Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 ✝ Heimir Þor-leifsson fædd- ist í Reykjavík 22. nóvember 1936. Hann lést á Land- spítalanum 17. júlí 2013. Foreldrar hans voru Krist- ensa Jakobína Guð- mundsdóttir, fædd 7. október 1891 á Krossnesi í Eyr- arsveit á Snæfells- nesi, dáin 15. janúar 1971, og Þorleifur Benedikt Þor- grímsson, fæddur 14. júlí 1903 á Miklahóli í Viðvíkursveit í Skagafirði, dáinn 23. sept- ember 1981. Bróðir hans sam- mæðra er Reimar Snæfells, fv. símaverkstjóri, fæddur 26. júní 1924. Heimir kvæntist Steinunni Önnu Einarsdóttur 6. júní 1964, dóttur Önnu Bjarnadóttur og sr. Einars Guðnasonar prófasts í Reykholti í Borgarfirði. Stein- unn kenndi ensku við Mennta- skólann í Reykjavík frá 1961 til 2004. Börn Heimis og Stein- unnar: Einar Heimisson, fædd- ur 2. desember 1966, dáinn 17. ágúst 1998. Einar lauk dokt- undur fræðirita og kennslu- bóka í sagnfræði. Meðal bóka hans eru Frá einveldi til lýð- veldis – Íslandssaga eftir 1830, Saga íslenskrar togaraútgerðar til 1917, Saga Reykjavíkurskóla í fjórum bindum, Seltirninga- bók – saga Seltjarnarness, Söguþræðir Símans – saga sím- ans á Íslandi, Póstsaga Íslands frá 1776-1935 í tveimur bindum og Mannkynssaga BSE fram til 800 ásamt Ólafi Hanssyni. Í þrjátíu ár skráði hann „Árbók Íslands“ í Almanak Þjóðvina- félagsins og eru það árbækur fyrir árin 1981 til og með 2010. Heimir flutti útvarpserindi og þætti, skrifaði fjölda greina í blöð, tímarit og safnrit um söguleg efni og ritstýrði m.a. safnritinu Landshagir um at- vinnu- og hagsögu sem út kom 1986 og sat t.d. í ritstjórnum Söguslóða – afmælisrits Ólafs Hanssonar og Sögu stjórn- arráðsins. Heimir var forseti Sögufélags frá 1988 til 2001 og sat í stjórn félagsins allt frá 1979. Tók sæti í stjórn hins Hins íslenska þjóðvinafélags 1988. Hann var varaformaður BHM og formaður félags kenn- ara við MR. Forseti Rót- arýklúbbs Seltjarnarness og Paul Harris-félagi í Rótarý. Útför Heimis verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag, 25. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 14. orsprófi í sagn- fræði frá Albert-Lud- wigs-Universität í Freiburg í Þýska- landi 1992 og var að ljúka námi við Hochschule für Fernsehen und Film í München þegar hann lést. Eftir hann liggja 12 heimildar- myndir, kvikmyndin María, skáldsögurnar Götuvísa gyð- ingsins og Villikettir í Búda- pest, en sú fyrri kom út í Þýska- landi 1993, auk fjölda greina og útvarpsþátta. Kristrún Heim- isdóttir, fædd 28. ágúst 1971, lektor í lögfræði og m.a. fyrr- verandi aðstoðarmaður ráð- herra árin 2007 til 2012. Heimir lauk cand. mag.-prófi í sagnfræði með landafræði sem aukagrein frá Háskóla Ís- lands. Árið 1961 var hann feng- inn sem kennari að Mennta- skólanum í Reykjavík og var deildarstjóri í sögu og fé- lagsfræði frá 1971 þar til hann hætti kennslu 1994. Heimir var mikilvirkur höf- Heimir frændi, en hann og pabbi eru hálfbræður, sam- mæðra, ólst upp hjá ömmu, ein- stæðri móður og verkakonu hér í bæ. Heimir var nokkru eldri en ég og man ég fyrst vel eftir honum þegar amma var að flytja úr bragganum á Skóla- vörðuholtinu í fína íbúð við Hæðargarð. Heimir annaðist standsetningu íbúðarinnar og flutningana. Hann var fluttur að heiman þegar ég fór að venja komur mínar til ömmu en hafði skilið eftir ýmislegt sem skemmtilegt var að skoða. Snyrtilegar stíla- bækur, námsbækur og mikið af skemmtilegu lestrarefni. Þar voru Percival Keene, Davíð Copperfield og Benjamín Bigg- lesworth í aðalhlutverki en einnig mátti finna þar Basil fursta og Manninn með stál- hnefana. Handsnúinn grammó- fónn og ótal plötur frá 6. ára- tugnum voru miklar gersemar. En það er fræðarinn Heimir sem er langminnisstæðastur. Í hvert sinn sem við hittumst vildi hann kanna þekkingu unga mannsins á því námsefni sem honum fannst að hann ætti að kunna á skil. Hann vildi einnig að ungt fólk fylgdist með því sem efst var á baugi. Og hann vildi ræða bæði námsefnið og samfélagsmálin. Það var rauði þráðurinn í öllum samtölum við Heimi að tengja saman gamalt og nýtt. Þegar námsferill þess sem þetta ritar var um það bil að sigla upp á sker þá sá Heim- ir til þess að grípa til ráðstaf- ana til að koma í veg fyrir það. Það verður seint fullþakkað. Einkennandi fyrir Heimi var viljinn til að gefa af sér og miðla þekkingu. Hann var ótrú- lega ötull við að afla upplýsinga um aðskiljanleg mál en tilgang- urinn var alltaf sá að skrá þær niður og koma þeim frá sér þannig að aðrir gætu notið. Heimir átti sér einnig aðra hlið en að vera í hlutverki kenn- arans og sú stund er alveg ógleymanleg þegar hann hafði eignast Volkswagen-bjöllu og fór með mig í ökuferð á Hafn- arfjarðarveginum til að sýna að það væri hægt að komast á 100 km hraða. Skelkaðri hef ég sjaldan orðið. Það var einboðið að örlögin höguðu því þannig að hann gift- ist Steinunni Einarsdóttur, sem komin er af fræðurum í báðar ættir og kenndi sjálf um ára- tuga skeið. Á heimili þeirra var að finna ógrynni enskra bóka sem ég gat gengið í og hafa lík- lega mótað minn bókmennta- smekk upp frá því. Heimir skilur einungis eftir sig góðar, hlýjar og bjartar minningar. Við Hera sendum þeim Steinunni og Kristrúnu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Pétur Reimarsson. Öll förum við þessa leið að lokum, við fylgjum vinum okkar og ættingjum til grafar, þar til komið er að okkur sjálfum. Nú er fallinn frá mágur minn og vinur, Heimir Þorleifsson. Heimir var mikill fræðimaður og góður drengur. Við höfum þekkst í fimm áratugi, en þau Steinunn systir mín hefðu átt 50 ára búðkaupsafmæli á næsta ári. Heimir var virtur fræðimað- ur og liggja eftir hann mörg verk á sviði sagnfræði, og störf hans fyrir Sögufélagið voru mikils virði fyrir það félag og söguritun í landinu. Meðal verka hans er Seltirningabók, sem fjallar um sögu Seltjarn- arness, en hún kom út árið 1991 með stuðningi Seltjarnarnes- bæjar. Faðir minn og tengdafaðir Heimis, sr. Einar Guðnason, var mikill sögumaður enda fundu þeir fljótt hið sameig- inlega áhugamál þegar Heimir tengdist fjölskyldu okkar. Það var augljóst hve báðir nutu samræðna um þessi efni, meðal annars um þær rannsóknir sem faðir minn hafði gert á þessu sviði. Sjálfum hlotnaðist mér sú ánægja að aðstoða Heimi við gerð Seltirningabókar sem hann skrifaði, en ég fékk útrás fyrir tölvudelluna við að brjóta bókina um eins og það er kall- að. Samstarf okkar varð auðvit- að á fleiri sviðum, en þetta verkefni er sérstaklega minn- isstætt, ekki síst vegna þess að við vorum að endurvinna bókina til rafrænnar útgáfu og höfðum að mestu lokið því verki þegar Heimir fór sína síðustu ferð á Landspítalann. Við vorum einnig nágrannar og félagar í Rótarýklúbbi Sel- tjarnarness. Hann studdi við starf Seltjarnarneskirkju, m.a. flutti hann erindi um sögu kirkjunnar á 20 ára vígsluaf- mæli hennar 19. febrúar árið 2009. Þá er minnisstæð ferð safnaðarfólks og kórs til Tékk- lands sumarið 2002. Einn þeirra staða sem við heimsóttum var Slvakov, sem áður hét Auster- litz, en þar var háð mikil orr- usta árið 1805, þar sem her Napóleons sigraði sameiginleg- an her Rússa og Austurríkis- manna. Við minnismerkið um orrustuna hélt Heimir minnis- stæðan fyrirlestur um orr- ustuna og var sem við sæjum herina sækja fram og hina miklu herstjórnarsnilld Napóle- ons í verki. Það er mikil eftirsjá að Heimi, en 76 ár telst varla hár aldur nú á dögum. Í lífi okkar skiptast á skin og skúrir, gleði- stundir og sorgarstundir. Nóg hefur verið af hinum síðar- nefndu og ber þar e.t.v. hæst hið hörmulega fráfall sonarins, Einars, árið 1998 aðeins 31 árs að aldri. Við Dóra og börnin vottum Steinunni og Kristrúnu og Reimari bróður Heimis okkar innilegustu samúð á þessari stundu, en samgleðjumst þeim um leið fyrir að hafa átt slíkan vin, föður, bróður og lífsföru- naut sem Heimir var. Guðmundur Einarsson. Leiðir okkar Heimis lágu fyrst saman haustið 1949 þegar við hófum nám í Gagnfræða- skóla Austurbæjar, Ingimars- skóla, á Skólavörðuholti. Tölu- verður hluti bekkjar okkar hélt svo áfram námi í Menntaskól- anum í Reykjavík eftir lands- próf 1952 og útskrifaðist þaðan árið 1956. Eftir það dreifðist hópurinn. Heimir var góður námsmað- ur og gat sér fljótt orð fyrir traust tök á sagnfræði. Vetur- inn eftir stúdentspróf leitaði Ólafur Hansson, aðalsögukenn- ari MR, til hans og falaðist eftir honum til sögukennslu vegna forfalla. Heimir tók boðinu og innritaðist jafnframt í sagn- fræði í Háskólanum. Þaðan lauk hann cand. mag.-prófi í grein- inni árið 1961. Mikil samheldni var með okkur bekkjarfélögunum á þessum árum og veturinn eftir stúdentspróf voru mörg boð haldin þegar félagarnir, bæði piltar og stúlkur, voru að fara til náms erlendis. Eða farið var í gönguferðir um bæinn og ná- grennið og jafnvel í fjallgöngur, svo sem á Snæfellsjökul og Keili. Heimir átti ríkan þátt í þessari samheldni. Hann var tímamótamaður í útgáfu bóka til sagnfræði- kennslu. Námsbækur í sögu fyrir framhaldsskóla báru fram eftir síðustu öld merki um þröngan hag þjóðarinnar, letrið var smátt og fátt um myndir. Heimir bar hita og þunga af endurútgáfu Mannkynssögu Ólafs Hanssonar handa fram- haldsskólum árið 1970 en náið og gott samstarf var með þeim alla tíð. Árið 1972 gaf Heimir svo út Íslandssögu eftir 1830, „Frá einveldi til lýðveldis“, vel mynd- skreytta og aðlaðandi til lestr- ar. Fjölmörg fleiri rit um sagn- fræði komu frá honum, en hæst ber þar „Sögu Reykjavíkur- skóla“ í fjórum bindum. Yfir- gripsmikil ritaskrá Heimis skal að öðru leyti ekki rakin hér en hún vekur undrun og aðdáun. Þess má geta að Heimir fékk afar gott orð hjá útgefendum fyrir stundvís umsamin skil á efni til prentunar. Í mörgu hef ég um dagana notið greiðasemi Heimis. Fyrsta starf mitt að námi loknu var við Tilraunastöðina á Skriðuklaustri. Ég festi þá fljótlega kaup á jeppa hjá bíla- umboði í Reykjavík. Á þeim tíma var það meira mál en síðar varð að ferðast á milli fjarlægra landshluta. Mér kom þá í hug að leita til Heimis um að koma bílnum í skip. Það stóð ekki á því og ég sótti bílinn til Reyð- arfjarðar fáum dögum síðar. Ég hef líka leitað til hans um yfirlestur á texta. Þegar Hákon Sigurgrímsson, vinnufélagi minn og framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, gaf út minningar sínar, nefndi hann í lokin hvort ekki væri ráð að fá mann, kunnugan útgáfumálum, til að lesa handritið yfir í heild. Ég tók undir það og nefndi Heimi til sögunnar sem tók beiðninni vel og bókin hafði gott af því. Að lokum færi ég þeim Stein- unni og Kristrúnu innilegar samúðarkveðjur okkar hjóna með þakklæti fyrir dýrmæta vináttu og samskipti um meira en hálfrar aldar skeið. Matthías Eggertsson. Í Seltirningabók sinni segist Heimir Þorleifsson gjarnan rökstyðja þá skoðun sína að gott sé að búa á Seltjarnarnesi með því að þar finni hann „vel til fortíðar“. Það leyndi sér aldrei að gott var að leita til Heimis um sögu bæjarfélagsins í stóru eða smáu. Alltaf var hann reiðubúinn að miðla með grein, erindi eða göngu um söguslóðir bæjarfélagsins ef eftir því var leitað. Sagnfræðingnum Heimi kynntist ég raunar fyrst sem nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Þar kenndi hann okkur frekar óstýrilátum drengjum í 4. bekk úti í Þrúð- vangi. Þar, eins og annars stað- ar, var hann virtur vel og vin- sæll. Leiðir okkar lágu svo ekki reglulega saman á ný fyrr en býsna löngu síðar er ég varð fé- lagi í Rótarýklúbbi Seltjarnar- ness árið 1996. Varð mér fljótt ljóst að Heimir var einn af máttarstólpum klúbbsins. Heimir hafði mjög þægilega nærveru, kunni skil á flestu sem máli skipti. Var traustur, hógvær og ábyggilegur, missti nánast aldrei af fundum og lagði jafnan gott til mála. Því fór fjarri að hann hrærðist bara í fortíðinni. Hann var vel inni í málefnum líðandi stundar, gat spjallað um nánast hvað sem var, hvort heldur var knatt- spyrna eða kirkjumál. Ég held ég geti fullyrt að öllum hafi lið- ið vel í návist hans. Ég minnist ekki síst nokk- urra ferðalaga með Heimi á er- lendri grundu með starfsfólki Seltjarnarneskirkju eða Rót- arýklúbbnum. Þar var fas hans hið sama og á fundum, þekking hans traust og nærvera hans notaleg. Í hugann kemur er við nokkrir ferðafélagar í Prag-ferð Seltjarnarnessóknar lögðum lykkju á leið okkar og skrupp- um árla morguns til Terezín þar sem á árunum 1940-1945 voru einar af hinum illræmdu fangabúðum nasista. Þá óhugn- anlegu sögu þekkti Heimir vel. Mér er minnisstætt hve alvar- legur í bragði Heimir gekk um hina grónu stíga í Terezín, þar sem voðaverkin minntu á sig við hvert fótmál. Hann talaði aðeins við okkur samferðamenn sína í hálfum hljóðum. Þar leyndi sér ekki að hann var til- finningamaður þó að yfirleitt leyndi hann tilfinningum sínum vel. Heimis hefur verið saknað úr Rótarýklúbbi Seltjarnarness hin síðustu misserin vegna al- varlegra veikinda. Nú er ljóst orðið að hann snýr ekki aftur og verður skarð hans vandfyllt. Seltjarnarneskirkja sér líka á bak einum af hollvinum sínum, en Steinunn kona hans hefur setið í sóknarnefnd um árabil. Síðast sá ég Heimi í Seltjarn- arneskirkju á föstudaginn langa. Kristrún dóttir hans var meðal þeirra sem þá lásu Pass- íusálmana eins og hefur orðið hin síðustu árin. Heimir sat og hlýddi af athygli, en ekki leyndi sér hve mikið mark veikindin höfðu sett á hann. Í einum af fegurstu Passíu- sálmunum, sálmi 44, er að finna þetta erindi: Svo máttu vera viss upp á, vilji þér dauðinn granda, sála þín mætir miskunn þá millum guðs föðurs handa. Við Guðrún Helga kona mín vottum Steinunni og Kristrúnu innilega samúð okkar í sárum harmi. Blessuð sé minning hins mæta manns og góða drengs Heimis Þorleifssonar. Gunnlaugur A. Jónsson. Vinur okkar og félagi til margra ára, Heimir Þorleifs- son, er látinn. Fyrir u.þ.b. 25 árum fórum við nokkrir rótarý- félagar að hittast í sundlaug Seltjarnarness um sexleytið og fékk þessi hópur því nafnið sex- klúbburinn. Þessir rótarýfélag- ar voru auk Heimis og mín, Kjartan, Magnús og Agnar. Aðrir félagar í í sexklúbbnum voru góður granni Kjartans, Jón Rafn og eiginkona mín Rósa. Þarna í lauginni áttum við margar ánægjustundir. Við rótarýfélagarnir tókum þátt í ferðum klúbbsins bæði innan- og utanlands þar sem vináttu- bönd styrktust. Jón Rafn bauð okkur í bústað sinn við Þing- vallavatn fyrir nokkrum árum og þar áttum við notalegan dag. Einnig hittumst við í bústað við Hreðavatn sem ég hafði til um- ráða. Heimir var mikill Seltirn- ingur. Hann skrifaði Seltirn- ingabók, sem kom út fyrir rúmum tuttugu árum. Á vegum Rótarýklúbbsins unnum við rót- arýfélagarnir ýmis störf saman eins og gengur, sem ekki verða talin hér. Þess má þó geta að Heimir beitti sér fyrir því að jarðsjármælingar voru gerðar við Nesstofu á sínum tíma. Hann tók að sér að ritstýra blaðinu okkar Valhúsinu, sem borið var í öll hús á Seltjarn- arnesi þegar umdæmisþing Rótarý var haldið þar vorið 2006. Heimir hafði notalega nærveru og vinskapurinn varð nánari eftir því sem árin liðu. Þegar Kjartan flutti til Reykja- víkur og Magnús úr vesturbæn- um inn að Elliðaá hættu þeir að mæta reglulega og þá dofnaði yfir sexklúbbnum. Heimir skrif- aði árbókina í almanak hins ís- lenska Þjóðvinafélags og sendi okkur sundfélögunum það fyrir jólin í mörg ár. Um nokkurt skeið hefur Heimir verið veik- ur, stundum á spítala en einnig heima og höfum við félagarnir haldið sambandi við hann og heimsótt hann. Við höfum misst góðan dreng og öflugan rótarý- félaga og viljum þakka honum samfylgdina og vináttuna um leið og við vottum Steinunni og Kristrúnu okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd okkar sundfélag- anna, Örn Smári Arnaldsson. Kveðja frá Mennta- skólanum í Reykjavík Í dag kveðjum við Heimi Þorleifsson, fyrrverandi menntaskólakennara við Menntaskólann í Reykjavík. Heimir fæddist þann 22. nóv- ember 1936 og var því á 77. ald- ursári þegar hann lést. Alllang- ur og farsæll starfsferill Heimis við Menntaskólann í Reykjavík hófst um haustið árið 1961. Heimir kenndi námfúsum nem- endum sagnfræði og samhliða kennslunni gegndi hann einnig starfi deildarstjóra í sagnfræði og félagsfræði til ársins 1994. Heimir var afar farsæll menntaskólakennari. Í kennslu- stundum tókst honum að vekja áhuga nemenda sinna með greinargóðum lýsingum á sögu- atburðum hverju sinni. Hann sinnti starfi sínu ávallt af sér- stakri alúð og vandvirkni. Heimir var einkar hlýlegur í kennslustundum og þeirri hlið hans kynntist ég afar vel þar sem ég var svo lánsamur að njóta leiðsagnar hans í sagn- fræði í 6. bekk í Menntaskól- anum. Sérstaklega eru mér minnisstæðar einstakar lýsing- ar hans í þeim kennslustundum sem Heimir leiddi nemendur sína um heim goðafræðinnar. Heimir var auk kennslu- starfa sinna mikilvirkur höfund- ur kennslubóka í sagnfræði og ýmissa annarra fræðirita. Með- al bóka hans eru kennslubæk- urnar „Frá einveldi til lýðveldis – Íslandssaga eftir 1830 –“ og „Mannkynssaga BSE – Forn- öldin“. Stærsta ritverk hans á vegum skólans var að ráðast í það stórvirki að skrásetja skólalíf og nám nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík. Ritverkið ber heitið „Saga Reykjavíkurskóla“ og hefur verið gefið út í fjórum bindum. Verkið er einstaklega glæsilegt, ber vott um vandvirkni höfund- ar þess og er afar mikils metið. Heimir skrifaði fjölmörg önnur fræðirit og naut hann mikillar virðingar fyrir fræðistörf sín. Heimir sinnti lengi fjölmörg- um aukastörfum utan skólans og flest lutu þau að sagnfræð- inni, m.a. skráði hann í þrjá áratugi Árbók Íslands í Alman- ak Þjóðvinafélagsins, var stjórnarmeðlimur Sögufélagsins og varaformaður BHM um skeið. Heimir flutti útvarpser- indi og þætti í Ríkisútvarpinu um söguleg efni og báru þeir einnig vitni um vandvirkni hans. Á starfsferli sínum í Menntaskólanum gegndi Heim- ir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir skólann. Hann var m.a. formað- ur í stjórn Félags kennara við Menntaskólann í Reykjavík, að- stoðaði Guðna heitinn Guð- mundsson rektor við ýmis störf er lutu að stjórn skólans og hafði í mörg ár umsjón með innritun nýnema. Heimir naut alla tíð mikillar virðingar í hópi samkennara sinna og hann var traustur og samviskusamur starfsmaður. Hans er hér minnst með virðingu og þakk- læti fyrir einkar vel unnin störf. Fyrir hönd starfsfólks Mennta- skólans í Reykjavík eru Stein- unni Einarsdóttur eiginkonu hans, Kristrúnu dóttur þeirra hjóna og öðrum vandamönnum færðar innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Heimis Þorleifssonar. Yngvi Pétursson. „Segðu mér hvaða félagsskap þú velur þér og ég skal segja Heimir Þorleifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.