Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
lau. 10-18, sun. 12-18, mán. - fös. 11-18:30
TILBOÐ GILDIR ÚT JÚLÍ
SUMARSPRENGJA
25-50%
afsláttur af öllum
sumarvörum
living withstyle
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Vefur Alþingis fékk til sín nærri 116 þúsund notendur
vikuna 1. til 7. júlí síðastliðinn, samkvæmt samræmdri
vefmælingu Modernus. Þetta er aukning milli vikna um
heil 634%. Einhver kynni að halda að hér sé um einhver
mistök að ræða, því þingvefurinn hefur að jafnaði verið
með 6 til 24 þúsund notendur á viku á þessu ári. Stökk
vefur Alþingis upp um 44 sæti á milli vikna, eða úr 51.
sæti síðustu viku júnímánaðar upp í sjöunda sætið á nýj-
asta lista Modernus yfir vinsælustu vefsíður landsins,
miðað við fjölda notenda. Skýst þingvefurinn m.a. upp
fyrir vef RÚV.
Við nánari athugun kemur í ljós að ekki er um nein
mistök að ræða, en í mælingu Modernus má sjá að inn-
lend notkun á þingvefnum var aðeins 12,9%. Helsta skýr-
ingin á þessari aukningu er því erlend notkun, fyrst og
fremst vegna tengingar af hinum vinsæla vef Reddit.com
á frumvarp Alþingis um ríkisborgararétt til handa upp-
ljóstraranum Edward Snowden. Frumvarpið náði sem
kunnugt er ekki fram að ganga á sumarþinginu en vakti
engu að síður heimsathygli. Helgi Bernódusson, skrif-
stofustjóri Alþingis, staðfestir að tengingin á frumvarpið
um Snowden skýri þessa miklu aukningu að mestu.
Einnig hafi verið mikil umferð um þingvefinn þegar
skýrslan um Íbúðalánasjóð var sett inn. Eftir því sem
best er vitað er þetta metaðsókn á althingi.is. bjb@mbl.is
Vefur Alþingis stökk upp
um 44 sæti á milli vikna
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Birgitta Jónsdóttir og fleiri þingmenn vildu
veita Edward Snowden íslenskan ríkisborgararétt.
Notendum fjölgaði um
634% vegna máls Snowdens
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við ákváðum að Orkuveitan gæti gengið að
því tilboði sem liggur fyrir. Í þeirri ákvörðun
studdumst við við verðmat tveggja óháðra að-
ila. Jafnframt var stuðst við mat sérfræðinga
Orkuveitunnar og umsögn og áhættugreiningu
fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar,“ segir
Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs,
um þá ákvörðun meirihlutans að samþykkja
sölu Orkuveitunnar á svonefndu Magma-
skuldabréfi til Landsbréfa.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær
hefur stjórn OR tekið svonefndu „B“ tilboði
Landsbréfa en það hljóðar upp á 8,6 milljarða í
tveim greiðslum. Greiðast 5.160 milljónir hinn
30. ágúst 2013 en 3.440 milljónir 14. des. 2016
Dagur segir að tekið hafi verið tillit til fjöl-
margra þátta við ákvörðun borgarráðs.
„Það er margt sem þarf að horfa til, bæði
tímasetningar sölunnar og annars. Heildar-
matið leiddi til þeirrar niðurstöðu að við féll-
umst á beiðni Orkuveitunnar.“
Hefði hugsanlega mátt selja fyrr
– Hvaða skoðun hefur þú á tímasetningunni?
„Skuldabréfið hefur lengið verið til sölu og
það hefði hugsanlega mátt selja það fyrr. Ég
skal ekki segja um það. Við tókum afstöðu til
tilboðs sem er á borðinu núna og það getur haft
kosti og galla að taka því. Með því að heimila
sölu bréfsins tökum við út stóra áhættu úr
rekstri Orkuveitunnar. Því hefði fylgt áhætta
að eiga skuldabréfið áfram. Þetta byggist á
spám inn í framtíðina.“
– Telurðu 8,6 milljarða viðunandi verð?
„Já, annars hefðum við ekki fallist á þetta.“
Fyrirvari um fjármögnun
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar,
segir að í tilboði Landsbréfa sé fyrirvari um að
tilboðsgjafi hafi tíma til að leita fjármögnunar
áður en greitt er fyrir skuldabréfið. Hann telur
aðspurður að tilboð Landsbréfa sé gott.
– En hvernig verður fénu varið?
„Það er nú þannig að Orkuveitan er ekki
mjög fjáð. Reksturinn er hins vegar mjög góð-
ur en lausafé er af skornum skammti. Veltu-
fjárhlutfall fyrir næsta ár er alltof lágt, þá á ég
við hlutfall lausafjár á næsta ári á móti þeim
greiðslum sem þá falla til. Það er talið eðlilegt
að hlutfallið sé í kringum 1. Veltufjárhlutfallið
er nú kringum 0,4. Við erum hins vegar ekki að
selja bréfið af því að okkur gangi illa. Okkur
hefur þvert á móti gengið betur en Planið svo-
kallaða gerði ráð fyrir. Það hefur alltaf verið
veikleiki í Planinu hvað veltufjárhlutfallið er
lágt allan greiðslutímann. Það þýðir að það má
ekkert koma upp á. Við viljum komast í 1 í
veltufjárhlutfalli en höfum ekki séð leiðir til
þess. Það er í því fólgin áhættuvörn að eiga
meira fé í sjóðum til að mæta sveiflum í rekstr-
inum. Við erum því ekki að selja bréfið til að
eyða fénu,“ segir Bjarni.
Spurður hverjir séu að baki tilboði Lands-
bréfa segir Bjarni að það kæmi honum ekki á
óvart ef lífeyrissjóðir yrðu meðal kaupenda.
Jón Steindór Valdimarsson, stjórnarformað-
ur Landsbréfa, sagði það trúnaðarmál hverjir
stæðu að baki tilboðinu. Stefnt sé að því að
vinna „hratt og örugglega“ að fjármögnun.
Dragi úr áhættu í rekstri OR
Formaður borgarráðs segir horft til ráðgjafar sérfræðinga við samþykki á sölu Magma-skuldabréfs
Forstjóri Orkuveitunnar segir söluna efla áhættuvarnir OR Aðstandendur tilboðs ekki gefnir upp
Alfreð Gíslason var í gær heiðraður í bak og fyr-
ir á samkomu í menningarhúsinu Hofi á Akur-
eyri. Fékk heiðursviðurkenningu íþróttaráðs
bæjarins, var sæmdur gullmerki HSÍ og síðast en
ekki síst var Alfreð gerður að heiðursfélaga í
Knattspyrnufélagi Akureyrar, KA. Þar óx hann
úr grasi sem handboltamaður, sneri heim eftir
glæstan feril sem leikmaður erlendis og gerði fé-
lagið að stórveldi, og starfar nú sem þjálfari í
Þýskalandi við frábæran orðstír. Á myndinni eru
hjónin Alfreð og Kara Guðrún Melstað með afa-
og ömmustelpuna Herdísi Elfarsdóttur í gær.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gulldrengur og heiðursmaður
Handboltakappinn Alfreð Gíslason heiðraður í bak og fyrir á Akureyri
Fischer-setur með fjölmörgum mun-
um sem tengjast skákferli Banda-
ríkjamannsins Bobby Fischers og
einvígi hans við Rússann Boris
Spasskí hér á landi árið 1972 var
opnað á Selfossi síðdegis í gær og
var fjölmenni við opnunina.
Safnið er í senn til minningar um
Fischer og félagsheimili Skákfélags
Selfoss og nágrennis. Við opnunina í
gær fluttu meðal annars Illugi
Gunnarsson menntamálaráðherra
og Sigurður Ingi Jóhannsson, land-
búnaðar-, sjávarútvegs-, auðlinda-
og umhverfisráðherra, erindi, sem
og Friðrik Ólafsson stórmeistari,
sem fór yfir skákferil Fischers.
Friðrik afhenti safninu einnig
upprunalega skáklýsingu frá fyrstu
skák sinni við Fischer.
Safn um
Fischer
Fjölmenni á opn-
unarathöfninni
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Skák Friðrik Ólafsson afhenti skák-
lýsingu af skák hans við Fischer.