Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Atvinnuleysi erhelstaáhyggjuefni Evrópubúa um þess- ar mundir. 72% Spánverja segjast óttast það mest að missa vinnuna og 69% Frakka. Meira að segja í Þýskalandi þar sem atvinnu- ástandið er einna best í Evrópu vegur óttinn við atvinnuleysi þyngst. 32% Þjóðverja kváðust óttast það helst að vera án at- vinnu. Könnunin var gerð í tólf löndum í Evrópu og áttu þátttak- endur að nefna það sem fyrst kom í hugann. 37% nefndu atvinnu- leysi að meðaltali í löndunum tólf. Atvinnuleysi er illvíg mein- semd. Í Evrópu hefur það þótt viðunandi fórnarkostnaður fyrir efnahagslegan stöðugleika að tuttugasti hver maður væri án vinnu. Slíkar hugmyndir hafa aldrei náð til Íslands og má segja að hér hafi ríkt nokkurs konar þjóðfélagssáttmáli um að mik- ilvægara væri að halda atvinnu- leysi niðri, en verðbólgu. Ástæð- an fyrir þessu er sennilega sú að í fámennu landi er nándin slík að engin leið er að einangra sig frá vandanum. Þegar best hefur látið hefur atvinnuleysi hér verið svo lítið að það hefur vart mælst og í áratug í kringum aldamótin tókst að halda bæði atvinnuleysinu og verðbólgunni í skefjum. Í Evrópu er 5% atvinnuleysi lítið annað en draumsýn um þess- ar mundir. Atvinnuleysi í Evr- ópusambandinu var um mán- aðamótin 10,9% og 12,1% á evrusvæðinu samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópu. Myndin verður enn dapurlegri þegar horft er til ungs fólks í álf- unni. Atvinnuleysi meðal fólks undir 25 ára aldri í löndum Evr- ópusambandsins var 23% og 23,8% á evrusvæðinu. Allar hafa þessar tölur hækkað miðað við sama tíma í fyrra. Ekki þarf að orð- lengja að þetta eru skelfilegar horfur fyrir ungt fólk. Sér- staklega er ástandið uggvænlegt í lönd- unum syðst í álfunni. Í Grikklandi eru 64% ungs fólks atvinnulaus og ástandið á Spáni og í Portúgal er lítið skárra. Auðvelt er að ímynda sér hvaða áhrif það hefur á ungt fólk, sem hefur gengið menntaveginn og gert allt rétt, og kemst svo að því að þjóðfélagið hefur enga þörf fyrir það. Við það skapast von- leysi og óánægja, sem getur graf- ið um sig og holað samfélagið inn- an. Það óhuggulega við atvinnu- leysið er að aðgerðir til að vinna á kreppunni í Evrópu hafa engin áhrif haft. Fremur má segja að þær hafi gert atvinnuleysið við- varandi. Þar kemur tvennt sam- an. Annars vegar stuðla skilmálar um aðhald og niðurskurð, sem fylgt hafa lánum til skuldsettustu ríkjanna, síst að því að glæða at- vinnulífið. Hins vegar upplifa kreppulöndin á evrusvæðinu nú alla ókosti þess að vera með sama gjaldmiðil á stóru svæði þar sem samtímis er uppsveifla og nið- ursveifla. Þessi vandi hefur vitaskuld ekki farið fram hjá evrópskum ráðamönnum. Á ráðstefnu um at- vinnuleysi ungs fólks í Evrópu talaði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, um hættuna á að til væri að verða „týnda kynslóðin“. Valdamenn eru hins vegar ráð- þrota og haft hefur verið á orði að svo litlu fé eigi að verja til lausn- ar vandans að eins mætti beina garðslöngu að glóandi hraun- straumi. Ekkert þjóðfélag hefur efni á að láta heila kynslóð fara í súg- inn. Vandi ríkjanna á evrusvæð- inu er margslunginn, en atvinnu- leysið er skæðast. Ekkert þjóðfélag hefur efni á að láta heila kynslóð fara í súginn} Illvígt atvinnuleysi F ríverzlunarsamningur á milli Ís- lands og Kína verður væntanlega á meðal þeirra mála sem tekin verða fyrir þegar Alþingi kemur saman í haust, en hann var sem kunnugt er formlega undirritaður um miðjan apríl síðastliðinn. Viðræðurnar hófust form- lega í apríl árið 2007 í tíð þáverandi ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins og hafði þá formlegur undirbúningur fyrir þær staðið síðan 2005. Viðræðurnar héldu síðan áfram í tíð ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokksins og Samfylking- arinnar sem tók við völdum vorið 2007 og voru enn í gangi þegar ríkisstjórn Samfylking- arinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs komst til valda í byrjun árs 2009. Viðræðufundur fór fram í marz það ár á milli íslenzkra og kínverskra embættismanna og var þá sagt að viðræðurnar gengju vel. Fleiri fundir munu þó ekki hafa farið fram það ár og um haustið var málið sett í salt af Kínverjum. Kínverskir ráðamenn gáfu einkum þá skýringu á skyndilegu áhugaleysi á fríverzlunarviðræðunum að ís- lenzk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu í Evrópusam- bandið sem gerðist sem kunnugt er í júlí 2009. Sú skýr- ing er fyllilega skiljanleg, en við inngöngu ríkja í sambandið falla milliríkjasamningar sem þau hafa gert við ríki utan þess, og sem ekki samrýmast veru í því, úr gildi. Þar með taldir fríverzlunarsamningar. Fríverzlunarviðræðurnar lágu í kjölfarið niðri allt þar til á fyrri hluta síðasta árs þegar þær voru teknar upp aftur eftir heimsókn þá- verandi forsætisráðherra Kína, Wens Jiabao, til Íslands. Viðræðunum var síðan lokið fyrr á þessu ári og fríverzlunarsamningur undirrit- aður um miðjan apríl síðastliðinn sem fyrr segir. Viðræðurnar lágu með öðrum orðum niðri í um það bil þrjú ár. Slíkur samningur hefði þannig mögulega getað legið fyrir og verið undirritaður á fyrrihluta árs 2010 í stað þess að það hefði gerzt í apríl á þessu ári. Þannig er ljóst að sú stefna ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, sem lét af völdum eftir þingkosningarnar í vor, að sækjast eftir inngöngu í Evrópusambandið tafði fyrir frí- verzlunarviðræðunum við Kína og hafði í för með sér að þær drógust mjög á langinn. Í allt að þrjú ár. Vafalaust hefði það getað komið sér einkar vel fyrir hagsmuni Íslands ef landið hefði notið fríverzlunar við Kínverja undanfarin þrjú ár. Hitt er svo annað mál að ráðamenn í Kína hafa greini- lega gert sér grein fyrir því fyrir rúmu ári, líkt og fjöl- margir aðrir, að fátt ef eitthvað benti til þess að Ísland væri á leið inn í Evrópusambandið þrátt fyrir stefnu þá- verandi ríkisstjórnar að halda umsókninni til streitu hvað sem tautaði. Raunar má færa ákveðin rök fyrir því að sá möguleiki hafi líklega aldrei verið eins fjarlægur og í dag. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Fríverzlun við Kína árið 2010? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is S veitarfélög hafa samþykkt að 29 þjóðlendur verði stofnaðar sem fasteignir í fasteignaskrá og fái þar sitt númer. Það er þó að- eins lítill hluti þjóðlendna á svæðum þar sem þjóðlendudeilur hafa verið útkljáðar. Þessi samþykkt er for- senda þess að hægt sé að afmarka lóðir fyrir mannvirki á þjóðlendum og deiliskipuleggja mannvirkjasvæði. Nærri 150 þjóðlendur eru á þeim svæðum landsins þar sem niðurstaða er fengin um skiptingu landsins í eignarlönd og þjóðlendur. Í þjóðlend- unum er fjöldi mannvirkja sem fyrri eigendur eða umráðamenn landsins höfðu leyft, til dæmis gangna- mannaskálar, gönguskálar og ýmsir aðrir skálar og mannvirki til útivistar og ferðaþjónustu. Staða þessara mannvirkja hefur verið í óvissu eftir að landið varð að þjóðlendu. Ekki er hægt að stofna lóð og fá henni þing- lýst á landi sem ekki er skráð í fast- eignaskrá. Allt skráð í Árnessýslu Forsætisráðuneytið hefur síð- ustu misserin lagt áherslu á að sækja um skráningu þjóðlenda í fast- eignaskrá. Þar eru mörk hverrar þjóðlendu teiknuð upp. Þegar sveit- arfélögin hafa fjallað um umsókn- irnar og samþykkt þær fer málið til þjóðskrár sem skráir þær sem fast- eignir. Ráðuneytið hefur sent inn 68 umsóknir og sveitarfélögin hafa þeg- ar samþykkt 29 þjóðlendur sem fast- eignir, samkvæmt upplýsingum ráðu- neytisins. Hraðast hefur þróunin verið í uppsveitum Árnessýslu þar sem allar 14 þjóðlendurnar eru komnar með fasteignanúmer. „Það er komið samkomulag við forsætisráðuneytið um það hvernig að þessu skuli staðið og nú er hægt að koma þessum málum á hreint,“ segir Ragnar Magnússon, oddviti Hruna- mannahrepps. Samkvæmt þjóðlendulögunum veitir ríkið leyfi fyrir nýtingu á jarð- hita, námum og fleiru en sveitar- félögin annast leyfisveitingar fyrir önnur afnot, þar á meðal byggingar. Það er þó áskilið að ríkið þarf að sam- þykkja afnotin ef þau eru til lengri tíma en eins árs. Sveitarfélögin hafa því áfram mikið um þessi landsvæði að segja og þau fá tekjur af leigu lands og mann- virkjum. Vinna að skráningu skála Ferðafélag Íslands hefur verið að vinna að löglegri skráningu sinna fjallaskála á þjóðlendum. Þannig hef- ur skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps auglýst tillögu að deiliskipulagi og matslýsingu fyrir fjallasel við Hlöðu- velli og skálasvæði við Hagavatn. Báðir þessir skálar eru í Bláskóga- byggð. Ólafur Örn Haraldsson, for- maður Ferðafélags Íslands, segir að félagið hafi deiliskipulagt alla skála sína við gönguleiðina Laugaveginn nema skálann í Landmannalaugum sem bíður vegna vinnu við skipulags- mál svæðisins í heild. Varðandi skálana á Hlöðuvöllum og við Hagavatn segir hann áhuga á að bæta aðstöðuna. Við Hagavatn þurfi að bora eftir köldu vatni, koma upp vatnssalernum og hugmyndir séu uppi um að koma upp nýjum skála í nágrenni hins gamla. Svipuð áform eru á Hlöðuvöllum. Ólafur Örn segir að þessir tveir skálar séu hluti af skálaröð við áhuga- verða gönguleið frá Hveravöllum að Þingvöllum. Segir hann áhugavert að ná samkomulagi við aðra eigendur skála á þessari leið og gera að spenn- andi gönguleið, með svipuðum hætti og hægt sé að finna í Noregi og Ölp- unum. 29 þjóðlendur sam- þykktar fasteignir Stofnun þjóðlendna í fasteignaskrá Svæði 4 Svæði 1 Svæði 2 Svæði 3 Svæði 8b Svæði 9 Svæði 10 Svæði 8a Svæði 7b Svæði 6 Svæði 5 Svæði 11 Svæði 7a Svæði: Eftir að sækja um Óafgreitt Samþykktar umsóknir Niðurstaða er fengin í þjóðlendu- málum 35 8 2 7a 31 7b 11 6 11 4 5 14 3 14 3 17 2 1 14 4 3 9 Gert er ráð fyrir að unnt verði að byggja þrjú ný gisti- og þjónustuhús í Kerling- arfjöllum og heimilt verði að stækka nokkur af þeim hús- um sem fyrir eru, í tillögu að deiliskipulagi fyrir hálendis- miðstöðina sem skipulags- fulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps hefur auglýst. Einnig er gert ráð fyrir ýms- um framkvæmdum til að bæta aðstöðuna. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framkvæmdir. Tillagan nær yfir landið Ás- garð í Kerlingarfjöllum. Þar eru fjöldamargar byggingar sem upphaflega voru byggðar vegna skíðasvæðis sem þar var rekið en eru nú nýttar fyrir almenna ferðaþjónustu. Ragnar Magnússon, oddviti Hrunamannahrepps, segir mikilvægt að möguleikar séu á þróun þessa svæðis. Þess vegna sé unnið að skipulagi með þessum hætti. Möguleikar til þróunar KERLINGARFJÖLL Ef það er eitt semumræðan um veiðileyfagjöldin hefur leitt í ljós, þá eru það öfugsnúnar hugmyndir stjórnar- andstöðunnar um ríki og skatta. Sagt er að verið sé að veita mönn- um gjafir með því að lækka lítt ígrundaðar álögur á þá. Grund- völlurinn í þessari hugsun er sá að allt sem menn afli sér tilheyri rík- inu en ekki þeim sjálfum og þeir megi því þakka fyrir það að ríkið gefi þeim peninginn til baka með því að innheimta hann ekki í skatt. Verður með sömu rökum ráðist á skattalækkanir til almennings? Verður þá sagt að ríkið sé að gefa fólki milljarða með því einu að innheimta ekki skattpíninguna sem vinstri stjórnin síðasta kom á? 7. júlí síðastliðinn hélt Sam- band ungra sjálfstæðismanna upp á skattadaginn, daginn sem fólk hættir að vinna fyrir hið opinbera og fer að vinna fyrir sig sjálft. Þetta framtak er þakkarvert því að mælikvarðinn sýnir hver þróunin hefur verið þó að vissulega geti menn greint á um útfærslur eða reikniaðferðir. Hvað sem því líður er skatta- dagurinn, og sú staðreynd að hann hefur þokast í ranga átt á síðustu árum, ágæt áminning um nauðsyn þess að gæta aðhalds í opinberum rekstri og draga sam- an seglin. Vonandi tekst að ýta skatta- deginum yfir á réttan árshelming og helst vel það, en óvíst er að allir samþykki það markmið. Miðað við umræðu stjórnarandstöðunnar um veiðileyfagjaldið ættu skatt- greiðendur kannski bara að þakka fyrir þá „gjöf“ ríkisins að skatta- dagurinn sé ekki 31. desember á hverju ári. Ríkið á að vera til fyrir fólkið, ekki öfugt} Öllu snúið á haus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.