Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst ALVÖRU MÓTTAKARAR MEÐ LINUX ÍSLENSK VALMYND Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is 25 1988-2013 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umtalaðir dómar Hæstaréttar vegna gengis- lána á síðustu misserum hafa leitt til óraun- hæfra krafna um að lánin skuli endurreiknuð frá lántökudegi til dómsuppkvaðningar í við- komandi málum með neikvæðum raunvöxtum. Þetta er mat Helga Sigurðssonar hæstarétt- arlögmanns, en hann var lögmaður Lands- bankans í máli Plastiðjunnar gegn bankanum sem Hæstiréttur dæmdi hinn 30. maí sl. Slíkar kröfur séu í raun kröfur um neikvæða raunvexti sem lánveitendur væru að borga með lánum sínum sem bitni á öðrum viðskiptavinum og auki enn á misræmi á milli þeirra sem tóku verðtryggð lán í íslenskum krónum og þeirra sem tóku áhættu á gengi íslensku krónunnar. Verði til dæmis vísað til aðferðar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka sé það ígildi þess að gera kröfu um neikvæða raunvexti. Telur Helgi jafnframt að það leiði af gengis- dómum Hæstaréttar að lántakar geti ekki gert kröfu um greiðslur vegna gengislána, nema því aðeins að þeir hafi áður greitt vexti sem eru umfram óverðtryggða seðlabankavexti á tíma- bilinu sem um ræðir. Með sama hætti geti lánveitendur eftir endurútreikning á nýjum höfuðstól með seðla- bankavöxtum ekki gert kröfur um viðbótar- greiðslur vegna vaxta fyrir liðinn tíma, þegar fullnaðarkvittun hefur verið gefin út. Er það mat Helga að upphæðir hlaupi á milljörðum sem hér séu í húfi vegna þessara og annarra túlkunaratriða í gengisdómum Hæstaréttar. Miðað sé við óverðtryggða vexti SÍ Helgi rifjar upp að Hæstiréttur hafi marg- sinnis staðfest þá niðurstöðu að miða eigi við óverðtryggða seðlabankavexti þegar um er að ræða lán í íslenskum krónum sem bundin voru gengi tiltekinna erlendra gjaldmiðla, enda sé slík verðtrygging ólögmæt, en slík lán eru gjarnan nefnd gengistryggð lán til styttingar. Þá væri ekki hægt að miða við vaxtaprósentu slíkra lána, enda hefðu þau tengst órjúfanlega gengistryggingunni. Í staðinn yrði að horfa til lægstu vaxta á íslenskum markaði, þ.e. óverð- tryggðra seðlabankavaxta. Í máli Lýsingar gegn Guðlaugi Hafsteini Eg- ilssyni (nr. 471/2010), komst Hæstiréttur að þeirri samhljóða niðurstöðu að gengislán skyldu bera óverðtryggða vexti Seðlabankans frá lántökudegi. Var það meðal annars rökstutt með því að ekki væri löglegt að miða við Libor- vexti, „enda lægi fyrir í málinu að á milli- bankamarkaði í London hefðu aldrei verið skráðir vextir af lánum í íslenskum krónum“. Í máli Sigurðar Hreins Sigurðssonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo (nr. 600/2011) hafi verið fallist á að kröfuhafi gæti ekki eftir endurút- reikning með vöxtum Seðlabanka Íslands kraf- ist viðbótargreiðslu vegna vaxta fyrir þann tíma sem liðinn er og gefin hefur verið fulln- aðarkvittun fyrir. Vikið er að því í niðurstöðu Hæstaréttar að lántakar hefðu staðið skil á afborgunum láns- ins, sem var upphaflega 19,2 milljónir og átti að greiðast niður með 120 afborgunum, og er það, ásamt sjónarmiði um öryggi í viðskiptum, not- að til rökstuðnings fyrir því að víkja bæri frá þeirri meginreglu að kröfuhafi, sem fengið hafi minna greitt en hann átti rétt á í lögskiptum við skuldara, eigi tilkall til viðbótargreiðslu. Skiptar skoðanir í Hæstarétti Bæði meirihluti og minnihluti Hæstaréttar vísaðu til dóms 471/2010, þ.e. í máli Lýsingar gegn Guðlaugi Hafsteini, um að miða bæri við vexti Seðlabanka Íslands frá upphafi kröfunnar en meirihlutinn taldi hins vegar að kröfuhafinn gæti ekki eftir endurútreikning samkvæmt seðlabankavöxtum gert kröfur um viðbótar- greiðslur vegna vaxta fyrir liðinn tíma vegna útgáfu fullnaðarkvittana. Í máli Borgar- byggðar gegn Arion banka (nr. 464/2012) hinn 18. október 2012 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að eftirstöðvar 200 milljón króna gengisláns sem sveitarfélagið tók hjá bank- anum skyldu vera 128,95 milljónir króna. Telur Helgi að fordæmisgildi þessa mál sé takmarkað þar sem ágreiningurinn snerist fyrst og fremst um það hvort víkja ætti til hliðar meginregl- unni um fullar efndir, þ.e. um viðbótargreiðslu til lánveitanda eftir útreikning á grundvelli seðlabankavaxta. Þá hafi ekki verið gerður ágreiningur um útreikninga á aðalkröfu Borg- arbyggðar, að undanskildum þeim sjónar- miðum sem leiða af lögum nr. 151/2010. En til upprifjunar er þar vísað til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyris- hrunsins og laga um umboðsmann skuldara. Eru hér á ferð svonefnd Árna Páls-lög. Þannig hafi til dæmis ekki verið byggt á því að miða ætti við væntingar skuldara um stöðu lánsins, sem yfirleitt komi fram á greiðsluseðl- um. Í gengislánadómum Hæstaréttar hafi mik- ið verið lagt upp úr væntingum greiðanda. Það leiði af réttarfarsreglum að Hæstiréttur geti ekki byggt á öðrum málsástæðum en teflt er fram í málinu. Lengd lánstímans skipti ekki máli Þriðja málið fyrir Hæstarétti, sem Helgi tel- ur að skipti mestu máli við uppgjör á gengis- lánum, er mál Plastiðjunnar gegn Landsbank- anum, en hann var lögmaður bankans. Í málinu hafi því verið slegið föstu að lengd lánstíma skipti ekki máli við mat á gildi fulln- aðarkvittana, að minnsta kosti þegar um jafn- greiðslulán er að ræða, eins og eldri fordæmi höfðu gefið til kynna. Hins vegar hafi fjárkröfu Plastiðjunnar verið hafnað. Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu hinn 30. maí sl. og rifjar Helgi upp að málsatvik séu í stuttu máli þau að Landsbankinn taldi rétt að endurreikna gengislán Plastiðjunnar sam- kvæmt óverðtryggðum seðlabankavöxtum, með vísan til dóms Hæstaréttar í september 2010 í máli Lýsingar gegn Guðlaugi Hafsteini. Lánið var jafngreiðslulán og taldi bankinn að með því að reikna með óverðtryggðum seðla- bankavöxtum afturvirkt kæmi ýmist fram skuld eða inneign hjá lántaka eftir afborgun hverju sinni og skyldi mismunurinn færður inn á veltureikning, til skuldar eða til tekna eftir at- vikum. Þessu mótmælti Plastiðjan og krafðist þess að viðurkennt yrði við endurútreikning lánsins að óheimilt væri að krefjast frekari greiðslna en þegar hefðu verið inntar af hendi. Gerði Plastiðjan jafnframt kröfu um að Lands- bankinn greiddi mismun þeirra greiðslna sem inntar hefðu verið af hendi og fjárhæða sem til- greindar voru í endurútreikningi á láninu, „vegna þeirra gjalddaga sem sá mismunur var félaginu í hag“, eins og segir í dómnum. Sagði þar jafnframt að horfa bæri hjá áður- nefndri meginreglu kröfuréttar, að kröfuhafi, sem fengið hafi minna greitt en hann átti rétt til í lögskiptum við skuldara, eigi tilkall til viðbótargreiðslu, enda lægi fyrir ígildi fulln- aðarkvittana fyrir hverri greiðslu Plastiðj- unnar. Þá stæði það nær bankanum „að bera áhættu af þeim mistökum sem hefðu leitt til þess að vextirnir hefðu verið vangreiddir“. Var það niðurstaða Hæstaréttar að Landsbankinn gæti því ekki krafið Plastiðjuna um viðbótar- greiðslur eftir endurútreikning með vöxtum Seðlabanka Íslands vegna þegar greiddra vaxta aftur í tímann. Er nánar fjallað um niðurstöðu Hæstaréttar í málinu í greininni hér fyrir neðan. Takmarkað fordæmi gengisdóma  Hæstaréttarlögmaður telur að fara verði varlega í að draga ályktanir af gengisdómum Hæsta- réttar  T.d. sé lítið fordæmisgildi í máli þar sem neikvæðir raunvextir voru reiknaðir á eftirstöðvar Morgunblaðið/Kristinn Lögmaður Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður starfar hjá lögfræðistofunni Lagastoð. Eins og fram kemur í niðurlagi greinarinnar hér fyrir ofan var það niðurstaða Hæstaréttar í máli Plastiðjunnar gegn Landsbank- anum að bankinn gæti ekki krafið fyrirtækið um viðbótargreiðslur eftir endurútreikning með vöxtum Seðlabanka Íslands vegna þegar greiddra vaxta aftur í tímann. Var vísað til máls Sigurðar Hreins og Elviru Mendez gegn Frjálsa fjár- festingarbankanum og máls Borg- arbyggðar gegn Arion banka um að ekki væri „með almennum lögum unnt að hrófla svo að íþyngjandi [...] með afturvirkum hætti við rétt- arreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra hefði verið stofnað og af þeim greitt“. Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á fjárkröfu Plastiðjunnar á grund- velli mismunar þeirra greiðslna sem inntar hefðu verið af hendi og fjárhæðum sem tilgreindar voru í endurútreikningi á láninu, enda hefði Plastiðjan að öllu samanlögðu ekki ofgreitt af skuldinni. Telur Helgi að í því felist fordæmi og að eðlilegt sé að horfa til niðurstöðu í því máli um eftirstöðvar kröfunnar áður en farið er að horfa til annarra fordæma þar sem útreikningum var ekki mótmælt. Niðurstaða málsins feli það í sér að reikna eigi lánið með seðlabankavöxtum og draga frá innborganir. Sú fjárhæð sem þá standi eftir myndi eftir- stöðvar lánsins. Lánveitandi geti ekki eftir endurreikning með seðla- bankavöxtum krafist viðbótar- greiðslu vegna vaxta fyrir þann tíma sem liðinn er og gefinn hefur verið fullnaðarkvittun fyrir. Með sama hætti eigi lántaki ekki frekari kröfur á lánveitanda, nema hann hafi greitt meira en sem nemur seðlabankavöxtum á tímabilinu. Í slíkum tilvikum myndi hann vænt- anlega ekki kæra sig um að miða við fullnaðarkvittanir. Helgi bendir á að daginn eftir að Plastiðjudómurinn féll, 30. maí sl., þ.e. föstudaginn 31. maí sl., hafi Hæstiréttur komist að þeirri niður- stöðu í tveim málum (nr. 327/2013 og nr. 328/2013) að endurreikna bæri gengislán með óverðtryggðum seðlabankavöxtum. Af öllu ofansögðu telur Helgi því að fara þurfi varlega í að draga for- dæmisgildi af gengislánadómum Hæstaréttar við mat á því hverjar séu eftirstöðvar lánsins. Kröfur um neikvæða raunvexti geti að hans mati aldrei samrýmst réttmætum væntingum lántaka eða eðlilegu réttarumhverfi lánveitenda. VÍSAÐ TIL MÁLS LANDSBANKANS GEGN PLASTIÐJUNNI Kröfur lántaka óraunhæfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.