Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013
Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is
Óviðjafnanlegur stýrisbiti
Tveir drifmótorar - lágmarks dekkjaslit
Dempun - mastur liggur í gúmmípúðum
Fáanlegur með innbyggðu hleðslutæki
Spólvörn – Góð vinnuaðstaða
Gott útsýni í gengum mastur
Fáanlegir gámagengir uppí 5 tonn
Góð og örugg eftirþjónusta
Rafmagnslyftarar
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það snýst meira um „hvern“ þú
þekkir en „hvað“ þú veist. Gefðu ástvini
gætur og sinntu þörfum hans.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert að leita að einhverju til þess
að trúa á, því allt sýnist dálítið loft- og
þokukennt. Mundu bara að vera þú sjálf/
ur; allur leikaraskapur mun gera ástandið
verra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Óvissa í sambandi getur vakið
ótta en þarf ekki að gera það. Slappaðu af
og leyfðu hlutunum að hafa sinn gang.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Siðareglum þarf að fylgja. Rök-
hugsun þín og vilji til þess að hjálpa verða
þess valdandi að aðrir virða þig. Þú gætir
átt von á heimsókn frá gömlum vini.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Nú kemur að því að þið fáið við-
urkenningu fyrir viðleitni ykkar og hæfi-
leika. Láttu ekki gömul mistök bitna á nú-
tímanum, því verður ekki breytt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Óvænt uppákoma verður þess
valdandi að gamlar minningar koma upp á
yfirborðið. Einstakt samband þitt við fjöl-
skylduna er lykillinn að hamingju þinni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Fátt er eins dýrmætt og að eiga góðan
sálufélaga sem hægt er að deila með gleði
sinni og sorgum. Rífðu tossalistann í
tvennt. Þú hefur klárað hann.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Heili þinn getur sogað í sig
allt nýtt, betur en nokkur annar heili. Ekki
láta tala þig inn á að bera skarðan hlut frá
borði, ef þú vilt það ekki.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ekki er allt gull sem glóir og
þar sem skjótfenginn gróði virðist innan
seilingar getur verið skammt í tapið. Eitt-
hvað er reynt í fyrsta sinn og heppnast
þegar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gott fordæmi þitt hjálpar öðrum
til þess að standa við skuldbindingar sínar.
Nú er komið að þér að leyfa öðrum að láta
ljós sitt skína.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fólk sem hefur þann hæfileika
að koma öðrum saman nýtur blessunar.
Dagurinn er ákjósanlegur fyrir rómantík,
daður og skemmtanir með börnum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú munt eiga árangursríkar sam-
ræður um sameiginlegt eignarhald og pen-
inga. Lausnir á öðrum vandamálum gætu
þó skotið upp kollinum.
Það er jafnan hátíð þegar Hjálm-ar Freysteinsson kastar fram
limru. Að þessu sinni ber hún yfir-
skriftina: „Ekki vildi ég eiga
Hrefnu“:
Hrefna var fræg fyrir hótfyndni,
hranaleg tilsvör og fúllyndi.
Átti fínasta mann
en forsmáði hann,
kallað’ann rolu og kvikindi.
Hann yrkir jafnframt um litla
slysasögu:
Fullorðinn maður sér flýtti inn á bað
en flísarnar voru þá dálítið hálar,
svo á honum sannaðist akkúrat það
að aðgát skal höfð í nærveru skálar.
Jón Arnljótsson svaraði:
Misjöfn er auðvitað mannanna frækni,
margir við skál líkjast törfum.
Helst minnir þetta á heimilislækni
sem hættur er nýlega störfum.
Ýmis hagmælsk gæludýr hafa
skotið upp kollinum í Vísahorni.
Eitt þeirra er kisan Jósefína Diet-
rich sem kastar fram heilum brag
að þessu sinni:
Úlfhildur fiskifluga
var ferleg og gríðarstór.
Fólk vissi ekki hvaðan hún kom
eða hvert hún fór.
Hún flögraði og fæturnir löngu
fálmuðu allir sex
og tennurnar voru eins og tennur
í tyrannosaurusi rex.
Hún sveimaði geðvond og soltin
og suðandi illum róm,
fólk hámaði í sig með húð og
með hári og buxum og skóm.
En ég er hún Jósefína
og ég hef með lipurri kló
á vísitá vinstri fótar
veitt hana svo að hún dó.
Steinunn P. Hafstað svarar kisu:
Lítil þúfa þungu hlassi
þykir mér nú hafa velt.
Fárra er á færi skassi
að farga í kvæði - dýrt er selt!
Þá Skúli Pálsson:
Blessuð fiskiflugan sá
feigðina að sér steðja,
litla krúttið þurfti þá
þetta líf að kveðja.
Ágúst Marinósson orti af öðru tilefni:
Iðrasótt fékk strákur stranga
stundi lengi í gríð og erg.
Féll á kné með fölva á vanga
faðmaði að sér Gustavsberg.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af hótfyndni, flugu og
hagmæltum gæludýrum
Í klípu
„ÞÚ SEGIR AÐ FÓLK SÉ AÐ FYLGJAST
MEÐ ÞÉR. ERT ÞÚ EKKI LÍKA AÐ HORFA
Á ÞAÐ?“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„LYFTAN ER BILUÐ. ÉG ÞARF AÐ FARA
MARGAR FERÐIR MEÐ ALLAN FARANGUR-
INN YKKAR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fara í 9 tíma flug
til að vera með honum.
ÓDÝR MEÐFER
Ð
EINLÆGNI
FYRIR
VIÐSKIPTI
PYLSUR
ÉG ER FARINN TIL
ENGLANDS Í LEIT AÐ
ÓDAUÐLEIKA!
AFHVERJU TEKURÐU
MEÐ ÞÉR GOLF-
KYLFUR?
EF ÉG FINN EKKI ÓDAUÐLEIKANN,
ÞÁ KEMST ÉG ÞÓ ALLAVEGA Í 18
HOLUR Í GOLFI!
HÓST!
HÓST!
GRETTIR! ÉG VAR AÐ KAFNA
Á HNETU OG ÞÚ SAST BARA
ÞARNA!
EIGUM VIÐ
HNETUR?!Víkverji sat einhverju sinnisnemma laugardagsmorguns
við tölvuna við löngu gleymd skrif
þegar hann heyrði brak og bresti
inn um gluggann. Hann leit út og
blöstu þá við tveir ungir menn,
nokkuð við skál, og gerði annar sér
að leik að sparka í hliðarspegilinn á
öðrum hvorum bíl, sem hann gekk
fram hjá. Víkverji æmti og skræmti
út um gluggann án þess að menn-
irnir létu sér bregða og hljóp út í
dyr á náttfötunum. Síðan hringdi
hann á lögregluna, sem kom sam-
stundis, en þá voru mennirnir á bak
og burt. Eftir stóðu ummerkin um
morgungöngu félaganna, glerbrot á
gangstéttinni og brotnir speglar,
sem héngu niður, vitagagnslausir
og vitaskuld undanþegnir bótum
hjá tryggingafélaginu.
x x x
Þessi morgunstund rifjaðist uppfyrir Víkverja þegar hann
heyrði fréttir af skemmdum á lista-
verkum í miðbænum. Annars vegar
var um að ræða flotlistaverk í
Bernhöftstorfunni, sem nátthrafnar
í Reykjavík höfðu ekki getað séð í
friði. Hins vegar var einhvers konar
táknmynd um þá, sem eru í mið-
bænum að næturlagi, fimm þvag-
flöskur, þrjár með þvagi, tvær með
bjór, í glerkassa á Skólavörðustíg.
Þvagið var væntanlega tileinkað öll-
um þeim, sem fara í húsgarða í mið-
bænum til að kasta af sér vatni.
Kassinn utan um verkið mun hafa
verið rammger og ólíklegt að hægt
hafi verið að brjóta hann án verk-
færa. Það hlýtur að teljast nokkuð
kaldhæðnislegt og bera vitni um
hvað þetta verk er tímabært að
skemmdarvargarnir skyldu ekki
geta séð það í friði.
x x x
Fréttirnar af þessum skemmdar-verkum eru ekki nema toppur á
ísjaka, en segja þó sína sögu af því
sem fram fer þegar rennur á menn
og hömlurnar hverfa, og það grát-
lega er að yrði gengið á þetta fólk
um hvað því gengi til yrði svarið lík-
lega í ætt við niðurlag á frétt, sem
eitt sinn birtist í Morgunblaðinu:
„Gat maðurinn enga skýringu gefið
á athæfi sínu.“
víkverji@mbl.is
Víkverji
Þess vegna getur hann og til fulls frels-
að þá sem hann leiðir fram fyrir Guð
þar sem hann ávallt lifir til að biðja
fyrir þeim. (Hebreabréfið 7:25)