Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 206. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Íslenskur ættingi nýfædda prinsins 2. Barnabílstóllinn hækkaði um 33% 3. Ætlar að léttast um 14 kíló 4. Flúðu óþefinn af líkblóminu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF, mun í samstarfi við fyrir- tækið Arctic Adventures standa fyrir kvikmyndasýningu í Langahelli 2. október nk. Hvaða myndir verða sýnd- ar í hellinum verður ekki gefið upp fyr- irfram. Sýningargestir verða fluttir með rútu upp í Bláfjöll og ganga svo að hellinum. Sýningin mun standa yfir í klukkustund eða þar um bil og fá sýningargestir veitingar í hellinum. RIFF hefur nú lokað fyrir umsóknir um sýningar á kvikmyndum en um 400 umsóknir bárust. Áhorfsnefnd hátíð- arinnar hefur því nóg að gera við að horfa á myndir og velja úr fyrir hátíð- ina. Stjórnandi hátíðarinnar er Hrönn Marinósdóttir. RIFF hefst 26. sept- ember og lýkur 6. október. Frekari upplýsingar um hátíðina og miðasölu má finna á vefsíðu hennar, www.riff.is. Morgunblaðið/Kristinn Kvikmyndasýning í Langahelli á RIFF Fjölbreyttar hátíðir víða um land  Sumarið er tími bæjarhátíða og í dag hefjast Franskir dagar á Fá- skrúðsfirði, Reykhóladagar í Reyk- hólahreppi og Mærudagar á Húsavík. Unglistarhátíðin Eldur í Húnaþingi hófst svo í gær og verða þar ýmsir viðburðir í boði. Í dag verður m.a. boðið upp á tölvuleikjanámskeið í Grunnskóla Húnaþings, keppni í fjallaskokki og tónleika í félagsheim- ilinu á Hvammstanga þar sem hljóm- sveitirnar Gamli og Valdingjarnir og Famina Fatura leika fyrir gesti. »14 Á föstudag Hæg breytileg átt eða hafgola. Bjart með köflum og síðdegisskúrir á stöku stað, en víða þokuloft við ströndina, einkum austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri eða hafgola. Víða þoka við sjávar- síðuna, þokusúld suðaustan- og austantil, en bjart til landsins. Hiti 10 til 24 stig, hlýjast inn til landsins. VEÐUR Útlit er fyrir að ÍBV mæti Ís- landsmeisturum FH í Pepsi- deild karla í knattspyrnu á Hásteinsvelli á miðri Þjóð- hátíð. Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnu- deildar ÍBV, segir það verð- ugt verkefni að sjá til þess að öryggisgæsla í kringum leikinn verði nægilega góð með 15 þúsund Þjóðhátíð- argesti á svæðinu. Hann býst fastlega við að áhorf- endamet falli. »1 „Við hljótum að slá öll met“ Íslandsmótið í höggleik hefst í dag á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík. Morg- unblaðið fjallar ítarlega um mótið í íþróttablaðinu í dag. Tólf kylfingar sem fagnað hafa Ís- landsmeistaratitli eru skráðir til leiks, þar á meðal ríkjandi meistarar, Har- aldur Franklín Magnús og Val- dís Þóra Jóns- dóttir. »2-3 Fjögurra daga veisla fyrir kylfinga Körfuknattleiksunnendur fá í kvöld tækifæri til að berja íslenska karla- landsliðið augum á heimavelli í fyrsta skipti í tíu mánuði eða svo. Ísland leikur tvo vináttulandsleiki við Dan- mörku, annars vegar í Ásgarði í Garðabæ í kvöld og hins vegar í Keflavík annað kvöld. Liðið undirbýr sig nú fyrir leiki í forkeppni fyrir EM árið 2015. »4 Vináttulandsleikur við Dani í Garðabænum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við teljum að þetta blað sé svo rótgróið í íslenskum jarðvegi að út- gáfa þess verður að halda áfram,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, rit- stjóri Dýraverndarans, en hið gamla tímarit dýravina á Íslandi er loks fá- anlegt á ný eftir að hafa legið í dvala í 30 ár. Árið 1915 hóf Dýraverndar- samband Íslands (DÍS), áður Dýra- verndunarfélag Íslands, útgáfu tímaritsins og kom blaðið óslitið út á vegum félagsins allt til ársins 1983 þegar hlé var gert á útgáfu þess. Í fyrra ákvað stjórn DÍS að hefja útgáfu tímaritsins að nýju og voru tvö tölublöð gefin út á rafrænu formi sama ár. Er nú stefnt að því að blað- ið komi reglulega út og segir Hall- gerður tvö tölublöð áformuð á ári. Margir gleðjast yfir útgáfunni Faðir Dýraverndarans var Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri og baráttumaður fyrir dýravernd hér á landi. „Hann stofnaði blaðið eftir fyrirmynd frá Dýraverndarfélagi danskra kvenna, en hann var mjög hrifinn af krafti þeirra,“ segir Hall- gerður og bendir á að tímaritið hafi lengi vel verið fastur hluti af heim- ilislífi fólks víðsvegar um land. „Blaðið var afhent á aðalfundi [DÍS] og urðu sumir hálfhrærðir. Maður fann virkilega fölskvalausa gleði því blaðið tengist bernskuminningum svo margra.“ Hvetur fólk til þátttöku Hallgerður segir alla dýravini geta sent greinar um dýr og málefni dýra til birtingar í Dýraverndar- anum svo framarlega sem efnið uppfyllir ritsiðareglur blaðsins. „Það eru því ekki einungis félagar í Dýraverndarsambandinu sem geta sent inn efni,“ segir hún. Þá hvetur Hallgerður alla þá sem láta sig mál- efni dýra varða til að gerast með- limir í Dýraverndarsambandi Ís- lands en félagsmenn fá m.a. blaðið sent heim. Aðspurð segir Hallgerður starf DÍS í meginatriðum snúast um þrjá flokka dýra: villt dýr, búfé og gælu- dýr. En hún segir mikilvægt að sam- tök á borð við DÍS beiti sér á virkan hátt fyrir aukinni velferð dýra, óháð undir hvaða flokk þau falla. „En svo geta flokkarnir skarast svolítið. Það er t.a.m. hægt að líta svo á að hestur sem fær bara klapp og strokur frá eiganda sínum sé gæludýr. Það er því ekki endilega tegundin sem skiptir máli heldur hvernig dýrið er haldið,“ útskýrir hún, en hér eftir sem hingað til mun tímaritið Dýra- verndarinn greina frá þessum flokk- um í máli og myndum „og hafa blað- ið þannig fjölbreytt og lifandi“. Dýraverndarinn endurvakinn  Tímarit sem legið hefur í dvala í 30 ár snýr aftur Morgunblaðið/Rósa Braga Vinátta Hallgerður Hauksdóttir, ritstjóri Dýraverndarans, og hundarnir hennar, Lísa (t.v.) og Tinna (t.h.). Útgáfa tímaritsins hófst árið 1915 en lagðist af 1983. Það hefur nú verið endurvakið mörgum eflaust til mikillar ánægju. Hinn 26. mars síðastliðinn voru ný lög um velferð dýra samþykkt á Al- þingi. Lögin þykja stórt framfaraskref í baráttunni fyrir bættri velferð dýra hér á landi. Hallgerður Hauksdóttir, ritstjóri Dýraverndarans, kveðst vera mjög ánægð með lögin, en samkvæmt þeim er t.a.m. bannað að gelda smágrísi og klippa af þeim halann án þess að dýrin séu deyfð áður. „Hér áður fyrr voru rökin þau að dýrin gleyma þessu strax. Nýju lögin eru því auðvitað mikilvægur liður í því að ekki sé farið illa með dýr hér á landi.“ Hallgerður segir Dýraverndarsamband Íslands standa gegn verk- smiðjubúskap en samtökin styðja hins vegar hefðbundinn fjölskyldubú- skap. „Við viljum upplýsa og fræða almenning enda trúum við því að al- menningur vilji að farið sé vel með dýr.“ Nýsett lög eru framfaraskref DÍS STENDUR GEGN VERKSMIÐJUBÚSKAP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.