Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013
Rækta líkama og sál Mennirnir eru blessunarlega misjafnir og meðan sumir nýta góðviðrið til að hreyfa sig eða æfa íþróttir á Klambratúninu kjósa aðrir að slaka á og lesa í rjómablíðunni.
Kristinn
Alþingi gegnir fjöl-
þættu hlutverki. Þar
liggur löggjafarvaldið
og fjárveitingarvaldið.
Á síðari árum hefur
markvisst verið unnið
að því að efla eftirlits-
og aðhaldshlutverk
þingsins. Í kjölfar
efnahagshrunsins hafa
menn í auknum mæli
beint sjónum að þess-
um þætti í starfi Alþingis og eru
flestir sammála um að hann beri að
efla.
Stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd
Með breytingu á lögum um þing-
sköp Alþingis 2011 var sett á lagg-
irnar stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd Alþingis. Í 13. gr. þingskapa
segir að nefndin skuli „hafa frum-
kvæði að því að kanna ákvarðanir
einstakra ráðherra eða verklag
þeirra sem ástæða þykir til að at-
huga á grundvelli þess eftirlits-
hlutverks sem Alþingi hefur gagn-
vart framkvæmdarvaldinu“. Þá
segir einnig í greininni að stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd leggi mat
á og geri „tillögu til Alþingis um hve-
nær rétt er að skipa rannsókn-
arnefnd, sbr. lög um rannsókn-
arnefndir. Nefndin tekur skýrslur
slíkrar nefndar til umfjöllunar og
gefur þinginu álit sitt um þær og
gerir tillögur um frekari aðgerðir
þingsins.“
Í greinargerð er þetta áréttað:
„Nefndin skal í senn fjalla um þing-
mál sem falla undir málefnasvið
hennar og hafa ríka frumkvæð-
isskyldu um eftirlit Alþingis með
framkvæmdarvaldinu.“ Réttur
minnihluta nefndarinnar til að taka
upp mál er tryggður. Þá er þess að
geta að skýrslur undirstofnana Al-
þingis, Ríkisend-
urskoðunar og emb-
ættis umboðsmanns,
koma til kasta stjórn-
skipunar- og eftirlits-
nefndar, aðrar en
skýrslur Ríkisend-
urskoðunar um fram-
kvæmd fjárlaga sem
verða til umfjöllunar í
fjárlaganefnd. Tilkynn-
ingar umboðsmanns
um hugsanlega mein-
bugi á lögum skulu ber-
ast nefndinni til um-
fjöllunar og tillögur um skipun
rannsóknarnefndar þingsins koma
þar til umfjöllunar. „Enn fremur má
búast við því að frumkvæðisathugun
nefndarinnar sjálfrar geti leitt til
þess að hún geri tillögu um að skipa
rannsóknarnefnd í máli sem hún
hefur haft til umfjöllunar.“ Þessar
breytingar á þingsköpum Alþingis
komu í kjölfar skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis um fall bank-
anna og voru þær tíundaðar í áliti
þingmannanefndarinnar, sem fór yf-
ir skýrsluna. Þar var lögð áhersla á
að efla eftirlitshlutverk Alþingis.
Það segir sína sögu um skilning
manna á hlutverki þessarar nefndar
að eðlilegt þykir að þingmaður úr
stjórnarandstöðu skuli gegna for-
mennsku í henni. Það er í anda hlut-
verks nefndarinnar um aðhald.
Lög um rannsóknarnefndir
Alþingis
Um sama leyti og þessar breyt-
ingar voru gerðar á þingsköpum
samþykkti Alþingi lög um rannsókn-
arnefndir í júní 2011. Í 1. gr. þeirra
laga segir að forseti Alþingis skipi
rannsóknarnefnd „ef Alþingi sam-
þykkir ályktun þar um til þess að
rannsaka mikilvæg mál sem almenn-
ing varða. Í tillögu til ályktunar skal
kveðið á um hvað rannsaka á, hvern-
ig haga skal rannsókninni og um
fjölda nefndarmanna. Ef tillaga um
skipan rannsóknarnefndar kemur
ekki frá þeirri þingnefnd sem fer
með eftirlit Alþingis gagnvart fram-
kvæmdarvaldinu skal vísa henni til
þeirrar nefndar til athugunar og
skal nefndin gefa þinginu álit sitt um
hana áður en greidd eru atkvæði um
tillöguna við síðari umræðu.“ Og í 5.
gr. segir að meginhlutverk hennar
sé „að afla upplýsinga og gera grein
fyrir málsatvikum í tilteknu máli …
en einnig getur nefndin í skýrslu
sinni gert tillögu um breytingu á lög-
um, reglugerðum eða stjórnsýslu-
framkvæmd eftir því sem rann-
sóknin gefur tilefni til“.
Lagaramminn um
eftirlitshlutverkið
Loks má geta þess að í þeim víð-
tæku breytingum á þingsköpum sem
voru gerðar vorið 2011 var settur inn
sérstakur kafli í þingsköpin um eft-
irlitsstörf Alþingis. Þar var safnað
saman þeim ákvæðum sem fyrir
voru í þingsköpum en jafnframt
settar inn fjórar nýjar greinar (49.-
52. gr.) þar sem eftirlitshlutverkið er
áréttað og skilgreint, fjallað um
hvað sé „opinbert málefni“, um upp-
lýsingaskyldu ráðherra, aðgang að
gögnum og meðferð trúnaðarmála.
Þannig er ramminn sem nú hefur
verið settur í lögum um eftirlits-
hlutverk Alþingis. Allt byggist þetta
á þeirri meginhugmynd sem fram
kemur í stjórnarskránni og flest lýð-
ræðisríki byggja á, þ.e. að það sé eitt
af helstu verkefnum þjóðþingsins að
hafa eftirlits- og aðhaldshlutverk
gagnvart stjórnvöldum, hinni póli-
tísku forustu í landinu.
Fyrsta skýrslan
Nú er fram komin fyrsta skýrslan
sem gerð hefur verið eftir þessar
breytingar og byggist á lögunum um
rannsóknarnefndir. Hún er um
Íbúðalánasjóð. Miklu skiptir því að
menn vandi sig við meðferð hennar,
sýni gát og fylgi þeim lagaramma
sem búinn var til. Daginn sem
skýrslan var afhent í Alþingishúsinu
tilkynnti forseti þingsins á þingfundi
að skýrslan væri komin og henni
væri hér með vísað til stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar eins og lög
segðu til um. Að beiðni forseta hélt
nefndin þegar í stað fund og ákvað
að hefja meðferð á skýrslunni þegar
almenn umræða um hana hefði farið
fram á Alþingi. Þær umræður fóru
fram daginn eftir, miðvikudaginn 3.
júlí, og þeim lauk síðdegis þann dag.
Það sem fyrir liggur er því að stjórn-
skipunar- og eftirlistnefnd Alþingis
taki skýrsluna til efnislegrar með-
ferðar, ræði þau efnisatriði sem þar
koma fram og leggi að því búnu álit
sitt fyrir Alþingi. Ég vil sérstaklega
árétta að það er þessi nefnd Alþingis
sem fer með skýrsluna en ekki aðrar
nefndir, nema þá að beiðni stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar. Ljóst
er að nefndin mun fá á sinn fund að-
ila sem málinu tengjst og að öllum
líkindum efna til opinna nefnda-
funda.
Viðbrögðin – réttur farvegur
Viðbrögð við skýrslunni um
Íbúðalánasjóð hafa orðið misjöfn.
Þeir sem gagnrýni hefur beinst að
hafa stigið fram og fundið að ýmsu í
skýrslunni, talið að rangt væri farið
með bæði staðreyndir og atvik mála,
ályktanir séu rangar og útreikn-
ingar o.s.frv. Talað hefur verið um
að setja á fót „leiðréttingarnefnd“.
Ég er á meðal þeirra sem hafa gagn-
rýnt ýmislegt í skýrslu nefnd-
arinnar. Gerði ég það í þingræðu um
málið og einnig í opinberum skrifum.
Ég tel að það hafi verið skynsamlegt
að fá umræðu um skýrsluna á frum-
stigi þótt eðli máls samkvæmt sé
ekki hægt að búast við öðru en að
umræðan yrði nokkuð yfirborðs-
kennd á því stigi enda lítið ráðrúm
til að skoða skýrsluna ofan í kjölinn.
Hvað er framundan?
Framundan er þetta: Stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd mun þegar að
loknu sumarhléi nefnda Alþingis
hefja umræður og athugun á skýrsl-
unni. Nefndin mun fara yfir alla
þætti skýrslunnar og kalla á þá sem
henni þykir gagn í að tala við og fá
skýringar. Til nefndarinnar eiga
þeir að beina erindum sínum sem
vilja finna að eða telja á sig hallað í
skýrslunni. Þeim verður ýmist boðið
að senda inn skrifleg erindi eða
koma fyrir nefndina. Að sjálfsögðu
verður þeim sem sæta gagnrýni í
skýrslunni boðið að koma á fund
nefndarinnar þar sem þeir gætu
svarað gagnrýni og eftir atvikum
teflt fram upplýsingum og mótrök-
um. Ekki væri óeðlilegt að slíkir
fundir væru opnir. Hér ríður á að
vandað sé til verka og fylgt þeim
lagafyrirmælum sem að framan eru
rakin og þeirri meginhugsun sem
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
hvílir á. Gera þarf skýran grein-
armun á því hlutverki sem stjórn-
skipunar- og eftitlitsnefnd hefur
annars vegar lögum samkvæmt og
hins vegar þeim póltíska lærdómi
sem meirihluti Alþingis vill draga af
málalyktum hverju sinni, í þessu til-
viki aðkomu Íbúðalánasjóðs – og rík-
isins almennt – að húsnæðismálum.
Annars vegar er um að ræða rann-
sókn á tilteknu máli, hins vegar
stefnumótun af pólitískum toga.
Eftir Ögmund
Jónasson »Hér ríður á að vand-
að sé til verka og
fylgt þeim lagafyrir-
mælum sem að framan
eru rakin og þeirri
meginhugsun sem
stjórnskipunar- og eftir-
litsnefnd hvílir á.
Ögmundur Jónasson
Höfundur er formaður stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Alþingi í aðhalds- og eftirlitshlutverki –
skýrslan um Íbúðalánasjóð