Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 58 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu var þinglýst í júní. 43 slík- um skjölum var þinglýst utan höf- uðborgarsvæðisins að því er segir á vef Þjóðskrár Íslands. Heildarfast- eignamat seldra eigna á höfuðborg- arsvæðinu var 3.400 milljónir en 879 milljónir utan þess. Af samn- ingunum vörðuðu 24 verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu. Í júní voru 29 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborg- arsvæðinu skráðir í kaupskrá og 20 á landsbyggðinni. Verðmæti samn- inganna á höfuðborgarsvæðinu var 2.031 milljón króna og fasteigna- mat eigna í samningunum var 1.181 milljón króna. Heildarverðmæti samskonar samninga utan höfuð- borgarsvæðisins var 236 milljónir og fasteignamat sömu eigna var 208 milljónir króna. Keypt fyrir 2,3 millj- arða króna  49 samningar um kaup á atvinnuhúsnæði Morgunblaðið/Golli Kaup 49 kaupsamningar um at- vinnuhúsnæði voru skráðir í júní. Á Seltjarnarnesi er nú hafið kerf- isbundið átak sem felst í verndun kríuvarpsins og fækkun máva yfir hávarptímann, en mávurinn hefur verið skæður gestur í varplandinu í sumar. Í frétt frá Seltjarnarnesbæ segir að fjölmargt fólk hafi komið að máli við Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, og óskað eftir því að allra leiða verði leitað til að sporna við mávinum, sem hefur verið með ágengari móti þetta sumarið. Kríuvarp þykir hafa tekist vel þetta árið og allt útlit fyr- ir að krían hafi nægilegt æti og því sé dapurlegt að horfa upp á eyði- leggingu þess af hálfu vargsins. Á meðfylgjandi mynd, sem Hauk- ur Óskarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Seltjarnarness, tók á golfvellinum á Seltjarnarnesi má sjá máv rífa í sig hálfstálpaðan kríuunga, en að hans sögn blöskrar golfurum vallarins hversu ágengur mávurinn er þetta árið og hversu stálpuð dýr hann ræðst á. Fulltrúar bæjarins hafa leitað ráða hjá Jó- hanni Óla Hilmarssyni fuglafræð- ingi sem segir að aðeins sé ein leið fær til að ráða niðurlögum mávsins og hún felist í því að fólk hætti að brauðfæða fuglana á Bakkatjörn. Ekki dugi að skjóta hann, eins og sumir hafa bent á. Á þessum árs- tíma hafa varpfuglarnir nægilegt æti og ekki þurfi að bæta við það. Brauðið laði mávinn að og ef það sé ekki á boðstólum fari þeir eitthvað annað í leit að æti. Því munu bæj- aryfirvöld á Seltjarnarnesi beita sér fyrir því að fólk hætti að gefa fuglunum á tjörninni brauð. Mávar rífa í sig kríuunga Ljósmynd/Haukur Óskarsson Vargur Mávurinn reif í sig hálfstálpaðan kríuungann á golfvellinum.  Fólk hvatt til að hætta að brauðfæða fugla á Bakkatjörn Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir, formaður Heim- dallar, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir endurkjöri. Ás- laug hefur gegnt embættinu síð- astliðin tvö ár en nú er ljóst að nýr formaður verður kjörinn á aðalfundi Heimdallar 31. júlí næstkomandi. „Ég er búin að sinna þessu emb- ætti í tvö ár og hef notið þess mjög. Núna tel ég góðan tímapunkt að hætta, þetta er búið að ganga frá- bærlega og ég held að starfið hafi eflst mjög,“ segir Áslaug og bætir við að tíminn sem formaður hafi ver- ið mjög lærdómsríkur. „Ég er í laga- námi og langar að einbeita mér að- eins meira að því,“ útskýrir Áslaug en aðspurð segist hún hvergi nærri hætt afskiptum af stjórnmálum. Áslaug Arna sækist ekki eft- ir endurkjöri Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Álagningar- og innheimtuseðlar einstaklinga eru aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra; www.rsk.is og www.skattur.is. Útborgun bóta og endurgreiðsla hefst 1. ágúst Barna- og vaxtabætur ásamt öðrum inneignum verða greiddar 1. ágúst. Innheimta eftirstöðva hefst á sama tíma. Unnt er að vitja inneigna hjá Tollstjóranum í Reykjavík og sýslumönnum um land allt. Álagningarskrár liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra, dagana 25. júlí til 8. ágúst 2013 að báðum dögum meðtöldum. Kærufresti lýkur 26. ágúst 2013. Álagningu skatta er lokið skattur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.