Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 ✝ Jóhann GeorgJóhannsson fæddist í Keflavík 22. febrúar 1947. Hann lést á líkn- ardeild LSH 15. júlí 2013. Jóhann var son- ur Lovísu Að- alheiðar Guð- mundsdóttur, f. 19.11. 1924, d. 14.8. 1986 og Jó- hanns Georgs Runólfssonar, f. 2.2. 1920, d. 11.1. 1947. Fóst- urfaðir hans er Reynir Ólafs- son, f. 29.5. 1927. Bróðir Jó- hanns var Eiríkur Sverrir, f. 13.5. 1945, d. 20.5. 1971. Hálf- systkini sammæðra eru Guð- mundur Sigurjón Reynisson, f. 30.10. 1949, Ólafur Ingi Reynisson, f. 26.1. 1952, Jana Malena Reynisdóttir, f. 17.5. 1953, d. 22.5. 1991 og Katrín Sigríður Reynisdóttir, f. 12.8. 1960. 2000. Hann naut leiðsagnar í myndlist hjá Hringi Jóhann- essyni listmálara. Jóhann var rytmagítar- og bassaleikari, söngvari, laga- og textasmið- ur og upptökustjóri. Jóhann var í skólahljómsveit Sam- vinnuskólans 1963-1965, Straumum 1965, Óðmönnum I 1966-68, Musica Prima 1968- 69, Óðmönnum II 1969-70, Töturum 1970, Náttúru 1972 og hóf sólóferil 1972. Jóhann var í Póker 1978 en sinnti að- allega lagasmíðum, myndlist og réttindabaráttu tónlist- arfólks eftir það. Jóhann hélt fyrstu málverkasýninguna í Casa Nova 1971 og margar einkasýningar eftir það. Hann gaf út ljóðabókina Flæði 1977, hljóðbækur með draugasögum og söguljóðum 1982, og 37 laga nótna- og textabókina Gullkorn Jóhanns G. Jóhanssonar 1991. Jóhann samdi rúmlega 200 lög og texta sem komu út á plötum, þ.á m. til stuðnings ýmsum málefnum, s.s. Tóm tjara 1977, textann Hjálpum þeim 1985, Yrkjum Ísland 1994 og endurgerð Hjálpum þeim 2011 með nýjum flytjendum. Helstu hljómplötur Jóhanns eru: Óðmenn 1970, Langspil 1974, Mannlíf 1976, Kysstu mig – Íslensk kjötsúpa 1978, Myndræn áhrif 1988, Gullinn sax – instrumental með Hall- dóri Pálssyni 1993, Asking For Love 1997, Þrír pýramíd- ar 1999, Gullkorn JGJ 2003, Á langri leið 2009 og Jó- hannG – In English 2010. Jó- hann var framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Gall- erys Lækjartorgs, síðar Lista- miðstöðvarinnar 1980-1985. Hann var einn af stofnendum Samtaka alþýðutónskálda og textahöfunda 1979 og Félags tónskálda og textahöfunda 1983 og sat í stjórn FTT 1983-1989. Hann var upphafs- maður Músíktilrauna 1982 ásamt Ólafi Jónssyni for- stöðumanni Tónabæjar, rak Tónlistarbarinn Púlsinn 1990- 1993 og var í stjórn Samtaka um byggingu tónlistarhúss. Jóhann var félagi í samtökum íslenskra myndlistarmanna og var gerður að heið- ursfélaga FTT árið 2003. Útför Jóhanns fer fram frá Fríkirkjunni í dag, 25. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Dóttir Jóhanns og Bergþóru Þor- steinsdóttur, f. 17.8. 1949, er Alma Dögg, f. 17.8. 1967. Sonur Jóhanns og Árnýj- ar Jóhannsdóttur, f. 29.12. 1948, er Ívar Jóhann, f. 9.3. 1970. Dóttir Jóhanns og Krist- rúnar Þóru Clau- sen, f. 17.2. 1953, er Hall- dóra, f. 12.6. 1970. Sambýliskona Jóhanns til 27 ára er Halldóra Jónsdóttir, f. 11.5. 1947. Dætur hennar eru Fríða Methúsalemsdóttir, f. 16.10. 1966 og Jóhanna Methúsalemsdóttir, f. 26.4. 1970. Jóhann lauk Samvinnu- skólaprófi frá Bifröst 1965 og nam tölvutónlist, tónfræði og tónlistarsögu við Tónlistar- skólann í Kópavogi 1995- Elsku pabbi minn, það er með mikilli sorg í hjarta sem ég kveð þig í dag. Ég hafði ekki mikið af þér að segja framan af í lífi mínu, ég sá þig samt yfirleitt alltaf á jól- unum þegar þú birtist með pakka og það var hátindur jólanna að sjá þig þó það væri aðeins í skamma stund. Ég fékk alltaf plötur sem ég spilaði út í eitt og söng með. Ég man sér- staklega eftir þegar ég fékk Furðuverk með Rut Reginalds en þá hef ég verið 8 ára, þessi plata var í miklu uppáhaldi og ég kunni hvert einasta lag utan að og var voðalega stolt af því að pabbi minn hefði samið þessi flottu lög. Við fórum að vera í meira sambandi þegar ég nálgaðist unglingsárin og þar komst þú sterkur inn á hárréttum tíma þegar ég virkilega þurfti á þér að halda, þú hafðir mikil áhrif á að ég færi í rétta átt og hefur síðan verið mín stoð og stytta, sérstaklega þegar ég hef farið yfir hinar ýmsu hindranir í líf- inu, þá hefur verið mér mikils virði að geta leitað til þín. Það hefur alltaf verið svo gott að kíkja til ykkar Halldóru í spjall og þú áttir það oft til að galdra fram heitt súkkulaði og vöfflur stelpunum mínum til mikillar ánægju, oft fékk ég líka að heyra nýja tónlist sem þú hafðir verið að vinna að og sýnd- ir mér nýjar myndir sem þú hafðir verið að mála. Óhætt er að segja að hápunkturinn um jól og páska hjá okkur fjölskyld- unni var að koma til ykkar og borða saman og spjalla um lífið og tilveruna, við eigum eftir að sakna þessara stunda ákaflega mikið. Í veikindum þínum sýndir þú vel hvað þú varst mikill bar- áttumaður og fórst þínar eigin leiðir, þær sem þú trúðir að gætu hjálpað þér að ná heilsu, en því miður dugði það ekki til. Þú barðist með öllum kröftum fram á síðustu stundu. Við eydd- um töluverðum tíma saman und- ir það síðasta og ég fékk að hjálpa þér með hitt og þetta, þetta var dýrmætur tími sem ég mun ávallt geyma í hjarta mér. Það var ómetanlegt að eiga þig að, yndislegi pabbi minn, ég elska þig svo mikið og sakna þín, þú ert og verður alltaf fyr- irmyndin mín. Þín dóttir, Halldóra. Við kveðjum elsku stjúpföður okkar, Jóhann G. Jóhannsson, með mikilli sorg og trega í hjarta. Jói eins og við kölluðum hann alltaf var í sambúð með mömmu síðustu 27 árin og öll þau ár var hann dýrmætur og mikilvægur hluti af lífi okkar systra. Við bjuggum báðar um tíma með mömmu og Jóa og áttum með þeim óteljandi yndislegar stund- ir. Eftir að við fluttum til út- landa dvöldum við alltaf á heim- ili þeirra þegar við komum heim í lengri eða skemmri tíma og þá var iðulega öllu tjaldað til og slegið upp veislu með dýrind- ismat og með því. Jói var svo mikill herramaður og rausnar- legur heim að sækja. Hann var yndislegur við börnin okkar og gríðarlegur húmoristi og alltaf mikið um hlátur og gleði í kring- um hann. Jói var alltaf til stað- ar, studdi við bakið á okkur systrum í lífsins ólgusjó og gaf okkur góð ráð. Hann var alltaf tilbúinn til að setja sig inn í okk- ar hjartans mál og heyra okkar hlið enda leituðum við oft til hans eftir ráðleggingum. Yndisleg tónlistin hans og listsköpun hefur verið mikill innblástur í líf okkar. Tónlistin hans hefur verið spiluð og elsk- uð á heimilum okkar árin öll og verður áfram gleðigjafi okkar eins og annarra landsmanna. Eitt sinn var eiginmaður minn (Jóhönnu) Paul að reyna að út- skýra fyrir vinum okkar í Bandaríkjunum hversu mikill merkismaður Jói var og tók hann þá svo snilldarvel til orða að hann væri einskonar Paul McCartney Íslands og því erum við systur sammála. Við systur vorum virkilega nánar Jóa og gátum talað við hann um alla hluti og treyst fyr- ir okkar dýpstu leyndarmálum. Hann var sannur vinur okkar og fór mjög varlega og fallega með hlutverk sitt sem stjúpfaðir og metum við það mikils. Hann reyndi aldrei að ráðskast með okkur heldur hvatti, lagði til lausnir og ræddi málin. Hann hafði alltaf óbilandi trú á okkur og því sem við tókum okkur fyr- ir hendur og sparaði ekki hrósið. Einnig var hann alltaf með ein- hverjar skemmtilegar hugmynd- ir um hvernig hægt væri að nýta hin og þessi tækifæri í lífinu. Hann var ljúfur, hæfileikaríkur og gull af manni og við munum sakna hans gríðarlega sárt. Langt langt í fjarska handan tíma og rúms býr friður líkur vatnsborði ósnertur af gárum vindsins þar er óskaland mitt þangað vil ég komast. (Jóhann G. Jóhannsson) Ást og friður, Fríða og Jóhanna Methúsal- emsdætur, Paul Weil, India Salvör, Lóla Salvör og Jesse Þórir. Elsku afi. Þú samdir mörg af mínum uppáhaldslögum og ég hef alltaf verið mjög montin af þér. Alltaf þegar ég fór í mat til þín um jólin og um páskana náð- um við að tala mikið saman og þú ert mér mjög mikil fyrir- mynd. Þú varst ekki bara snill- ingur í að mála, syngja og semja tónlist, heldur varst líka frábær kokkur. Það hefur alltaf verið hápunkturinn á jólunum og páskunum að koma í mat til þín. Þú ert viljasterkasta mann- eskja sem ég hef kynnst, þú varst ákveðinn í að sigra þennan sjúkdóm og þú gafst aldrei upp. Mér finnst rosalega erfitt að þú sért farinn en ég er mjög þakk- lát að hafa fengið að kveðja þig uppi á líknardeild og segja þér allt sem ég vildi segja þér. Ég sakna þín sárt og ég elska þig mjög mikið. Þín Íris Lea. Þegar ég var lítil og spurð hvort Jóhann G. væri hálfbróðir minn, þá svaraði ég ákveðin: Nei, hann er bróðir minn. En þið eruð ekki með sama föð- urnafn? Ég svaraði: hann er bróðir minn. Í mínum huga var ekki til neitt sem heitir hálf- systkini. Jóhann var góður stóri bróðir sem annaðist mig með vænt- umþykju, vináttu og kærleika. Ég á honum margt að þakka. Það var gott að tala við Jóa um hvað sem var; hann var úrræða- góður og með sterka réttlæt- iskennd. Þó svo að við Jói vær- um ekki alltaf sammála kom hann ávallt fram við mig sem jafningja. Að hann skyldi leita álits hjá mér, litlu systur, um tónlistarval á plötur sínar segir mikið til um hvernig hann var. Þetta hef ég reynt að hafa að leiðarljósi í mínu starfi sem kennari. Börn eru líka fólk. Við vorum sex systkinin og ég langyngst. Eiríkur var elstur, hann lést þegar ég var tíu ára. Hann var mikill tónlistarmaður eins og Jói og höfðu þeir hvetj- andi áhrif hvor á annan. Það sama má segja um Gumma bróður. Gummi samdi t.d. lagið „Taktu þér tíma“ og Jói samdi textann. Mikið líf var á heimili for- eldra okkar, sem var stundum eins og lestarstöð. Sumir stopp- uðu stutt, aðrir lengur. Það var ekki mikið plássið en þeim mun meira hjartarúm. Stofan var teppalögð og á dýnum á gólfinu sváfu tónlistarsnillingarnir. Um hádegið mættu þeir í kjötsúpuna hjá pabba. Mamma spilaði á orgel og gítar. Það leið varla sá dagur að hún settist ekki við orgelið og söng. Öll nutum við góðs af og oft sungum við systk- inin með henni. Hún miðlaði til okkar ást á tónlist en ég sé það núna að pabbi gaf okkur kjark og þor sem þarf til að skapa og er hann enn að 86 ára gamall. Jói var góður drengur og mikill kærleikur var á milli hans og mömmu. Pabbi var mikið á sjó og Jói var þá hægri hönd mömmu. Mamma gat alltaf leit- að til hans þegar á reyndi. Ef hún vissi ekki hvernig átti að taka á mér á unglingsárunum lét hún hann tala mig til. Þegar ég fór í Kennó urðum við Jói ná- grannar. Það var indælt að heimsækja hann og Halldóru á þeirra fallega heimili. Eftir að ég fluttist til útlanda er það mér minnisstætt þegar Jói sendi okkur jólagjafir, hangikjöt og grænar Orabaunir. Litla systir þurfti að fá sinn íslenska jóla- mat. Þegar við Jói töluðum síðast saman í síma spurði hann frétta af sonum mínum, þeim Ara og Óðni. Hann hafði orð á því hvað honum þætti Ari líkjast Eiríki bróður. Þá sagði ég á móti hvað mér fyndist Óðinn líkjast honum sjálfum þegar hann var í hljóm- sveitinni Óðmönnum með sitt síða hár. Það vantaði bara skeggið. Það er mér mjög dýrmætt í dag að hafa náð að vera með Jóa bróður og fjölskyldu þessa síð- ustu daga hans. Það styrkir í sorginni þó sorgin svíði í hjart- að. Það er minn auður að eiga Jóa að sem bróður. Í minning- unni mun hann lifa sem stóri bróðir með stórt hjarta. Kær- leikurinn var hans stóri sjóður. Elsku bróðir, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Minning þín er ljósið í lífi okkar. Elsku Halldóra, elsku pabbi og aðrir ástvinir, megi kærleik- ur Jóhanns styrkja okkur öll. Þín systir, Katrín, Ari og Óðinn. Jóhann Georg Jóhannsson, náfrændi minn og mikill vinur frá barnæsku, hefur kvatt þetta tilverustig eftir hetjulega en erf- iða baráttu við þann sjúkdóm sem er einn mesti skaðvaldur mannkynsins. Eldri bróðir Jó- hanns, Eiríkur Sverrir, Jóhann og ég vorum systkinabörn og ól- umst allir upp hér sem nú er kallaður Reykjanesbær, þeir bræður í Ytri-Njarðvík en ég í Keflavík. Við frændur lékum okkur mikið saman sem krakk- ar, enda meiri samgangur í fjöl- dskyldum í þá daga. Vináttan hélst alla ævi og sambandið rofnaði aldrei þó ekki yrði það eins náið með aldrinum og á æskuárum. Fljótlega kom í ljós að þeir bræður Jóhann og Eirík- ur voru mjög músíkalskir og ungir stofnuðu þeir hljómsveit- ina Óðmenn ásamt frænda sín- um Val Emilssyni og Engilbert Jensen. Óðmenn urðu ein allra vinsælasta hljómsveit landsins og að öðrum ólöstuðum fór Jó- hann þar fremstur í flokki, enda mikill foringi. Eiríkur lést að- eins 26 ára gamall og Valur frændi þeirra bræðra fyrir tveimur árum. Jóhann stofnaði síðar Óðmenn 2 ásamt frábær- um músíköntum, en sú hljóm- sveit spilaði annars konar mús- ík, stundum kennda við hljómsveitina Cream, enda hafði músíksmekkur Jóhanns breyst þá. Jóhann spilaði með öðrum hljómsveitum og sú fyrsta þeirra, ef ég man rétt, hét Straumar og kom frá Borgar- nesi, en Jóhann stundaði þá nám á Bifröst í Borgarfirði. Eftir Jó- hann Georg Jóhannsson liggur fjöldinn allur af þekktum og vin- sælum lögum, og fer þar að öðr- um ólöstuðum fremst í flokki líklega lagið Don’t try to fool me, en það flutti Jóhann sjálfur og gerði geysivinsælt. Jóhann samdi fjöldann allan af vinsælum lögum fyrir aðra flytjendur, lög sem margir hafa aldrei vitað að væru eftir Jó- hann. Má þar nefna, Glaumbæ, Traustur vinur, Tala um þig og lagið Kærleikur, sem mér hefur alltaf fundist eitt mesta meist- araverk Jóhanns. Jóhann gaf út frábæra söngvabók með lögum og textum og mæli ég með að fólk nálgist hana því þar er að finna mörg hans bestu lög. Jóhann sneri sér að málara- listinni og náði þar miklum og góðum árangri, en sjá má verk hans víða, meðal annars í mörg- um opinberum stofnunum. Ég læt þessi fátæklegu orð duga um hann Jóhann frænda minn, ég gæti minnst svo margs en veit að margir aðrir munu skrifa og fylla upp í hans feril. Við Maggy, konan mín, sendum elskulegri sambýliskonu Jó- hanns, Halldóru, börnum hans, barnabörnum, systkinum, öðrum ættingjum hans og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, minn kæri frændi, Guð geymi þig um alla eilífð. Lengi mun minning þín lifa. Kristján Ingi Helgason. Elsku frændi. Við hefðum viljað hafa þig á meðal okkar svo miklu lengur og fá notið hæfileika þinna og atorku. Þú varst stóri frændinn sem ég horfði upp til sem unglingur, varst í alvöru hljómsveit og söngst frumsamin lög og texta. Frá fermingaraldri fylgdumst við Gummi bróðir þinn náið með þér og síðar Óðmönnum stíga sín fyrstu skref, með alls þrjá frændur innanborðs. Síðar áttu leiðir okkar eftir að liggja sam- an við margvísleg tækifæri á vettvangi tónlistarinnar. Mér er minnisstætt þegar við hittumst í London ungir menn og leyfðum hvor öðrum að hlusta á glænýj- ar upptökur. Þú hafðir þá nýlok- ið við að hljóðblanda þitt metn- aðarfulla Langspil og enn í dag fæ ég ekki skilið hvers vegna „Dońt Try To Fool Me“ er ekki löngu orðið þekkt á alþjóðavísu. Í byrjun níunda áratugarins varst þú einn aðalhvatamaður að stofnun hagsmunasamtaka laga- og textahöfunda nýgildrar tón- listar og vannst þar mikið og óeigingjarnt brautryðjandastarf. Þú varst jafnframt annar af upphafsmönnum Músíktilrauna, sem svo sannarlega hafa sannað tilverurétt sinn. Á upphafsárum mínum í tónlistinni leitaði ég gjarnan til þín varðandi ýmis álitamál og gekk ætíð vísari af þeim fundum. Kæra Halldóra, börn, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk og megi minningin um Jóa fylla hjörtu ykkar gleði og þakklæti. Jóhann Helgason. Eftir fyrsta veturinn minn í leikhúsinu var ég svo blankur að ég fór austur á firði í síld um sumarið. Þetta var árið 1966 og Revolver-plata Bítlanna rétt komin út. Einn daginn þar sem við stóðum hreistraðir upp fyrir haus í saltinu birtist á planinu þessi líka ofursvali gæi í marg- litum röndóttum buxum. Það varð smá hlé á söltun meðan síldarstúlkurnar meðtóku þetta. Þarna voru Óðmenn mættir til að halda ball í samkomuhúsi Reyðarfjarðar sem þeir og gerðu með stæl þá um kvöldið. Þessar buxur voru til umræðu í matar- og kaffitímum lengi á eftir. Það var síðan um það bil þremur árum síðar, þegar Litla leikfélagið fór að huga að popp- söngleik, að eigandi þessara frægu buxna var kallaður til og við Jói G. kynntumst formlega. Það var orðinn svolítið annar bragur á Jóa, kominn með Óð- menn II sem hann kallaði svo. Þá var örlítið þyngra rokk á boðstólum en hægt var að bjóða síldarstúlkum upp á. Spilltur heimur var boðskapurinn sem hljómaði úr þessum hópi; „þar sem jafnrétti og bræðralag eru orð á hvítri örk“ eins og þar stendur. Þessi hópvinna við poppleikinn Óla, sem stóð yfir í hálft ár eða meira, var ótrúlega gefandi og skemmtileg og Jói fór á kostum, setti jafnvel lag við sjálfan kærleiksboðskapinn. Þegar því ævintýri lauk héldum við áfram vinskap og ég hannaði fyrir hann blaðaúrklippuumslag- ið um plöturnar tvær sem voru það síðasta sem Óðmenn gerðu. Við spauguðum stundum með það, við félagarnir, að fyrst hefðu Óðmenn gert svarthvítt „dagblaðacover“ og síðan hefðu minni spámenn eins og Jethro Tull og John Lennon fylgt í kjölfarið. Jói var að byrja að mála á þessum árum og eins og hans var von og vísa var ekkert verið að tvínóna við hlutina. Við skelltum upp fyrstu málverka- sýningunni hans í Casa Nova Menntaskólans, sem þá var einn af sýningarsölum bæjarins. Það eru margar góðar minningar frá þessum tíma í Tjarnarbæ og á Ljósvallagötunni þar sem Óð- menn höfðu aðsetur á þessum tíma. Menn fóru sinna erinda fótgangandi á þessum árum og Jói hafði sitt lag á því. Hann valdi sér takt til að labba í og við taktinn svifu svo til hans lag- línur úr eternum. Þegar ég sá hann tilsýndar á götu fylgdist ég grannt með fótaburðinum og ef ég sá að hann var mjög taktfast- ur og Jói í þungum þönkum lagði ég lykkju á leið mína og lét mig hverfa, því ekki vildi ég eyðileggja næsta „smell“ í fæð- ingu. Mér er nær að halda að þessi aðferð hans Jóa hafi fært okkur tærari dægurperlur og léttari tón því móttökuskilyrðin eru jú best útivið. Svo tók alvara lífsins við og ekki eins mikill tími til að leika sér og láta sig dreyma en ævinlega þegar við hittumst á förnum vegi félagarn- ir vorum við aftur komnir á flug og farnir að plana ný pródúkt. Þegar ég fer yfir lagalistann hans Jóa, sem er orðinn ærið langur, þá heyri ég víða óma frá þessum árum friðar og blóma og fyllist þakklæti fyrir að hafa átt samleið með góðum dreng, þó fátt hafi breyst og enn sé þetta „spilltur heimur“. Jón Þórisson. Fallinn er frá góður vinur. Kynni okkar Jóhanns, eða Jóa G eins og hann var ávallt kallaður, hófust fyrir sléttum 40 árum. Þá vantaði mína fyrstu hljómsveit lag til að hljóðrita. Hann tók á móti okkur guttunum heima hjá sér og spilaði fyrir okkur hverja perluna eftir aðra, hógværðin uppmáluð. Síðar vorum við saman í hljómsveitinni Póker og spiluð- um fjögur kvöld í viku í Klúbbn- um sáluga heilan vetur. Hljóm- Jóhann Georg Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.