Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Ragnheiði og Helgu Pálsdætr- um, mökum þeirra, börnum og öðru skyldfólki sendum við inni- legustu samúðarkveðjur. Friedel og Geir R. Tóm- asson og fjölskylda, Gils- bakka. Þegar mér bárust þau tíðindi, að Ingunn Sigurðardóttir frá Efra-Hvoli væri látin í hárri elli fór margt í gegnum hugann. Ég kom fyrst að Efra-Hvoli sem kaupamaður sumarið 6́5, þá á 16. ári. Þar var þá rekið stórbú á þess tíma mælikvarða, með kúm, kindum og hestum. Ég man enn nokkuð ljóst, þegar eiginmaður Ingunnar, Páll Björgvinsson, oddviti, sótti mig í eigin persónu niður í Þykkva- bæ í Rangárþingi á Willisnum sínum. Ég sá fljótt, að þarna fór einlægur og góður maður, sem ekki talaði niður til unga mannsins, en tók honum sem jafningja og ræddi við hann um heima og geima á leiðinni til baka að Efra-Hvoli. Enn er mér sérstaklega minnisstætt er við komum að mörkum landareign- arinnar, er hann sleppti höndum augnablik af stýrinu, breiddi út faðminn og lýsti því yfir, að hér hæfist dýrðin og átti það eftir að koma betur og betur í ljós. Að ég skyldi svo vera þarna næstu tvö sumur á eftir, þ.e. sumrin 6́6 og 6́7 segir allt um það, hvernig mér líkaði vistin á þessum góða stað. Ég held, að ég, unglingurinn, hafi vart getað orðið heppnari með íverustað. Fyrir það getur maður nú verið þakklátur. Þarna var manni al- gerlega tekið sem einum af heimilismeðlimum og þarf ekki að útlista nánar. Þar átti Ing- unn ekki minnstan hlut að máli. Mikil vinna og skemmtileg beið manns þarna og væri kannski talað um þrældóm í dag. Ekki held ég að maður hafi borið neinn skaða af, nema síður sé. Maður hefur bara haft gott af þessu og á í dag ekkert nema góðar minningar frá þessum tíma, sem fylgt hafa manni til þessa dags. Ég átti eftir að gerast nokkr- um árum síðar aftur kaupamað- ur á Efra-Hvoli í tvö sumur og þá hjá Ingunni, en maður henn- ar fyrr nefndur var þá látinn, en hann lést árið 6́7. Þetta voru sumrin 7́2 og 7́3. Ingunn hringdi í mig og sagðist vanta mann ekki seinna en strax. Hún spurði mig, hvort ég væri til í að taka að mér þau mörgu verk er biðu úrlausnar, sem aðallega snéru að heyskap. Ég hafði ekk- ert ráðstafað mér og því meira en til í það og raunar hlakkaði til þess, að takast að nýju á við hin fjölbreyttu og skemmtilegu sveitastörf. Segir það ekki eitt- hvað um þann hug sem ég bar til þessa heimilis og minnar fyrrverandi húsmóður? Það þarf ekki að orðlengja það, að þarna átti ég að nýju ógleymanlegar og skemmtilegar stundir, sem voru þó í eðli sínu svolítið öðru- vísi en forðum enda nú orðinn nokkru eldri með allt sem því getur fylgt og verður ekki orð- lengt hér. Ég minnist Ingunnar sem afar glaðværrar, hlátur- mildrar og léttlyndrar konu, sem bauð af sér afar þægilega nærveru. Hún gat þó sýnt festu og ákveðni þegar það átti við. Það var gaman að ræða við hana, því hún virtist vera vel heima í mörgu og hafa áhuga á mörgu sem ungt fólk var að fást við og ræddi jafnan þau mál al- veg fordómalaus. Ég man, að hún reyndi oft að ráða mér heilt, en henni hefur stundum fundist ungi maðurinn fara fram úr sér, þó ekki sé meira sagt. Ég hugsa að ráðleggingar henn- ar hafi síast inn, þó ekki hafi komið í ljós fyrr en löngu síðar. Aðstandendum votta ég samúð mína. Blessuð sé minning henn- ar. Sveinn Auðunsson. Meira: mbl.is/minningar ✝ Valgerður IngaHauksdóttir (Vallý) fæddist í Reykjavík 27. febr- úar 1951. Hún lést á Landspítalanum, deild 11E, 5. júlí 2013. Foreldrar henn- ar voru Garðar Haukur Georgsson, f. 8.2. 1927, d. 12.6. 1980 og Eyrún Sig- ríður Sigurðardóttir, f. 26.5. 1928, d. 14.2. 1969. Systkini Val- lýjar eru Örn Grundfjörð, f. 25.8. 1947, maki: Erla Guð- mundsdóttir, f. 7.12. 1950, El- ísabet Hauksdóttir, f. 30.11. 1949, maki: Gestur Breiðfjörð Sigurðsson, f. 2.10. 1943, d. 23.3. 2004, Hugrún Björk Hauks- dóttir, f. 26.11. 1953, maki: Bernhard Jóhannesson, f. 31.7. 1951, Sigurður Pétur Hauksson, f. 29.7. 1955, maki: Mai Tuyet Thi Bui, f. 23.10. 1983, Hjördís Hrönn Hauksdóttir, f. 14.8. 1998 og Baltasar Nói, f. 2006. 3) Rakel Dögg, f. 7.9. 1975, í sam- búð með Gunnari Sigurðssyni, f. 14.8. 1975, börn þeirra eru Pat- rik Sigurður, f. 2000, Mikael Logi, f. 2006 og Adam Nóel, f. 2009. Vallý ólst upp lengst af á Freyjugötunni í Reykjavík og bjó hún þar þegar hún kynntist Gauja. Vallý og Gaui byrjuðu búskap sinn í Reykjavík, fluttust þaðan til Grundarfjarðar, síðan til Ólafsvíkur og flytjast svo í Hafnarfjörð þar sem þau ólu börnin sín þrjú upp. Síðustu 15 árin hafa þau búið í Brekku- hvarfi í Kópavogi þar sem þau bjuggu sér draumaheimilið. Auk uppeldis- og heimilisstarfa vann Vallý m.a. við framleiðslustörf, ræstingar, dagmóðurstörf og fiskvinnslustörf. Einnig starfaði Vallý við verslunarstörf í Kringlunni í 10 ár. Vallý var alla tíð mikill dýravinur og hafði sérstakt yndi af hundum og hestum. Síðustu ár var Vallý meðlimur í Hundarækt- unarfélagi Íslands og ræktaði hún maltese-hunda af mikilli al- úð. Útför Vallýjar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 12. júlí 2013, kl. 15. 1956, maki: Jónas Jósteinsson, f. 15.5. 1956. Guðjón Haf- steinn Guðmunds- son (Gaui), f. 11.5. 1950 er eftirlifandi eiginmaður Vallýj- ar en þau giftust 20.4. 1969. For- eldrar Gauja voru hjónin Guðmundur Vernharð Lár- usson, f. 12.7. 1926, d. 5.8. 1985 og Guðbjörg Rósa Guðjóns- dóttir, f. 28.12. 1928, d. 3.5. 1999. Vallý og Gaui eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Rúnar Sigurður, f. 12.2. 1969, kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur, f. 2.6. 1972, börn þeirra eru Alexandra Berg, f. 1991, Aníta Sif, f. 1996 og Eiður Atli, f. 2002. 2) Guð- björg Rósa Guðjónsdóttir, f. 3.4. 1971, í sambúð með Gunnari Bergmanni Þorsteinssyni, f. 26.3. 1971, börn þeirra eru Guð- jón Logi, f. 1989, Ísak Breki, f. Elsku hjartans Vallý mín, nú er okkar lífshlaupi lokið. Við byrj- uðum lífið saman mjög ung, 16 og 17 ára gömul, og eignuðumst saman 3 yndisleg börn sem við er- um mjög stolt af. Þú kenndir mér margt í lífinu. Það lýsir þér vel að þér fannst veraldleg gæði ekki skipta máli eins og þegar ég keypti dýru úlpuna á Þorláks- messu hjá Eggerti feldskera og ætlaði að gefa þér í jólagjöf. En þegar þú sást hana rakstu mig til baka að skila henni á aðfangadag jóla. Þetta er eitt af mörgum dæmum sem lýsir þér, veraldleg gæði eru ekki það sem skipta öllu máli í lífinu. Takk elsku Vallý mín fyrir öll okkar ár saman. Hvíl þú í friði. Þinn Guðjón (Gaui). Mamma, þetta er erfiður dag- ur fyrir mig. Þú varst mér svo kær, að missa þig er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum í líf- inu, en svona er lífið ekki alltaf sanngjarnt, það er ekkert sann- gjarnt við að deyja 62 ára og eyða síðustu 7 árum í svona mikil veik- indi. Að berjast við krabbamein er agaleg lífsreynsla, en þú kvart- aðir aldrei og barðist eins og hetja. Ég get ekki lýst því hvað mér er búið að líða illa að horfa upp á þig þjást og berjast fyrir lífi þínu. Mamma, þegar þú varst lögð inn á 11E varðst þú ekki sátt, þú ætlaðir alls ekki að fara á spít- ala og varst alltaf á leiðinni heim, sama hvað þú varst veik. Þessum tíma gleymi ég aldrei, hann var mér og okkur öllum hryllilegur en samt dýrmætur. Ég er mjög þakklát fyrir þetta yndislega starfsfólk sem var okkur innan handar og ég tala nú ekki um þín- ar systur og vinkonur, þú áttir marga yndislega að. Það þótti mörgum svakalega vænt um þig og dáðust að þér, og varst þú um- töluð uppi á spítala fyrir dugnað og hörku. Þú ert mín fyrirmynd í svo mörgu elsku mamma. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að í 42 ár, ég er þér afar þakklát fyrir hvað þú hefur reynst strákunum mínum yndisleg amma, þeir hafa misst mikið. Elsku mamma, ég kveð þig með miklum söknuði og trega en ég hugsa til þín með ást, hlýju og fallegum minningum. Ég vona að þú sért á fallegum stað með öllum hundunum þínum og að þér líði ofsalega vel verkjalaus og frjáls. Þín dóttir, Rósa. Hvíl þú nú í friði elsku Vallý mín. Ég kveð þig með fallegar minningar sem sitja eftir í hjarta mínu. Við tengdumst góðum vina- böndum, þú varst mér ekki bara góð tengdamamma heldur unnum við saman í nokkur ár. Þú varst ekki alltaf auðveld og lást ekki á skoðunum þínum, en þú varst alltaf réttsýn sem ég tel að dóttir þín, hún Rósa, hafi erft eftir þig og er ég þér afar þakklátur fyrir. Ég minnist þess með hlýju þegar þú komst til okkar upp í sumarbú- stað og varst að skipuleggja og hjálpa okkur að gróðursetja tré, þar varst þú á heimavelli, enda allir sem þekktu þig vita það að hundarnir þínir og garðurinn var þitt líf og yndi. Takk fyrir að reynast börnun- um mínum vel og eigum við eftir að sakna þín sárt. Gunnar Bergmann Þorsteinsson. Elsku Vallý mín, það er erfitt að trúa því að þú sért dáin. Eins og þú vissir þá vorum við svo sam- rýmdar og töluðum saman í síma daglega í gegnum tíðina en það er ekki lengur hægt og er það ansi sárt. Við vorum mjög samtaka þegar við eignuðumst börnin okk- ar, þú eignaðist alltaf barn 6 mán- uðum á eftir mér, en ekki þegar Draupnir kom því þá varst þú hætt þessum barneignum. Hann Draupnir var svo oft með okkur þegar við gerðum eitthvað saman. Það voru ansi margar nætur sem við eyddum saman við bakstur fyrir jól eða við að sauma föt á krakkana okkar. Sjómannadag- urinn var sérstakur fyrir okkur og var þá alltaf mikið skemmt sér og eigum við margar góðar minn- ingar frá þeim dögum. Ég mun sakna þín svo mikið elsku Vallý mín og þakka ég innilega fyrir að hafa getað eytt miklum tíma með þér núna síðustu mánuði. Ég trúi því að þú sért komin á góðan stað og hefur mamma örugglega tekið vel á móti þér. Guð varðveiti og blessi fallegu minningu þína elsku Vallý mín. Ég og krakkarnir mínir vott- um ykkur innilega samúð okkar, Guðjón, Rúnar, Rósa, Rakel og fjölskylda og megi Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Þín systir, Elísabet (Elsa). Hún Vallý systir er dáin. Mér finnst mjög erfitt að sitja hér og skrifa minningargrein um hana Vallý sem ég hef þekkt allt mitt líf. Hún var yndisleg manneskja og mikill dýravinur. Vallý elskaði lögin hans Elvis Presley og kynntist ég þeim þegar hún drösl- aði mér margar ferðir í Austur- bæjarbíó að sjá myndirnar með honum, þá var ég kannski 6-7 ára og hún fimm árum eldri. Við sáum t.d. Blue Hawaii ansi oft en þá voru allir aðrir búnir að fá nóg. Við spiluðum mjög mikið saman kassínu, tveggja manna vist og kana. Svo kepptumst við Vallý við að læra eins marga kapla og við gátum. Sátum oft á móti hvor annarri, við eldhúsborðið heima hjá henni, og lögðum kapal og þurftum náttúrulega alltaf aðeins að skipta okkur af hjá hvor ann- arri. Í Ólafsvík unnum við Vallý saman í Salthúsinu, lögðum og rifum upp saltstæður af þorski af miklum móð. Taldi hún það ekki eftir sér að vinna um helgar þó hún væri með heimili og börn, henni þótti svo gaman. Við Jónas vorum mikið á heimili Vallýjar og Gauja, bæði fyrir vestan og í bænum, og yljum við okkur við þær minningar. Elsku Vallý mín, mikið á ég eftir að sakna þín og allra símtal- anna þar sem við ræddum pólitík og fleira og hlógum saman. Takk fyrir alla samveruna elsku systir. Við hittumst aftur síðar. Elsku Gaui, Rúnar, Rósa, Rakel og fjöl- skyldur, við Jónas sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þín systir, Hjördís (Hjödda). Elsku Vallý systir er dáin. Þessi sterka kona sem hefur ver- ið kletturinn í lífi mínu á svo mörgum tímabilum á ævi okkar til þessa. Að hafa trú á lífið og hið góða er einn mikilvægasti eigin- leiki sérhvers manns. Vallý hafði endalaust trú á lífið og heiðar- leika sérhvers manns. Í langri baráttu við veikindi varð hún að láta undan en trúði statt og stöð- ugt á betri tíma og tók veikindum sínum með ótrúlegu æðruleysi og yfirvegun. Við vorum jafnöldr- urnar, strákastelpurnar, sem brölluðum margt saman þegar við vorum ungar stelpur. Hún að- eins eldri en það skipti ekki máli, því við vorum samherjar, systur og bestu vinkonur. Við Vallý vor- um miklir Prestley-aðdáendur, en Vallý tók það aðeins lengra, því ég man ekki hversu oft hún dró okkur systurnar, mig og Hjöddu, með sér til að sjá Blue Hawaii þegar hún var sýnd í bíó. Vinskapurinn var alltaf til staðar, hvort sem við vorum á kafi í barnauppeldi eða blóma- rækt, sem við stunduðum af kappi í mörg ár. Sjómannskonur hafa aðeins annað hlutverk en aðrar konur, á þær er lögð meiri ábyrgð og fleiri verkefni, þau verkefni sem sjómannskona leysti Vallý fullkomlega af hendi sem kemur fram í hversu vel gerð börnin hennar eru og hversu vel þau voru búin að koma sér fyrir í Brekkuhvarfinu. Vinir barnanna voru einnig vinir hennar, heima- gangar hjá henni eins og þau væru hennar börn, barnabörnin voru þó hennar gimsteinar. Þegar börnin voru farin að heiman og búin að stofna sitt eig- ið heimili tók við áhugamál sem henni var afar kært, hundar áttu hug hennar og tók hún áhugamál sitt alvarlega, rétt eins og barna- uppeldi og heimilið, hún náði góð- um árangri með hundana sína og vann til margra verðlauna á hundasýningum. Endalaus natni og umhyggja um vellíðan hundanna var eftirtektarverð. Síðustu misseri hefur Vallý systir mín verið mér nánari en nokkur annar. Eftir að ég greindist með krabbamein hefur hún verið mín stoð og stytta. Við fórum stund- um samferða í krabbameinsmeð- ferðirnar okkar og þá var mikið spjallað og hlegið. Nú er komið að kveðjustund, hún er sár. Sökn- uður okkar sem eftir lifum er mikill. Við kveðjum systur mína og mágkonu með ást og kærleika. Guðjóni og öllum afkomendum þeirra sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Hugrún og Bernhard. Elsku Vallý mín, ég kveð þig nú með sorg í hjarta. Nú verður ekki hægt að slá á þráðinn í tíma og ótíma og bera undir þig allt sem brennur á hjarta mínu. Þú varst stoð mín og stytta í gegnum síðustu áratugi. Þú tókst mig á sínum tíma undir þinn verndarvæng þó þú værir ekki mikið eldri en ég og alltaf gat ég leitað til þín. Þú varst fyrirmynd mín, enda ein sú heiðarlegasta og besta kona sem ég þekki, með stórt og gott hjarta. Oft hlógum við saman en vor- um ekki alltaf sammála um póli- tík og ég reyni að brosa þegar ég hugsa um síðustu pólitísku uppá- komuna hjá okkur. Og þú sjálf- sagt brosir líka. Þú veist elsku Vallý mín að ég passa Balta fyrir þig og ég geymi í hjarta mínu fallega minningu um þig elsku góða frænka mín besta. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Elsku Gaui, Rúnar, Rósa, Rak- el og fjölskyldur, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðlaug (Gulla frænka). Vinur er sá sem maður getur deilt með gleði jafnt sem hinum dimmu dögum, deilt hlátri og gráti og það gat maður auðveld- lega með henni Vallý, henni sem þótti svo undurvænt um alla þá sem máttu sín minna og málleys- ingjana hundana sína. Ávallt þeg- ar ég hitti hana þá spurði hún mig alltaf um bræður mína, hvernig þeir hefðu það og hvað væri að frétta af þeim, þannig var hún. Ég kynntist syni hennar Rúnari fyrir nærri 38 árum og allan tímann verið heimagangur á heimilinu þeirra, hvar sem það hefur verið í hvert sinn, alltaf var hægt að fara heim til Rúna og okkur strákun- um ávallt vel tekið af. Hún sá sko um að okkur strákana skorti ekk- ert og ófá kíló af rækjusalati hafa horfið ofan í okkur en það var ekkert mál því eins og fyrir töfra var komið nýtt í ísskápinn daginn eftir og ekki þótti henni nú það verra ef við nenntum að taka í eitt spil eða svo með henni, eða spjalla um pólitík, hún hafði sko sína skoðun þar. Við breyttumst úr börnum í unglinga og svo í ráð- setta kalla, en alltaf fannst manni eins og við hittumst seinast í gær þótt langt hafi verið á milli hitt- inga undir það seinasta en vinir eru vinir þegar þeir hittast og endurfundir eru eins og hist hafi í gær. Þremur yndislegum börnum kom hún og Gaui í heiminn sem öll geta verið stolt af góðri móður og góðum félaga, „svo er ég líka fósturmamma þín líka, mundu það,“ sagði hún alltaf við mig og það geymi ég í hjartanu. Vallý var líka harðákveðin í að hún hafi val- ið hana Erlu mína fyrir mig og hún valdi vel, takk fyrir það. Ég veit að hún fylgdist vel með okkur öllum strákunum sínum og mun gera áfram, takk fyrir allt og allt kæri vinur minn, Valgerður Inga. Við fjölskyldan sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til Gauja, Rúna, Rósu og Rakelar, tengda- barna og barnabarna, berið minn- inguna stolt í hjarta. Þórður (Doddi) Björnsson, Hafnarfirði. Valgerður Inga Hauksdóttir HINSTA KVEÐJA Amma, þú varst besta amma í heimi, ég gæti ekki hugsað mér betri ömmu. Ég elska þig af öllu mínu hjarta, ég mun sakna þín ólýsanlega mikið. Ég vona að þú sért komin á betri stað, þar sem þú ert hlaup- andi með hundunum þínum og í faðmi foreldra þinna. Þinn Ísak Breki. Elsku drengur- inn minn. Nú ert þú kominn á góðan stað þar sem um- burðarlyndi og kærleikur ríkir og Hanna amma umvefur þig, drenginn sem hún elskaði svo mikið, en við hin fáum að syrgja og þú að hvíla í friði. Við elskuðum allt það góða í þér. Þú varst alltaf góður við fjöl- skylduna þína og hélst okkur ut- an við dimma heiminn, en fáir vita ástæðuna hvers vegna þú lentir þar. Foreldrar þínir eru yndislegt fólk, en leiðir þeirra lágu ekki saman. Pabba þinn þykir mér mjög vænt um, þann Jón Hilmar Hallgrímsson ✝ Jón HilmarHallgrímsson fæddist í Reykjavík 20. september 1978. Hann lést 18. júní 2013. Útför Jóns Hilm- ars fór fram frá Grafarvogskirkju 3. júlí 2013. góða dreng, og mamma þín er um- burðarlyndasta manneskja sem ég þekki og elskaði þig skilyrðislaust. Þú ferð ekki úr þessum heimi án saknaðar, um dimmu hliðina látum við guð dæma. Í dimma heiminum eru tvær hliðar á öllum mál- um, svo ég vil ekki að þú sért dæmdur einn. Þú gerðir ekki allt- af réttu hlutina í lífinu, frekar en við öll hin. Nú kveð ég þig elsku dreng- urinn minn. Þó að enn þín sorgarsaga sýnist fjarri að vera þögnuð yfir þínu angri sé ég upprisunnar mikla fögnuð. (G.I.K.) Þín amma, Unnur Steingrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.