Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 sér. Hann var t.d. einn ötul- asti baráttumaður fyrir auknum STEF-greiðslum til „poppara“. Jóhann hafði einnig djúpa réttlætiskennd og vildi sjá betri heim. Textar hans fjalla mikið um mannlegar tilfinningar, ást, vináttu og kærleika. Hann var virkur í átakinu Yrkjum Ísland og var mjög harður andstæðingur Kárahnjúka- virkjunar. Þá er til hvatn- ingaróður til Íslendinga „Okkar framtíð“ þar sem fram kemur í textanum: „Okkar líf er allt lögmálum háð – það vex sem til er sáð – með reisn horfum fram- tíðar til – veljum leið næstu kynslóða í vil“. Jóhann greindist með krabbamein fyrir um 5 árum. Jóhann ákvað að fara ekki í lyfjameðferð heldur að eiga nokkur góð ár og geta þá klárað nokkur verk sem hann gerði. Það var ljóst núna um síðustu áramót að krabbinn var búinn að grafa um sig. Jóhann fór í meðferð til Spánar í apríl sem byggist á fræðum Jóhönnu Budwig. Því miður var meinið of langt gengið. Jóhann var þó von- góður og ætlaði sér að kom- ast heim af líknardeildinni, enda með mörg járn í eld- inum. Meðal annars var hann búinn að undirbúa myndlist- arsýningu, skrifa tvo nýja söngleiki og taka saman drög að bók um líf sitt eftir að hann greindist með krabba- meinið. Við Dís höfum átt margar ógleymanlegar stundir með Jóhanni og Halldóru. Alltaf var mikið spjallað, drukkið og borðað en Jóhann var mikill matmaður og lista- kokkur. Hann naut þess að elda og notaði þar sköpunar- gáfuna óspart. Um áramótin 2008 sendi ég Jóhanni lítið ljóð, Ástin, og bað hann að athuga með að setja lag við. Jóhann gerði betur, kom í 50 ára afmælið og frumflutti lagið um heita ástareldinn. Við eigum okkar einstöku út- gáfu, en lagið kom svo út á síðustu plötu Jóhanns „Á langri leið“. Það er okkur Dís ómetanlegt að geta hlustað á okkar góða vin flytja okkur ástaróðinn. Við erum líka svo heppin að vera með myndir Jóhanns á veggjunum heima. Minningarnar um góðan vin og fjölhæfan listamann munu því fylgja okkur í framtíð- inni. Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri vinur. Kærleiks- ljósið umvefji þína sál. Send- um Halldóru og börnum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Við munum standa saman. Þorvaldur Ingi Jónsson og Dís Kolbeinsdóttir. Fyrstu kynni mín af Jó- hanni G. voru þegar ég sá Óðmenn spila í Stapanum 1967. Þar lék Magnús Kjart- ansson á trompet, en hann var bassaleikari í Echo áður en hann gekk í Óðmenn. Jó- hann hvatti Magnús til að kaupa sér orgel enda væri hann alveg með þetta, sem reyndust orð að sönnu. Jóhann var frábær söngv- ari, samdi góða tónlist og kunni vel að svara fyrir sig. Málverkasýning sem hann hélt 1971 í Reykjavík hafði mikil áhrif á mig. Nokkrum árum seinna keypti ég fræga mynd sem hann málaði af Jimi Hendrix. Málverkið hef- ur fylgt mér á milli landa, en er núna komið aftur til Ís- lands þar sem það á heima. Jóhann var langt á undan með svo margt og hugmynd- irnar voru endalausar. Hann var alltaf að velta því fyrir sér hvernig hann og aðrir ís- lenskir tónhöfundar gætu lif- að af því að semja tónlist og texta. Það má eiginlega segja að í gegnum þessar pælingar hafi vinátta okkar hafist. Þegar Ruth Reginalds kom fram á sjónarsviðið vantaði lög sem hæfðu þessari ungu söngkonu. Ég hafði samband við Jóhann, sem tók að sér að semja megnið af lögunum á tvær stórar plötur Ruthar. Þar á meðal var lagið Tóm tjara, sem ég bað hann um að semja, því mér fannst mikil þörf á að hvetja ungt fólk á jákvæðan hátt til að byrja aldrei að reykja. Lagið sló í gegn og hlutu Jóhann og Ruth viðurkenningar frá Krabbameinsfélaginu fyrir framtakið. Jóhann var innanhússhöf- undur hjá Hljómplötuútgáf- unni næstu árin og samdi t.d. Hvers vegna varst‘ ekki kyrr fyrir Pálma Gunnarsson og frábær lög fyrir plötuna Ég syng fyrir þig sem Björgvin Halldórsson gerði 1978. Þar á meðal voru lögin Ég er að tala um þig og Eina ósk. Hann samdi líka titillag plöt- unnar Dagar og nætur sem Björgvin og Ragnhildur Gísladóttir gerðu saman tveimur árum seinna. Jóhann samdi mörg önnur lög fyrir okkur og hittu flest þeirra í mark. Jóhann var skoðanafastur og vildi hafa áhrif með tónlist sinni og textum. Honum tókst það ætlunarverk sitt þegar hann og Axel Einars- son sömdu Hjálpum þeim. Jóhann fékk alla helstu söngvara landsins til að syngja lagið saman og stjórnaði Björgvin Halldórs- son upptökuferlinu. Þegar lagið kom út á plötu seldist hún meira en nokkur önnur plata árið 1985. Jóhann var í forystusveit þeirra sem stofnuðu Samtök um byggingu tónlistarhúss og þar áttum við góða og mikla samvinnu. Hann átti hugmyndina að því að fá fyr- irtæki og einstaklinga til að kaupa sæti í húsinu. Skífan keypti 20 fyrstu sætin, Sam- bandið keypti næstu 8 og svo framvegis. Jóhann stóð líka fyrir happdrætti, hélt tón- leika og kom með óteljandi hugmyndir um það hvernig hægt væri að safna pening- um í framkvæmdasjóð tón- listarhússins. Undanfarin 16 ár hef ég lítið verið á Íslandi enda bú- settur erlendis, þannig að samskiptin voru ekki mikil síðustu ár, en vinskapurinn hélst þó höf og lönd skildu okkur að. Ég vil þakka Jó- hanni fyrir langa og trausta vináttu. Það er þungt að þurfa að kveðja svo góðan dreng sem fór allt of snemma frá okkur. Halldóru, börnum Jóhanns og öðrum ættingjum og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Far þú í friði, vinur. Jón Ólafsson. Það var mikið gæfuspor þegar Jóhann G. kom inn á skrifstofuna mína í Tónabæ haustið 1982. Erindi hans var að fá salinn lánaðann fyrir nokkra tónleika á vegum SATT sem hann var þá í for- svari fyrir. Það var auðsótt mál, en um þær mundir var diskótónlist að ganga af lif- andi tónlist dauðri. Haldnir voru nokkrir tónleikar en þegar aðeins þrír gestir keyptu sig inn á tónleika Messoforte þá var orðið ljóst að það þyrfti að bregðast við með einhverjum þeim hætti að ungt fólk fengi áhuga aft- ur á að hlýða á lifandi og frumsamda tónlist. Þá sett- umst við Jói niður og rædd- um málin lengi um hvað hægt væri að gera til að breyta þessari stöðu. Niður- staðan varð einföld. Við sömdum regluverk um tón- listarkeppni þar sem snilli Jóa úr tónlistargeiranum og þekking mín úr íþróttaheim- inum blönduðust saman. Nið- urstaðan varð Músíktilraun- ir. Fyrir þessa samvinnu og vináttu æ síðan vil ég þakka vini mínum Jóhanni G. Í mínum huga var hann snill- ingur hvort sem um var að ræða á tónlistarsviðinu eða á myndlistarsviðinu, en að mínu mati var hann einstak- lega hæfileikaríkur myndlist- armaður. Tíminn mun vænt- anlega leiða það betur í ljós. Ástvinum öllum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Ólafur Jónsson. Jóhann G. Jóhannsson var stór hluti æsku minnar og uppvaxtarára. Hann var vin- ur foreldra minna og mál- verk hans prýddu veggi heimilisins og ég átti greiðan aðgang að tónlistinni hans sem var greypt í svartan ví- nyl. Mér fannst ákaflega mikið til mannsins koma. Hann samdi frábær lög og texta og var tilfinningaríkur söngvari. Tónlist hans varð órjúfanlegur hluti tónlistar- uppeldis míns eins og tónlist Bjólunnar og Bítlanna. Um tíma var Jóhann með gallerí í húsi við Lækjartorg og þangað fór unglingurinn ég einhverju sinni og keypti af honum allar þær hljómplötur sem hann hafði gefið út. Þetta var merkilegt augna- blik fyrir mig. List hans hafði umlukið mig í nokkur ár en skaparann sjálfan hafði ég aldrei hitt. Þessi fyrstu kynni stóðu fullkomlega und- ir væntingum; rödd Jóhanns var björt og fögur, áran góð og hann var mér vinsamleg- ur. Næstu árin fylgdist ég með Jóhanni úr fjarlægð. Lög hans ómuðu í útvarpinu í flutningi vinsælustu lista- manna landsins, sjálfur hélt hann sig utan sviðsljóssins og málaði myndir. Barátta Jóhanns fyrir réttindum og velferð íslenskra tónlistar- manna vakti athygli og hann virtist óþreytandi í þeim efn- um. SATT-kvöld, Músíktil- raunir, FTT og tónleikastað- urinn Púlsinn eru allt afsprengi þeirrar baráttu. Leiðir okkar lágu síðar sam- an í sjónvarpsþættinum Á elleftu stundu þar sem hann söng lag sitt Don’t try to fool me undurfallega. Að þætt- inum loknum tókum við spjall saman og nokkrum dögum síðar afhenti hann mér poka fullan af kassettum með demóupptökum allt frá árinu 1968 og til þess dags. „Ef þér líst á eitthvað þarna þá skulum við gera saman plötu,“ sagði hann við mig. Mér leið eins og ég hefði fundið fjársjóð. Í framhald- inu gáfum við saman út hljómplötuna Asking for love. Við náðum vel saman og ákváðum að halda áfram samstarfi. Fyrirtækið Caviar Music varð til en tilgangur þess var að koma íslenskum lögum á framfæri í útlönd- um. Þrátt fyrir góðan vilja okkar varð árangur af þeirri vinnu lítill. Þarna kynntist ég eldhuganum Jóhanni G. hvað best. Hann missti aldrei von- ina og trúði ætíð á að okkur tækist ætlunarverkið. Síð- ustu árin var samband okkar stopulla en þó hittumst við annað veifið; þá helst í kring- um veru okkar beggja í Fé- lagi tónskálda og textahöf- unda. Jóhann G. er einn þessara manna sem mér finnst ómetanlegt að hafa fengið að kynnast og fyrir það verð ég ætíð þakklátur. Hann barðist fyrir lífi sínu fram á síðustu stundu og vin- ir hans og fjölskylda stóðu þétt við bakið á honum uns yfir lauk. Í einu laga sinna söng Jóhann G.: Hvað er hvað verður ef leiðir skiljast? Því ekki getum við lifað upp aftur það sem var. Hvað er hvað verður ef leiðir skiljast? Ég hrópa út í tómið og undr- ast ég fæ ekkert svar. Ég sendi aðstandendum Jóhanns G. Jóhannssonar mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Jón Ólafsson, tónlist- armaður og fram- kvæmdastjóri FTT. Kveðja frá bekkjarsystkinum Stundum greypast minn- ingar í hugann og svo er um fyrstu samskipti okkar Jóa G. eins og við skólafélagar hans kölluðum hann. Það var fyrsti kennsludagur í skól- anum fyrir fimmtíu árum og við mætt í skólastofuna. Ör- lítið hikandi og óöruggur sá ég autt sæti við hliðina á manni með bjartan og hrein- an svip og ég spurði hvort sætið væri laust. Já, gjörðu svo vel sagði þessi verðandi bekkjarbróðir minn. Þarna átti ég fyrstu orð við Jóa G. og vorum við sessunautar frá þessum degi veturna á Bif- röst. Það var eitthvað í fari Jóa sem skapaði sérstaka og góða nærveru þannig að öll- um leið vel í návist hans. Hugur hans hvarflaði þó víða og í tímum sá ég verða til myndir á síðum skólabók- anna og kom mér því ekki á óvart þegar Jói fetaði inn á myndlistabrautina. Seinni tíma námsráðgjöf hefði væntanlega beint Jóa inn á aðra braut en að afla sér þekkingar í viðskiptum og fé- lagsmálum en þessa vetur í Samvinnuskólanum fékk Jói það rými sem hann þurfti til að vinna að nýju áhugamáli sem var tónlistin sem fangaði hug hans upp frá þessu. Hann lærði nauðsynleg gít- argrip til að pikka upp nýj- ustu lög Bítlanna á s.k. sjó- ræningaútvarpsstöðvum en stundum voru skilyrðin bjög- uð í Borgarfirðinum en þó síst á síðkvöldum og krafðist því tíma. Þó mörgum stund- um Jóa utan námsins væri varið í tónlistina þessa vetur var hann ástundunarsamur við námið og kláraði námið með ágætum. Ekki er vafi að síðar meir studdi námið á Bifröst við félagsmálamann- inn Jóa sem vann mikið og óeigingjarnt starf í þágu höf- unda alþýðutónlistar og texta og vann þar brautryðjanda- starf. Skólahljómsveitin blómstraði þessi ár og seinni veturinn undir styrkri stjórn Jóa. Þarna kynntist ég Jóa enn betur en í skólastofunni en þennan vetur æfði ég og söng með hljómsveitinni. Jói trúði mér fyrir því þegar leið að lokum skólavistar að hann hefði ákveðið að leggja tón- listina fyrir sig og hafa hana að lifibrauði. Stefna var mörkuð og við hana stóð hann. Að skóla loknum var stefnan sett á sveitaböllin í Borgarfirði og spilaði hljóm- sveitin Straumar í héraðinu við miklar vinsældir næsta sumar. Jói var ódeigur að nálgast viðfangsefni með nýj- um baráttuaðferðum og upp- skar stundum og stundum ekki. Í langri baráttu sinni við krabbameinið hafði hann alla tíð mikla trú á óhefð- bundnum lækningum og trú á þeim var hafin yfir vafann. Við tveir gamlir skólabræður Jóa heimsóttum hann í lok sl. mánaðar. Baráttuviljinn var enn til staðar og hugur hans var enn á flugi í myndlist og tónlist. Þegar sól var hæst á lofti héldu Hollvinasamtök Bifrastar hátíð. Sú hljóm- sveit sem lengst hefur lifað allra hjómsveita á Bifröst, Upplyfting, heiðraði sérstak- lega kvöldið með því að spila lög af væntanlegri plötu með lögum Jóa G. Heimsóknin til Jóa stuttu síðar var áhrifa- mikil með sama hætti og það snerti mann óneitanlega að labba út í vornóttina undir flutningi Upplyftingar á lög- um snillingsins Jóa G. Við Guðrún og aðrir skóla- félagar sendum Halldóru og fjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Viðar Þorsteinsson. „Gleymdu ekki þínum minnsta bróður, þó höf og álfur skilji að“. Svona hljóm- ar upphafið að texta Jóa í lagi Axels Einarssonar, Hjálpum þeim. Við Axel höfðum verið að undirbúa út- gáfu þess nokkurt skeið. Eitt kvöldið kemur Jói, heyrir lagið og spyr hvort hann megi gera drög að texta við það. Bara meir en sjálfsagt. Jói fær spólu með laginu. Seint kvöldið eftir kemur Jói ósofinn að sjá. Sýnir okkur textann og ég man hvað mér var létt þegar ég las hann fyrst. Svo söng Jói demoið inn. Strax í fyrstu töku gekk allt upp. Þvílík tilfinning sem fór um okkur þarna um lág- nættið. Þarna var þá kominn albesti texti sem að mínu mati hefur verið saminn við lag hér á landi. Áður hafði ég reynt við textagerðina með satt best að segja vafasöm- um árangri og feginn að losna frá því. „Kærleikurinn hinn mikli sjóður í hjarta hverju á sér stað. Í von og trú er fólginn styrkur sem öllu myrkri getur eytt. Í hverjum manni Jesús Krist- ur er mannkyn getur leitt“. Þessi texti var í einu orði sagt stórkostlegur og segir svo margt um Jóa og þau gildi sem hann trúði á í líf- inu. „Á skjánum birtast myndir við fáum af því frétt- ir að hugursneyð ógni heilli þjóð, menn konur og börn bíði dauðans án hjálpar eiga enga von“. Daginn eftir þeg- ar við leyfðum samstarfsaðil- um okkar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar að hlusta á urðu allir yfir sig hrifnir og ég man að sjálfur biskupinn var sóttur til að hlusta og það var aldeilis gleði yfir þessu fallega lagi með þessum of- ursterka texta. „Búum til betri heim, sameinumst hjálpum þeim, sem minna mega sín, þau eru systkin mín. Vinnum að friði á jörð, lífsréttinn stöndum vörð, öll sem eitt“. Þessi texti lýsir einnig sterkri réttlætiskennd sem einkenndi Jóa sem manneskju. Hann var fylginn sjálfum sér, greiðvikinn, tók á málum og þú gast alltaf treyst á góð ráð þegar eitt- hvað kom upp á eða bjátaði á. Hugmyndir hans voru margar og góðar og sumar rúmuðust bara alls ekki hjá lítilli þjóð. Hann var lista- maður og lífskúnstner af guðs náð. Eftir standa öll lögin, textarnir, málverkin, félagsstörfin og minning um heilsteyptan og heilbrigðan einstakling sem virkilega skaraði framúr. Margar góð- ar minningar geymi ég um samskipti við þennan góða dreng sem nú kveður, langt um aldur fram. Ég mun sakna hans og um leið best klædda lífskúnstners sem þjóðin hefur alið. Ég tel ein- boðið að Hjálpum þeim sem sálmur myndi sóma sér vel í sálmabókinni og ætti að vera kominn þangað fyrir lifandis löngu. Til er orgelútsetning Andrésar Kolbeinsonar af laginu og það mun eitthvað hafa verið spilað og sungið við athafnir. Ég óska Jóa til hamingju með einkar farsælt lífshlaup og öll þau góðu verk sem hann skilur eftir sig til kom- andi kynslóða. Sambýliskonu, börnum og barnabörnum, öðrum ættingjum og vinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Það er og verður bara einn Jóhann G. í mínum huga og ég veit að við munum hittast aftur síðar og þá syngjum við saman með englaröddum; Hjálpum þeim og strax á eftir; Dont try to fool me! Vertu sæll að sinni og hafðu þökk fyrir allt og allt. Rúnar Sig. Birgisson. Jóhann var ekki einungis tónlistarmaður og listmálari. Fjöllistamaður og lífskústner væri nær að kalla Jóhann. Alhæfur og hreinn snillingur á ótrúlega mörgum sviðum. Matarboð Jóa og Halldóru voru einstök. Ótrúlegt hvað þau gátu töfrað fram marga og mismunandi rétti úr hin- um merkilega BBC-ofni. Þar kom listamaðurinn í Jóhanni fram. Alger listakokkur. Mér dettur sérstaklega í hug dag einn í Portúgal þar sem við stóðum heilan dag og bjugg- um til hamborgara. Lista- maðurinn var þarna orðinn kjötiðnaðarmaður með hár- net og gúmmíhanska. Hvílík sjón. Máluðum borðstofu með plastmassa og límsköf- um. Meiriháttar áferð og endist líklega mannsævi. Hvílík hugmynd. Áræði, kjarkur og vinnusemi. Það var fátt sem listamaðurinn var ekki til í að taka sér fyrir hendur. Alltaf á léttu nót- unum. Mikið hlegið og fíflast. Við hjónin áttum kost á að ferðast erlendis með Jóa og Halldóru. Það voru ógleym- anlegar stundir. Flugum meðal annars saman til Ed- inborgar um hávetur í snjó og frosti. Frábær ferð. Ferð- in einkenndist af endalausri skemmtun og hlátri. Við hlógum stanslaust í viku. Fórum eitt sinn til Andalúsíu og lentum óvænt útaf leið og upplifðum saman Spán þar sem tíminn hafði staðið í stað síðustu 70 árin. Þá varð að hlæja ofan í hálsmálin. Jó- hann hafði þann stórkostlega eiginleika að finna góða veit- ingastaði. Hafði einstakt nef fyrir slíku, og kom það sér oft vel. Eitt skipti er þó eftir- minnilegast þar sem við sát- um á veitingastað og snædd- um. Í sjónvarpinu á staðnum var verið að sýna þegar flug- vélarnar flugu inn í tvíbur- aturnana í New York. Ótrú- legur dagur í lífi okkar allra. Jóhann hafði ótrúlega hæfi- leika til að taka á alvöru mál- efnum. Ef vandamál komu upp var hann einstakur í að hlusta og leysa vandamál á friðsaman hátt. „Traustur vinur getur gert kraftaverk.“ Um leið og við kveðjum okk- ar kæra vin vottum við Hall- dóru, fjölskyldum og vinum dýpstu samúð. Björgvin Pálsson. Jóhann Georg Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.