Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ David Came-ron, for-sæt- isráðherra Breta, lýsti yfir í upphafi mánaðarins van- þóknun sinni á þeirri sóun sem víða mætti finna í Evrópusam- bandinu. Nefndi hann sem dæmi litabók eina sem átti að sýna hvernig „herra og frú Evrópuþingmaður“ verðu dög- um sínum í Brussel. Bókin var prentuð í 15.000 eintökum til þess að dreifa á opnum dögum þingsins. Á meðal þess sem Cameron gagnrýndi var slagsíða kynjanna sem birtist meðal annars í því að frú Evrópu- þingmaður fór fyrr heim en herra Evrópuþingmaður, því að frú Evrópuþingmaður þurfti að kaupa í matinn. Þó að einhverjum kunni að þykja þessi litabók nauða- ómerkileg þá er hún ekkert eins- dæmi um sóun innan sambands- ins. Vafasöm meðferð fjármuna hefur orðið til þess að endur- skoðendur hafa ekki fengist til þess að skrifa upp á reikninga sambandsins um langt árabil. Forysta sambandsins virðist þó ekki hafa af því sérstakar áhyggjur, í það minnsta hefur ekkert verið gert til að tryggja að reikningarnir séu nægilega vandaðir til að nokkur maður fáist til að setja stafina sína við þá. Einnig væri hægt að minnast á hina sérstöku ut- anríkisþjónustu sem Evrópusam- bandið rekur til hliðar við þá sem aðildarríkin sjálf halda úti. Sérstök sendi- ráð Evrópusambandsins eru nú til staðar í 140 mismunandi löndum. Í sérhverju þeirra er fjöldi sendiráðsstarfsfólks. Má þar nefna sem dæmi að á Barbados-eyju í Karíbahafi starfa 44 í sendiráði Evrópu- sambandsins. Þegar á heildina er litið eru um 3.400 manns í ut- anríkisþjónustu Evrópusam- bandsins, þar af um 1.900 sem eru staðsettir erlendis. Allt þetta fólk er á ríkulegri launum en sendistarfsfólk heimaríkjanna, enda hefur fjárhagsáætlun þjónustunnar nú blásið út um jafnvirði sex milljarða íslenskra króna á síð- ustu tveimur árum. Enginn hefur þó getað svarað því hver tilgangurinn sé með því að halda úti sérstakri utanrík- isþjónustu fyrir Evrópusam- bandið, sem enn sem komið er að minnsta kosti er ekki ríki, og hvað þá hvers vegna hún þarf að vera svona stór í sniðum. Hvernig má það vera að í allri þeirri upplýstu umræðu sem áhugamenn um aðild Ís- lands að ESB lofuðu að standa fyrir skuli ekki hafa verið rætt opinskátt um þennan vanda sambandsins? Sóun á fjármunum er eitt einkenna Evrópusambandsins} Litabókin Friðhelgieinkalífsins á undir högg að sækja. „Höldum fókus vill fá að- gang að almenn- um upplýsingum, vinalista, netfangi, fréttaveitu, atvinnusögu, menntunarsögu, heimabyggð og myndum hjá þér,“ segir þegar reynt er að skoða nýtt átak Umferðarstofu á netinu. Þar kemur reyndar einnig fram sá fyrirvari að eng- um upplýsingum sé „safnað ut- an við þetta tiltekna verkefni“, en sú spurning hlýtur að vanta hvað í ósköpunum Umferð- arstofa ætli sér með þessar upplýsingar. Málið er hins vegar að upp- lýsingasöfnun af þessu tagi er síður en svo einsdæmi. Í frétta- skýringu Árna Grétars Finns- sonar í Morgunblaðinu í gær líkir Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, einkalífi á netinu við almenningsgarð, sem er fullur af myndavélum. Á netinu þrífist fjöldi fyrirtækja, sem hafi lifi- brauð sitt af að kortleggja hegðun fólks. Þjónusta ýmissa fyrirtækja virðist ókeypis, en sé í raun goldin með aðgangi að einkalífi notenda. Í netheimum hegða sér margir eins og þeir haldi að þeir séu staddir einir í lokuðu herbergi. Það sést á því hvernig fólk skrifar á netið og á mynd- unum sem það birtir. Í ljós er komið að minnsta þrusk á netinu er vaktað og hefði mátt ætla að það vekti meiri usla en raun ber vitni. Ýmsar atlögur hafa verið gerðar að friðhelgi einkalífsins og það er áhyggjuefni. Um- fangsmiklar tölvunjósnir í Bandaríkjamanna og fleiri sýna að virðingin fyrir friðhelgi einkalífsins getur verið létt- væg. Friðhelgi einkalífsins veg- ur heldur ekki þungt þegar við- skiptahagsmunir eru annars vegar – það er einna helst þegar Íslensk erfðagreining á í hlut að varðhundarnir vakna. Það er hins vegar furðulegt hvað fólk getur borið litla virðingu fyrir friðhelgi eigin einkalífs. Á net- inu liggur einkalíf almennings á glámbekk. Það er furðulegt hvað fólk ber litla virðingu fyrir frið- helgi eigin einkalífs} Einkalíf á glámbekk N ýlega komust sænsk dýravernd- arsamtök í verulegt uppnám þegar ein landsliðskona Íslands í knattspyrnu sló á létta strengi á netinu. Hún sagði, eftir slæm- an tapleik liðsins, að lukkudýr landsliðsins, gullfiskurinn Sigurwin, hefði brugðist hlut- verki sínu og ætti því skilið að vera skolað nið- ur um klósettið. Þessi orð gátu sænskir dýra- vinir ekki skilið öðruvísi en sem morðhótun frá glæpakvendi. Ekki róuðust þeir þegar upp komst að Sigurwin var geymdur í krukku en ekki fiskabúri. Landsliðskonurnar voru sagðar sekar um að brjóta sænsk dýraverndunarlög en af fréttaflutningi var helst að skilja að sam- kvæmt sænskum lögum ættu gullfiskar rétt á því að búa í lúxusfiskabúri, rækilega skreyttu og hafa nægilegt athafnarými í umhverfi sem væri sem náttúrulegast. Sú sem þetta ritar veit ekki hvort sérstakt gullfiska- ákvæði sé að finna í sænskum lögum eða hvort reglur um aðbúnað gullfiska falli undir reglur um almennan aðbúnað gæludýra. Eða er þarna um að ræða enn eitt reglugerð- arfárið frá Brussel sem þvingað er upp á evrópskar þjóð- ir? Vonandi er það ekki svo að til séu nákvæmar reglur um aðbúnað gullfiska. Þjóðfélag sem setur slíkar reglur er sennilega búið að setja reglur um allt það sem hugsanlega er hægt að setja reglur um. Slíkt þjóðfélag er ekki bara óbærilega leiðinlegt heldur þrengir það einnig verulega að athafnafrelsi og sjálfstæði einstaklinga. Regluverkið verður að eins konar kúgunarafli. Og ef einstaklingar kvarta undan óþarfa regluverki þá þykja þeir um leið vera orðnir andfélagslega þenkjandi því þeir raska hinu þægilega heildarsamræmi. Og skilyrði fyrir þessu heildarsamræmi er að einstaklingurinn sætti sig við að hugsað sé fyrir hann. Í bráðskemmtilegri skáldsögu sem nýlega kom út, Maður sem heitir Ove, eftir Fredrik Backman, kviknar í húsi Ove og slökkviliðið kemur á vettvang. En þar sem hús Ove stend- ur á markalínu milli tveggja sveitarfélaga þarf leyfi réttra yfirvalda til að slökkviliðið fái að slökkva eldinn og það þarf vitaskuld líka að stimpla pappíra. Þegar rétt leyfi fæst loksins er húsið orðið alelda. Bókin um Ove er skáldskapur en endur- speglar ákveðinn raunveruleika og þar má finna viðvörun um það hvað gerist þegar manneskjur víkja skynsamlegri hugsun frá sér vegna þess að til er reglugerð – og regl- urnar eiga að ráða, hversu vitlausar sem þær eru. Gullfiskamálið var skondið upphlaup, en það sýnir líka hversu stutt er í fáránleikann þegar menn hengja sig í reglugerðir og lög og bregðast illa við minnstu frávikum. Allt er tekið bókstaflega, líka orð sem látin eru falla í gríni á netinu. Maður bíður bara eftir því að dýravernd- unarsinnar krefjist þess að orðið „gullfiskaminni“ verði bannað þar sem það lýsi fordómum í garð gullfiska. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Fyrirmyndarríki fyrir gullfiska STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is H átt vatnsmagn er nú í jökulám á Norður- og Austurlandi sam- kvæmt rennslis- mælum Veðurstof- unnar. Oddur Sigurðsson, jökla- og jarðfræðingur hjá Veðurstofunni, segir það helgast af sumarhlýind- um og að búast megi við frekari vatnavöxtum. „Jökulsár hækka jafnt og þétt fram í ágúst en á sama tíma minnkar í drag- og lind- ám,“ segir Oddur. Hann segir að jökulár geti rof- ið vegi um þetta leyti sumars eins og gerðist á mánudag þegar Jök- ulsá á Fjöllum rauf varnargarð sem er á milli Herðubreiðarlinda og Lindár með þeim afleiðingum að yfir veginn flæddi. Hrönn Guðmundsdóttir, yfir- landvörður í Öskju, segir að um 20- 30 metra vik hafi komið í garðinn. Jökulsáin hafi svo flætt yfir veginn á u.þ.b. hundrað metra kafla. „Á tveimur stöðum myndaðist nokkur straumur og grófst vegurinn, sem á endanum varð ófær fyrir minni jepplinga,“ segir Hrönn. Hún segir að lítið rask hafi orðið á umferð. Áætlanaferðir höfðu þegar farið um veginn þegar garðurinn brást auk þess sem betur búnir bílar hafi komist yfir vaðið. Vegagerðin lauk lagfæringu um kvöldið. „Það hlut- ust engin stórkostleg vandræði að þessu sinni. Það var ekki fyrr en síðla dags sem við þurftum að vísa bílum frá, en það voru örfáir bílar,“ segir Hrönn. Ekki hissa á hlaupi Oddur segir að búast megi við fleiri slíkum tilvikum þegar vatns- magn í ánum er mikið. „Við höfum t.a.m. beðið óvenju lengi eftir jökul- hlaupi í Skaftá. Í þeim leysingum sem nú eru getum við vel átt von á því þó að sjálfsögðu sé ekki hægt að spá fyrir um það hvenær það verður með mikilli nákvæmni. En ég yrði hissa ef ekki yrði hlaup í Skaftá í sumar,“ segir Oddur. Hann bendir á að hlaupið sem varð í Skaftá í fyrra hafi komið úr vest- ari Skaftárkatlinum og hafi verið fremur lítið. Hins vegar séu hlaup gjarnan stærri þegar þau koma í eystri Skaftárkatli. „Vanalega kem- ur hlaup úr eystri katlinum í mesta lagi á tveggja ára fresti. Nú eru hins vegar þrjú ár síðan hlaup kom úr þessum eystri katli,“ segir Odd- ur. Samkvæmt mælum Veðurstof- unnar var í gær óvenju mikið rennsli í Vestari og Austari- Jökulsá, Svartá, Laxá við Helluvað, Skjálfandafljóti og Geithellnaá á Austurlandi. Tveir vegir lokaðir Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru einungis tveir vegir á landinu lokaðir í gær. Var það vegurinn út í Fjörður á milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa og Dyngjufjallaleið. Talsverður snjór og bleyta er á honum. Búast má við því að enn sé í það minnsta vika í opnun hans. „Flestir vegir eru orðnir fínir en eins og gjarnan er í svona mikl- um leysingum þá þurfa menn að hafa varann á sér. Sérstaklega þar sem um er að ræða óbrúuð vöð. Þar getur vatnsmagn breyst með fremur skömmum fyr- irvara og aðstæður sömuleiðis,“ segir Gunnar Bóasson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá raunvísindastofnun Háskóla Ís- lands, tekur undir með Oddi Sigurðssyni um að Skaftár- hlaups sé að vænta úr eystri katlinum. „Það sem þarf að gæta sín á varðandi Skaftár- hlaup er að þeim fylgir talsverð brennisteinsmengun. Ef fólk er of nálægt þá getur það valdið eitrun,“ segir Magnús. Hann segir að Skaftárhlaup hafi til- hneigingu til að koma seinni hluta sumars eða á haustin. „Hlaupin eru yfirleitt svipuð í stórum dráttum. Vatns- magnið í Skaftá verður á milli fimm til tífalt meira en það sem er í venjulegu sumarrennsli. En þetta veldur yfirleitt ekki truflunum í byggð,“ segir Magnús. Tími kominn á eystri ketilinn SKAFTÁRHLAUP Í VÆNDUM Magnús Tumi Guðmundsson Vatnsmagn Á kortinu má sjá vatnsmagn í ám landsins. Merkja dílarnir samanburð á vatnsmagni miðað við sama tíma á fyrri árum. Hlutfallstala rennslis 24. júlí Grunnkort/Loftmyndir ehf. Mjög mikið Mikið Venjulegt Lítið Heimild: Veðurstofan Jökulsá á Fjöllum Lagarfljót Skjálfandafljót Hjaltadalsá Austari Jökulsá Rennslið er óvenju mikið í jökulánum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.