Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 4
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hitinn fór í 25,9 stig í Veiðivatnahrauni í gær
og er það nýtt met á þeirri veðurstöð. Þá varð
hlýjast í byggð á Hjarðarlandi, 25,2 stig, sam-
kvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum sem
birtust á vef Veðurstofunnar í gær. Sjálfvirk
veðurathugunarstöð í eigu Landsvirkjunar er í
Veiðivatnahrauni. Hún er í 647 metra hæð yfir
sjó.
Mesti hitinn í fyrradag mældist einnig í
Veiðivatnahrauni, 25,3 stig, en mesti hiti í
byggð var þá á Þingvöllum, 25,1 stig, eins og
Trausti Jónsson veðurfræðingur benti á í
bloggi sínu (trj.blog.is). Það birtist eftir mið-
nætti í gær og fjallaði um veðrið í fyrradag.
„Talan í Veiðivatnahrauni telst til tíðinda,
því þar hefur aldrei mælst mælst hærri hiti
síðanbyrjað var að mæla 1993,“ skrifaði
Trausti um hitann í fyrradag. „Við nánari at-
hugun kemur í ljós að þetta er hæsti hiti sem
nokkru sinni hefur mælst á hálendi landsins í
júlímánuði – ofan við 450 metra hæð yfir sjó. Í
ofurhitabylgjunni í ágúst 2004 varð enn hlýrra
en nú á fáeinum hálendisstöðvum,“ skrifar
Trausti. Það er því ljóst að hitametið Veiði-
vötnum í gær bætti enn um betur.
Trausti segir einnig í blogginu að hlýtt
loft verði yfir landinu næstu daga en öllu kald-
ara loft sæki að landinu á laugardag.
Kólnar eitthvað um helgina
Blíðuna í gær og fyrradag má rekja til
hæðar fyrir norðan landið og lægðar fyrir
sunnan land sem valda austlægum áttum.
„Þetta er í raun og veru mjög hlýtt loft en
líka rakt sem kemur frá Evrópu og hér yfir
okkur,“ sagði Helga Ívarsdóttir, veðurfræð-
ingur á Veðurstofunni, í gær.
Þegar raka loftið kemur yfir kalt hafið
þéttist rakinn og þoka myndast. Hún hefur
einkum látið á sér kræla á Norður- og Austur-
landi. Helga sagði að aftur mætti búast við
þoku í nótt sem leið.
Þegar kaldara loft leitar hingað á laugar-
daginn verður loftið óstöðugra og þá má búast
við meiri skúraleiðingum, sérstaklega á sunnu-
dag og mánudag. Þannig mun þokan víkja fyr-
ir skúrunum. Þegar kólnar um helgina er ólík-
legt að hitinn fari yfir 20 stig, en hann gæti
orðið alveg upp undir það.
Hitamet slegið í Veiðivatnahrauni
Hitinn fór þar í 25,9 stig í gær en veðurstöðin er 647 metra yfir sjó Horfur eru á kólnandi veðri
um helgina og að skúraleiðingar komi í stað þokunnar sem víða hefur orðið vart undanfarið
Gervihnattamynd/MODIS/NASA
Ísland Gervihnöttur
NASA tók þessa mynd
af landinu klukkan
13.52 í gær. Þokan
fyllir firði og dali fyrir
norðan. Grímsey hefur
áhrif á skýin og áhrif
vatnavaxta sjást vel í
Öxarfirði.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Alicante
Netverð frá kr.19.900
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt verð frá Alicante 8. ágúst.
Einnig aðrar dagsetningar í ágúst á hagstæðu verði.
Nú er tækifæri til að bregðast skjótt við
og næla sér sæti á frábærum kjörum!
Flugsæti á mann aðra leiðina með sköttum.
Frá kr. 19.900
Ótrúlegt verð
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Landspítalinn er að vinna í út-
færslu á neyðaráætlun sem starfað
verður eftir ef uppsagnir geisla-
fræðinga verða að raunveruleika
hinn 1. ágúst næstkomandi. Hins
vegar er ekki ennþá tímabært að
virkja áætlunina eða kynna hana á
öllum einingum spítalans. Þetta
segir Jón Hilmar Friðriksson,
staðgengill forstjóra Landspítal-
ans.
Sögðu ekki allir upp
„Það eru viðræður í gangi og við
stefnum á að leysa málin,“ segir
Jón Hilmar sem bendir einnig á að
ekki hafi allir geislafræðingar við
spítalann sagt upp störfum.
„Það sögðu ekki allir upp þannig
að við teljum okkur geta sinnt al-
varlegustu bráðatilvikum, allavega
tímabundið,“ segir Jón Hilmar og
bætir við að stjórnendur spítalans
séu að kortleggja hvaða starfsemi
röntgendeildin getur haldið uppi
með þeim starfsmönnum sem hún
hefur og síðan þarf að forgangs-
raða rannsóknum.
Þá segir hann samningaviðræð-
ur á milli stjórnenda spítalans og
geislafræðinga enn vera í gangi en
stefnt sé að því að ná sáttum við
geislafræðinga áður en uppsagn-
irnar taka gildi. „Ef allt fer á
versta veg, þá erum við samhliða
þessu að vinna í áætlunum um
hvernig við bregðumst við og for-
gangsröðum,“ segir Jón Hilmar.
Landspítalinn er að
útfæra neyðaráætlun
Samningaviðræðum við geislafræðinga haldið áfram
Morgunblaðið/Heiddi
Yfir hundrað
umsóknir um
fimm lausar stöð-
ur á fréttastofu
365 hafa borist
fyrirtækinu síð-
an auglýsing
birtist um síðustu
helgi. Frá þessu
er greint á
fréttavefnum vis-
ir.is.
Um er að ræða sameinaða frétta-
stofu Stöðvar 2, Bylgunnar, Vísis
og Fréttablaðsins.
Yfir hundrað hafa
sótt um hjá 365
Miðlar Margir vilja
vinnu hjá 365.
Borgarráð
Reykjavíkur
mun á fundi
sínum sem hefst
kl. 9 í dag fjalla
um umdeilda
deiliskipulag-
stillögu um
Landsíma-
reitinn.
Bin-hópurinn, sem berst fyrir
því að fallið verði frá breytingum
á svæðinu, mun þar afhenda Degi
B. Eggertssyni, formanni borg-
arráðs, áskorun hópsins. Tæplega
18.000 manns hafa skrifað undir
mótmæli gegn hótelrekstri á
Landsímareitnum.
Afhenda áskorun
vegna Landsímareits
Mótmæli Gegn hót-
eli á Landsímareit.
Það er ekki bara í Nauthólsvík sem íslenskir sól-
dýrkendur geta komist í tæri við strandstemn-
ingu eins og hún gerist best erlendis. Í Sjálands-
hverfinu í Garðabæ er ylströnd sem jafnan nýtur
mikilla vinsælda á góðviðrisdögum eins og í gær.
Unga kynslóðin tók tilboði veðurguðanna fegins
hendi og héldu börnin út á strönd með skóflu og
fötu. Krakkarnir voru í óðaönn að búa til stíflu
þegar ljósmyndara bar að garði.
Mögulegt að njóta sólar og sands víðar en í Nauthólsvík
Morgunblaðið/Eggert
Ungviðið naut sín á ylströndinni í Garðabæ