Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í næsta mánuði hefst slátrun á laxi úr kvíum Fjarðalax í Patreksfirði. Starfsemi fyrirtækisins hefur á undanförnum árum vaxið ásmegin og nú er á þess vegum alinn fiskur í Patreksfirði, Tálknafirði og Fossa- firði. Nýlokið er slátrun í þeim síð- astnefnda, sem gengur inn af Arnar- firði. Gert er ráð fyrir að nærri 5.000 tonn af laxi fáist í Patreksfirði og allt að 100 tonnum verði slátrað þar í hverri viku á komandi vetri. Þrjú kíló við upphaf sláturtíðar Aðstæður til fiskeldis á sunn- anverðum Vestfjörðum þykja góðar. Firðirnir eru nokkuð djúpir, hæfi- lega straummiklir og í skjóli fyrir stærstu úthafsöldum. Sjórinn er að jafnaði tveggja til tólf gráðu heitur sem skilar því að laxinn vex og dafn- ar hratt og örugglega. Sem fyrr segir lauk slátrun í Fossafirði nýlega. Þar voru árið 2011 sett í sjó 100 til 300 g laxaseiði. Vaxt- artíminn er fimmtán til sextán mán- uðir, en þegar slátrun hefst er miðað við að fiskurinn sé þrjú til fjögur kíló. Eftir því sem líður á sláturtíðina, sem er tólf mánuðir, stækkar fisk- urinn og er gjarnan komin í fimm til sex kíló í lokin. Þannig skilaði vertíð- in í Fossafirði alls 1.400 tonnum af laxi sem þykir ágætt. Af umhverfissjónarmiðum og til að tryggja heilbrigði laxins til framtíðar verður Fossafjörður hvíldur næsta vetur. Fóðrunin er mikil kúnst „Við erum að ná æ betri tökum á þessu verkefni,“ segir Jón Örn Páls- son, svæðisstjóri Fjarðalax á Vest- fjörðum. Hann flutti á Tálknafjörð árið 2001 þegar verið var að leggja drög að fiskeldi í fjörðunum. Bakslag kom fljótlega í þær fyrirætlanir. Jón Örn sneri sér þá að öðrum viðfangs- efnum og störfum, svo sem fyrir fisk- vinnsluna á svæðinu, Atvinnuþróun- arfélag Vestfjarða, Byggðastofnun og fleiri. Tók svo aftur upp þráðinn árið 2009, en þá voru forsendur fyrir fiskeldi breyttar og betri. „Fjölskyldan festi strax rætur hér á Tálknafirði og við ákváðum að skapa okkur framtíð hér,“ segir Jón Örn. Hann er sjávarútvegsfræðingur frá háskólanum í Tromsö í Noregi. Þar lagði hann áherslu á lífeðlisfræði fiska og þá sérstaklega eldisfóðrun. Segir þekkingu á því sviði mik- ilvæga, enda sé fóðrunin mikil kúnst sem leggja þurfi rækt við svo fisk- eldið heppnist. Tugir starfsmanna Höfuðstöðvar Fjarðalax vestra eru á Tálknafirði. Í hverjum fjarðanna þriggja eru fóðurstöðvar, þaðan sem eldiskvíar eru vaktaðar og farið í vitjanir og frá stöðvunum er fóðrinu blásið út í kvíarnar. Því viðfangsefni sinna 23 starfsmenn, en tólf starfa við slátrun. Að vestan eru afurðirnar fluttar beint á Keflavíkurflugvöll og þaðan áfram með flugi til Bandaríkjanna. Þar eru þær seldar í veitingahúsum, verslunum og sælkerabúðum sem eru víðsvegar um Bandaríkin og telj- ast í hundruðum. „Skilaverð á laxi í dag er hátt og það liggur í loftinu að verði hækki meira á næstu misserum. Það viljum við nýta okkur,“ segir Jón Örn. Vilji stjórnenda og hluthafa fyrirtækisins standi því til þess að auka umsvifin. Fjármögnun sé í höfn. Hinsvegar hafi staðið á leyfisveitingum þrátt fyrir að fyrirtækið standi fyrir um- fangsmiklum rannsóknum á um- hverfisáhrifum sem staðfesta sjálf- bæran rekstur. Munu slátra 100 tonnum á viku í vetur  Sláturtíð framundan í laxeldinu á Patreksfirði  Fjarðalax kominn á beina braut  Góð skilyrði og fyrirtækinu vex fiskur um hrygg  Hátt afurðaverð og útlit fyrir að það haldi áfram að hækka Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fiskeldi Skilaverð á laxi er hátt og það liggur í loftinu að verðið hækki meira á næstu misserum. Það viljum við nýta okkur,“ segir Jón Örn Pálsson. Slátrun Laxinn er alinn í nokkur misseri í kvíum úti á fjörðunum. Oft er handagangur við slátrunina, en þá er fiskurinn orðinn allt að sex kg. á þyngd. Ljósm/Jón Örn Pálsson Margt verður við að vera á árlegum Barnadegi sem haldinn verður í Viðey á sunnudaginn. Einkar fjöl- breytt dagskrá sniðin fyrir börn og í raun alla fjölskylduna hefst kl. 12.15 og lýkur kl 16. Ferjur ganga á milli Skarfabakka og Viðeyjar á klukkustundarfresti eða oftar, ef þurfa þykir. Margt í boði Barnadagur í Viðey er haldinn einu sinni á ári og er um að ræða skemmtilegt tækifæri fyrir for- eldra til að kynna börnum sínum þá miklu perlu sem Viðey er. Trúðar á vegum Götuleikhússins verða á vappi um eyjuna og skemmta börn- um. Þá munu skátar úr Landnem- um láta sjá sig og munu þeir standa fyrir allskyns leikjum sem börnin geta tekið þátt í. Áhugasöm börn geta fengið að fara á hestbak og þá verður boðið upp á fjöruferð. Þar mun Addý frá „Allt er hægt“ náttúruupplifun kynna börnunum fjöruna í Viðey og er yngri kynslóðin hvött til að taka með sér háf, skóflu eða fötu. Arn- björg Kristín Konráðsdóttir mun standa fyrir fjölskyldujóga, fara í leiki, auk þess að spila á gítar og gong. Gestum er bent á að kokk- arnir í Viðeyjarstofu munu selja grillaðar pylsur auk þess sem allir fá ís. Perla Árlegur Barnadagur fer fram í Viðey næstkomandi sunnudag. Fjölskyldan kemur saman í Viðey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.