Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Guðrið Hansdóttir hef ég oftséð syngja en aldrei tónlistá við þá sem hún flytur meðJanus Rasmussen, félaga sínum í tvíeykinu Byrtu sem sendi frá sér fyrstu breiðskífuna á dögunum. Platan sú, sem hefur nafn sitt af verkefn- inu, geymir rafeinda- popp, sveimkennt og lagrænt, en hingað til hefur Guðrið hald- ið sig við þjóðlaga- kennda tónlist, dáldið rokkaða á köfl- um, eins og Íslendingar hafa oft fengið að kynnast á tónleikum sem hún hefur haldið hér á landi. Janus Rasmussen hefur einnig leikið á tónleikum hér á landi, ótelj- andi tónleikum reyndar því hann er meðal liðsmanna þeirrar ágætu hljómsveitar Bloodgroup. Verka- skipting í Byrtu er þannig að Guðrið semur lög og texta, en Janus stýrir upptökum og útsetningum. Útsetn- ingar hjá honum eru vel heppnaðar, það heyrist strax á fyrsta lagi plöt- unnar, Eydnan, eilítið gamaldags hljóðaheimur en mjög smekklega út- færður. Það er aðal útsetninganna að laglínur fá að njóta sín, takturinn er til staðar, en ekki yfirþyrmandi. Annað eftirminnilegt lag er titillag skífunnar þar sem stuðst er við eina endurtekna textalínu, „Veruleikinn er beiskur biti at svølgja“, þar sem beyglaðar og skældar raddir eru fléttaðar saman við talgrunninn með frábærum áragri. Einnig er rétt að nefna lokalag skífunnar, Frosin, sem er „venjulegasta“ lagið, fínt popplag og einkar vel flutt. Fleiri fín lög eru á plötunni og kemur ekki á óvart að henni hafi verið vel tekið í Færeyjum að því mínar heimildir herma. Guðrið er frábær söngkona og fínn lagasmið- ur og Janus smekkvís og hug- myndaríkur útsetjari. Þessi plata þeirra er sannkallað fyrirtak og fær hér bestu meðmæli. Byrta Tvíeykið Janus Rasmussen og Guðrið Hansdóttir. Sannkallað fyrirtak Byrta - Byrta bbbbm Breiðskífa þeirra Guðrið Hansdóttur og Janus Rasmussen undir nafninu Byrta. Tuttl gefur út 2013. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Ljósmynd/Sigríður Ella Frímannsdóttir Rafpopp Hvað sem hver segir þá er veröldin vond. Engum er treystandi, ekki einu sinni ástvinum. Fólk notar hvert tækifæri til þess að svíkja aðra, koma illa fram við sína nán- ustu. Vinskapur er byggður á sandi. Þetta er helsta inntak bókarinnar Rósablaðastrandarinnar eftir Do- rothy Koomson. „Hörkuspennandi saga um myrkari hliðar mannlífs- ins, ólgandi tilfinningar og sára reynslu,“ eins og segir á bókar- kápu. Sögusviðið er fyrst og fremst enska borgin Brighton, en sagan gæti þess vegna gerst í hvaða borg sem er. Uppbyggingin minnir að sumu leyti á dagbækur, þar sem frásögnum vinkvenna í nútíð og þá- tíð er raðað saman. Þær lifa í sama umhverfi en hafa misjafna sýn á líf- ið, nánasta umhverfið. Kynþátta- misréttið. Þrátt fyrir vinskapinn er traustið ekki algjört. Sumt er ósagt. Öðru haldið leyndu. Breitt yfir óþægindin. Rósablaðaströndin er vandamálasaga sem endar með skelfingu. Dæmigerð saga fólks í nútímaborg. Helstu persónur eru kunnugar. Maður lítur ósjálfrátt í kringum sig við lesturinn. Þau eru einmitt svona. Ekkert að marka hvað þau segja. Þannig hittir hún í mark. Snertir lesandann. Hún er líka vel skrifuð, sagan sögð út frá hverri persónu. Það er vandlifað í þessum heimi. Það sem einum finnst saklaust gaman fellur í grýtt- an jarðveg hjá öðrum. Blekking getur aldrei verið af hinu góða og það getur ekki endað vel að lifa í stöðugu óöryggi og yfirhylmingu. Sagan Rósablaðaströndin sýnir að þó allt virðist vera slétt og fellt á yfirborðinu kraumar víða og ástandið getur endað með ósköpum. Ágætis áminning. Svik Dorothy Koomson skrifar vandamálasögu sem endar með skelfingu. Skáldsaga Rósablaðaströndin bbbbn Eftir Dorothy Koomson. Halla Sverris- dóttir þýddi. Kilja, 621 bls. JPV útgáfa 2013. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Kærleikurinn og skuggahliðarnar KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA WORLDWARZ3D KL.5:30-8-10:30 WORLDWARZVIP KL.5:30-8-10:30 THELONERANGER KL.5-6-8-10:10-11 MANOFSTEEL3D KL.5-8-11 MANOFSTEEL2D KL.11 THEBIGWEDDING KL.9 HANGOVER-PART3 KL.8 SAMMY2 ÍSLTAL2D KL.6 TILBOÐ400KR. KRINGLUNNI WORLD WAR Z 2D KL. 5:30 - 9 - 10:30 THE LONE RANGER KL. 5 - 10 THE BIG WEDDING KL. 6 - 8 - 10:30 NOW YOU SEE ME KL. 8 WORLD WAR Z 3D KL. 5:30 - 8 - 10:30 THE LONE RANGER KL. 5 - 7 - 10 MAN OF STEEL 2D KL. 7 - 10 PAIN & GAIN KL. 10 THE BIG WEDDING KL. 5 - 8 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK WORLDWARZ3D KL.5:30-8-10:30 THELONERANGER KL.5 THEHEAT KL.8-10:30 AKUREYRI WORLD WAR Z 3D KL. 5:30 - 8 - 10:30 THE LONE RANGER KL. 8 - 11 MAN OF STEEL 2D KL. 5 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á “SPECTACULAR”  EMPIRE “GLÆSILEG OFURHETJUMYND” H.S.S. - MBL Missið ekki af þessari stórkostlegu teiknimynd frá höfundum Ice Age 16 16 16 EKKERT EYÐILEGGUR GOTT PARTÝ EINS OG HEIMSENDIR! FRÁ HÖFUNDUM SUPERBAD91/100 „It‘s scary good fun“ Entertainment Weekly 88/100 „It‘s entertaining as hell.“ Chicago Sun-Times -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is BYGGT Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM UM LEIGUMORÐINGJANN RICHARD KUKLINSKI Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L 12 WORLD WAR Z 3D Sýnd kl. 8 - 10:30 THE HEAT Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:30 THIS IS THE END Sýnd kl. 8 - 10:20 THE ICEMAN Sýnd kl. 5:40 EPIC 2D Sýnd kl. 5:40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.