7250 16519 25978 39562 58907 78751 10008 16897 26233 52918 67512 79207 V i n n i n g u r Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) 2 7 1 1 2 7 9 2 2 2 1 1 5 3 2 7 4 5 4 2 6 3 1 5 4 6 6 6 6 4 9 8 9 7 4 2 9 3 5 4 6 1 3 8 0 9 2 3 3 8 6 3 4 7 0 7 4 2 8 0 4 5 5 5 9 0 6 8 4 5 5 7 5 5 4 1 1 4 5 0 1 5 5 1 0 2 3 5 7 0 3 5 8 7 4 4 4 1 2 4 5 8 1 6 1 6 9 0 9 1 7 5 7 7 3 2 0 3 0 1 5 7 2 1 2 3 6 7 7 3 6 3 1 1 4 5 2 0 4 5 8 5 3 7 6 9 4 0 1 7 6 1 6 6 3 5 9 4 1 8 1 6 9 2 4 2 2 9 3 7 4 6 1 4 6 3 2 6 6 0 0 6 8 6 9 5 8 7 7 6 6 8 1 4 3 4 4 1 8 3 7 4 2 4 8 1 3 3 7 5 9 8 4 7 0 8 2 6 0 4 9 0 6 9 8 6 1 7 7 0 3 9 4 6 2 0 1 8 7 4 7 2 5 5 4 2 3 7 6 0 3 5 0 8 1 0 6 0 9 9 0 7 0 5 0 7 7 7 4 4 5 5 5 3 6 2 0 1 7 3 2 5 6 2 7 3 8 2 1 9 5 2 1 7 7 6 1 3 3 4 7 0 7 3 6 7 9 3 6 3 5 6 4 7 2 0 2 6 1 2 8 7 7 6 3 8 5 7 6 5 2 2 7 4 6 1 5 6 9 7 0 7 5 9 7 9 5 3 9 6 5 8 9 2 0 4 7 8 2 9 6 0 2 3 9 6 5 9 5 2 4 6 2 6 2 7 9 4 7 1 3 4 9 7 4 9 6 2 1 6 8 7 3 0 5 0 4 3 9 7 6 7 5 2 9 5 7 6 3 5 3 2 7 3 6 8 9 7 7 8 9 2 1 8 1 0 3 1 2 8 0 4 0 2 8 2 5 2 9 7 2 6 3 9 9 3 7 4 2 2 6 9 1 5 7 2 1 9 1 3 3 1 6 9 8 4 1 5 5 5 5 4 4 0 2 6 4 2 4 8 7 4 2 3 1 V i n n i n g u r Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 2 4 0 1 3 6 5 1 2 0 6 5 0 2 9 8 5 0 3 8 8 0 8 4 8 7 0 8 5 7 5 5 5 7 0 4 5 7 3 8 6 1 3 6 6 4 2 0 6 7 6 2 9 9 5 0 3 9 1 1 8 4 8 7 1 5 5 8 0 3 7 7 0 9 8 1 5 3 2 1 3 7 1 6 2 0 8 9 6 3 0 2 7 7 3 9 1 4 0 4 8 9 7 2 5 8 1 4 3 7 0 9 9 7 8 0 9 1 3 9 5 8 2 0 9 3 0 3 1 0 5 2 3 9 2 5 7 4 8 9 8 1 5 8 1 4 8 7 1 1 2 4 1 3 3 1 1 4 3 7 8 2 1 6 9 5 3 1 2 9 2 3 9 8 8 5 4 9 2 4 4 5 8 7 3 9 7 1 7 7 3 1 5 2 6 1 4 9 8 4 2 1 7 7 7 3 1 3 6 5 4 0 5 6 9 4 9 5 6 6 5 9 1 5 0 7 2 0 6 8 1 8 4 6 1 5 0 3 6 2 1 8 9 0 3 1 3 8 6 4 0 5 7 7 4 9 9 6 9 6 0 3 2 0 7 2 2 3 2 2 0 3 4 1 5 1 4 1 2 1 9 9 9 3 1 5 2 9 4 0 6 1 0 4 9 9 7 1 6 0 3 4 7 7 2 7 9 2 2 4 0 8 1 5 7 3 4 2 2 0 8 5 3 1 5 6 4 4 0 9 2 5 5 1 7 9 7 6 0 3 9 0 7 2 9 8 5 2 6 3 6 1 6 1 8 9 2 2 1 0 0 3 3 1 4 9 4 1 6 3 6 5 2 3 5 5 6 0 8 8 0 7 3 9 5 6 3 0 8 3 1 6 2 1 1 2 2 1 3 5 3 3 1 5 1 4 1 7 1 9 5 2 4 5 0 6 0 9 0 6 7 4 1 2 4 3 4 4 5 1 6 2 3 2 2 2 6 7 3 3 3 4 5 8 4 1 8 3 6 5 2 9 2 5 6 1 6 7 1 7 4 3 6 5 3 7 0 8 1 6 3 8 6 2 2 7 6 9 3 3 5 4 0 4 3 1 1 4 5 2 9 8 0 6 1 8 1 9 7 5 1 3 8 3 9 0 3 1 6 8 3 3 2 3 6 3 3 3 4 1 8 5 4 3 3 4 1 5 3 5 6 8 6 1 9 2 6 7 6 2 0 2 4 2 2 1 1 6 9 1 9 2 3 7 7 6 3 4 1 8 7 4 3 7 5 2 5 3 7 4 3 6 2 3 6 1 7 6 4 8 8 4 5 4 7 1 7 4 6 6 2 4 0 0 2 3 4 4 6 9 4 4 4 6 1 5 3 7 6 9 6 2 8 3 2 7 6 6 9 5 4 6 2 3 1 7 9 5 1 2 4 1 2 9 3 4 7 4 6 4 4 6 1 0 5 3 8 3 0 6 2 9 5 2 7 7 4 0 9 4 7 7 1 1 7 9 9 6 2 4 1 7 5 3 5 2 1 3 4 4 6 9 2 5 3 9 4 7 6 4 3 7 1 7 7 6 8 5 5 9 5 2 1 8 1 8 1 2 4 5 8 1 3 5 5 2 3 4 5 1 0 5 5 4 2 9 6 6 5 6 5 7 7 7 7 0 1 6 6 5 1 1 8 2 2 3 2 4 6 3 8 3 5 9 2 7 4 5 2 5 5 5 4 8 0 9 6 5 6 6 2 7 7 7 2 7 6 7 9 5 1 8 3 6 3 2 4 6 9 3 3 6 3 6 1 4 6 3 6 5 5 4 8 6 8 6 6 4 7 5 7 8 2 1 9 7 5 6 8 1 8 3 8 3 2 5 8 2 1 3 6 3 7 5 4 6 4 2 6 5 4 8 7 8 6 6 5 1 1 7 8 3 2 5 7 5 9 8 1 8 9 4 1 2 6 0 1 7 3 6 5 7 5 4 6 6 8 1 5 4 9 8 0 6 7 2 6 9 7 8 5 6 8 8 0 4 6 1 9 0 0 4 2 6 1 5 3 3 6 6 8 4 4 6 7 7 9 5 5 0 0 8 6 7 3 4 8 7 9 3 4 2 8 1 5 8 1 9 0 1 3 2 6 2 6 3 3 6 8 5 6 4 6 8 7 8 5 5 1 0 1 6 7 3 5 5 7 9 3 9 9 8 2 5 6 1 9 0 1 7 2 6 6 3 6 3 7 3 5 7 4 6 8 8 0 5 5 5 0 0 6 7 4 1 4 7 9 9 7 3 9 9 4 5 1 9 4 0 7 2 7 4 7 6 3 7 5 9 6 4 6 8 9 6 5 6 1 1 8 6 9 0 7 1 1 1 5 1 5 1 9 6 1 2 2 7 8 3 2 3 7 6 6 0 4 7 4 5 9 5 6 1 3 0 6 9 5 6 8 1 2 1 2 7 1 9 6 6 1 2 7 8 7 5 3 7 7 3 3 4 7 9 3 8 5 6 2 4 9 6 9 8 9 8 1 2 9 5 6 1 9 8 7 4 2 8 6 0 5 3 8 1 1 6 4 8 1 0 1 5 6 3 6 4 6 9 9 2 7 1 3 1 1 6 1 9 9 6 8 2 9 2 9 1 3 8 6 2 5 4 8 2 9 3 5 6 8 7 0 7 0 2 5 7 1 3 3 2 5 2 0 1 6 0 2 9 5 7 0 3 8 7 7 6 4 8 6 3 1 5 7 5 2 5 7 0 3 4 2 Næstu útdrættir fara fram 18. júlí, 25. júlí & 1. ág 2013 Heimasíða á Interneti: www.das.is Undirbúningur að gerð rammaáætlunar um virkjun og vernd hófst árið 1999 með skipun verkefnis- stjórnar. Hún kvaddi til marga kunn- áttumenn. Þeir áttu eftir megni að draga úr ágreiningi um ráð- stöfun virkjunarkosta með hlutlægni, en það er að beita kunnáttu með sameiginlegt sjónarhorn. Það var gert í fernu lagi; með því að taka fyrir náttúrufar og minjar, útivist og hlunnindi, hagræn áhrif á ferðaþjónustu, byggð og atvinnu, og í fjórða lagi stofnkostnað og arðsemi virkjunarkostanna. Þetta var gert misjafnlega rækilega. Þegar þessu lyki ætlaði verkefnisstjórnin sér að vega hin- ar fjórgreindu hlutlægu nið- urstöður saman og forgangsraða virkjunarkostum. Það kemur ekki fram, hvort hún hafi ætlað að gera þetta á sitt eindæmi eða bera mál- ið sömuleiðis undir þá, sem teldust frekar en hún fulltrúar almenn- ingsálits. Í því, sem verkefn- isstjórn gaf út um þetta síðast (Niðurstöður 2. áfanga ramma- áætlunar), í júní 2011, er engin ein forgangsröð, reist á hinum fjór- greindu niðurstöðum. Að nið- urstöðum 2. áfanga fengnum setti stjórnarráðið þröngan hóp manna til að semja rammaáætlunina, sem var auglýst til umsagnar haustið 2011 og síðan lögð fyrir Alþingi. Alþingi lauk málinu með álykt- un 2013. Hinar andstæðu fylk- ingar nú og undanfarin ár, stjórn og stjórnarandstaða, hafa haldið áætluninni fram sem faglegu verki af hendi verkefnisstjórnar. Samt getur enginn, þegar spurt er, bent á þann stað í skjölum verkefn- isstjórnar, þar sem áætlun hennar birtist. Minna má á, að á fyrstu starfsárum verkefnisstjórnar var því lýst, að vinnu- brögðin við ramma- gerðina ættu að vera gegnsæ. Önnur verk- efnisstjórn tók við 2007. Áðurnefndar niðurstöður 2. áfanga 2011, án flokkunar virkjunarkosta í bið, vernd og nýtingu, án ramma, voru því hennar. Ýmislegt er ógert í rammanum, sem Alþingi samþykkti 2013. Þar er ekki mælt fyrir um, hvernig og hver eigi að meta flutning kosts milli flokka, svo sem úr bið til verndar eða nýtingar. Enn vantar veigamikla virkjunarkosti í áætl- unina. Þá þykir sumum vanta í rammann hinar öflugri raflínur. Um aldamótin fór fram hermi- leikur nokkurra starfsmanna Orkustofnunar með sjóðval um ráðstöfun virkjunarkosta. Þegar rammaáætlunin, eins og hún kom frá stjórnarráðinu, var til umsagn- ar haustið 2011 efndi Lýðræð- issetrið til sjóðvals um hana meðal þingmanna og varaþingmanna. Tók það um hálft ár. Fyrst var at- hugað, hvort þeir vildu hafa sjóð- valið gegnsætt eða leynt. Mönnum leist ekki á að hafa það opinskátt. Meðan á þessu stóð mættust hvar- vetna stálin stinn, stjórnarliðar og andstæðingar. Slíkt ástand dregur úr mönnum að tjá sig hver fyrir sig. Þátttaka var svo lítil, að nið- urstöður var ekki að marka, en mikilsverð tæknileg reynsla fékkst. Við framhald og endurnýjun rammaáætlunarinnar þarf vinnu- brögð, sem skapa varanlegt traust til hennar. Það er ólíklegt til lengdar, að verk fámennrar verkefnisstjórnar endurspegli al- menningsálit á sannfærandi hátt. Svo að dæmi sé tekið er það ekki á færi kunnáttumanna að meta fyrir hönd almennings Dettifoss ósnortinn á móti hagnaði af raf- stöð í Jökulsá á Fjöllum; þar reynir á það, sem ekki er hlut- lægt. Ágreining, sem kunnáttu- menn geta ekki eytt, þarf að út- kljá sem þjóðmál, að fenginni umsögn verkefnisstjórnar og ann- arra, með aðferð, sem gerir fært að fylgjast með atbeina þátttak- enda, sem eru fulltrúar almenn- ings, en það eru vitaskuld alþing- ismenn. Fyrir um áratug töldu bæði rannsóknastjórinn hjá Gallup, sem verkefnisstjórnin hafði með í ráð- um, og formaður fyrstu verkefn- isstjórnarinnar sjóðval ráðlega að- ferð við rammagerðina. Síðan hefur frekari reynsla fengist. Eins og staðan er nú mundi ramma- áætlunin uppfærast hægt og síg- andi í sjóðvali, og stöðugt má sjá, hver á hvað í henni. Samþykkt Al- þingis um hana má endurnýja, hvenær sem ástæða þykir til, með því að leggja hana fyrir þingið, sem hefur færi á að breyta henni, áður en hún er borin upp til álykt- unar. Slíkt sjóðval yrði öðru vísi en það, sem Lýðræðissetrið beitti sér fyrir 2011 og bauð þingmönnum og varaþingmönnum tveggja kjör- tímabila að vera með. Það lið var því dreift. Ef stjórnvöld eiga frumkvæði að sjóðvalinu og aðeins þingmenn verða með hafa þing- flokkarnir tækifæri til að móta at- kvæðaboð sameiginlega, eftir því sem þeir telja ástæðu til. Hvort sem þingmenn bjóða atkvæði sam- stillt á vegum þingflokks eða ann- arra eða sjálfstætt fær að njóta sín það eðli sjóðvals, að mörg af- brigði máls eru borin upp í einu og fært er að sýna afbrigðunum missterkan atbeina með breyti- legum atkvæðaboðum. Rammaáætlun Eftir Björn S. Stefánsson » Verkefnisstjórn birti aldrei rammaáætlun reista á niðurstöðum faghópanna. Björn S. Stefánsson Höfundur stendur fyrir Lýðræðissetrinu. Í grein sinni í Morgunblaðinu 11. júlí kallar heilbrigð- isráðherra eftir þjóð- arsátt um að standa vörð um heilbrigð- iskerfið. Segir hann meðal annars að álag á starfsfólk hafi auk- ist, þjónusta við sjúk- linga versnað og ör- yggi þeirra stefnt í hættu. Hann kemur einnig inn á að atgervisflótti sé úr röðum heilbrigðisstarfsmanna og nauðsynlegt sé að forgangsraða í útgjöldum ríkisins. Ég tek heils- hugar undir hvert orð með Krist- jáni. Hjúkrunarfræðingar hafa til langs tíma bent á þessi atriði sem heilbrigðisráðherra fjallar um. Við fögnum umræðu um að standa vörð um heilbrigðisþjónustu og hvetjum þingmenn og þjóðina alla til að taka þátt í því verkefni að reisa heilbrigðisþjónustuna við. Hjúkrunarfræðingar eru reiðu- búnir að koma að verkefninu af fullum krafti. Reyndin er sú að erfitt verður að ganga lengra í sparn- aði í heilbrigðiskerf- inu. Ef skera þarf niður enn á ný er óhjákvæmilegt að skerða þjónustu við sjúklinga. Ég tel að allir séu sammála um að lengra verður ekki gengið í þeim efnum. Það má vel vera að haldið sé á lofti að þjónustan sé óbreytt og niðurskurður und- anfarinna ára komi ekki niður á þjónustu við sjúklinga. Það er ein- faldlega ekki rétt. Í starfi mínu sem formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga nýt ég þeirra forréttinda að eiga samskipti við hjúkrunarfræðinga alls staðar að af landinu. Alls staðar er sama sagan. Álag á hjúkrunarfræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn er gríðarlegt og er svo komið að margir þeirra eru að gefast upp. Við vitum öll að með auknu álagi og þreytu eykst tíðni mistaka og þau verðum við að lágmarka í störfum þar sem um líf og heilsu fólks er að tefla. Aldrei hafa fleiri hjúkrunarfræðingar farið til starfa í Noregi eins og nú í sumar. Ég hef sjaldan heyrt eins marga hjúkrunarfræðinga ræða um að nú sé komið að því að hætta í hjúkr- un og læra eitthvað annað. Af þessu hef ég verulegar áhyggjur. Viljum við heilbrigðiskerfi sem er komið að bjargbrúninni með of þreytt og útbrunnið starfsfólk? Þurfum við ekki á okkar vel menntaða heilbrigðisstarfsfólki að halda innan íslenska heilbrigð- iskerfisins? Ég trúi ekki öðru en að við öll sem þjóð rísum upp og stöndum saman til varnar heilbrigðiskerf- inu. Eftir Ólaf Guðbjörn Skúlason » Við fögnum umræðu um að standa vörð um heilbrigðisþjónustu og hvetjum þingmenn til að taka þátt í því verk- efni að reisa heilbrigð- isþjónustuna við Ólafur Guðbjörn Skúlason Höfundur er formaður Félags ís- lenkra hjúkrunarfræðinga. Stöndum vörð um heilbrigðiskerfið Það er ákaflega gaman að fara með börnum til veiða. Óþarft er að kosta miklu til því ódýrustu veiðivötnin eru yfirleitt best, svo fremi að þar veiðist eitthvað. Gæta þarf vel að öryggi yngstu veiðimannanna, en að öðru leyti er best að veiðibúnaður og tæki séu sem einföldust. Mér finnst eins og verið sé að ræna börnin veiðibernskunni þegar þau eru færð í svo volduga veiði- galla, að þau geta varla hreyft sig. Þegar barnið hefur veitt fyrsta sílið, talar það alltaf um fiskinn sinn. Er þá eins gott að ekki verði ruglingur við aðra ómerkilegri fiska. Íslensk náttúra er afar margtæk í gjöfum sínum. Það er óþarfi að reisa háa hurðarása þegar hennar er notið. Það veltur á því einu, hvernig litið er á silfrið, hve vel við njótum dásemdanna. Svona birtist mér veiðiævi mín, þegar ég hugsa til baka: Ungur veiddir þú þann stóra í bæjarlæknum vopnaður seglgarnsfæri og priki þú gast hans aldrei í glaumi veiðihúsanna er sastu vangarjóður yfir gapvíðum glösum og sagðir frægar sögur en kvöldroði ellinnar kastar bliki á silunginn litla með dröfnurnar og eyru þín nema að nýju hjal lækjarins veiðivatnsins eina. HELGI KRISTJÁNSSON, Ólafsvík. Lækurinn hjalar Frá Helga Kristjánssyni Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.