Morgunblaðið - 26.07.2013, Side 21

Morgunblaðið - 26.07.2013, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 ✝ Arnviður Æv-arr Björnsson fæddist á Húsavík 27. ágúst 1922. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Lög- mannshlíð 17. júlí 2013. Foreldrar hans voru Björn Jósefsson, héraðs- læknir á Húsavík, f. 1885 á Hólum í Hjaltadal, d. 1963, og Sigríður Lovísa Sigurð- ardóttir, f. 1883 á Hofsstöðum í Viðvíkursveit, d. 1971. Systkini hans eru Björg Hólmfríður, f. 1915, d. 2006, Hólmfríður Björg, f. 1916, d. 1992, Sig- urður Pétur, f. 1917, d. 2007, Jósef Jón, f. 1918, d. 1935, Sig- ríður Birna, f. 1920, d. 1922, María Eydís, f. 1921, d. 1930, Einar Örn, f. 1925, Birna Sig- ríður, f. 1927, d. 2005. Hálf- systir er Hulda Björnsdóttir, f. 1945. Arnviður kvæntist 19. októ- ber 1944 Þuríði Hermannsdótt- ur, f. 6. ágúst 1921. Hún lést á Akureyri 12. júní 2007. For- eldrar hennar voru Hermann Hermannsson útvegsbóndi í Ög- en. 3) Hermann Gunnar, bakari, f. 1949, kvæntur Unni Eggerts- dóttur. Börn þeirra: a) Vala, maki Þrándur Jensson, börn þeirra Aníta Ósk og Adam Eld- ur. b) Eva, börn hennar Pétur Gunnar. Sambýlismaður Davíð Freyr Ólafsson, barn þeirra Karen Lind. Sara. d) Hermann. 4) Börkur, efnaverkfræðingur, f. 1959, maki Inga Dóra Sigurð- ardóttir, synir þeirra: a) Unn- steinn, unnusta hans Elínborg Ágústsdóttir. b) Ásgeir. Arnviður varð gagnfræð- ingur frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1941. Hann varð garðyrkjufræðingur frá Garð- yrkjuskóla ríkisins í Hvera- gerði og vann við garðyrkju- störf í nokkur ár, aðallega í Hveragerði. Árið 1944 flutti hann til Húsavíkur og þar bjuggu þau Þuríður í 62 ár en fluttu þá til Akureyrar þar sem hann lést. Arnviður vann sem pípulagningameistari á Húsavík og nágrenni til ársins 1970 þeg- ar hann varð starfsmaður Hita- veitu Húsavíkur sem þá var að taka til starfa. Þar vann hann þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Arnviður tók þátt í ýmsum félagsstörfum og var meðhjálpari í Húsavíkurkirkju um árabil. Útför Arnviðar verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag, 26. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 14. urvík við Ísafjarð- ardjúp og Salóme Rannveig Gunnars- dóttir. Börn þeirra eru: 1) Eydís, bóka- safns- og upplýs- ingafræðingur, f. 1945, gift Snorra Péturssyni. Börn þeirra eru: a) Sig- urður Pétur og b) Ásta, dætur hennar og Halldórs Hall- dórssonar eru Eydís Þuríður og Unnur Aðalheiður, sambýlis- maður Ástu er Guðmundur Geirsson. 2) Björn Jósef, sýslu- maður á Akureyri, f. 1947, kvæntur Jóhönnu Sigrúnu Þor- steinsdóttur. Börn þeirra eru: a) Sigríður Lovísa, gift Þorkeli Pálma Bragasyni, börn þeirra Arnviður Bragi og Sigfríður Birna. Dóttir Lovísu og Guðna H. Guðmundssonar er Sigrún Lilja og stjúpdóttir Pálmey Kamilla Pálmadóttir. b) Anna Lilja, maki Haukur Sigurðsson, börn þeirra Alexander Smári, Ingibjörg Lovísa og Björn Fannar. c) Arnviður Ævarr, maki Elísa Kristín Arnars- dóttir, dóttir þeirra Erna Kar- Á kveðjustund er mér ljúft að minnast tengdaföður míns, Arn- viðar, með örfáum orðum. Kynni okkar Arnviðar hófust formlega fyrir um 48 árum, þegar við Ey- dís settum upp hringana, eins og þá var siður. Frá þeim tíma hef ég verið hluti af fjölskyldu þeirra Þuríðar og Arnviðar og hef fengið að njóta umhyggju þeirra og margvíslegrar aðstoð- ar. Arnviður var frá ungum aldri áhugasamur um náttúrufræði og hvers konar ræktun. Þess vegna ákvað hann að læra garðyrkju- fræði að afloknu gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Það var mikið gæfuspor, því í Garðyrkjuskólanum í Hvera- gerði kynntist hann Þuríði Her- mannsdóttur, sem síðar varð eiginkona hans. Þau giftu sig á Húsavík haustið 1944 og bjuggu þar síðan í 62 ár. Að afloknu námi í Garðyrkju- skólanum vann Arnviður um tíma við garðyrkjustörf, í Hvera- gerði, Mosfellssveit og hjá Reykjavíkurborg, en hugur hans stóð til búsetu á Húsavík. Þar sem lítið var um atvinnutækifæri fyrir garðyrkjufræðing á Húsa- vík á þeim árum brá Arnviður á það ráð að læra pípulagnir. Mér var sagt að hann hefði valið pípulagnir því þær gætu nýst honum síðar, ef draumur hans um að eignast sitt eigið gróð- urhús myndi rætast. Sá draum- ur rættist reyndar, en þó ekki fyrr en seint á starfsævinni, þeg- ar þau Þuríður fluttu á Fossvell- ina. Þá var það eitt af hans fyrstu verkum að koma sér upp litlu gróðurhúsi, þar sem þau hjónin ræktuðu skrautblóm, grænmeti og ávexti sér til mik- illar ánægju. Við upprifjun á samferð okkar Arnviðar líða minningar um hug- ann eins og kvikmynd á tjaldi. Ég klippi út nokkra ramma: Mynd af stoltum afa sem hvetur barnabörnin: Svona nú! Stífur strákur! Stíf stelpa! Mynd af stoltum bíleiganda, þegar Skod- inn góði leysti hjólbörurnar af hólmi sem flutningstæki fyrir verkfæri, efni og hænsnafóður. Og þá gat Arnviður boðið sinni heitt elskuðu í bíltúr, til Ísafjarð- ar eða Reykjavíkur eða bara suður í Hraun eða upp að Botns- vatni. Mynd af Arnviði uppi á háa C-i. Hann lét þá sko heyra það, þessa „andsk.“ í ríkisstjórn eða bæjarstjórn, jafnvel þótt þeir væru hvergi nærri. Og þeg- ar reiðilestrinum var lokið, eða öll rök þrotin, var endirinn oftar en ekki: „Búið, heilagur, amen.“ Arnviður og Þuríður fluttu frá Húsavík til Akureyrar haustið 2006, á 62 ára brúðkaupsafmæli sínu, og bjuggu þar í yndislegri íbúð á fögrum stað við Skarðs- hlíð. Þeim auðnaðist þó ekki að dvelja þar saman nema í um átta mánuði, því Þuríður andaðist í júní 2007. Arnviður bjó þar síðan í rúm tvö ár einn, og naut mik- illar umhyggju og aðstoðar son- ar síns, Björns Jósefs og fjöl- skyldu hans, en síðan fluttist hann í öldrunarheimilið Kjarna- lund og síðar Lögmannshlíð. Þar undi hann hag sínum vel í góðum félagsskap og við besta mögu- lega aðbúnað og umönnun frá- bærs starfsfólks. Arnviður var þess vel meðvit- aður þegar endalokin nálguðust og var hann sáttur við þau leiks- lok. Honum tókst, þrem dögum fyrir andlátið, að halda dálitla hneykslunarræðu, en varð að stytta mál sitt og greip þá til þess sem alltaf dugði: „Búið. Heilagur. Amen.“ Far vel, vinur. Snorri Pétursson. Það eru margar minningar sem rifjast upp nú þegar við kveðjum hann afa. Fyrstu minn- ingarnar eru þegar hann ók um mölina á Húsavík á Skodanum. Í aftursætinu skrölti í verkfærum píparans og í skottinu glamraði í fötunum sem hann kom með úr hænsnakofanum. Allt var rykugt en ullarteppum hafði haganlega verið komið fyrir yfir sætin til að hlífa þeim við þessari hversdags- legu notkun. Afi var nýtinn og fór vel með hlutina. Það var ósjaldan farið með afa að gefa hænsnunum og hænsnakofinn var ævintýraheimur út af fyrir sig. Þar var gaman að fá að leggja hönd á plóg. Afi kenndi líka að veiða. Það var farið á bryggjuna eða upp á Botnsvatn. Enginn fiskur var eins bragð- góður og sá sem veiddur var með afa, verkaður af honum og matbúinn af ömmu. Seinni árin er það þó gróð- urhúsið hans afa sem stendur upp úr í minningunni. Rósirnar sem hann ræktaði og sem ilm- uðu mest og best af öllum rós- um. Jarðarberin sem langafa- börnin fengu að tína og hvernig þau bráðnuðu í munninum. Í gróðurhúsinu naut hann sín og þar var spennandi að fá að kíkja inn. Minningarnar um afa eru þó ekki síst tengdar ömmu. Það rifjast upp hvernig „Æi Arnvið- ur“ ómaði um húsið á Fossvöll- um þegar amma kallaði til að biðja hann um að fara einhverra erinda fyrir sig. Þá heyrðist oft fussa í afa en allir vissu að það skipti engu máli því hann lét ekki sitt eftir liggja og gerði æv- inlega það sem amma bað hann um. Hann var í eðli sínu hjálpfús og tryggur. Honum féll ekki verk úr hendi og vandaði vel til allra verka. Hann var sífellt á ferðinni, að sumu leyti vegna þess að erindin fyrir hana ömmu voru ófá, en þess utan var hann líka að sinna eigin verkefnum og áhugamálum. Hann var ánægð- ur með okkur afkomendur sína og best var ef honum þótti við „stíf“ en það var í þeirri merk- ingu að við létum ekki deigan síga. Á síðasta ári fögnuðum við 90 ára afmæli með afa. Þó svo að sjálfsögðu hafi hann nú reynt að telja okkur öllum trú um að um- stangið hafi verið allt of mikið og í raun algjör óþarfi að halda upp á daginn, var alveg ljóst að hann naut sín. Það er góð minning að hugsa til þess dags og gaman að geta fagnað með honum þetta háum aldri og þokkalegri heilsu. Með söknuði og þakklæti kveðj- um við afa. Far í friði, elsku afi. Ásta, Eydís og Unnur. Arnviður Ævarr Björnsson  Fleiri minningargreinar um Arnvið Ævarr Björnsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. ✝ Sigurður Krist-jánsson, fyrr- verandi yfirkennari, fæddist í Reykjavík 26. desember 1912. Hann andaðist á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Grund 13. júlí 2013. Foreldrar hans voru Jóhanna Árna- dóttir og Kristján Sigurðsson fisk- matsmaður frá Bíldudal, en þau fluttu til Reykjavíkur 1912. Sig- urður var næstyngsta barn for- eldra sinna, sem varð átta barna auðið. Sigurður ólst upp í Reykja- vík og voru æskuár hans með hefðbundnum hætti í faðmi for- eldra og systkina. Á unglings- árum fékk Sigurður vinnu sem aðstoðarmaður lagermanns í Vél- smiðjunni Hamri. Síðar fékk hann þar lærlingsstöðu sem nemi í járnsmíði og lauk þar verklega náminu, en því bóklega frá Iðn- skólanum í Reykjavík, með sveinsprófi í járnsmíði. Krepputímar voru þá á Íslandi, og fór Sigurður árið 1934 til Dan- merkur til frekara náms og hjónanna var alla tíð að flytja heim til Íslands og gerðu þau það að stríðinu loknu. Sigurði bauðst fljótlega eftir heimkomuna starf framkvæmdastjóra Verkfæra- nefndar ríkisins og gegndi Sig- urður því starfi á fimmta ár. Haustið 1950 hóf Sigurður starf sem kennari við Iðnskólann í Reykjavík, sem þá var kvöldskóli. Frá 1. sept. 1963 var Sigurður skipaður yfirkennari við málm- iðnaðardeild skólans. Hann starf- aði við kennslu þar í rúma þrjá áratugi og leit á það sem sitt ævi- starf. Í orlofi frá kennslu flutti fjöl- skyldan aftur til Danmerkur tímabundið og kenndi Sigurður þar við tækniskólann í Næstved. Gagnaðist honum sú reynsla síð- an við uppbygginu námsgreina við Iðnskólann hér heima. Eftir þetta fór Sigurður oftar í sum- arleyfi sínu til Næstved til kennslu og hélt allt til æviloka góðu sambandi við fv. skólastjóra þar. Sigurður lét af störfum við Iðn- skólann í Reykjavík árið 1982 sökum aldurs. Síðustu árin bjó Sigurður á Vesturgötu 7 í Reykjavík, allt þar til að hann flutti á Hjúkrunar- og dval- arheimilið Grund í janúar sl. Útför Sigurðar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 26. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 13. starfa. Innritaðist hann í tækni- fræðinám við Tekn- ikum í Odense og lauk þaðan prófi sem véltæknifræð- ingur í september 1939. Eftir námið bauðst Sigurði starf sem véltæknifræð- ingur við skipa- smíðastöð í Nakskov á Lálandi. Þar má segja að hafi orðið straumhvörf í lífi hans, því þar kynntist hann Ruth Pedersen, sem átti eftir að verða eiginkona hans og móðir tveggja dætra þeirra, sem eru Björg, f. 1944, gift Troels Bendt- sen. Þeirra börn: Kjartan, Ómar og Búi Bendtsen. Barna- barnabörnin eru orðin sex, og- Hanna, f. 1946, gift Kristni Ein- arssyni. Þeirra börn eru: Helga og Kári. Barnabarnabörnin eru einnig sex. Þau Ruth stofnuðu heimili í Nakskov en fluttu síðar til Kaupmannahafnar, þar sem Sigurður fékk vinnu hjá Véla- verksmiðjunni Atlas, þar sem hann vann að fjölbreyttum verk- efnum til stríðsloka. Ætlun þeirra Ein af mínum fyrstu minn- ingum um afa er af Miklubraut- inni þar sem hann bjó í um 30 ár. Hann í brúnum klossum og grænum vinnuslopp bograndi yfir málningarfötum og ég dinglandi fótunum úr rauðri rólu sem var fest í dyragættina. Róla innandyra, það þótti mér merkilegt. Vinkonum mínum þótti líka merkilegt þegar afi minn bauð mér í Háskólabíó að sjá Grease með John Travolta og Olaviu Newton John í aðalhlutverkum. Engin þeirra hafði enn fengið tækifæri til að bera dýrðina augum og um stund naut ég þess að vera sú eina í bekknum sem hafði séð myndina, í boði afa. Afi var einstakur öðlingur og þess fékk ég óspart að njóta. „Getur afi þinn skutlað okkur á ballið?“ og afi á hvítu Hondunni tók að sér að skutla okkur vin- konunum úr Hafnarfirði á ung- lingadansleik í Laugardalshöll á gamlárskvöld. Þegar ég var í Kvennaskólanum kíkti ég reglu- lega í heimsókn til afa í hádeg- inu. Þá bauð hann ávallt upp á heita máltíð, síðan kom ég mér fyrir í stiganum og lærði um stund. Blundur í vínrauða sóf- anum í stofunni var líka fastur liður. Þetta voru einstaklega notalegar stundir sem mér þyk- ir afskaplega vænt um. Þegar ég byrjaði í háskólanum bauð afi mér að búa í kjallaranum á Miklubrautinni og þaðan á ég margar góðar minningar. Afi var liðtækur í eldhúsinu, duglegur að elda sér heitar mál- tíðir og naut þess að baka. Eplakaka „a’la Sigurður“ er mér ofarlega í minni. Eftir því sem árin liðu urðu það aðrir hlutir sem vöktu að- dáun á afa í vinkonuhópi mín- um. Má þar nefna óaðfinnanleg- an klæðaburðinn og það að hann fór enn í Sundhöllina á hverjum morgni og keyrði bíl, orðinn hátt í hundrað ára. Við fjölskyldan vorum heppin að fá að njóta samvista við afa svona lengi og það er frábært vega- nesti fyrir stelpurnar mínar að geta munað eftir Sigurði lang- afa um ókomna tíð. Elsku afi, hvíl í friði og takk fyrir allar góðu stundirnar. Helga Kristinsdóttir. Við andlát og útför Sigurðar vakna hjá okkur góðar minn- ingar um samskipti við hann. Það var merkileg stund að sitja í afmælisveislu í tilefni af ald- arafmæli hans á sl. ári. Andlega var hann skýr í hugsun en lík- amlega var hann veikari. At- hyglisvert var að heyra frá þeim sem best þekktu til ævi- starfs hans greina frá því mik- ilsverða starfi fyrir iðnmennt- unina sem Sigurður hafði mikil áhrif á hvað varðaði skipulag hennar og kennslu hans sjálfs. Sá er þessar línur ritar kynntist Sigurði fyrst um miðja seinustu öld þegar hann starf- aði fyrir íslenskan landbúnað sem framkvæmdastjóri Véla- sjóðs. Eins og oft er við kunn- ingsskap hittumst við strjálla um skeið á lífshlaupi okkar. Næst hittumst við í matstofunni á Vesturgötu 7 og endurnýj- uðum gömul kynni. Þar áttum við góð samskipti með öðru góðu fólki. Við ræddum mikið saman og ég var þiggjandi mik- ils fróðleiks um æskuár hans, námsár og atvinnustörf í Dan- mörku og hér á landi. Þarna voru einnig margar skemmti- legar frásagnir af ýmsum atvik- um og af málefnum og mönnum sem voru oft settar fram í gam- ansömum tón án illkvitni sem Sigurður átti ekki til. Víst er að Sigurður sem íbúi á Vesturgötu 7 naut virðingar og vinsælda hjá öðrum íbúum þar, starfs- fólki og öðrum sem þar komu vegna fágaðrar framkomu hans prúð- og snyrtimennsku. Okkur Birgittu þótti vænt um Sigurð og reyndum eftir að hann flutti á Grund að heim- sækja hann reglulega. Seinast hittum við hann nokkrum dög- um fyrir andlátið og þá var hann skýr eins og áður í hugs- un, en líkaminn að þrotum kom- in. Við sendum ástvinum Sigurð- ar innilegar samúðarkveðjur við fráfall hans og biðjum honum blessunar Guðs. Einar og Birgitta. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Látinn er í Reykjavík í hárri elli, mikill sómamaður, Sigurður Kristjánsson, fyrrverandi yfir- kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Fyrstu kynni mín af Sigurði voru er ég hóf nám í Iðnskólanum uppúr 1950, en þar kenndi hann m.a. fagteikn- ingu. Sigurður var sérlega góð- ur og ljúfur kennari sem öllum vildi gott gera. Ekki er hægt að skrifa svo minningargrein um Sigurð að ekki sé getið um hans mikla og góða starf í sambandi við upp- byggingu verknáms í málmiðn- aðargreinum í iðnskólum lands- ins. Árið 1966 var skipuð af menntamálaráðherra fyrsta fræðslunefnd í málmiðnaðar- greinum. Þessi nefnd átti að vinna að uppbyggingu verk- námsskóla í þessum greinum. Sigurður var skipaður formaður nefndarinnar og ég tók sæti í henni ásamt nokkrum öðrum. Þarna kynntist ég Sigurði sem góðum stjórnanda sem hafði yf- irburðaþekkingu á öllu er kom að gagni í sambandi við kennslu í málmiðnaðargreinum en Sig- urður hafði verið í tækninámi og vinnu í Danmörku í ein tólf ár, m.a. við kennslu, en þar hafði hann m.a. kynnst verk- námsskólum og var í mjög góðu sambandi við þarlenda skóla- menn, en sumir af þeim héldu tryggð við hann til æviloka. Fyrsti verknámsskóli, fyrir málmiðnaðargreinar, tók til starfa í Iðnskólanum í Reykja- vík árið 1968. Ekki kæmi það mér á óvart að ef saga verk- námsskóla í málmiðnaðinum yrði skráð þá yrði nafn Sig- urðar Kristjánssonar þar ofar- lega á blaði, svo mikið lagði hann til þessa málaflokks. Árið 1971 hóf ég starf sem kennari við málmiðnaðarbraut Iðnskól- ans í Reykjavík, en þar var Sig- urður yfirkennari. Það var aðdáunarvert hvernig Sigurður valdi verknámskennara við þessa nýstofnuðu deild. Allir þessir kennarar voru með meistararéttindi og mikla starfsreynslu í þeim fögum sem þeir kenndu. Eitt af því sem Sigurður lagði hvað mesta áherslu á var að kennararnir fengju sem besta menntun. Árið 1973 fór Sigurður með mámiðn- aðarkennara í þriggja vikna náms- og kynnisferð til Norð- urlanda. Skólar voru skoðaðir og farið á námskeið. Mér er sérstaklega minnisstæð vera okkar í Danmörku en þar nut- um við sérstakrar gestrisni, all- ar dyr stóðu okkur opnar. Þar fundum við vel fyrir því hvað Sigurður var vel kynntur, það var eins og týndi sonurinn væri kominn heim. Ekki var nóg að gert að fara einungis í kynn- isferðir, að áliti Sigurðar, flestir fórum við kennararnir í kennslu- og uppeldisfræði í Kennaraháskólann, það sama gerði Sigurður þótt kominn væri af léttasta skeiði. Sigurður lauk starfi sínu við Iðnskólann við aldursmörk, virtur og vel látinn. Að leiðarlokum vil ég þakka Sigurði af alhug fyrir sérstak- lega góð kynni og bið honum Guðs blessunar yfir móðuna miklu. Öllum ástvinum hans sendi ég mína innilegustu samúðar- kveðju. Rafn Sigurðsson. Sigurður Kristjánsson  Fleiri minningargreinar um Sigurð Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.