Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Pólitísk umræða er menguð afmargs konar orðskrípum og frösum sem þeir sem gjarnan hafa lítið fram að færa grípa til í þeim til- gangi að fela þá annars augljósu staðreynd. Þetta er hvimleitt og gerir umræður iðulega svo leiðigjarnar að enginn nennir að hlusta.    Annað sem meng-ar pólitíska umræðu og er hálfu verra er þegar ný hugtök eru búin til í þeim til- gangi einum að afvegaleiða um- ræðuna.    Vegna undirskriftar forsetans álögum frá Alþingi í vikunni lagði einn þingmanna Vinstri grænna orð í belg og sagði ekki sannfærandi þegar forsetinn kallaði veiðigjöldin skatt.    Þingmanninum var illa við að for-setinn notaði orðið skattur yfir skattinn og vildi að hann notaði orð- ið gjald. Nánar tiltekið veiðigjald.    Áður fyrr hét veiðigjaldið jafnanauðlindaskattur en síðan þótti sakleysislegra að tala um gjald og nú er það orðið nánast allsráðandi í umræðunni um þessa tegund skatta og hefur meðal annars ratað inn í alla lagatexta um skattinn.    En að finna að því að talað sé umskattinn sem skatt bara af því að hitt hljómar betur sýnir að ákafa- menn um ofurskattheimtuna hafa ekki góða samvisku.    Þeir vita sem er að sú mikla við-bótarskattlagning á sjávar- útveginn sem vinstri stjórnin stóð fyrir á engan rétt á sér en telja að hún hljómi betur í eyrum einhverra þegar talað er um gjöld. Lilja Rafney Magnúsdóttir Skattur er skattur þótt heitið sé gjöld STAKSTEINAR Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! Veður víða um heim 11.7., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 10 alskýjað Nuuk 1 þoka Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 21 léttskýjað Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 17 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 18 heiðskírt London 13 skýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 17 léttskýjað Berlín 22 skýjað Vín 21 léttskýjað Moskva 22 skýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 11 léttskýjað Montreal 12 súld New York 14 skýjað Chicago 10 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:34 23:34 ÍSAFJÖRÐUR 2:55 24:23 SIGLUFJÖRÐUR 2:36 24:08 DJÚPIVOGUR 2:54 23:13 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sérstakur saksóknari hefur ákært stjórnendur fjárfestingafélagsins Milestone vegna greiðslna sem þeir létu það inna af hendi til Ingunnar Wernersdóttur á árunum 2006 til 2007. Þeir Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, Karl Wernersson, stjórn- arformaður, og Steingrímur Wern- erson, stjórnarmaður, eru ákærðir fyrir umboðssvik, meiriháttar brot á bókhaldslögum og lögum um árs- reikninga í tengslum við greiðsl- urnar sem nema á sjötta milljarð kr. Þá eru endurskoðendurnir Hrafn- hildur Fanngeirsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Charles Guðmundsson, öll frá endurskoð- unarfyrirtækinu KPMG, ákærð fyr- ir brot gegn lögum um endurskoð- endur. Þau Margrét og Sigurþór eru ennfremur ákærð fyrir meiriháttar brot á lögum um ársreikninga vegna viðskiptanna. Hirtu allan arðinn Í ákærunni, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, kemur fram að háttsemi Werner-bræðra og Guð- mundar hafi falist í því að þeir létu Milestone fjármagna kaup bræðr- anna á hlutafé systur þeirra, Ing- unnar, í félaginu. Í fyrstu hafi verið með öllu óvíst frá hverjum, hvenær eða með hvaða hætti Milestone fengi fjármunina til baka. Ákærðu hafi fært sem eign í efnahagsreikning félagsins óljósar, munnlegar kröfur á hendur eigna- litlu aflandsfélagi, Milestone Import Export, upp á tæpa 5,2 milljarða króna. Það félag var einnig í eigu systkinanna. Krafan var án nokk- urra trygginga og skapaði þessi háttsemi Milestone verulega fjár- tjónshættu að því er segir í ákær- unni. Með því að færa kröfuna sem eign í bókhald Milestone komust ákærðu hjá því að fjármögnun hlutabréfa- kaupanna kæmi til lækkunar á bók- færðu eigin fé Milestone. Þannig héldu Werner-bræður fullum eign- arráðum yfir félaginu, beint og í gegnum annað félag, og eignuðust þorra hlutafjár í Milestone, án þess að leggja fé til kaupanna og án þess að eigið fé félagsins minnkaði. Þrátt fyrir að hafa ekki lagt til neitt fé til að kaupa hlutina af systur sinni runnu allar arðgreiðslur Milestone á árunum 2006 til 2007 og um 98,4% af arðgreiðslum ársins 2008 til bræðr- anna, alls milljarður króna. Bættu inn skjölum eftir á Endurskoðendurnir Margrét og Sigurþór eru ákærð fyrir meirihátt- ar brot á lögum um ársreikninga og lögum um endurskoðendur við end- urskoðun sína á ársreikningum Milestone og samstæðureikninga samstæðunnar fyrir árin 2006 og 2007. Þau, auk Hrafnhildar, eru ákærð fyrir brot á lögum um endur- skoðendur fyrir að hafa bætt inn í endurskoðunarmöppu lánasamningi á milli Milestone og Milestone Imp- ort Export til að láta líta út fyrir að hann hafi verið til staðar við gerð og endurskoðun ársreiknings fyrir árið 2006. Þá er þeim gefið að sök að hafa bætt við endurskoðunarmöppu Mile- stone eftir að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2009. Ákærur birtar vegna Milestone  Endurskoðendur einnig ákærðir Morgunblaðið/Sverrir Ákærur Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákærur vegna Milestone.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.