Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013
✝ Ingunn ÓskSigurðardóttir
fæddist í Reykjavík
24. september
1917. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Lundi, Hellu, 27.
júní 2013.
Foreldrar Ing-
unnar Óskar voru
Sigurður Kristinn
Einarsson, f. 12.
ágúst 1891, d. 19.
júní 1926 og Margrét Kristjáns-
dóttir, f. 8. apríl 1893, d. 2. maí
1987. Systkini Ingunnar Óskar
eru: Kristján Ársæll, f. 9. júlí
1920, d. 7. júlí 2012, Einar, f. 7.
júlí 1922 og Gunnþórunn, f. 10.
febrúar 1924.
Ingunn Ósk giftist 17. júní
1944 Páli Björgvinssyni, f. 20.
ágúst 1898, d. 8. apríl 1967.
Foreldrar Páls voru Björgvin
Vigfússon, f. 21. október 1866,
d. 12. september 1942 og Ragn-
heiður Ingibjörg Einarsdóttir,
f. 21. desember 1865, d. 15. des-
ember 1944. Dætur Ingunnar
Óskar og Páls eru: 1) Ragnheið-
janúar 2013. c) Ragnheiður Ósk
Guðmundsdóttir, f. 22. október
1985.
Ingunn Ósk ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Reykjavík til
níu ára aldurs, eða þangað til
faðir hennar lést árið 1926. Í
kjölfar andláts hans fór hún í
fóstur til föðursystur sinnar,
Jarþrúðar Einarsdóttur, f. 17.
ágúst 1897, d. 6. janúar 1967.
Ingunn Ósk eyddi æskuárum
sínum að miklu leyti á Tóftum í
Stokkseyrarhreppi hjá föð-
urömmu sinni og afa. Ingunn
Ósk gekk í Húsmæðraskólann á
Hallormsstað 1936-1938 og í
kjölfarið starfaði hún þar í einn
vetur. Ingunn Ósk flutti að
Efra-Hvoli árið 1944 þegar hún
giftist Páli Björgvinssyni. Þar
ráku þau Páll stórt heimili og
myndarbú. Rekstur búsins kom
oft í hlut Ingunnar þar sem Páll
var oddviti Hvolhrepps og
þurfti að sinna ýmsum verk-
efnum bæði heima og að heim-
an. Í kjölfar andláts Páls árið
1967 rak hún búið ein og síðar
með dætrum sínum og tengda-
sonum. Ingunn Ósk átti heima á
Efra-Hvoli til ársins 2003 er
hún flutti að Dvalarheimilinu
Lundi, Hellu.
Útför Ingunnar Óskar fer
fram frá Stórólfshvolskirkju í
dag, 12. júlí 2013, kl. 15.
ur Sigrún Páls-
dóttir, f. 11. janúar
1945, maki Þórir
Yngvi Snorrason, f.
14. ágúst 1940.
Sonur þeirra: Páll
Ragnar Þórisson, f.
25. janúar 1975,
maki Brynja Rut
Sigurðardóttir, f.
21. janúar 1976.
Börn þeirra: Ágúst
Þór, f. 17. maí
2005, Helga Sigrún, f. 29. júlí
2009 og Inga Mjöll, f. 3. mars
2012. 2) Helga Björg Pálsdóttir,
f. 16. júní 1949, maki Guð-
mundur Magnússon, f. 5. janúar
1948. Börn þeirra eru: a) Páll
Björgvin Guðmundsson, f. 15.
ágúst 1970, maki Hildur Ýr
Gísladóttir, f. 31. maí 1972.
Börn þeirra eru Bergsteinn, f.
14. febrúar 1995, Katrín Björg,
f. 8. október 1999 og Ragnar
Páll, f. 20. maí 2007. b) Magnús
Ragnar Guðmundsson, f. 9. júní
1975, sambýliskona Lena Ziel-
inski, f. 13. ágúst 1974. Sonur
þeirra Matthías Zielinski, f. 31.
Þegar ég minnist ömmu er
svo margt sem kemur upp í
hugann og allt eru það jákvæð-
ar minningar. Ég minnist einna
helst þeirra daga þegar ég var
lítill strákur á Efra-Hvoli og við
fjölskyldan bjuggum í húsinu
hennar ömmu með henni. For-
eldrar mínir komnir til vinnu og
amma gætti stráksins á meðan.
Á morgnana þegar maður vakn-
aði á efri hæð hússins heyrði
maður í ömmu vera í eldhúsinu
að sýsla, ekki mátti nú vekja
prinsinn þannig að eldhúshurð-
inni var ávallt hallað aftur.
Samt mátti greina vel allt það
sem fram fór í eldhúsinu. Góð
lykt af hafragrautnum streymdi
um húsið, tónlist af Rás eitt
hljómaði og með þeirri tónlist
söng amma með sínu háu tón-
um. Þegar niður í eldhús var
komið í morgunmatinn var
ávallt tekið á móti manni með
blíðri röddu og kærleika sem
fylgir manni alla tíð í minning-
unni. Þegar ég hugsa til baka
var amma alltaf að gera eitt-
hvað, stöðugt á þönum í eldhús-
inu, við garðyrkju, við útistörf,
taka á móti gestum, redda
þessu og redda hinu. Já, hún
amma gaf alltaf mikið af sér til
allra. Enginn var undanskilinn
og í hennar huga stóðu allir
jafnir. Þetta mátti glöggt sjá
m.a. á því að gestagangur var
ávallt mikill á Efra-Hvoli, fólk
laðaðist að ömmu enda fengu
allir sinn tíma með henni þegar
þeir komu í heimsókn. Þá hló
hún sínum dillandi hlátri og allir
með og mikið var nú spjallað.
Síðan var öllu því besta tjaldað
til, dýrindis kökur sóttar í
frystikistuna og síðan boðið til
veisluborðs. Ekki mátti spara
neitt þegar gesti bar að garði.
En amma var líka ákveðin og
sagði sínar skoðanir á hlutunum
og siðaði mann oft til með
ákveðinni röddu.
Kurteisi og háttvísi var ávallt
í hávegum höfð hjá ömmu og
var okkur barnabörnunum
kennt ýmislegt í því efni en
ávallt á mildan og yfirvegaðan
hátt. Með ömmu fylgdi mikið
öryggi, amma var ávallt til stað-
ar og maður fann sem barn að
alltaf var hún að fylgjast með
manni og ávallt að láta vita af
mögulegum hættum í umhverf-
inu. Amma var líka sparsöm
með eindæmum, engum hlut
mátti henda og ýmsu safnað.
Amma stundaði nám við hús-
mæðraskólann á Hallormsstað
og þótti henni ávallt vænt um
Austurland. Þegar við Hildur
kona mín bjuggum á Egilsstöð-
um á sínum tíma kom amma
austur í heimsókn til okkar.
Þær stundir sem ég átti með
ömmu í þessari heimsókn eru
með þeim dýrmætari með henni
enda á þeim tíma maður orðinn
fullorðinn og minningarnar því
á einhvern hátt skýrari.
Ég gæti í raun haldið áfram
að skrifa endalaust um ömmu
en því miður leyfir takmarkað
pláss ekki frekari skrif núna.
Minningin um ömmu Ingunni
mun lifa lengi, enda hafði hún
mikil áhrif á marga og eru ég,
Hildur og börnin okkar engin
undantekning í því efni. Það eru
svo mörg leiðarljósin sem amma
kenndi manni og maður hefur
leitast við að fara eftir. Því
kemur amma aftur og aftur upp
í hugann í daglegu amstri lífs-
ins. Ég verð ávallt þakklátur
fyrir allt það sem amma gerði
fyrir mig og okkur öll sem
fylgdu henni á lífsleiðinni.
Blessuð sé minning Ingunnar
ömmu.
Páll Björgvin Guðmundsson.
Ég hleyp yfir túnið milli húsa
og í gegnum garðinn. Ég labba
upp að gamla húsinu og læðist
inn bakdyramegin. Þegar ég
opna dyrnar heyri ég í ömmu
hlusta á útvarpið og syngja
með. Um leið og hún heyrir að
einhver er að koma inn segir
hún blíðri röddu „hvað er að
fæðast“ og umsvifalaust er mað-
ur boðinn velkominn.
Ég var þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að alast að miklu leyti
upp hjá ömmu minni, Ingunni
Ósk. Ég sótti mikið í hana og
hún gaf sér alltaf tíma fyrir
mig. Hún var óþreytandi við að
segja mér sögur, kenna mér og
leiðbeina og ávallt sýndi hún
mér mikla þolinmæði. Hún var
ákveðin og hélt uppi aga en var
á sama tíma ljúf og blíð. Amma
bjó yfir mörgum góðum kostum
og var öðrum góð fyrirmynd.
Hún tók öllum einstaklingum
jafnt og dæmdi ekki. Hún hafði
lifað tímanna tvenna og var ein-
staklega nýtin og hagsýn. Hún
hafði mikil áhrif á mig sem
manneskju og tel ég mig vera
betri fyrir vikið.
Sem barn spurði ég ömmu,
sem þá í mínum augum var há-
öldruð, hvort hún væri ekki
hrædd við að deyja. Hún hélt
það nú ekki, það væri gangur
lífsins að deyja og þá sérstak-
lega þegar maður væri búinn að
lifa lengi. Hún sagði að þá
myndi maður fara til þeirra sem
hefðu kvatt á undan. Og það
gerir hún dag, kveður okkur hér
eftir farsælt og langt líf og fer
til þeirra sem hún kvaddi áður
fyrr. Þar munum við sjást síðar.
Elsku amma, takk fyrir allar
góðar stundir sem við áttum og
skilyrðislausa væntumþykju
sem þú ávallt sýndir mér.
Þín,
Ragnheiður Ósk.
Alúðlega tóku þau á móti mér
úti á hlaði, Páll og Ingunn. Fyr-
ir réttum sextíu árum gekk ég
þeim á hönd og gerðist kúasmali
á Efra-Hvoli. Stóð svo tvö sum-
ur og voru það í heild slíkir
dýrðardagar, að endurminning-
in merlar æ. Með þessari dvöl
styrktist enn forn vinátta
frændfólks. Og margs konar
samskipti áttum við síðar og var
ég tíður gestur um árabil og
fylgdist með gangi mála. Glað-
lynd var Ingunn og hláturmild,
og eru þær eigindir hennar
skýrastar í minningu. Marga
munna þurfti að metta, en allt
heimilislíf var friðsælt, þótt ann-
ir væru; tími var markaður til
vinnu og börn áttu svo sínar
eigin stundir, og voru það ekki
endilega kyrrðarstundir. Opin-
ber sýslan Páls var umfangs-
mikil og skriftir tóku sinn tíma,
bréf og skjöl runnu úr hendi
hans á hinni gömlu sýsluskrif-
stofu, hraðvirkur var hann með
lindarpenna sér í hönd og fögur
var rithöndin, handbragð skör-
ungs á öllu, jafnt að efni sem
ytri gerð. Oddvitastarfið lék
honum í hendi og hvaðeina ann-
að, sem honum var falið, svo
þjálfaður sem hann var og lög-
spakur úr húsi föður síns, sýslu-
mannsins, og nutu Hvolhrepp-
ingar og Rangæingar í heild. Og
ræðumaður var hann. Vegna
alls þessa hvíldi búrekstur iðu-
lega meira á herðum Ingunnar
en ella og fór henni allt vel úr
hendi, stjórnsöm var hún og sá
til þess að hver ynni sitt. Og
umfram allt stóðu þau hjón með
sóma hvort við annars hlið;
sæmdin var þeirra beggja.
Margs er að minnast frá þess-
um árum. Ingunn fól mér þann
starfa að gefa Grána og kom ég
honum til slíks þroska á nokkr-
um vikum, að hann var til reiðu
þegar löngu boðaður aufúsu-
gestur kom til nokkurrar dval-
ar; alikálfinum var slátrað að
fornum hætti og ljúffeng steikin
borin gesti og heimilisfólki öllu.
Ingunn matreiddi af list og enn
er margur rétturinn í minnum
hafður, að ógleymdum ilmandi
bakstrinum. Lærð var hún í
allri þessari list úr skóla Sigrún-
ar á Hallormsstað. Og slíkur var
hugur Sigrúnar til frændans á
Efra-Hvoli, sem heitinn var eft-
ir föður hennar, og slíkar mæt-
ur hafði hún á nemandanum
þeim, að hún stýrði því, að leið
Ingunnar lá að Efra-Hvoli. Svo
var um þá sögu vitað í mínu
húsi. Hvíldardagurinn var virtur
og var þá kúnum einum sinnt.
Útreiðartúr komandi sunnudags
var tilhlökkunarefni, og var víða
farið og ávallt með gát; slíkir
voru reiðhestar þeirra að börn-
um var óhætt. Einn bar af í
minningunni og var það Tjaldur
Ingunnar; oft fékk ég hann til
reiðar og lynti okkur vel. Allir
voru þeir vinir okkar barnanna,
hrekklausir og liprir (og eru þá
dyntirnir löngu gleymdir), öld-
ungurinn Sleipnir, Glæsir Páls
og Gyllir, Nasi, Faxi og Skjóni.
En reiðhestar húsbænda voru
ekki til daglegrar brúkunar sem
hinir.
Björt er minning Ingunnar
Sigurðardóttur á Efra-Hvoli og
órjúfanleg er hún minningunni
um mætan frænda, Pál Björg-
vinsson, sem löngu er fallinn
frá. Dætrunum, Ragnheiði Sig-
rúnu og Helgu Björgu, og fjöl-
skyldu allri eru færðar kveðjur
að leiðarlokum.
Jón Ragnar Stefánsson.
Mikil breyting varð á Efra-
Hvoli í Hvolhreppi þegar Ing-
unn Ósk gerðist þar húsfreyja.
Þau Páll, móðurbróðir minn,
gengu í hjónaband 17. júní 1944.
Þeim fæddust dæturnar tvær,
Ragnheiður Sigrún 1945 og
Helga Björg 1949, og Páll var
stoltur af sínum konum. Hann
var oddviti Hvolhrepps og dug-
mikill í erindrekstri fyrir sam-
félagið á Hvolsvelli og grennd.
Það hlóðust á hann alls kyns
ábyrgðarstörf og þá var gott að
eiga konu sem var örugg í öllum
ráðum. Ingunn var bæði ráða-
góð og fyrirhyggjusöm og eins
konar framkvæmdastjóri búsins
á Efra-Hvoli sem stækkaði og
dafnaði. Hún var mun yngri en
Páll og fimari að fást við ým-
islegt, eins og t.d. að aka jepp-
anum sem þau eignuðust. Þegar
ég hugsa til dvalar minnar á
Efra-Hvoli í þrjú sumur á sjötta
áratug síðustu aldar finnst mér
að orðið skörungur eigi best við
um Ingunni. En hún var ekki
aðeins rösk og fyrirhyggjusöm
heldur gædd glaðværð og þegar
góða gesti bar að garði var þeim
tekið með rausn og kátínu. Og
Páll naut sín við dúkað borð og
hélt uppi samræðum, stálminn-
ugur og fróður.
Eftir á að hyggja finnst mér
mest vert um góðvild Ingunnar
sem hún sýndi mér og öðrum
sem voru hjá þeim Páli í sveit.
Hún setti sig inn í áhugamál
okkar strákanna sem birtust
kannski í að missa ekki af
knattspyrnulýsingum í útvarpi
og átti til að leggja á minnið úr-
slit, sem nefnd voru í útvarps-
fréttum, til að geta frætt okkur
um þau. Hún var forvitin um að
sjá hvert áhugi okkar beindist
og velti fyrir sér hvað ætti fyrir
okkur að liggja.
Og nú þegar Ingunn er fallin
frá, södd lífdaga, er mér efst í
huga þakklæti fyrir þá tryggð
og áhuga sem hún sýndi mér,
t.d. með því að hringja til mín á
afmælisdögum mínum og
spjalla. Alltaf var hún glögg og
vakandi og kát og það var
hressandi að heyra í henni. Ég
þakka fyrir stundirnar með Ing-
unni á Efra-Hvoli.
Helgi Þorláksson.
Hugurinn hvarflar aftur til
ársins 1957 þegar, ég 12 ára að
aldri, var sendur í sveit austur
að Efra-Hvoli til sumardvalar
og vinnu til frænda míns Páls
Björgvinssonar, oddvita Hvol-
hrepps og sýslunefndarmanns,
og eiginkonu hans Ingunnar
Óskar Sigurðardóttur frá Tóft-
um í Stokkseyrarhreppi, sem í
dag er kvödd hinstu kveðju.
Þau Páll og Ingunn höfðu
gengið í hjónaband hinn 17. júní
1944, á sjálfan þjóðhátíðardag-
inn þegar lýst var yfir lýðveld-
isstofnun á Alþingi Íslendinga.
Þannig var hjónaband þeirra
jafn ungt lýðveldinu og því bjart
framundan bæði í ranni og
sinni. Á þeim Páli var 19 ára
aldursmunur, hún 26 ára og
hann 45 ára er þau giftust en
hjónaband þeirra varð afar far-
sælt og kærleiksríkt sem ekki
fór fram hjá neinum þeim sem á
þeim árum heimsóttu Efra-
Hvol, hið forna sýslumannssetur
Rangæinga. Þá var gestrisni
þeirra einstök líkt og verið hafði
á heimili Björgvins sýslumanns
Vigfússonar og Ragnheiðar Ein-
arsdóttur á fyrri tíð.
Þess er skemmst að minnast
að dvöl mín á Efra-Hvoli varð
eftirminnilegasta sumardvöl
æskuáranna, en alls var ég í
sveit í sex sumur og var dvölin á
Efra-Hvoli sú síðasta. Í raun
leið þetta sumar eins og sælu-
draumur við störf og leik og frá-
bært atlæti Ingunnar og Páls.
Sömu sögu höfðu áður haft að
segja systkini mín þau Sigríður
og Guttormur sem áður höfðu
dvalið sumarlangt á Efra-Hvoli.
Ég minnist þess að Ingunni
féll aldrei starf úr hendi en hún
þurfti að sinna jafnt bústjórn
sem eldhússtörfum þar sem Páll
oft á tíðum var mjög önnum
kafinn að sinna trúnaðarstörfum
fyrir sitt sveitarfélag og sýslu.
Alltaf var hún fyrst á fótum á
morgnana og gekk síðust til
náða á kvöldin.
Þá varð henni ekki skota-
skuld úr því að sveifla sér upp í
jeppann til innkaupa á Hvols-
velli eða tengja aftan í hann
ýmsar heyvinnuvélar þegar
mest var að gera við hirðingu á
hinum miklu túnum sem þau
hjónin höfðu ræktað frá því þau
byrjuðu búskap. Ingunn var því
í raun mikil búkona og einstök
húsmóðir. Þá var hún alla tíð af-
ar glaðlynd og hláturmild og
sinnti mér þetta sumar líkt og
sínum eigin dætrum sem urðu
miklir og góðir félagar, þeim
Ragnheiði og Helgu.
Margt gerðum við krakkarnir
okkur til skemmtunar en þó ber
trúlega hæst reiðtúrana á
sunnudögum þegar riðið var um
allt Rangárþing meira og
minna, inn í Fljótshlíð, upp að
Þríhyrningi, út á Hellu o.s.frv.
Á Efra-Hvoli var því farið vel
með börn sem ekki var á öllum
sveitabýlum á þeim árum.
Það var ekki síst að þakka
viðhorfi Ingunnar sem var
óþreytandi að hvetja okkur til
dáða í leik og starfi.
Með þessum fátæklegu minn-
ingarorðum vil ég gjalda gamla
þakkarskuld til eftirminnilegrar
konu sem auðgaði líf mitt á við-
kvæmu stigi bernskuáranna.
Blessuð sé minning Ingunnar
frá Efra-Hvoli.
Þorsteinn Ólafsson.
Ótal bernskuminningar
streyma fram þegar húsfreyjan
á Efra-Hvoli kveður. Minning-
arnar eru sveipaðar ævintýra-
ljóma.
Viðmót Ingunnar var einstak-
lega hlýtt, hún var hláturmild,
góð heim að sækja og sérstak-
lega barngóð, enda fékk hún
mörg sumarbörn til sín í áranna
rás og sóttu þau eftir að fá að
koma aftur og aftur. Efri-Hvoll
er höfðingjasetur í huga Hvol-
hreppinga. Páll eiginmaður Ing-
unnar var oddviti og þar á und-
an bjuggu á Efra-Hvoli
tengdaforeldar Ingunnar,
Björgvin sýslumaður og kona
hans Ragnheiður húsfreyja, fólk
sem gerði garðinn frægan.
Reyndar hafði þetta fólk
geysilega mikil áhrif á alla
framþróun og uppbyggingu í
Rangárþingi. Margar merkustu
framkvæmdir í menningar- og
samgöngumálum, má þakka
framsýni þessa fólks. Inn á
þetta heimili kom Ingunn, ung
og falleg stúlka, og heillaði Pál
sem var nokkru eldri en hún, en
augljóst var alla tíð að þau voru
samvalin sæmdarhjón, ólík en
gagnkvæm virðing og væntum-
þykja leyndi sér ekki.
Ég held að Ingunn hafi verið
mjög sjálfstæð kona í hugsun.
Til dæmis, löngu áður en konur
almennt óku bíl fyrir austan,
þeyttist Ingunn um á grænum
Willys-jeppa, oftar en ekki með
krakkaskara í aftursætinu, sem
kunni vel að meta þægindin.
Páll og Ingunn eignuðust
tvær dætur, Ragnheiði Sigrúnu
sem er jafnaldra og æskuvin-
kona systur minnar, og Helgu
Björgu jafnöldru mína og vin-
konu sem var sessunautur minn
bæði í barna- og gagnfræða-
skóla.
Við áttum mörg brýn erindi
að Efra-Hvoli. Eitt var að fá
skömmtunarseðla hjá oddvitan-
um fyrir smjöri og smjörlíki.
Það var alltaf svolítið vandamál
með smjörmiðana því þeir
gengu hraðar út heima hjá mér
en lög gerðu ráð fyrir, en alltaf
fengum við samt miðana dýr-
mætu. Þessar ferðir voru í leið-
inni skemmtiferðir fyrir okkur
systur því þar áttum við sann-
arlega ávallt vinum að mæta.
Í minningunni er fátt sem
getur toppað barnaafmælin á
Efra-Hvoli. Helga vinkona mín
á afmæli um miðjan júní, þegar
sveitin skartar sínu fegursta og
sumarkrakkarnir komnir í sæl-
una. Hápunkturinn var þó ávallt
stóra borðstofuborðið sem var
hlaðið af allavega fágætum
kræsingum sem ekki voru á
hvers manns borði í þá daga.
Ég sé Ingunni fyrir mér veita
á báðar hendur og stundum
kom fyrir að litlir munnar
kunnu ekki sitt magamál. Ég
man eftir að brúnkökurnar
komu upp aftur, þegar maginn
tók ekki við meiru og Úrsúla,
þýska vinnukonan, mátti þrífa
eftir mig spýjuna. Þetta var
ekki látið trufla veisluhaldið,
heldur meira eins og liður í því.
Það var gaman að fara í felu-
leiki í stóra dularfulla húsinu,
skoða ýmsa muni frá gamalli tíð
sem víða var að finna. Svo feng-
um við að þeysa berbakt á gæð-
ingum heimilisins um víðan völl.
Já, hún Ingunn kunni að láta
krakka skemmta sér og oft hló
hún hæst sjálf svo tárin runnu
niður kinnarnar á henni þegar
ærslin náðu hámarki. Það eru
margar góðar minningar sem
Ingunn Ósk skilur eftir.
Að leiðarlokum þakka ég
margar glaðar stundir. Megi
góðir englar fylgja henni og
vaka yfir ástvinum hennar öll-
um.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Öllum og öllu er afmörkuð
stund. Slíku verðum við mann-
anna börn að reyna að taka með
æðruleysi og trúarstyrk, þótt
þungbært sé að sjá á bak þeim
sem manni eru kærir.
Elskuleg, gömul vinkona okk-
ar hjóna, frú Ingunn Sigurð-
ardóttir, hefur nú á nítugasta og
sjötta aldursári, södd lífdaga,
kvatt þetta líf og haldið á vit
nýrra heimkynna. Eiginmaður
hennar var Páll Björgvinsson
heitinn, bóndi á Efra-Hvoli og
lengi sýsluskrifari hjá föður sín-
um, Björgvini Vigfússyni, sem
var sýslumaður Rangæinga og
mikill héraðshöfðingi.
Það er bjart yfir minningu
þessarar öldnu og hæglátu
konu, sem öllum vildi gott gera,
traust og góðgjörn heiðurskona.
Sá sem þessar línur ritar ólst
upp á næsta bæ, Miðhúsum.
Ábúendur þar í hans tíð voru
alltaf í miklu vinfengi við Efra-
Hvolsfólkið og samgangur mikill
milli bæja. Efra-Hvolsfólkið var
ætíð gott heim að sækja, gest-
risið með afbrigðum og vinfast.
Við hjónin og fjölskylda okk-
ar þökkum gömul og góð kynni
og elskulegt viðmót þessa góða
fólks í gegnum árin, óskum Ing-
unni fararheilla á brautum sem
hún hefur nú lagt út á og þökk-
um henni alla vináttu og sam-
fylgd til margra ára. Systrunum
Ingunn Ósk
Sigurðardóttir