Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 27
sveit þessa stofnaði Pétur heitinn Kristjánsson gagngert til þess að fá alvöru samning í Bandaríkjunum. Þetta ævintýri gekk nærri því upp, því að við vorum komnir með samning frá stóru útgáfufyrirtæki og áttum bara eftir að skrifa undir, en á síðustu stundu leystist hljóm- sveitin upp fyrir framan lög- manninn sem var búinn að fá þennan samning undirritaðan af útgáfufyrirtækinu og höfum við oft hlegið að þessu síðan, en ör- lögin áttu eftir að skapa okkur annan samstarfsvettvang. Síðar tók ég þátt í því að gera plötuna „Kysstu mig“ með Ís- lenskri kjötsúpu, sem var þe- maplata um líf popparans Trausta. Síðastliðin tvö ár höf- um við Jói ásamt Þóri Breið- fjörð verið að vinna að söngleik byggðum á þessari tónlist og var Jói búinn að skrifa fyrsta handrit að söngleik þessum. Árið 2002 hringdi Jói í mig og bað mig um að útsetja og stjórna upptökum á plötu sem hann var að gera fyrir hvatn- ingarátak sem bar nafnið „Hættum að reykja“, þar sem hann vildi fá endurgerð lög sem hann hafði gefið út löngu fyrr. Ég gekkst við því og setti upp verð en þá svaraði hann: „Nei, það er ekki nógu mikið“ og hækkaði launin til mín verulega. Ég gerði þessi lög hans á ný- stárlegan máta og breytti veru- lega frá því sem lögin hljómuðu í upphafi. Ég skilaði svo þessum lögum til Jóhanns með hnút í maganum yfir því að hann myndi henda þessu í mig aftur og vera verulega óánægður með þessa meðferð á lögunum hans, en það var öðru nær. Hann hringdi í mig himinlifandi yfir þeirri dirfsku sem ég sýndi í þessum útsetningum. Eftir það hef ég gert allar hljóðritanir sem Jói gerði til hinstu stundar. Ef hann hefði verið ríkur að ver- aldlegum auði, væri ég moldrík- ur maður í dag, en í stað þess er ég ennþá ríkari að andlegum auði sem ekki verður metinn til fjár. Jói var ákaflega réttsýnn maður og fylginn sér, alltaf tilbúinn að berjast fyrir þeim málstað sem honum fannst rétt- ur og sló þar ekkert af, sam- anber lögin hans „Hjálpum þeim“, „Hálendi Íslands“, „Al- heimsfriðargöngulagið“ og fleiri lög þar sem hann vildi koma góðum málstað á framfæri. Allt- af bar hann hag náungans fyrir brjósti frekar en sinn eigin. Það er sagt að það sé ekki það sem þú tekur með þér þeg- ar þú deyrð sem skiptir máli, heldur hvað þú skilur eftir og Jói skildi eftir sig ótrúlegar perlur í tónlist og myndlist fyrir komandi kynslóðir. Ég kveð með söknuði kæran vin og félaga. Pétur Hjaltested. Ótal minningabrot tengd Jó- hanni G. Jóhannssyni bærast í heilaberkinum er símtal berst í miðri Ártúnsbrekkunni um vistaskipti hans af Ránargötu yfir á líknardeild Landspítalans. Líknardeildin er jafnan síðasta stoppistöðin fyrir ferðina hinstu og lengstu. Samstundis er snúið við, með viðkomu í blómaversl- un. Kveðja ber þennan góða mann með viðeigandi hætti. Lit- urinn fjólublái sækir að. Tákn hins andlega seims. Í Árbæj- arblómum getur að líta tignar- legar, afrískar, fjólubláar gladí- ólur, fjólublá indversk blóm af liljuætt og eitt djúpfjólublátt, sérdeilis exótískt flamingóblóm af Anthurium Andreanum-teg- und frá Suður-Ameríku, sem hæfir vel að setja fremst í miðj- an kveðjuvönd. Tákn um Jóhann G. sjálfan. Er knúið er dyra á líknar- deild með fangið fullt af fjólu- bláum blómum, blasir við ógleymanleg sjón: Meistarinn sjálfur í skærfjólublárri skikkju. Hvítur fyrir hærum, gyllibrúnn á hörund með sólgul augu situr hann í hvítu líninu, handleikandi ævistarfið; snældur með lögun- um sínum. Flókið gangverk lifr- ar, galls og innkirtla er úr lagi gengið, ávísun á þetta óvenju- lega en tignarlega litarhaft. Ör- grannur en fullur af baráttu- anda vísar hann á óhefðbundin lyfjaglös við rúmstokkinn og ræðir um Budwig undratækið sem megnað getur að berja í bresti heilsunnar ef fáanlegt er og nýtt í tæka tíð. Spjallið spannar víðan völl, allt frá fyrstu kynnum að hinstu stund. Skærgulu augun, hvell- skýr og yfirveguð, virðast ótta- laus með öllu. Stutt í glettnina. Hann minnir í senn á indversk- an jóga og afrískan ættarhöfð- ingja. Ég hefði tekið myndir en hafði engan kubb. Farsíminn batteríslaus. Myndin litríka verður hins vegar vandlega varðveitt í grábleika minnis- kubbnum milli eyrnanna á þeim sem þetta ritar. Sú mynd er samofin lotningu fyrir þeim sem eygði, þorði og gekk óhikað fram í þágu okkar hinna. Við sjáum á eftir sterkum baráttu- jaxli, en búum vonandi að sæmi- lega hvössum vígtönnum til að halda áfram þeirri réttinda- og stéttabaráttu sem hann sannar- lega hóf, fyrir liðlega þremur áratugum. Náum kannski að lokum að smæla heiltennt fram- an í heiminn, sátt við hlut okkar og hlutskipti, samanborið við hlut látnu þýsku tónskáldanna sem enn vega þyngst í íslensku tónlistarlífi, sumsé spilverki sjóðanna. Skyldi nú tími látnu íslensku tónskáldanna senn upp renna? Jóhann G. má alltént fullsæmdur vera af framlagi sínu, bæði á akri listanna og réttlætisins. Um leið og við vottum ástvin- um hans og aðstandendum inni- lega hluttekningu, sendum við samherjar hans og vinir hlýja strauma til okkar góða frum- kvöðuls og heiðursfélaga, þess sem í dag er kvaddur með djúpu þakklæti og virðingu. Jakob Frímann Magnússon formaður FTT, Félags tón- skálda og textahöfunda, formaður STEF, Samtaka tónskálda og eigenda flutn- ingsréttar. Þegar ég kynntist Jóhanni G. fyrst var hann að spila í Þjóð- leikhúskjallaranum í góðu bandi. Þá var Jimi Hendrix Experience og Cream komin fram á sjón- arsviðið. Við Jói urðum sammála um að gaman væri að stofna tríó með þjálfuðum spilurum sem byggði á miklum spuna. Úr varð að Jói hætti í kjallaranum og við byrjuðum að æfa. Pétur Östlund var með á trommurnar og var strax farið að jamma. Þá ákvað Pétur að flytja til Svíþjóðar og kom Ólafur Garðarsson í stað- inn. Jói vildi að nýja bandið héti Óðmenn og var það auðsótt hjá okkur Óla, bæði var nafnið gott og auk þess töluvert þekkt. Þannig varð Óðmannatríóið til. Við leigðum okkur kjallara- íbúð við Ljósvallagötu og bjugg- um þar þrír. Þar var mikið spjallað, lítið borðað og mikið reykt, en aðeins tóbak, því hóf- semi á áfengi og bann við vímu- efnum voru lög hjá okkur. Nú skyldi tónlistin sitja í fyrirrúmi og kafað djúpt. Æfingar voru strangar og vandlega valið það sem spilað skyldi. Í fyrstu var það efni annarra manna. Síðar fórum við að vinna eigið efni, einkum eftir Jóa. Það reynir á vinskapinn að búa svo náið og oft var deilt og ekki allir á eitt sáttir. Vinskap- urinn varð hins vegar jafnan of- an á og með tímanum þróaðist gagnkvæm virðing og væntum- þykja sem hefur enst okkur alla tíð síðan. Það varð fljótt ljóst að Jói var höfuðpaurinn í þessu bandi og drógum við Óli þó ekkert af okkur. Það var ekki aðeins vegna listrænna hæfileika, sem hann hafði í ríkum mæli, heldur einnig vegna óbilandi áhuga og dugnaðar. Hálfkák og gauf átti ekki við Jóa G. Hann gaf sig all- an í verkefnið, hvort sem það var hljómsveitin Óðmenn eða önnur viðfangsefni sem fönguðu hug hans síðar á lífsleiðinni. Eftir nokkra hríð kaus Óli að skipta um hljómsveit og völdum við þá Reyni Harðarson til að taka sæti hans. Þannig var tríó- ið skipað þegar við tókum til við hið tvöfalda albúm Óðmanna. Mín skoðun er sú, og ef til vill ekki með öllu hlutlaus, að þar hafi Jói unnið sitt stærsta list- ræna afrek. Jói samdi mikinn meirihluta laganna og flesta textana einnig. Hann söng næst- um allar leiðandi söngraddir. Hann spilaði inn allan bassann og munnhörpu einnig. Hann vann auðvitað líka allar útsetn- ingar með okkur Reyni. Allt gerði hann þetta af stöku list- fengi. Auðvitað hefur Jói samið mörg önnur góð lög, sem mun meiri hylli hafa notið og allir þekkja. Á Óðmannaplötunum reyndi hann krafta sína til fulls og sýndi hvað hann gat. Jói var Samvinnuskólageng- inn og menntaður til verslunar- starfa. Okkur vinum hans var ljóst að reglubundin vinna var honum ekki hentug. Hann var að upplagi og eðli hinn óforbetr- anlegi listamaður. Fegurð og sköpun voru honum nauðsyn. Þegar tækifæri til tónlistariðk- unar virtust dvína á tímabili, sneri hann sér af fullri orku að myndlist með góðum árangri. Músíkin átti þó mest tök í hon- um. Þegar ég minnist míns góða vinar minnist ég tónlistarmanns- ins, ég minnist þess hvað gaman var að spila með honum, hvað hann sat þéttur í hljóðfallinu og svaraði vel öllu því er upp kom í dansi tónanna. Og ég minnist góðs drengs. Finnur Torfi Stefánsson. Það var hátíð í Húsafelli um verslunarmannahelgina. Þús- undir voru að fylgjast með Hljómum á stærsta pallinum. Þá sá ég litla rútu og á hana var málað stórum stöfum – Óðmenn. Uppi á þaki sátu sjálfir Óð- mennirnir og fylgdust með Hljómum í stuði. Þarna var Jó- hann G. Í fjölmiðlunum lásum við að Hljómar og Óðmenn bit- ust um vinsældirnar. Hér var það tónlistin sem sameinaði. Við Jóhann G. höfðum báðir verið í Samvinnuskólanum að Bifröst. Þaðan kom hljómsveitin Straumar með Jóa í fararbroddi. Hann var að verða ein af goð- sögnunum og við Bifrestingarnir fylltumst stolti. Síðar kynntist ég myndlistarmanninum Jó- hanni G. Jóhannssyni. Tónlistin birtist honum í litum. Ein mynda hans heilsar mér að morgni og kvöldi. Hún er fyrir löngu orðin hluti af tilverunni. En Jóhann G. átti sér fleiri hliðar. Hugurinn sótti hærra og víðar. Þegar leið að síðustu alda- mótum varð til raftónverkið Þrír pýramídar. Það byggðist á sýn til framtíðar, nútíðar og fortíðar í tilefni aldamótanna. Lykillinn var þríhyrningsformið og verkið kom út á geisladiski haustið 1999. Andlegt ferðalag frá fram- tíð og nútíð til lands pýramíd- anna – Egyptalands hins forna. Ferðalag okkar gegnum tíma og rúm. Í þríhyrningsforminu fólst hið fullkomna samræmi og tími samræmingarinnar – aldamóta- árið 2000. Í framhaldinu var málverka- sýningin Tindar og Pýramídar haustið 2004. Leikur lita og forms óháð tíma og rúmi. Eins og almættið væri í augsýn. En náttúra Íslands var líka að koma nær og nær í huga listamanns- ins. Tærleiki hennar var í hættu. Á málþingi Landverndar haustið 2006 um Reykjanesskaga sem eldfjallagarð og fólkvang, sýndi Jóhann G. mynd- og hljóðverk, þar sem hann sótti innblástur í Keili á Reykjanesi. Ferðlagið byrjaði við veginn að Keili og síðan færðist hann nær og nær með ósnortið hraunið í for- grunni. Þessi formfagri þríhyrn- ingur og náttúrugerði pýramídi, var eins og seiður sem fangaði áhorfendur sína. Þú varðst að lokum eitt með landinu. Mögnuð stund. En baráttan um landið hélt áfram. Næsta framlag Jóhanns G. Jóhannssonar var lagið Há- lendi Íslands sem kom út haust- ið 2008 og var gjöf hans og óður í tilefni baráttunnar um varð- veislu náttúrudjásna Íslands. Fjöldi listamanna gaf vinnu sína og ýmis náttúruverndarsamtök stóðu að útgáfunni. Listræn gjöf í litum, tónum og tali. Áskorun til okkar allra um að standa með sköpunarverkinu – Íslandi. Svona var Jóhann G. Og hið ritaða orð fór ekki framhjá lista- manninum. Í ljóðabók hans – Flæði frá 1978 er þetta ljóð sem heitir; Ég: Vonin er mitt skip sem ég sigli mót hæðum og lægðum á lífs míns hafi veltingurinn sú reynsla er för minni ræður en þrá mín er höfnin þar sem sjórinn sefur. Nú er Jóhann G. kominn í höfn – friðarhöfn. Kæra Halldóra og aðrir ást- vinir. Innilegar samúðarkveðjur. Reynir Ingibjartsson. Lífið virtist ekki björgulegt þegar Jóhann fæddist því faðir hans lést af völdum lömunar- veiki stuttu áður og var hann skírður í höfuðið á honum. Jó- hann ólst upp hjá móður sinni og fósturföður sem reyndist honum og Eiríki bróður hans sem besti faðir. Listrænir hæfi- leikar komu strax fram og samdi Jóhann fyrstu lögin 12 ára gamall. Hann spilaði á rytmagítar í skólahljómsveit Samvinnuskólans á Bifröst og brautin var mörkuð; hann lagði traust sitt á listagyðjuna. Þegar Engilbert Jensen hætti í Hljóm- um í mars 1966 leitaði hann til bræðranna Jóhanns og Eiríks Jóhannssona og frænda þeirra Vals Emilssonar. Saman stofn- uðu þeir Óðmenn og nafnið kom frá Karli Hermannssyni, fyrr- verandi söngvara Hljóma. Óð- menn í sinni upprunalegu mynd gáfu út fjögurra laga plötu og þar með fóru lög Jóhanns að hljóma opinberlega. Myndlistin lá fyrir Jóhanni og sýndi hann 27 málverk í Casa Nova sumarið 1971. Lýsingin í sýningarsalnum var dimm, reyk- elsisilmur lá í loftinu og seiðandi tónlist barst um salinn. Þarna voru málverk af Jimi Hendrix, Cream og nöfnunum Björgvini Halldórssyni og Björgvini Gísla- syni. Unga fólkinu fannst mikið til koma, en myndlistar gagn- rýnendur voru sumir harðorðir, en aðrir hrósuðu hugmyndaríkri listsköpun listamannsins. Jóhann sagði mér eitt sinn að hann hefði ætlað að hætta í tón- list haustið 1968, eftir að Shady Owens gekk í Hljóma, en féllst á að spila með Musica Prima í einn vetur. Vorið eftir endur- reisti hann Óðmenn, sem tóku þátt í smíði Poppleiksins Óla, sem var frumsýndur á fyrstu Listahátíðinni í Reykjavík sum- arið 1970. Jóhann samdi megnið af tónlistinni og textunum, en einna eftirminnilegasta lag sýn- ingarinnar er Kærleikur við texta Páls postula úr öðru Kór- intubréfi. Jóhann var eftirminnilegur söngvari og náði hátt þegar hann söng í falsettu. Það var engin furða að leitað væri til hans þegar Leikfélag Reykja- víkur ákvað að setja upp Jesus Christ Superstar. Jóhann íhug- aði málið en hafnaði boðinu. Gat ekki hugsað sér að gera það sama kvöld eftir kvöld. Hugur Jóhanns stefndi út og vorið 1973 tók hann upp tvær smáskífur í Englandi. Þegar Don’t Try To Fool Me kom á markað var því slegið upp að þetta væri það besta sem hefði verið gefið út á Íslandi. Jóhann gerði í kjölfarið plötuna Langspil, en heims- frægðin lét ekki á sér kræla. Jóhann var sannur í óeigin- gjarnri baráttu fyrir réttindum stéttar sinnar og stuðningi við margskonar málefni. Þegar hann og Ólafur Jónsson í Tóna- bæ ýttu fyrstu Músíktilraunum úr vör 1982 hófst ævintýri sem engan óraði fyrir og hefur skilað miklu. Músíktilraunir eru eitt merkasta skref sem tekið hefur verið til eflingar tónlistarmenn- ingar þjóðarinnar. Jóhann var einstakur hæfileikamaður sem helgaði sig listinni og baráttunni fyrir betri heimi. Hann lagði sig allan fram, var fylginn sér og hafði jafnan margt gott til mál- anna að leggja. Tónlistin, mynd- listin og þau góðu verk sem hann lagði lið munu halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Það er mikil eftirsjá að þessum góða og heilsteypta félaga, sem verð- ur sárt saknað. Jónatan Garðarsson. Jóhann G. Jóhannsson er fall- inn frá. Hann var brautryðjandi og gífurlega skapandi innan sem utan listaheimsins. Hann var baráttumaður fram í andlátið, barðist hetjulega í veikindastríði sínu og streittist hatrammlega gegn því að ljósið slökknaði í lífi hans, „raging against the dying of the light“ eins og Dylan Thomas orðaði það. Þegar litið er yfir ævistarf hans er það bæði yfirgripsmikið og fjöl- breytt. Hann var tónlistar- og myndlistarmaður, stóð í fram- varðarsveit við stofnun samtaka tónskálda og textahöfunda, rak veitingastað, verslun, gallerí, samdi söngleiki og lagði þróun- arstarfi lið með sköpun sinni. Hann fór oft ótroðnar slóðir í hérlendri markaðssetningu höf- undarverka sinna og var einn fyrsti tónlistarmaðurinn sem til- einkaði sér markaðssetningu á netinu. Fáir höfðu roð við hon- um í sköpunargleði, en ein síð- asta hugmynd hans snerist ein- mitt um að nýta fiskroð til manneldis. Honum entist því miður ekki aldur til að koma því verkefni í höfn. Hann samdi margar af okkar þekktustu dægurperlum sem lifa eins og orðstírinn og deyja aldrei. Það var sjaldan lognmolla í kringum Jóhann. Hann gat verið fastur fyrir og fylginn sér, hafði gíf- urlega gott ímyndunarafl, var mikil fagurkeri, stoltur og tók ágjöfum sem á dundu eins og reyndur skipstjóri. Ég átti því láni að fagna að kynnast Jó- hanni nokkuð vel hin síðari ár. Hann var góður vinur. Ég sendi Halldóru, stoð Jóhanns og styttu, og fjölskyldu þeirra hlýj- ar samúðarkveðjur frá mér og mínum. Gunnar Guðmundsson. Þegar ég hugsa um Jóhann og veru hans hér, hljómar orðið „snilld“ í huga mér. Skilgreining á orðinu er að þegar fari saman hæfileiki og hugrekki þá skapist snilld. Jóhann G. Jóhannsson var einmitt þannig maður, hæfi- leikaríkur og hugrakkur sem framkvæmdi það sem hjartað bauð honum. Bróðir Mér, mér líður vel mig skortir ekkert af lífsins gæðum. Ég hef meir en nóg. Get gert flest, sem mig langar til, en samt finnst mér alltaf eitthvað að. Þú, þú, sem sveltur þig skortir allt, sem ég bruðla með. Þér, þér hjálpa fáir. Flestum virðist sama hvað verður um þig. Bilið á milli okkar er breitt. Ég veit – ef þú værir ég, já, ef þú værir ég og ég væri þú, það, það breytti engu. Ég mundi sjálfsagt svelta eins og þú. En hvað getum við gert? Já, ef þessu heldur áfram verðum við jafnir áður en yfir lýkur. Því við, sem lifum við allsnægtir erum smátt og smátt að eyðileggja heiminn: Andrúmsloftið, höfin, moldina. Og hvað gerum við þá, bróðir? (Lag: Jóhann G. Jóhannsson og Guð- mundur Reynisson, texti: Jóhann G. Jóhannsson.) Kristján Frímann. Það er með sárum söknuði sem við kveðjum listamanninn og félaga okkar Jóhann G. Jó- hannsson. Ég geymi bara bjart- ar og góðar minningar í hjarta mínu um hæfileikaríkan og góð- an dreng. Minningarnar frá tón- listarsamstarfi okkar í gegnum tíðina eru mér mjög dýrmætar. Öll fallegu lögin hans Jóa sem ég var svo heppinn að frumflytja á sínum tíma fylgja mér til ævi- loka. Jóhann átti auðvelt með að búa til lög sem hittu í mark. Öll báru þau merki um mikla inn- sýn í sönglagagerð bandarískra stórhöfunda. Jóhann var af- bragðs söngvari og hafði mikil áhrif á söngstíl margra íslenskra söngvara og þá er undirritaður þar meðtalinn. Jóhann skilur eftir sig stórt skarð í tónlistarflóru okkar Ís- lendinga. Jóhann átti einnig stóran þátt í réttindabaráttu og stofnun félagssamtaka okkar tónlistarmanna og hans starf í þágu tónlistarmanna verður seint þakkað. Takk fyrir okkur, kæri Jó- hann. Eiginkonu, börnum og að- standendum öllum flytjum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minningin um góðan dreng og góðan félaga lifa að eilífu og veita ykkur styrk á sorgarstundu. „Það telst ei með sem þú tek- ur með þér héðan, heldur hvað þú skilur eftir er þú ferð.“ (JFG). Húmar um hlyn og eik, heiðloftin blána; litir vorsins að leik á lygnum tjörnum; fljótið á burtu ber blikandi mána; flóðaldan kemur og fer með farm af stjörnum (Þýð. H. Hálfdánarson.) Björgvin Halldórsson og fjölskylda. Lífið er undarlegt ferðalag. Við hittum marga á leiðinni, en eignumst ekki marga trausta vini sem fylgja okkur í gegnum súrt og sætt. Það eru liðin rúm 30 ár síðan við Jóhann kynnt- umst. Hann rak þá Listamið- stöðina sem var með myndlist- arsýningar og seldi hljómplötur fyrir íslenska tónlistarmenn. Við hlógum að því fyrir stuttu að ég „unglingurinn“ kallaði hann þá Jóa poppara. Í gegnum árin hef- ur vináttan dýpkað og virðingin fyrir Jóhanni sem listamanni aukist. Hann ákvað snemma að helga sig listinni. Listamaðurinn sem alltaf var að og núna síðast á líknardeildinni náði hann í steina og gerði litla skúlptúra. Þrátt fyrir að um 200 lög hafi þegar komið út eftir Jóhann er mikið af óútkomnum perlum sem listamenn framtíðarinnar geta sótt í. Arfleifð hans mun því gleðja og lifa með þjóðinni um ókomin ár. Jóhann fór sínar eigin leiðir í lífinu og var mjög fylginn sér í þeim málum sem hann tók að SJÁ SÍÐU 28 MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.