Morgunblaðið - 26.07.2013, Page 6

Morgunblaðið - 26.07.2013, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Réttu græjurnar Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Drive-HM-120C 1200W - 12cm Hræripinni - 2 hraðar 15.990,- Drive hornalaser 90 gráður 9.990,- Drive hornalaser 360 gráður kr. 15.990 + þrífótur kr 2.690 = 18.680,- Drive gíraffi gips- og spartl slípivél 620w 0-980sn/min 29.900,- Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Taka þarf lög og lagaframkvæmd á sviði gjaldeyrismála til heildarendurskoðunar með hliðsjón af hagsmunum almennra borgara á Íslandi, sem þurfa að búa við gjaldeyrishöft á komandi árum. Þetta er mat Birgis Tjörva Péturssonar, lögmanns hjá Lögmönnum í Lækjargötu. Allt bannað nema það sé leyft Birgir Tjörvi segir nauðsynlegt að hrinda af stað vinnu sem miði að því að gera lífið innan haftanna bærilegra. „Það er eðlilegur hluti af efnahagslegu frelsi og að borgararnir geti flutt fjármagn á milli landa án takmarkana. Gjaldeyrishöftin takmarka þessi grundvall- arréttindi. Ef undan eru skilin viðskipti með vöru og þjónustu, eru nánast allar fjármagns- hreyfingar milli landa bannaðar og jafnvel hreyfingar innanlands milli tiltekinna aðila. Segja má að eðlilegu ástandi hafi verið snúið á haus og svo til allt sé bannað, sem ekki er sér- staklega leyft,“ segir Birgir Tjörvi. Höftin verði minna íþyngjandi Hann telur að huga þurfi að því að reyna að láta höftin vera eins lítið íþyngjandi og mögu- legt er. ,,Lögin og reglurnar um höftin hafa fyrst og fremst gengið út á að veita Seðla- bankanum yfirgripsmiklar valdheimildir til þess að taka íþyngjandi ákvarðanir af ýmsum stærðum og gerðum,“ segir Birgir Tjörvi. Minni gaumur hafi hins vegar verið gefinn að því á grundvelli hvaða sjónarmiða þessum reglum sé beitt. Hann bendir á að Seðlabank- inn sé ekki undanskilinn stjórnsýslulögum. Þau tryggi borgurunum ríka réttarvernd. „Ég get hins vegar því miður ekki fullyrt að fram- kvæmd laga og reglna um gjaldeyrismál sé að Hætta á geðþóttaákvörðunum Hann segist ekki einn um þá skoðun að ein- mitt við aðstæður sem þessar sé hætta á geð- þóttaákvörðunum, þótt hann sé ekki að saka Seðlabankann um slíkt. ,,Kannski er það vegna þess að gjaldeyrishöftin voru hugsuð sem tímabundin ráðstöfun að ekki er búið að fara í þá vinnu að byggja upp regluverk og stjórnsýslu sem reynir að fara bil beggja, annars vegar að vernda þá hagsmuni sam- félagsins, og hins vegar hagsmuni borgarana sem þurfa að lifa við þetta óeðlilega ástand,“ segir Birgir Tjörvi. Hann hvetur nýja rík- isstjórn til að huga að réttarbótum samhliða þeirri vinnu sem unnin er við afléttingu haft- anna. Breytt hlutverk Seðlabanka Með tilkomu gjaldeyrishaftanna breyttist hlutverk Seðlabanka Íslands, að sögn Birgis Tjörva. ,,Fram að innleiðingu haftanna var Seðla- bankinn annars vegar í viðskiptasambandi við innlent fjármálakerfi, sem banki bankanna, en hins vegar fór hann með stjórn peningamála út frá hagfræðilegum forsendum. Umræða um hæfi seðlabankastjóra gekk lengi út á að sá hefði næga hagfræðimenntun til að sinna því hlutverki. Nú hefur eðli starfsemi bankans breyst þannig að til viðbótar fer Seðlabank- inn með ákvörðunarvald í málefnum sem snúa beint að venjulegum fyrirtækjum og ein- staklingum um hversdagsleg viðfangsefni. Auk þess gegnir hann eftirlitshlutverki með lítt sveigjanlegum bannreglum og getur beitt borgarana þvingunarúrræðum. Það er eðlilegt að spyrja hvort Seðlabankinn hafi verið búinn undir þessar breytingar og hvort hann ráði við verkefnið innan núverandi skipulags,“ seg- ir Birgir Tjörvi. Lög verði tekin til endurskoðunar  Vinna þarf að því að gera „lífið innan haftanna bærilegra“  Tryggja þarf réttindi borgaranna  Seðlabankinn í eftirlitshlutverki  Verulegur skortur á gagnsæi við afgreiðslu mála hjá SÍ Morgunblaðið/Árni Torfason Birgir Tjörvi Pétursson Lögmaðurinn kallar eftir því að lög um gjaldeyrismál verði tekin til endurskoðunar þann- ig að höftin verði minna íþyngjandi. Skortur á gagnsæi » Birgir Tjörvi Pétursson lög- maður telur að taka þurfi lög um gjaldeyrismál til heildar- endurskoðunar úr því ljóst sé að þau séu komin til að vera á næstu árum. » Segir svo til allt bannað nema að annað sé tekið fram. » Kallar eftir því að unnið verði að því að gera gjaldeyr- ishöft minna íþyngjandi. » Birgir segir óljóst hvaða sjónarmið SÍ hafi uppi við af- greiðslu mála. öllu leyti í samræmi við lögin,“ segir Birgir Tjörvi. Vísar hann hér m.a. til veitingar Seðla- bankans á undanþágum frá reglunum, en verulega skorti á gagnsæi þessara ákvarðana. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er almennur afgreiðslutími undanþáguum- sókna frá gjaldeyrishöftum átta vikur. Hins vegar getur sá tími verið mun lengri ef SÍ tel- ur að undanþágan hafi fordæmisgildi. Óskýr skilyrði Í samtali við Morgunblaðið á miðvikudag sagði Pétur Steinn Pétursson hjá gjaldeyris- eftirliti Seðlabankans að í hverju tilviki þar sem sótt er um undanþágu sé skoðað hvort eldri fordæmi séu til staðar. Slík vinna taki gjarnan lengri tíma en átta vikur og geti verið allt að rúma sex mánuði í meðförum bankans. Er þá litið til þess hver áhrif undanþágu- beiðninnar eru á stöðugleika í gengis- og pen- ingamálum. „Það er ekki eðlilegt að þurfa að bíða eftir svari í átta vikur og það þjónar augljóslega hvorki hagsmunum borgarans sem í hlut á, né samfélagsins. Þá er mjög bagalegt að ekki liggi skýrt fyrir hvaða skil- yrði þurfi að uppfylla til að fá undanþágu frá reglunum. Hér þarf að auka gagnsæi veru- lega. Einstakir umsækjendur geta þannig ekki vitað hvort jafnræðisreglur hafi verið virtar nema þeir hafi upplýsingar um hvaða afgreiðslu önnur mál sem kunna að hafa verið sambærileg hafa hlotið. Ég auglýsi eftir því að þessi sjónarmið séu sett fram með skýrum hætti þannig að borgararnir viti hvaða sjón- armið eru lögð til grundvallar við afgreiðslu mála, sem er auðvitað grundvöllur þess að þeir geti látið reyna á rétt sinn, telji þeir á sér brotið,“ segir Birgir Tjörvi. skatt og ekki verið að skila því, það getur verið að það sé ekki verið að greiða yfirvinnu og svo getur verið að það sé ekki verið að greiða fata- peninga eða matarpeninga eða eitt- hvað slíkt samkvæmt kjarasamning- um,“ segir hún. Mætti gera betur Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að áhyggjur Starfsgreinasam- bandsins hafi verið teknar afar al- varlega og þeim hafi verið komið á framfæri við hlutaðeigandi. Hann segir að áður en samningar séu gerðir við fyrirtæki sé athugað hvort þau séu í skilum hjá hinu op- inbera. „En svo þegar verkið er farið af stað, þá má segja að það mætti gera betur í eftirliti með þessum vinnumarkaðsþáttum,“ segir hann og bætir við að fyrirtækjum beri, Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Starfsgreinasambandið átti fund með Sambandi íslenskra sveitarfé- laga í vetur, þar sem fulltrúar þess lýstu áhyggjum af því að eftirlit með fyrirtækjum sem taka þátt í útboð- um væri ekki nægilega tryggt. „Við höfðum miklar áhyggjur af því að í útboðum væri ekki nógu greinilega tekið fram að það sé skil- yrði að fyrirtæki fari eftir kjara- samningum,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambandsins, en áhyggjurnar hafi m.a. komið til vegna þess hve útboð- um hafi fjölgað, t.d. vegna ræstinga og umönnunar í skólum og innan heilbrigðisgeirans. Engin tölfræði er til hjá Starfs- greinasambandinu um tilfelli þar sem fyrirtæki með samninga við hið opinbera brýtur gegn starfsfólki en Drífa segir að bæði hafi slík mál bor- ist til eyrna sambandsins og einnig hafi komið upp tilvik þar sem grunur lék á að fyrirtæki væru ekki að standa sína plikt. Vanefndir af ýmsu tagi „Við vinnum þannig að það koma formenn verkalýðsfélaga alls staðar að hingað inn á þennan samstarfs- vettvang sem heitir Starfsgreina- sambandið og þar koma upp þessar áhyggjur í samtölum milli formann- anna,“ segir Drífa. Hún segir er- lenda verkamenn sérstaklega varn- arlausa þar sem þeir þekki ekki réttindi sín, en brotið sé á starfsfólki með ýmsum hætti. „Það getur verið að það sé verið að draga af starfsfólki í lífeyrissjóð eða lögum samkvæmt, að fara að kjara- samningum. Reglulegt eftirlit „Við höfum verið að ræða þetta undanfarin misseri við verkalýðs- félögin til að skerpa á reglunum og vera í takt með þeim og það sem raunar þarf ekki að segja en við ger- um samt er að allir verktakar þurfa að fara að lögum og reglum bæði hvað varðar aðbúnað og laun,“ segir Guðmundur Hannesson, forstöðu- maður ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa. Hann segir Ríkiskaup hafa í sívax- andi mæli sett inn í samninga ákvæði um reglulegt eftirlit, þar sem farið er yfir gátlista og kannað hvort ákveðnir þættir séu í lagi. Annað- hvort sé utanaðkomandi aðili feng- inn til að sinna eftirlitinu eða kaup- andi sinni því sjálfur en það sé auðvitað honum í hag að allt sé í lagi. Skilyrði að fyrirtæki fari eftir kjarasamningum  Starfsgreinasambandið vill skýr skilyrði í útboðum  Eftirlit með vinnumarkaðsþáttum mætti vera betra Morgunblaðið/Rósa Braga Útboð Guðmundur Hannesson hjá Ríkiskaupum segir að unnið hafi verið að því að hnykkja á því í samningum að fara verði að lögum og reglum. Skipulagðri leit að sjómanninum sem féll útbyrðis af Skinney SF 020 var hætt um miðjan dag í gær. Snemma í gærmorgun hafði áhöfn Skinneyjar samband við Landhelg- isgæsluna og tilkynnti um að maður hefði mögulega farið fyrir borð, en þá var skipið statt um 30 sjómílur suðvestur frá Reykjanestá. Strax var hafist handa við leitina og tóku 19 skip þátt. Svartaþoka var og því var ekki hægt að nota þyrlu til leit- ar fyrr en síðar um daginn. Landhelgisgæslan ákvað að hætta leitinni skömmu fyrir klukk- an 16 í gær, þar sem engar nýjar upplýsingar höfðu þá borist um hvar maðurinn gæti verið. Leit að sjómanni af Skinney SF hætt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Leit Skipverjans af Skinney var leitað úr lofti og sjó fram eftir degi í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.