Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013
✝ Skúli H. Fjall-dal fæddist á
Ísafirði 30. ágúst
1938. Hann lést á
Hospice Sydfyn í
Danmörku 16. júní
2013.
Skúli var sonur
hjónanna Halldórs
Fjalldal kaup-
manns, f. 1910, d.
1979 og Sigríðar
Skúladóttur kaup-
konu, f. 1910, d. 2005. Systkini
Skúla eru: Jóna Kristín, f. 1943,
Oddur, f. 1950, maki Katrín M.
Bragadóttir, f. 1949 og Guðrún,
f. 1952, maki Héðinn Eyjólfsson,
f. 1951.
Skúli kvæntist hinn 24. sept-
ember 1969 Gerdu Valentin
Hansen, f. 2. mars 1946. Synir
mörgum trúnaðarstörfum.
Hann kynntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni á námsárunum í
Danmörku og bjuggju þau þar
alla tíð síðan. Skúli sinnti fé-
lagsmálum mikið. Á sínum yngri
árum var Skúli m.a. í stjórn
Íþróttabandalags Keflavíkur og
lék knattspyrnu með félaginu
allt upp í meistaraflokk. Þá
teiknaði hann m.a. núverandi
merki félagsins. Í Danmörku
áttu Íslendingafélagið og Nor-
ræna félagið hug hans allan og
var hann einn af stofnendum Ís-
lendingafélagsins í Óðinsvéum.
Hann var jafnan mikill Íslend-
ingur í sér og áhugasamur um
að efla norrænt samstarf á sem
flestum sviðum. Skúli hélt alltaf
miklum tengslum við fjölskyldu
sína, æskustöðvar og uppeldis-
félaga sína í Keflavík.
Skúli var jarðsunginn frá
Paarupkirkju í Óðinsvéum 25.
júní 2013.
þeirra eru Jón Hall-
dór flugvirki, f. 12.
ágúst 1969 og Tóm-
as Guðmundur
sölustjóri, f. 19. jan-
úar 1971.
Skúli ólst upp í
Keflavík þar sem
hann fékk hefð-
bunda skólagöngu
og fór síðar í Sam-
vinnuskólann og út-
skrifaðist þaðan ár-
ið 1955. Síðan hóf Skúli nám í
húsasmíði og lauk sveinsprófi
árið 1960. Árið 1963 fór Skúli til
náms í byggingatæknifræði við
Tækniskólann í Óðinsvéum í
Danmörku. Eftir að námi lauk
starfaði Skúli hjá bæjarfélaginu
Vissenbjerg á Fjóni allan sinn
starfsferil og gegndi þar fjöl-
Hugurinn reikar til baka til
ársins 1971. Þá um sumarið hóf-
ust kynni mín af Skúla mági mín-
um og fjölskyldu hans. Skúli hafði
farið ungur til náms í bygginga-
tæknifræði í Óðinsvéum í Dan-
mörku og þar kynntist hann einn-
ig eiginkonu sinni, Gerdu. Eftir að
námi lauk komu Skúli og Gerda
sér upp fallegu heimili á Heklavej
í Óðinsvéum þar sem þau bjuggu
alla tíð. Þau eignuðust tvo drengi,
Jón og Tómas, sem ég kynntist
sem litlum drengjum í þessari
fyrstu heimsókn minni. Á þessum
tíma vorum við þrjú saman úr
fjölskyldunni komin til að vinna
sumarlangt í Óðinsvéum og nut-
um aðstoðar Skúla og Gerdu sem
liðsinntu okkur langt fram yfir öll
venjuleg mörk. Ferðirnar á
Heklavej urðu margar eftir þetta.
Skúli hóf störf hjá sveitarfé-
laginu Vissenbjerg eftir nám og
starfaði þar allan sinn starfsferil.
Hann gegndi þar ýmsum trúnað-
arstörfum og margar ferðirnar
var farið þangað með vini og ætt-
ingja. Hann var mjög stoltur af
sínu starfi og naut mikils trausts.
1983 fluttist fjölskylda mín
tímabundið til Danmerkur og nut-
um við þá aðstoðar Skúla og fjöl-
skyldu á margan hátt. Hann var
alltaf til staðar ef einhver vanda-
mál komu upp.
Skúli var einstaklega barngóð-
ur og nutu börnin mín þrjú góðs af
því. Gleðistundirnar urðu margar
og alltaf mikil eftirvænting þegar
fjölskyldurnar hittust en það var
oft á þessum árum.
Skúli var mikill Íslendingur í
sér og talaði lýtalausa íslensku
þrátt fyrir 50 ára dvöl erlendis.
Hann var mjög virkur í starfi
bæði í Íslendingafélaginu og Nor-
ræna félaginu í Óðinsvéum og
lagði oft fram mikla vinnu hvort
sem það tengdist ungmenn-
astarfi, vinabæjartengslum eða
menningu. Hann gegndi einnig
mörgum trúnaðarstörfum í þess-
um félögum. Síðustu misserin var
honum efst í huga glæsileg ný-
bygging, Nordatlantisk Hus, í Óð-
insvéum, sem verður sameiginleg
menningaraðstaða Grænlend-
inga, Íslendinga og Færeyinga.
Síðasta ferð Skúla áður en hann
lést var til að vera viðstaddur
„reisugilli“ á þessari byggingu
sem var honum mikið hjartans
mál.
Þá var Skúli einstaklega
frændrækinn og duglegur að
sækja Ísland heim. Hann lét sig
aldrei vanta þegar tímamót voru í
heimalandinu hvort sem það voru
brúðkaup, fermingar og ekki síst
til að hitta gömlu skólafélagana úr
Keflavík. Þetta voru miklar
ánægjustundir og tilefni til að
heimsækja gamla landið og rifja
upp endurminningarnar.
Ég er þakklát fyrir allar þessar
góðu stundir sem við fjölskyldan
höfum átt með Skúla, blessuð sé
minning hans. Elsku Gerda, Jón
og Tómas, guð gefi ykkur styrk í
ykkar sorg.
Katrín M. Bragadóttir.
Mágur minn Skúli H. Fjalldal
er látinn, tæplega 75 ára að aldri.
Skúli fæddist á Ísafirði en ólst
upp í Keflavík og þar voru rætur
hans. Skúli lauk prófi frá Sam-
vinnuskólanum í Reykjavík og
sveinsprófi í húsasmíði frá Iðn-
skólanum í Keflavík. Síðan hóf
hann nám við Tækniskólann í Óð-
insvéum og lauk þaðan prófi sem
byggingatæknifræðingur árið
1969. Fljótlega eftir komuna til
Danmerkur festi Skúli ráð sitt og
stofnaði fjölskyldu. Hann settist
að í Óðinsvéum og bjó þar upp frá
því eða í um 50 ár. Skúli bjó því
um 2/3 hluta ævi sinnar í Dan-
mörku.
Skúli var stoltur af uppruna
sínum og var mikill Íslendingur í
sér. Hann fylgdist mjög vel með
mönnum og málefnum á Íslandi
og var vel heima í þeim málum
sem efst voru á baugi hverju
sinni. Að sjálfsögðu fylgdist hann
einnig vel með dönskum þjóðmál-
um og kunni á þeim góð skil. Bár-
um við oft saman bækur okkar og
ræddum þjóðmálin vítt og breitt
og miðluðum upplýsingum okkar
á milli eftir bestu getu.
Skúli hafði mikinn áhuga á nor-
rænu samstarfi og tók virkan þátt
í starfsemi Norræna félagsins. Þá
var hann hvatamaður að stofnun
vinabæjatengsla milli Óðinsvéa
og annarra borga og bæja á Norð-
urlöndunum. Hann var einn af
stofnendum Íslendingafélagsins í
Óðinsvéum og var formaður þess í
fjöldamörg ár. Ég veit að hann
var ávallt boðinn og búinn að að-
stoða Íslendinga sem voru að
koma til náms eða starfa í Óðins-
véum og vísa þeim rétta leið um
krókótta vegi kerfisins.
Eitt aðaláhugamál Skúla voru
íþróttir og þá einkum knatt-
spyrna. Á sínum yngri árum æfði
hann og keppti í knattspyrnu fyr-
ir hönd Íþróttabandalags Kefla-
víkur upp alla yngri flokka og
einnig með meistaraflokki félags-
ins. Hann fylgdist alltaf vel með
gengi ÍBK á knattspyrnuvellinum
og hafði skoðanir á því sem vel var
gert og jafnframt því sem honum
fannst að mætti betur fara. Þá
fylgdist hann vel með dönsku
knattspyrnunni og kunni á henni
góð skil. Ekki dró úr áhuga hans
þegar Eyjólfur sonur minn fór að
leika þar knattspyrnu og áttum
við þá margar góðar stundir á
vellinum. Undraðist ég þá oft
hversu fróður hann var um leik-
menn og félögin sem í hlut áttu
hverju sinni.
Skúli og fjölskylda voru mjög
dugleg að koma í heimsóknir til
Íslands. Varla var sá viðburður í
fjölskyldunni að þau sæju sér ekki
fært að koma hingað og samgleðj-
ast með ættingjum sínum. Þá hélt
hann góðu sambandi við sína
gömlu skólafélaga og lagði rækt
við þau tengsl.
Einnig var gott að sækja þau
hjón heim og er þar skemmst að
minnast gestrisni þeirra sem við
fjölskyldan nutum í tilefni stóraf-
mælis míns fyrir tveimur árum.
Munum við ætíð minnast þess
dags með mikilli hlýju.
Kynni okkar Skúla stóðu yfir í
rúmlega þrjátíu ár og vil ég þakka
honum samfylgdina og þann hlý-
hug sem hann bar til fjölskyld-
unnar.
Að lokum sendum við Guðrún
og fjölskylda okkar Gerdu, eigin-
konu Skúla, sonum þeirra Jóni og
Tómasi okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Héðinn Eyjólfsson.
Minningarnar frá heimsóknum
okkar systkinanna til Skúla
frænda eru margar. Ég man
spenninginn þegar við nálguð-
umst brúna yfir á Fjón. Ég man
hvernig við lékum okkur á tepp-
inu í stofunni með spennandi dót
sem Skúli frændi dró fram úr bíl-
skúrnum og ég man eftir mér að
skoða fínu þjóðbúningadúkkurn-
ar hennar Gerdu í glerskápnum.
Svo setti ég fína hárskrautið mitt í
hárið og settist við flotta morg-
unverðarhlaðborðið hjá Skúla og
Gerdu. Iðulega var íslenski fáninn
á miðju borðinu.
Jón og Tómas sýndu okkur
módelin sem þeir voru að setja
saman og svo var alvöru raf-
magnslest eins og maður sá ann-
ars bara í fínustu leikfangabúð-
um. Í garðinum var fullt af
villikisum sem Gerda var dugleg
að hugsa um og svo fengum við að
smakka plómur og jarðarber
beint úr garðinum. Það var vakað
langt fram eftir kvöldi og mikið
hlökkuðum við til að koma aftur í
hvert sinn sem haldið var af stað
heim til Árósa. Skúli frændi var
einstaklega barngóður og þótti af-
skaplega vænt um öll systkina-
börn sín. Hann sýndi okkur og
okkar hugðarefnum alltaf einlæg-
an áhuga.
Það var Skúla frænda að þakka
að á unglingsárunum fékk ég
sumarvinnu í Danmörku, þá var
gott að koma í heimsókn á Hekla-
vej. Núna þegar ég flutti nýverið
til Svíþjóðar með fjölskylduna
fann maður hvað Skúli frændi var
áhugasamur um að hittast og
maður var hjartanlega velkominn
til Odense í heimsókn hvenær
sem var. Við fórum með Odd
Hrannar í lestarferð til Skúla
frænda og það var gaman að sjá
hann una sér við sömu leikföngin í
stofunni meðan við sátum við
morgunverðarborðið. Svo var
smurt nesti og haldið af stað í Le-
goland. Það var notaleg tilfinning
að sjá Odd Hrannar hjúfra sig í
hálsakotið á Skúla frænda og það
var ekki talað um annað í lestinni
heim en hvenær við myndum
koma aftur til Skúla og Gerdu
Dagurinn sem við kvöddum þig
í Paarup kirkju var erfiður en í
senn fallegur, þyturinn í trjánum
og fuglasöngurinn sem umkringdi
okkur fjölskylduna þegar við
höfðum safnast saman við leiðið
þitt segir mér að þú sért kominn á
góðan stað. Blessuð sé minning
góðs frænda.
Sigríður Bára Fjalldal.
Skúli frændi, föðurbróðir
minn, er fallinn frá. Eftir sitja
góðar minningar um kærleiks-
ríkan, athafnasaman og úrræða-
góðan frænda sem ávallt tók mér
opnum örmum, sem barni, ung-
lingi og fullorðnum manni.
Ég er afar þakklátur fyrir all-
ar þær góðu stundir sem ég hef
átt gegnum tíðina hjá Skúla og
Gerdu á Heklavej, ekki síst sem
ungur drengur þegar við fjöl-
skyldan bjuggum í Árósum. Það
var ávallt mikil tilhlökkun hjá
okkur systkinunum þegar haldið
var í heimsókn til Óðinsvéa. Það
var ávísun á höfðinglegar veit-
ingar í öll mál, ótakmarkaðan að-
gang að leikföngum Jóns og
Tómasar og oftar en ekki var
Skúli búinn að setja saman sér-
stakt prógramm fyrir heimsókn-
ina. Þolinmæðin fyrir okkur
systkinunum átti sér engin tak-
mörk og okkur var ekki neitað
um neitt, ef mamma og pabbi
sögðu nei, þá var bara best að
spyrja Skúla hvort maður mætti
ekki fá eina rjómabollu í viðbót.
Eftir að við fluttum heim héld-
um við góðu sambandi og það var
ekki síst fyrir tilstilli Skúla
frænda að ég sem 18 ára ung-
lingur vann eitt sumar á pósthús-
inu í Óðinsvéum. Skúli sá til þess
að ég hefði það sem best, fengi
íbúð á góðum stað og Heklavej
varð mitt annað heimili þetta
sumar. Nokkrum árum síðar
hélt ég aftur til Danmerkur í há-
skólanám og enn og aftur var
Skúli önnum kafinn við að finna
handa mér húsnæði og aðstoða
mig að koma mér fyrir. Þetta
voru mín fyrstu ár að heiman og
ómetanlegt að eiga Skúla og
Gerdu að á þessum tíma. Á
Heklavej stóðu mér ávallt opnar
dyr og Skúli vildi allt fyrir mig
gera. Móttökurnar voru jafn
höfðinglegar þegar ég mætti í
heimsókn með unga fjölskyldu
mína síðustu árin. Mér hlýnaði
um hjartaræturnar þegar ég sá
Skúla taka á móti Freyju Maríu
dóttur minni af sama kærleika
og hann tók á móti mér sem litlu
barni.
Það er erfitt að sætta sig við
að Skúli frændi sé farinn, en ég
er þakklátur fyrir að hafa fengið
að kynnast honum og kærleika
hans. Hugur okkar er hjá Gerdu,
Jóni og Tómasi á þessum erfiðu
tímum.
Jóhann Bragi Fjalldal.
Skúli H. Fjalldal
✝ Garðar Gísla-son fæddist í
Reykjavík 18. nóv-
ember 1934. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspít-
alans 5. júlí 2013.
Foreldrar hans
voru Kristín
Ágústa Ágústs-
dóttir, fædd í
Narfakoti í Njarð-
víkum 7. janúar
1914, d. 27. september 2007
og Gísli Guðnason, fæddur á
Stokkseyri 6. janúar 1909, d.
5. júní 1984. Stjúpfaðir, Magn-
ús Ögmundsson, fæddur á
Syðri Reykjum í Bisk-
upstungum 25. maí 1908, d. 3.
október 2003. Hálfsystkini
Garðars eru Ögmundur, Sig-
Kristjánsdóttir, sérfræðingur
hjá Umhverfisstofnun, f. 21.
maí 1984. Dætur þeirra eru
Saga Garðarsdóttir, f. 25. júní
2009 og Lukka Garðarsdóttir,
f. 16. apríl 2013.
Garðar ólst upp í Hafn-
arfirði hjá móður sinni og
stjúpföður. Garðar og Mar-
grét bjuggu fyrstu árin á Sel-
fossi og síðan í Hafnarfirði. Á
yngri árum starfaði Garðar
við verslunarstörf og akstur,
hann hóf störf hjá lögregl-
unni í Hafnarfirði 1. ágúst
1964, lauk Lögregluskólanum
9. maí 1969 og starfaði sem
lögreglumaður í Hafnarfirði
meðan heilsan leyfði, síðar
sem stefnuvottur hjá Sýslu-
manninum í Hafnarfirði.
Garðar söng með Lög-
reglukórnum, Karlakórnum
Þröstum og Gaflarakórnum.
Útför Garðars fór fram í
kyrrþey 11. júlí 2013.
urður og Hjalti
Magnússynir,
Magnús Gíslason
og Vilborg Gísla-
dóttir.
Garðar kvænt-
ist 13. maí 1956
Margréti Bjarna-
dóttur, f. í Hauga-
koti í Flóa 6. júní
1935. Dóttir
þeirra er Kristín
Þóra Garð-
arsdóttir, leikskólakennari, f.
31. maí 1957, eiginmaður
hennar er Eyjólfur Valgarðs-
son, byggingatæknifræðingur,
f. 28. ágúst 1957. Sonur
þeirra er Garðar Eyjólfsson,
lektor við Listaháskóla Ís-
lands, f. 4. nóvember 1981,
eiginkona hans er Eva Dögg
Elsku afi.
Það var orðið langt síðan ég
sá þig hressan síðast. Eftir löng
og erfið veikindi er gott að geta
loksins hvílt sig. Sterkustu
minninguna á ég af okkur saman
í bíl. Þú varst þekktur útilegu-
kall og hefur sennilega ferðast
meira eða minna um allt landið.
Þér þótti mjög gaman að keyra
og varst mjög duglegur við að
skutla mér hingað og þangað.
Ein af mínum fyrstu minningum
sem ég á af okkur er þegar þú
náðir í mig í grunnskólann eftir
ys og þys dagsins og skutlaðir
mér heim til ykkar ömmu á Álfa-
skeiðið. Þar beið mín oft nýbök-
uð súkkulaðikaka og mjólkur-
glas. Eftir því sem ég eltist
skutlaðir þú mér oft. Minningin
um skutlið situr eftir vegna þess
að það var eini tíminn sem ég
man eftir okkur bara tveimur
saman, róandi stund milli staða
og stríða. Þó að það hafi verið lít-
ið um munnleg samskipti þá
hafðir þú góða og róandi nær-
veru. Þú passaðir vel upp á þína
nánustu og ég fann alltaf á hlýju
brosi þínu þegar ég hitti þig
hversu vænt þér þótti um mig,
nafna þinn. Þakka þér fyrir alla
umhyggjuna og aðstoðina sem
þú gafst mér og takk fyrir tím-
ann sem við áttum saman.
Hvíldu í friði.
Garðar Eyjólfsson (litli Gæi).
Það eru komin næstum 50 ár
frá því leiðir okkar hjónanna og
Gæa, Möggu og Kristínar dóttur
þeirra lágu fyrst saman á fögr-
um sumardegi á ferð okkar aust-
ur í Grímsnesi.
Við vorum unglingar, nýbyrj-
aðir að vera saman, en þau ráð-
sett hjón, 12 árum eldri en við,
með unga dóttur.
Við Gæi höfðum þó verið sam-
herjar í Hjálparsveit skáta
Hafnarfirði, þar sem hann var
lengi í stjórn og um tíma sveit-
arforingi. Það kom fljótt í ljós að
við áttum mörg sameiginleg
áhugamál, ekki síst ferðalög á
jeppunum okkar um hálendið.
Upp frá þessum samfundum
okkar, fórum við eitthvert sam-
an flestar helgar yfir sumartím-
ann. Oft var farið með fleiri
ferðafélögum og voru þetta allt-
af mjög skemmtilegar fjölskyl-
duútilegur. Eftir að synir okkar
komu til sögunnar þótti þetta
ómissandi þáttur í tilverunni.
Gæi var alltaf traustur ferða-
félagi, hress og skemmtilegur,
og ekki spillti það fyrir þegar
hann tók lagið og stýrði fjölda-
söng með sinni einstaklega tæru
og fallegu tenórrödd, við gítar-
undirleik Kristínar.
Oft var farið af stað í ferðir
okkar, þó ekki væri vitað hvert
halda skyldi, en mjög oft end-
uðum við í Þórsmörk, því að í þá
daga var svo oft blátt gat í skýj-
unum yfir Mörkinni. Þessar
ferðir eru okkur hjónunum og
strákunum okkar ógleymanleg-
ar. Gæi og Magga voru þeim
alltaf mjög umhyggjusöm og
sinntu þeim sem bestu afi og
amma.
Seinna komu svo til sameig-
inlegar utanlandsferðir. Tjald-
og hótelferðir um Evrópu á bíla-
leigubílum og svo sólarlanda-
ferðir. Árið 2006 fórum við svo
saman til Kúbu, þar sem við
dvöldum á nokkrum stöðum og
fórum í hringferð um eyjuna í
rútu og á palli tíu hjóla hert-
rukks inn á óbyggð fjallasvæði.
Ekki er hægt að hugsa sér
betri ferðafélaga en Gæa í þess-
um ferðum, alltaf jafn hress og
skemmtilegur og skipti aldrei
skapi.
Við Gæi vorum samstarfs-
menn í lögreglunni í Hafnarfirði
á árunum 1972 til 1980, lengst af
á sömu vakt. Þar var hann bæði
aðstoðarvarðstjóri og varð-
stjóri. Það var mjög ánægjulegt
samstarf og var vaktin okkar,
D-vaktin, annáluð fyrir góðan
starfsanda.
Árið 1989 byggðu Gæi og
Magga sumarbústað, Garðars-
hólma, í landi Syðri-Reykja í
Biskupstungum og dvöldu þar
mikið upp frá því. Þar áttum við
hjónin með þeim margar
skemmtilegar stundir og nutum
gestrisni þeirra. Þær voru
margar steikurnar sem Gæi
grillaði þar ofan í gesti sína.
Eftir að við eignuðumst svo
sumarbústaðinn okkar í Skorra-
dal, var það föst og ómissandi
hefð að Gæi og Magga dveldu
hjá okkur um verslunarmanna-
helgina, og naut Gæi sín þá vel
með góðum söngmönnum þegar
lagið var tekið á brennufagnað-
inum.
Við og fjölskylda okkar mun-
um sakna Gæa mikið, og munum
minnast hans sem okkar besta
vinar frá okkar fyrstu kynnum.
Elsku Magga, Kristín, Eyj-
ólfur, Garðar, Eva, Saga og
Lukka. Megi guð gefa ykkur
styrk í ykkar sorg og söknuði.
Svanhildur (Didda) og
Þorvaldur (Valdi).
Garðar Gíslason
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Neðst á for-
síðu mbl.is má finna upplýsingar
um innsendingarmáta og skila-
frest. Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf
greinin að hafa borist á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skila-
frests.
Lengd | Hámarkslengd minn-
ingargreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 lín-
ur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær
útförin fer fram. Þar mega einn-
ig koma fram upplýsingar um
foreldra, systkini, maka og börn,
svo og æviferil. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar