Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013
STÓRÚTSALA!Allar vörur
á útsölu
Allt að 50%
afsláttur
Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181
www.innlit.is
Þekking Þjónusta
Olíumálverk
40%
afsláttur
Skápar
10-40%
afsláttur
Sófar
15-30%
afsláttur
Lampar og
kertastjakar
20%
afsláttur
Jantzen
hægindastólar
20% afsláttur
Rubelli tungusófar
168.300,-
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Þetta lagast núna þegar sólin kem-
ur og sjórinn hlýnar,“ sagði Magnús
Guðni Emanúelsson, skipstjóri á
Manga á Búðum SH frá Ólafsvík. Í
gær var hann að makrílveiðum und-
an Malarrifi. Þá voru 30-40 króka-
bátar á makrílveiðum frá Öndverð-
arnesi að Arnarstapa.
Í gær höfðu 58 færabátar landað
makríl frá því að krókaveiðar hófust
1. júlí og var heildaraflinn kominn í
252 tonn eða rúm fjögur tonn á bát
að meðaltali. Sá aflahæsti var kom-
inn með um 22 tonn.
„Makríllinn er að byrja að gefa
sig núna. Ég heyrði í nokkrum í
morgun og það var komið upp í tvö
tonn hjá sumum. Þetta er allt að
bresta á. Það hefur vantað sólina í
allt vor og sumar,“ sagði Magnús.
Eftir hádegi í gær var hann kominn
með um 600 kíló frá því klukkan
átta í gærmorgun. Hann er einn á
bátnum sem er útbúinn með fimm
rúllur og eru 45 krókar á hverri.
Þegar makríllinn gefur sig geta
aflabrögðin verið ótrúleg. Magnús
lenti í því í fyrrasumar að draga 3,5
tonn af makríl á aðeins 20 mínútum.
Hann sagði að það gætu komið allt
að 100 kíló á hverja rúllu á mínútu!
Magnús sagði að þetta væri
skemmtilegur veiðiskapur, en hann
reyndi á hugann.
„Maður er ekki líkamlega þreytt-
ur en hausinn á manni er steiktur
þegar maður kemur heim. Maður er
með athyglina í botni allan tímann á
dýptarmælinum og rúllunum. Þeg-
ar kemur fiskur þá spennist maður
allur upp og fær „adrenalínkikk“
hundrað sinnum á dag!“
Aflinn er snöggkældur
Makríllinn er ekki með sundmaga
og sést því ekki í öllum fiskileit-
artækjum. Magnús getur stillt
dýptarmælinn sinn þannig að hann
sér makrílinn vel. Makríllinn fer
ekki niður fyrir 30 faðma (55
metra). Magnús er með rúllurnar
stilltar á 20 metra dýpi, þær hífa og
slaka sjálfkrafa. Hann lætur bátinn
reka á meðan hann veiðir. Aflinn
losnar sjálfkrafa af krókunum og
fer eftir rennum í ker með krapa-
blöndu, það er blöndu af salti, sjó og
ís. Hitinn í blöndunni er við frost-
mark og aflinn snöggkólnar við að
lenda í kerunum.
Kaupandi aflans af Manga á Búð-
um SH er Stormur Seafood í Hafn-
arfirði. Þar er aflinn unninn til
manneldis. Aflinn er sendur suður í
Hafnarfjörð á hverjum degi enda
mega ekki líða meira en 36 klukku-
stundir frá því að hann veiðist þar
til hann er kominn í vinnslu.
Magnús kvaðst vera þokkalega
ánægður með verðið sem hann fær
en sagði að það mætti alveg vera
hærra. „Það verða víst allir að lifa á
þessu,“ sagði Magnús.
„Þetta lagast þegar sólin kemur“
30-40 krókabátar á makrílveiðum við utanvert Snæfellsnes Vonast til að veiðin glæðist með hlýind-
unum Aflinn getur verið ævintýralegur þegar makríllinn gefur sig Fékk 3,5 tonn á 20 mínútum
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Mangi á Búðum SH Á bátnum eru fimm sjálfvirkar rúllur og 45 krókar á hverjum slóða.
„Almennt hefur makrílveiðin
gengið mjög illa, mikið um
keyrslur og olíukostnaður hár.
Veiðarnar eru langt í frá að
standa undir sér eins og staðan
er núna, en þetta getur breyst
hratt,“ sagði Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
smábátaeigenda, um makríl-
veiðar krókabátanna.
Örn sagði það vera áhyggju-
efni hve miklu minna sé borgað
fyrir makrílinn hér en í Noregi.
„Við fáum þær upplýsingar
að lágmarksverð á færaveidd-
um makríl þar sé 12 norskar
krónur fyrir kílóið eða 240 ís-
lenskar krónur. Hérna hefur
verðið verið 80-90 krónur á
kíló. Þetta er eitthvað sem verð-
ur að skoða,“ sagði Örn. Hann
sagði að bolfiskverð hefði verið
mjög sambærilegt hér og í Nor-
egi og stundum jafnvel hærra
hér en þar. Örn taldi að ástæðan
fyrir lágu makrílverði geti verið
sú að Íslendingar séu nýbyrjaðir
að bjóða færaveiddan makríl til
sölu og þurfi að vinna betur í
markaðsmálunum.
Mun hærra
verð í Noregi
MAKRÍLVEIÐIN HEFUR
GENGIÐ TREGLEGA