Morgunblaðið - 26.07.2013, Síða 22

Morgunblaðið - 26.07.2013, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 ✝ (Björn)Tryggvi Karls- son, fæddist að Stóru-Borg í Víði- dal í Vestur- Húnavatnssýslu 28. mars 1932. Hann lést á Hjúkr- unarheimili aldr- aðra, Sunnuhlíð, Kópavogi, 13. júlí 2013. Foreldrar Tryggva voru Margrét Tryggvadóttir, félagsmála- frömuður og húsfreyja á Stóru- Borg, f. þar 24. sept. 1911, d. 26. júlí 2004, og Karl Harlow Björnsson, bóndi á Stóru-Borg og ættfræðingur, f. á Gauksmýri Línakradal 20. maí 1907, d. 16. júlí 2001. Móðurforeldrar Tryggva voru (Björn) Tryggvi Guðmundsson, búfræðingur frá Ólafsdalsskóla og bóndi í Klömbrum í Vesturhópi en síðar á Stóru-Borg, f. að Syðri-Völlum í V.-Hún. 12. júlí 1878, d. 1. maí 1918, og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir, kvennaskólamær frá Kvennaskólanum á Blöndu- ósi, síðar húsfreyja í Klömbrum og á Stóru-Borg, f. að Hafn- arnesi í Nesjasveit í A.-Skaft. 1. des. 1884, d. 2. nóv. 1968. Föð- fullnaðarprófi 1946. Eftir það lá leiðin í Reykjaskóla í Hrútafirði, síðar í Kennaraskóla Íslands og lauk hann þaðan kennaraprófi vorið 1957. Kennarastarfinu sinnti Tryggvi samfellt til eft- irlaunaaldurs eða til ársins 1993 og kenndi víða um land, m.a. við eftirfarandi skóla: Lýtingsstaða- skóla, Skagafirði, Grunnsk. í Keflavík, Farsk. í Þverárhreppi, Grunnsk. á Hvammstanga, Kleppjárnsreykjask., Grunnsk. á Hofsósi, Grunnsk. á Sauð- árkróki, Snælandssk. í Kópa- vogi, Hólabrekkusk. í Reykja- vík, Grunnsk. á Þórshöfn og á Drangsnesi. Jafnframt kennslu- stöfum rak hann búskap að Stóru-Borg ytri 2 og Ásbjarn- arnesi í náinni samvinnu við for- eldra sína til fjölda ára og var þar með um 120 kindur og 60 hross þegar mest var. Tryggvi hafði alla tíð mikinn áhuga á bú- skap og þá einkum öllu sem við- kemur hestum. Jafnframt því hafði hann mikinn áhuga á ætt- fræði og sögulegum fróðleik og notaði síðustu æviár sín mikið til lestrar á þeim sviðum og fleiri. Árið 2010 fluttist Tryggvi á Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi, Sunnuhlíð, vegna heilsubrests. Útför Tryggva Karlssonar fer fram frá Breiðabólstað- arkirkju, Vesturhópi, í dag, 26. júlí 2013, kl. 14. urforeldrar Tryggva voru Ólöf Sigurðardóttir, f. á Þorkelshóli í Víði- dal 16. jan. 1865, d. 2. júlí 1925, og seinni maður henn- ar, Björn Jósafat Jósafatsson, f. að Enniskoti í Víðidal 15. ágúst 1868, d. 8. júní 1957, bændur á Gauksmýri. Systur Tryggva: Ólöf Hulda Karls- dóttir, kennari, f. 22. maí 1938, og Guðrún Karlsdóttir, íslensku- og upplýsingafræðingur, f. 14. febr. 1942, maður hennar er Leo J.W. Ingason, skjalavörður og þýðandi. Eiginkona Tryggva Karls- sonar var Hrefna Pétursdóttir, ráðskona á Sjúkrahúsi Hvamms- tanga, f. 28. nóv. 1919, d. 14. okt. 1984. Sonur þeirra er Guð- mundur viðskiptafræðingur, f. 9. jan. 1966, dóttir Hrefnu og fyrri manns hennar, Jóns Ólafs- sonar (þau skildu), f. 17. febr. 1923, d. 20. apríl 2013, er Edda Margrét Jónsdóttir Fjellheim, kennari, f. 10. okt. 1949, búsett í Noregi ásamt fjölskyldu sinni. Tryggvi gekk í Farskóla Þverárhrepps og lauk þaðan Í dag kveð ég minn ástkæra föður, Tryggva Karlsson. Ég minnist hans fyrst þegar við átt- um heima í lítilli íbúð á Sjúkrahús- inu á Hvammstanga ásamt móður minni heitinni, Hrefnu, og systur minni, Eddu. Þar var ágætt að búa þótt íbúðin hafi ekki verið stór. Faðir minn var alltaf mikill sveita- maður í sér og dvaldist fjölskyldan á þessum árum mikið í sveitinni á Stóru-Borg hjá afa mínum og ömmu, þeim Kalla og Möggu. Við áttum eiginlega tvö heimili á þess- um árum. Ári eftir að móðir mín lést 1984 fluttum við feðgar saman suður í Kópavog, faðir minn byrj- aði þá að kenna syðra. Nokkru síð- ar fluttist hann aftur út á land en þá einn, þar sem ég varð eftir í Kópavoginum. Þarna skildi því leiðir. Faðir minn kenndi til ársins 1993, þegar hann komst á eftir- laun. Eftir það dvaldist hann í Kópavogi en einnig alltaf mikið á Stóru-Borg. Þar gat hann stundað eitt af sínum mörgu áhugamálum, hestamennskuna. Með árunum jókst áhugi hans á ýmsum sögu- legum fróðleik, ásamt ættfræði, og notaði hann eftirlaunaárin sín því mikið til lestrar. Faðir minn var al- mennt séð mjög fróður maður um ýmsa hluti og man ég vel eftir því hvað hann gat þulið upp úr sér miklar staðreyndir um hina ýmsu staði þegar við vorum á ferðalög- um um landið. Það var stundum eins og maður væri með alfræði- orðabók við hliðina á sér í bílnum. Pabbi var jafnframt gamansamur maður og gat oft verið mjög fynd- inn, þótt hann ætti auðvitað sínar alvarlegri hliðar líka. Hann var al- mennt mjög ræðinn og hafði gam- an af því tala við fólk. Hann gat líka verið svolítið stríðinn en allt í góðu samt. Hann var oft mjög hreinskilinn og átti það til að tala um hlutina umbúðalaust. Fyrir þær sakir var hann kannski ekki allra. Fyrir um 15 árum greindist pabbi með sykursýki 2, en sá sjúk- dómur átti eftir að draga úr hon- um þróttinn næstu árin hægt og bítandi og árið 2010 var hann orð- inn það illa haldinn af honum að hann fluttist inn á Hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Þar hefur hann búið við gott atlæti síð- an og eru hjúkrunarliði þar, lækn- um og öðrum starfsmönnum færð- ar fyllstu þakkir fyrir umönnun og alla hjálpina. Pabbi tók örlögum sínum alla tíð með mikilli reisn og reyndi yfirleitt að gera minna úr veikindum sínum en efni stóðu til. Ég heimsótti hann reglulega á hjúkrunarheimilið og hafði þá bækur meðferðis, svo að hann hefði nóg að lesa. Oft bauð ég hon- um með mér norður í sveitina og fékk hann í heimsókn á Ásbraut- ina. Hann hafði líka gaman af því að koma með mér í bíltúra um bæ- inn og þegar ég spurði hann hvert hann vildi nú helst fara kom alltaf sama svarið: „Förum og skoðum mannlífið í miðbænum.“ Fórum við feðgar því reglulega niður Laugaveginn. Mjög svo stór tímamót eru nú í lífi mínu þegar ég kveð elskulegan föður minn því að hann var alltaf svo stór partur af lífi mínu. Á þess- ari stundu vil ég því segja eftirfar- andi: „Þakka þér fyrir allar sam- verustundirnar okkar, elskulegur pabbi minn. Þú reyndist mér alltaf vel. Við eigum vonandi eftir að hittast aftur síðar meir“. Guðmundur Tryggvason. Hann stóri bróðir minn, B. Tryggvi Karlsson, Diddi, er nú látinn. Nafn hans var föðurnafnið hennar mömmu og hún vildi helst ekki að hann væri kallaður annað en Tryggvi, sleppti Björnsnafninu eins og faðir hennar hafði gert, ekki gælunafn í stað þessa elskaða nafns: mamma hafði misst föður sinn á áttunda árinu, hann þá rétt undir fertugu. Bróðir minn var yf- ir áttrætt þegar kallið kom, átti langt lífshlaup að baki en bjó við rénandi heilsu. Fyrstu bernsku- minningarnar um stóra bróður tengjast skólafríum hans. Ég þá enn á leikjastiginu, hann við margvísleg störf. Hann þurfti t.d. sem unglingur að slá með orfi og ljá þar sem þýfi var enn, líka fékk hann að slá það sem véltækt var með hestsláttuvél á móti pabba. Mér þóttu þessi verk merkileg og leit mjög upp til hans sem gat gengið í sömu verk og pabbi og orðinn maður meðan ég var ótta- leg písl. Hann var elstur okkar þriggja systkina, ég yngst. Mið- barnið Ólöf Hulda. Bróðir minn var frá öndverðu afar laghentur, lærði m.a. smíði í Reykjaskóla og smíðaði þar forláta borðstofuskáp, borð og fleira, m.a. litlar hillur og ramma með skrautlegu gata- mynstri sem gert var með útsög- unarsög. Handa mér gerði hann dúkkuhús úr texi og var það með risi, gluggum og tvíbreiðum dyr- um. Dúkkuhúsið var nokkurn veg- inn í stærðinni 70x50x65 og ég fékk afgangsblúndur hjá mömmu til að hafa fínt fyrir gluggunum. Rautt sófasett fór í húsið, svo og forláta silfruð og græn eldavél ásamt tilheyrandi pottum og pönnum. Þetta gladdi mig afar mikið og á milli okkar var alltaf gagnkvæmur skilningur og nokk- ur aðdáun. Diddi bróðir var ekki bara ram- ur að afli meðan hann var upp á sitt besta, hann var einnig góður vélamaður, laghentur við það eins og annað, hann eignaðist líka til- tölulega ungur skepnur og vélar og sá pabbi um hirðingu fyrir hann að vetrinum meðan hann var við kennslu. Öll sumur vann Diddi að heyskap og Hrefna kona hans notaði hluta af sínu sumarfríi, sem var náttúrlega styttra en kennar- ans og hjálpaði þá einnig til í frí- stundunum, það var ávallt létt yfir mannskapnum þegar hún gekk með okkur að leik eða starfi. Þá var allt orðið vel vélvætt á Stóru- Borg. Mundi frændi, sonur Didda og Hrefnu, var af og til sem barn með pabba sínum í sveitinni hjá afa sínum og ömmu og gekk að verkum þegar hann hafði aldur og getu til. Ég og minn maður tókum ævinlega ásamt börnum okkar tveimur nokkurn hluta sumarleyf- isins fyrir norðan á heybagga- flutningatíma meðan pabbi og mamma bjuggu, þá unnu allir saman. Á myndum okkar frá þess- um árum í sveitinni, ljósmyndum, myndspólum og diskum frá þess- um tíma má rifja upp gamla tím- ann en minningarnar orna mest. Þetta voru sælir sumardagar fyrir okkur sem þá vorum enn ung og áttum nóga krafta. Síðan hafa pabbi, mamma og Tryggvi frændi öll kvatt í hárri elli, einnig sonur okkar löngu fyrir tímann. Ég bið nú bróður mínum bless- unar hinum megin, einnig þeim sem eftir lifa. Guðmundi, bróður- syni mínum og Sanitu hans, send- um við dýpstu samúðarkveðjur og óskir um velfarnað. Guðrún Karlsdóttir frá Stóru-Borg. Í dag kveð ég Tryggva bróður minn elskulegan, sem alltaf var kallaður Diddi í fjölskyldunni. Hann var elstur okkar þriggja systkinanna á Stóru-Borg og unn- um við mikið saman við bústörf og heyskap og þótti líka gaman að fara saman til veiða. Diddi var kominn suður áður en ég fór í Kvennaskólann í Reykja- vík. Þar tók hann alltaf á móti mér þegar ég kom með Norðurleiðar- rútunni. Sjálfur fór Diddi í Kenn- araskólann og kenndi í áratugi, lengst af á Sauðárkróki og eign- aðist marga og góða vini í kjölfar- ið. Diddi var mikill lestrarhestur og las m.a. Íslendingasögurnar, ævisögur og fræðirit um kennslu og búskap. Einnig var hann ætt- fróður eins og Karl faðir okkar. Hann var minnugur á lesefni og hafði gaman af að rifja upp gamla tíma. Diddi var bráðmyndarlegur, dökkhærður og bláeygur, mikill fagurkeri og gekk alltaf fínn til fara. Hann var gamansamur og svolítið stríðinn. Ég minnist hans á eldhúsbekknum þar sem hann fór með vísur og söng hástöfum ef því var að skipta. Hann hafði gam- an af krökkum, bæði nemendum sínum og börnum í fjölskyldunni og þeim fannst hann bráðfyndinn og skemmtilegur. Þá var hann traustur og gjafmildur og hafði gaman af að gleðja aðra, gaf m.a. Unni Margréti dóttur minni hest- inn Blesa sem var henni mikill gleðigjafi. Þegar ég ásamt foreldrum mín- um rákum ferðaþjónustu á Stóru- Borg var hann liðtækur við að sækja gestina, keyra þá í skemmtiferðir og að fara í útrei- ðatúra með þeim. Hann naut þess að vera á góðum hesti úti í nátt- úrunni í góðum félagsskap, var laginn með hesta í heyskap og duglegur tamningamaður. Diddi var mjög hagur í höndum og smíðaði ýmislegt fyrir Stóru- Borgar heimilið og bjó til reiðtygi. Þá var hann liðtækur við upp- byggingu á jörðinni, rækta tún og girða með föður okkar. Hann fór á Hvanneyri og var áhugasamur um að innleiða tækni í landbúnaði. Dráttarvélar komu á bæinn fyrir 1960 og fleiri nútímatæki í kjölfar- ið, sem leystu af hestavinnuvél- arnar. Diddi eignaðist snemma Land Rover jeppa og nutum við oft góðs af að ferðast með honum víða. Kærleiksríkt hjónaband var með Didda og Hrefnu, sem var af- ar góð kona og glæsileg, voru þau mjög samhent, glöð og gestrisin. Mikill varð missir þeirra feðga við fráfall hennar. Gott samband hélst á milli Didda og Munda sonar hans og reyndust þeir hvor öðrum ætíð vel. Diddi var bæði sterkur og hraustur lengst framan af ævi, en fékk síðar sykursýki sem setti sitt mark á heilsu hans, þeim veikind- um sínum tók hann með miklu æðruleysi. Hann var afar þakklát- ur öllu starfsfólkinu í Sunnuhlíð og talaði oft um hve það væri ein- staklega gott við sig, enda sögðu starfsstúlkurnar að Tryggvi væri mikill vinur þeirra. Öllu því góða fólki þar þakka ég af alhug fyrir öll elskulegheitin. Ég kveð kæran bróður í dag með eftirfarandi versi og þakka honum allar samverustundirnar. Bið ég honum Guðs blessunar á nýjum tilverustigum. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Ólöf Hulda Karlsdóttir. Tryggvi Karlsson  Fleiri minningargreinar um Tryggva Karlsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. V i n n i n g u r Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 3 3 2 1 1 3 5 1 1 9 3 6 9 2 9 6 9 6 3 9 1 9 6 5 0 7 1 6 6 3 5 5 2 7 3 3 0 7 6 0 7 1 1 5 7 8 1 9 4 0 6 3 0 3 3 8 3 9 4 3 2 5 0 7 3 3 6 3 6 9 6 7 4 1 1 4 1 3 8 0 1 1 8 4 4 2 0 3 8 8 3 0 5 0 1 3 9 6 3 6 5 0 9 1 1 6 4 5 2 0 7 4 3 1 5 1 5 7 5 1 1 9 7 2 2 0 7 9 3 3 0 5 6 1 3 9 8 8 9 5 1 0 2 6 6 6 3 9 3 7 4 5 3 2 1 8 2 7 1 1 9 9 2 2 1 5 4 4 3 0 6 4 4 4 1 3 8 1 5 1 2 4 3 6 6 4 3 0 7 4 6 2 5 1 8 3 8 1 2 1 5 5 2 1 5 9 7 3 0 9 8 5 4 1 8 0 4 5 1 3 7 2 6 6 6 1 4 7 4 9 0 0 2 2 0 8 1 2 3 2 8 2 1 9 0 3 3 1 0 5 2 4 2 6 2 9 5 1 9 0 1 6 7 5 7 5 7 5 1 5 2 2 4 3 2 1 2 3 8 7 2 1 9 5 7 3 1 5 2 8 4 2 7 8 5 5 2 3 3 2 6 8 0 7 1 7 5 1 7 7 2 6 6 2 1 3 2 8 8 2 2 6 7 7 3 1 6 1 1 4 3 2 0 6 5 3 0 2 7 6 8 4 4 9 7 5 2 7 6 3 6 3 3 1 3 6 0 5 2 2 6 9 3 3 1 9 4 2 4 3 5 3 4 5 4 0 9 7 6 8 4 5 5 7 5 6 5 9 3 9 3 1 1 3 7 9 2 2 3 0 1 4 3 2 0 0 2 4 3 9 1 4 5 5 5 5 8 6 8 7 9 3 7 5 8 1 9 4 3 7 9 1 4 9 2 8 2 3 1 5 5 3 2 4 3 6 4 4 3 3 4 5 6 0 8 5 6 8 8 7 3 7 5 9 3 7 5 3 8 8 1 5 2 2 6 2 3 2 4 1 3 2 6 6 4 4 5 2 4 3 5 6 2 0 5 6 8 9 5 3 7 6 4 4 5 5 5 6 5 1 5 6 9 2 2 3 3 1 8 3 3 5 4 4 4 6 3 0 6 5 6 6 3 9 6 9 1 6 2 7 6 6 6 2 6 0 6 1 1 5 7 3 1 2 3 3 3 4 3 3 7 0 6 4 6 4 5 1 5 6 9 8 3 6 9 4 2 9 7 6 8 4 6 6 1 1 8 1 5 8 0 0 2 3 9 3 4 3 3 8 1 8 4 6 6 2 4 5 7 4 7 8 6 9 5 8 6 7 6 9 3 0 6 2 2 4 1 6 3 4 7 2 4 1 3 3 3 4 4 3 7 4 6 6 7 1 5 7 6 4 6 6 9 6 0 9 7 6 9 8 7 6 5 9 0 1 6 4 2 2 2 4 5 6 1 3 4 4 6 4 4 6 8 2 4 5 7 7 0 0 6 9 7 8 6 7 7 0 1 4 6 8 0 2 1 6 5 2 2 2 4 7 5 3 3 5 2 2 5 4 7 0 2 0 5 7 9 4 8 6 9 9 3 1 7 7 0 8 1 6 8 6 7 1 6 8 0 3 2 4 9 5 2 3 5 2 2 7 4 7 0 3 1 5 8 3 3 8 6 9 9 8 7 7 8 2 5 9 7 0 9 5 1 7 4 0 7 2 5 1 0 7 3 5 6 1 4 4 7 3 2 5 5 8 7 0 5 7 0 1 7 1 7 8 4 0 6 7 9 0 3 1 7 4 7 0 2 5 2 7 0 3 5 8 6 1 4 7 4 6 1 5 9 8 3 1 7 0 6 2 3 7 8 6 1 2 8 5 1 0 1 7 6 7 8 2 5 5 4 4 3 6 3 9 9 4 7 6 3 9 6 0 6 3 9 7 0 8 3 6 7 8 9 8 1 8 8 0 8 1 7 7 2 7 2 7 0 3 6 3 6 4 6 6 4 7 8 7 8 6 0 9 5 9 7 1 3 6 6 7 9 3 5 2 9 0 1 3 1 8 0 2 6 2 7 6 2 7 3 6 8 0 3 4 8 1 7 7 6 1 0 6 2 7 1 4 3 2 7 9 4 5 8 9 1 5 5 1 8 5 7 2 2 7 6 6 8 3 6 9 1 5 4 8 6 8 0 6 1 3 9 1 7 2 2 9 3 7 9 7 9 1 1 0 9 2 9 1 8 9 0 9 2 8 1 5 1 3 7 2 1 7 4 9 0 4 8 6 1 5 3 4 7 2 3 8 6 1 0 9 7 6 1 9 0 1 5 2 8 3 5 0 3 7 7 4 7 4 9 2 0 7 6 1 6 3 3 7 2 4 4 8 1 1 0 0 4 1 9 1 1 1 2 8 6 9 0 3 7 9 2 2 4 9 2 2 5 6 1 9 0 1 7 2 6 1 6 1 1 0 9 3 1 9 1 9 9 2 8 7 5 2 3 7 9 4 4 4 9 5 3 0 6 1 9 0 2 7 3 0 1 6 1 1 2 7 4 1 9 2 1 3 2 9 0 5 8 3 8 3 0 5 5 0 4 8 1 6 2 5 8 3 7 3 0 3 4 1 1 3 2 4 1 9 3 4 6 2 9 6 7 4 3 8 7 3 8 5 0 6 6 2 6 3 3 1 6 7 3 1 1 8 Næsti útdráttur fer fram 1. ágúst. 2013 Heimasíða á Interneti: www.das.is 251658240 V i n n i n g a s k r á 13. útdráttur 25. júlí 2013 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 3.000.000 Kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 1 8 1 7 4 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 3 0 3 8 9 6 4 0 7 2 6 6 9 7 0 6 8 9 9 3 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 709 10925 24351 31763 45764 51775 1716 12013 25174 32534 49674 55630 5335 18827 26880 39202 50720 67831 7805 23801 31018 40653 51585 72823 V i n n i n g u r Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) 7 8 1 1 1 2 3 0 2 0 7 1 6 3 0 8 8 6 4 0 5 0 8 4 9 7 9 9 6 1 3 4 0 7 2 1 4 4 1 1 8 4 1 2 6 5 4 2 0 8 1 4 3 2 8 6 8 4 1 8 2 7 5 1 1 7 6 6 1 4 9 3 7 2 3 8 3 2 1 1 8 1 4 5 2 3 2 1 2 4 9 3 2 9 9 4 4 2 2 8 0 5 1 9 0 3 6 3 0 6 2 7 3 4 6 2 3 0 7 9 1 5 3 4 4 2 3 0 2 8 3 4 2 3 8 4 2 4 1 2 5 2 1 4 9 6 4 1 9 6 7 5 3 1 3 3 1 8 5 1 5 7 6 0 2 5 1 8 0 3 4 5 4 4 4 2 9 0 6 5 2 1 6 0 6 4 6 9 6 7 5 8 7 1 3 4 4 1 1 6 1 8 4 2 6 2 2 0 3 4 6 3 2 4 3 2 7 1 5 3 0 0 6 6 6 1 2 3 7 5 9 4 1 4 7 4 8 1 7 8 4 2 2 7 4 5 7 3 4 8 3 5 4 3 4 9 0 5 7 5 2 0 6 6 1 3 0 7 5 9 8 2 5 7 7 4 1 8 2 9 0 2 8 1 8 0 3 5 2 5 5 4 3 9 1 3 5 8 6 5 5 6 8 0 0 1 7 6 2 8 3 5 8 0 8 1 8 9 7 6 2 9 2 9 2 3 6 1 7 1 4 4 0 8 1 5 8 9 0 3 6 8 2 8 2 7 6 5 1 8 5 9 3 7 1 9 3 1 1 2 9 6 3 1 3 7 1 5 9 4 6 4 2 2 5 9 0 3 0 6 9 9 5 0 6 0 3 2 1 9 8 5 4 3 0 1 6 8 3 7 3 6 4 4 6 6 4 8 5 9 1 9 5 7 0 0 4 4 7 3 2 5 1 9 9 5 2 3 0 2 6 4 3 7 8 4 9 4 7 4 8 8 6 0 5 1 8 7 0 8 7 0 8 1 2 1 2 0 1 4 5 3 0 7 3 0 3 8 1 8 1 4 8 4 5 6 6 1 2 4 5 7 2 0 4 7 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR ÓSKARSSON, lést miðvikudaginn 17. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á söfnunarreikning til kaupa á línuhraðli fyrir Landspítalann, reikn. 0301-26-050082, kt. 460169-6909. Ragnheiður Baldursdóttir, Sigríður S. Óskarsdóttir, Ólafur M. Ólafsson Óskar B. Óskarsson, Ingibjörg Hjálmfríðardóttir, Baldur Ö. Óskarsson, Kristín J. Kolbeinsdóttir Diego, barnabörn. ✝ Okkar ástkæri EYJÓLFUR G. ÞORBJÖRNSSON veðurfræðingur lést í faðmi fjölskyldu á öldrunardeild Landspítalans í Fossvogi föstudaginn 19. júlí. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði þriðjudaginn 30. júlí kl. 13.00. Aðstandendur. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHELM ÞÓR JÚLÍUSSON, Bói, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 16. júlí. Jarðað verður frá Digraneskirkju mánudaginn 29. júlí kl. 15.00. Benjamín Vilhelmsson, Agnes Vilhelmsdóttir, Kolbrún Vilhelmsdóttir, Ólafur Skúli Guðmundsson, afabörn og langafabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.