Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 ✝ Unnur Guð-mundsdóttir fæddist að Kvíg- indisfelli í Tálkna- firði 7. júlí 1924. Hún lést á dval- arheimilinu Grund í Reykjavík 17. júlí 2013. Unnur ólst upp á Kvígindisfelli hjá foreldrum sínum, þeim Guðmundi Kr. Guðmundssyni, f. 6. maí 1890, d. 6. febrúar 1969 og Þór- höllu Oddsdóttur, f. 12. júlí 1899, d. 3. ágúst 1997. Unnur var sjöunda í röð sautján systk- ina, þau eru í aldursröð: Óskar, Svava, Hörður, Haukur, Svan- borg, Reynir, Unnur, Karl, Þur- íður, Magnús, Guðmundur, Oddur, Guðbjartur, Fjóla, Víðir, Helgi og Rafn. Eiginmaður Unnar var Sveinn Jónasson frá Bandagerði í Gler- árþorpi, f. 16. maí 1924, d. 19. júní 2004. Unnur stundaði nám í Húsmæðra- skólanum að Stað- arfelli á Fells- strönd. Hún vann ýmis störf um ævina, var barn- fóstra í Englandi, var skips- þerna á olíuskipinu Hamrafelli sem þá sigldi á hafnir við Svartahaf, starfaði við versl- unarstörf en lengst af var hún dagmóðir í Reykjavík. Útför Unnar fer fram frá Neskirkju í dag, 25. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Unnur, mig langar til að minnast þín með fáeinum orð- um og þakka þér fyrir samfylgd- ina. Það sem kemur fyrst í huga mér er þegar ég var lítil stelpa að gista heima hjá þér og afa, fyrst á Reynimelnum og síðar á Ægisíðunni. Ég var svo heppin því þið bjugguð ekki langt frá mínu heimili þannig að ég gat labbað eða tekið strætó til ykkar, enda kom ég oft. Þú Unnur varst dagmamma svo þú varst alltaf heima og afi vann á bensínstöð- inni á móti heimilinu ykkar þannig að þið voruð alltaf til staðar. Þið voruð dugleg að ferðast og fékk ég oft að fara með í þær ferðir, það var alltaf jafn skemmtilegt. Það var ekki síður gott að koma til þín á ung- lingsárunum, þú nefnilega kunn- ir að hlusta og varst ekki með neinar prédikanir, en eins og flestir vita þá getur nú oft verið erfitt að vera unglingur þar sem enginn virðist skilja mann, en þú elsku Unnur mín vissir betur og varst ekki með neina sleggju- dóma heldur varst til staðar og sýndir unglingnum áhuga. Þú eignaðist sjálf aldrei nein börn, en það voru alltaf börn á heim- ilinu þínu þar sem þú varst dag- mamma, enda vön börnum þar sem þú passaðir þín yngri systk- ini heima í sveitinni. Þú sagðir mér frá lífinu í sveitinni og hvernig allir þurftu að hjálpast að, enda stór fjölskylda. Þú varst Unnur, konan hans afa míns, og þið tvö voruð alla tíð stór og sterkur klettur fyrir mér þar sem alltaf var öruggt og hlýtt skjól. Við vorum alltaf góðar vin- konur og þú og afi dugleg að heimsækja okkur fjölskylduna norður í land þegar við bjuggum þar. Þú varst afskaplega smekk- leg og alltaf vel tilhöfð og þú passaðir upp á að afi væri vel til fara. Heimilið ykkar var alltaf snyrtilegt og þótt þú hafir verið með lítil börn í pössun þá hélst það þannig, einfaldlega vegna þess að þú gafst þér tíma til þess að kenna þeim hvað mátti og hvað mátti ekki. Þegar ég hugsa til baka og fer yfir minningarnar þá sé ég hvað þú varst ótrúlega sterk og heil manneskja sem virti skoðanir annarra. Þú studd- ir afa alla tíð gegn hans böli og taldir það ekki eftir þér, enda sagði hann það oft að Unnur sín væri góð og mikil kona. Þú varst svo opin fyrir öllum nýjungum og ég man að þegar ég var að segja þér frá einhverju sem ég gerði eða ætlaði að gera þá hlóstu oft svo dátt og þú dáðist alltaf að því hvað maður væri hugrakkur eða duglegur að gera þetta og gera hitt. Þannig að þegar ég var búin að fá öll hrósin frá þér þá var ég bara afskap- lega ánægð með sjálfa mig. Unn- ur mín, ég er þér afskaplega þakklát fyrir vináttuna sem við áttum og ég samgleðst þér að vera komin á vit feðranna, til þeirra sem þér þykir vænst um og vera laus úr líkama þínum sem var orðinn svo þreyttur. Elsku Unnur mín, ég þakka þér fyrir alla þá umhyggju og hlýhug sem þú sýndir mér og mínum. Í draumi get ég heyrt trén vaxa, snjó- inn snjóa, stjörnurnar hvíslast á um tilgang lífsins. Í draumi get ég séð silfrið á tunglsteinunum speglast í skini sólarinnar. Dýrmætar perlur djúpt á hafsbotni, og ég sæki þær fyrir þig, því þú átt aðeins það besta skilið. (BB) Borghildur Sverrisdóttir. Nú er komið að kveðjustund að sinni, kæra Unnur. Ég vil þakka þér samfylgdina í gegnum árin. Þú varst glæsileg og góð kona, sem lifir í minningum okk- ar um ókomin ár. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi ei saka. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Kveðja, Brynja Sverrisdóttir. Unnur Guðmundsdóttir ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN STEINDÓRSSON, Lækjarbrún 3, Hveragerði, lést fimmtudaginn 18. júlí. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 27. júlí kl. 13.00. Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Kristinn Sigurjónsson, Auður Aðalsteinsdóttir, Þórkatla Aðalsteinsdóttir, Hörður Lúðvíksson, Sveinn Aðalsteinsson, Helga Pálmadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, DANÍEL JÓNSSON frá Dröngum, Skógarströnd, lést aðfaranótt laugardagsins 20. júlí á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 30. júlí kl. 13.00. Steinunn Bjarnadóttir, Hrafnkell Daníelsson, Karen Dögg Gunnarsdóttir, Aðalsteinn Bjarni Bjarnason,Kristín Guðbjörg Gísladóttir, Anna María Bjarnadóttir, Karl Einarsson og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra GUÐRÍÐUR BJARNHEIÐUR ÁRSÆLSDÓTTIR, Skúmsstöðum, Vestur-Landeyjum, sem andaðist laugardaginn 13. júlí, verður jarðsungin frá Akureyjarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 16.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Þorvaldsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginmaður minn, pabbi, tengda- pabbi, afi og bróðir, ALAN JAMES WINROW, Furuhlíð 29, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum, Fossvogi, þriðjudaginn 23. júlí. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 26. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á MND-félag Íslands. Innilegar þakkir til deildar B2 og MND-teymis Landspítalans. Tullia Emma Segatta, Anna Lydia Sigurðardóttir, Einar Þór Einarsson, Patrick Karl Winrow, Vala Karen Viðarsdóttir, Sara Jane Winrow , Emma Lousie Winrow, Andri Þór James Winrow, Patricia Winrow, Jane, Anne-Lise, Patrick Thinsy Winrow, Diana & Bill Saunders, Helen, Howard Saunders. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, BOLLI THORODDSEN, Sæbraut 6, Seltjarnarnesi, lést fimmtudaginn 18. júlí á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Neskirkju við Hagatorg mánudaginn 29. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Ragnhildur Helgadóttir, Emil Thóroddsen, Katla Gunnarsdóttir, Helgi Bollason Thóroddsen, Sigrún B. Bergmundsdóttir og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri HJALTI ÍSFELD JÓHANNSSON frá Skriðufelli í Þjórsárdal lést á Landakotsspítala föstudaginn 19. júlí. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 30. júlí kl. 13.00. Þökkum starfsfólki K-1 á Landakotsspítala fyrir sérstaklega góða umönnun. Sigurveig Ólafsdóttir, Haukur Hjaltason, Þóra Steingrímsdóttir, Ómar Hjaltason, Hjördís Kjartansdóttir, Pálmi Guðjónsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og bróðir, LÚÐVÍK HARALDSSON, fæddur Lloyd Martin Kyvik, Krossi, Ölfusi, lést á heimili sínu föstudaginn 19. júlí. Jarðarförin fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 14.30. Eyrún Rannveig Þorláksdóttir, Ragnheiður Lúðvíksdóttir, Þorsteinn Jóhann Vilmundarson, Magnús Arnulf Lúðvíksson, Laufey Jónsdóttir, afabörn, langafabörn, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Hreinn Sig-urgeirsson fæddist á Seyð- isfirði 1. maí 1933, hann lést á Land- spítalanum 15. júlí 2013. Foreldrar hans voru Vigfús Sigurgeir Þórð- arson, f. í Koll- staðagerði, S.-Múl., 16. júní 1885, d. 1. desember 1953, og Sigrún Matthildur Einarsdóttir, f. í Borgarfirði eystra, N.-Múl., Sigurður Sigurgeirsson, f. 1935, d. 1991. Árið 1966 gekk hann að eiga Jónínu Guðrúnu Kjartansdóttir, þau skildu 1974. Þau eignuðust tvær dætur. 1) Rannveig Hreinsdóttir, f. 21. desember 1965, sambýlismaður hennar er Sturla Helgi Magnússon. Dóttir hennar er Hekla Rún Lýðsdótt- ir. 2) Hrafnhildur Hreinsdóttir, f. 25. október 1968, sambýlis- maður hennar er Guðmundur Árnason. Dóttir Hrafnhildar er Saga Rut Hrafnhildardóttir. Eftirlifandi sambýliskona Hreins er Lára Gunnarsdóttir, f. 11. janúar 1929, sonur hennar er Viðar Sigurðsson, kvæntur Hafdísi Guðnýju Jakobsdóttur og eiga þau tvo syni, Jakob Marel og Þorkel Mána. Hreinn ólst upp á Seyðisfirði í hópi margra systkina, og voru þau gjarnan kennd við Bak- húsið á Seyðisfirði. Hann fór ungur í sveit í Borgarfjörð eystri og bar hann miklar til- finningar til fjarðarins fallega. Hann hóf ungur að bera björg í bú, bæði til sjós og lands. Hreinn hafði mikinn áhuga á bæði stangveiði og skotveiði og reyndi að komast eins oft og mögulegt var til veiða meðan heilsa leyfði. Þá hafði hann óbilandi trú og áhuga á Massey Ferguson-dráttarvélum. Hreinn flutti til Reykjavíkur 1977 og bjó þar og í Kópavogi til ævi- loka. Útför Hreins fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 25. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 13. 29. júní 1897, d. 17. október 1991. Systkini Guð- mundur Haraldur Sigurgeirsson, f. 1924, d. 2006, Björg Guðbjört Sigurgeirsdóttir, f. 1926, d. 2002, Ein- ar Sigurgeirsson, f. 1928, d. 2009, Jón Bjartmar Sigur- geirsson, f. 1930, d. 1956, Margrét Ingibjörg Sig- urgeirsdóttir, f. 1931, d. 2003, Hann pabbi okkar, Hreinn Sigurgeirsson, lést 15. júlí sl. eft- ir nokkur veikindi. Upp í hugann koma ótalmargar minningar um þennan góða mann. Hann var ekki fullkominn frekar en nokk- urt okkar, en hann var samt pabbi okkar og við eigum eftir að sakna hans mikið. Sérstak- lega eigum við eftir að sakna þess að heyra ekki í honum og fá fréttir af veðrinu, þegar við er- um á ferðalögum um landið. Hann hringdi þá gjarnan tvisvar á dag til að láta okkur vita allt um veðurspána sem framundan var. Við systur vorum á enn einu ferðalaginu þegar hann veiktist alvarlega. Það fór nú svo að hann lést, miklu fyrr en nokkur hafði búist við. Við ákváðum samt að halda ferð okkar áfram, eins og hann hefði viljað. Fórum í sveitina hans Borgarfjörð eystri og áttum þar fallega minningarstund og þá var skálað í malti í gleri. Þó svo að pabbi hefði verið fæddur á Seyðisfirði þá var það samt Borgarfjörður eystri sem átti hug hans allan og þar átti hann margar góðar stundir með veiðistöngina á bakkanum eða byssuna á öxlinni. Við eigum honum pabba okk- ar margt að þakka og margs er að minnast. Við kveðjum hann með söknuði og þökk fyrir allt og allt, með fallegu ljóði um fjörð- inn hans pabba, Borgarfjörð eystri: Brosir við mér Borgarfjörður, björt mig heillar töfrasýn, þú ert vel af guði gerður, góða fagra sveitin mín. Máttug tign og töfra veldi traust í þínum faðmi býr, þegar sól á sumarkveldi signir geislum fjöllin hýr. Hér bunar foss í bröttum hlíðum, hér bærir kaldinn skógargrein, hér kyssir aldan kossi blíðum, kaldan sandinn sker og hlein. Hér liðast áin lygn fram dalinn, hér lifna blóm um fjallasal. Þú munt lengi af lýðum talin, ljúfa sveitin, byggða val. (Björn Steinsson) Rannveig og Hrafnhildur. Afi Hreinn er dáinn. Við eig- um eftir að sakna veiðiferðanna með honum. Hann afi kenndi okkur nefnilega að veiða. Við vorum nú ekki alltaf alveg að gera réttu hlutina, en hann var ótrúlega þolinmóður. Við eigum alltaf eftir að hugsa til afa Hreins, þegar við förum að veiða. Það kom líka oft fyrir þeg- ar við hittum hann að hann laumaði smá vasapeningum í lóf- ann okkar, þannig að enginn vissi. Við vildum óska þess að við hefðum getað átt fleiri stundir með honum, en við vitum að nú líður afa betur og hann er á betri stað, þar sem veikindi eru ekki að hrjá hann. Guð geymi afa Hrein. Saga Rut og Hekla Rún. Hreinn Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.