Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Hrærður en ekki hristur Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Drive-HM-120C 1200W - 12cm Hræripinni - 2 hraðar 15.990,- Drive-HM-140 1600W - 14cm hræripinni - 2 hraðar 19.990,- 5 ára reynsla á Íslandi Varahlutaþjónusta Drive-HM-160 Tvöföld 1600W 2 hraðar 25.990,- Collomix Xo 1M 1 hraði Þyngd 5,3kg Þýsk gæði (Made in Germany) 39.900,- Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Raforkuvinnsla tveggja rannsókn- arvindmyllna sem Landsvirkjun setti upp á Hafinu svonefnda, ofan við Búrfell, í vetur hefur verið sam- kvæmt áætlun og reynslan af þeim lofar góðu fyrir framtíð vindorku sem þriðju stoðar í raforkukerfi fyr- irtækisins. Alls hafa vindmyllurnar unnið um 3.140 MWst frá upphafi mælinganna. Á blaðamannafundi í gær, þar sem árangurinn af rannsóknarverk- efninu var kynntur, skrifaði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undir samninga við verkfræðistof- urnar Eflu og Mannvit um áfram- haldandi rannsóknir á því hvort Þjórsár- og Tungnaársvæðið sé raunhæfur og hagkvæmur virkjun- arstaður fyrir vindorku til framtíð- ar. Þær eiga að meta getu svæðisins með ítarlegum vindmælingum og hermunum. Nýtingin betri hér á landi Tilgangur rannsóknanna, sem hófust síðasta vetur, var meðal ann- ars sá að kanna rekstur vindmyllna við íslenskar aðstæður, greina kostnað við hvert megavatt sem þær framleiða, nýtnihlutfall þeirra auk þess að skoða umhverfis- og sam- félagsáhrif þeirra. Margrét Arnardóttir, verkefna- stjóri Landsvirkjunar, sagði á fund- inum að afköst vindmyllnanna væru gríðarlega góð og nýtingin væri betri en víðast hvar annars staðar í heiminum. Afkastagetan sveiflaðist á milli mánaða en var 56% í mars þegar best lét. Að meðaltali hafi hún verið 40-50% borið saman við heims- meðaltalið sem er 28%. Vegna þess að vindaðstæður eru svipaðar á landi og á hafi úti hér sagði Margrét að hægt væri að vera með lægri turna og mikið fé spar- aðist því í efniskostnaði. Þá væru vindmyllurnar auðveldar í uppsetn- ingu, lítil óvissa um stofnkostnað þeirra og þær væru afturkræf fram- kvæmd. Veltur á eftirspurninni Hörður forstjóri segir að vatnsafl og jarðhiti verði áfram númer eitt og tvö í orkuframleiðslu Landsvirkj- unar vegna áreiðanleika orkugjaf- anna. Vindorkan sé ekki eins fyr- irsjáanleg en tæknin við virkjun hennar sé sífellt að verða ódýrari og öruggari. Það fari mikið til eftir eft- irspurn eftir raforku hvernig og hvenær næstu skref í mögulegri nýtingu á vindorku hér á landi verða tekin. „Ég tel að það séu tvö til þrjú ár þar til við getum tekið ákvörðun um hvort næstu skref verða stigin með frekari uppbyggingu.. Það ræðst mjög mikið af eftirspurninni og hvernig efnahagsmál heimsins þróast. Eftir tíu ár tel ég hins vegar verulegar líkur á að vindorka verði umtalsverður hluti af framleiðslu okkar,“ segir hann. Hafa mælt við Blöndu og víðar Landsvirkjun er að gera vind- mælingar á ýmsum öðrum svæðum víðsvegar um landið og mörg þeirra henta vel að sögn Harðar. Þannig segir hann ekkert launungarmál að svæðið við Blöndu hafi verið mælt og þar séu einnig góðar aðstæður til að beisla vindorku. „Á þessu stigi leggjum við áherslu á að vera nálægt núverandi vatnsaflsvirkjunum af tveimur ástæðum. Annars vegar til að geta samnýtt starfsfólk sem gerir rekstrarkostnaðinn mjög lítinn. Hins vegar viljum við vera nálægt háspennulínum því við viljum ekki þurfa að leggja þær til að komast inn á svæðin,“ segir Hörður. Morgunblaðið/Styrmir Kári Samstarf Árni Magnússon, Mannviti, Hörður Arnarson forstjóri og Guðmundur Þorbjörnsson, Eflu, skrifa undir. Blæs byrlega fyrir vindorku  Landsvirkjun ætlar að rannsaka betur fýsileika þess að beisla vindorku með vindmyllum  Góð reynsla af tilraunavindmyllum sem voru settar upp í vetur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra hefur samþykkt að veita heimild til skipulagsgerðar vegna umsóknar Steingríms Erl- ingssonar, stofnanda fyrirtæk- isins BioKraft, um að reisa vind- myllur í Þykkvabæ. Hreppsráð hefur staðfest niðurstöðu skipulagsnefndar. Beðið er eftir endanlegu samþykki Skipulags- stofnunar að sögn Drífu Hjart- ardóttur sveitarstjóra. „Heimamenn eru mjög sáttir við þetta og enginn hefur mót- mælt þessu. Frekar tilhlökkun hjá fólki að sjá hvernig þetta kemur út. Þetta eykur bara fjöl- breytnina í sveitar- félaginu,“ segir Drífa. Til stendur að reisa tvær myllur af danskri gerð sem eru 600 kílóvött hvor. Selja á orkuna til Orkuveitu Reykjavíkur. Beðið eftir samþykki ÞYKKVIBÆRAfstaða Íslendinga til vindmyllna á Íslandi Ert þú hlynntur eða andvígur því að reisa vindmyllur á Íslandi og nýta þannig vind sem orkugjafa? Hlynntur, 81,1% Hvorki né, 12,1% Andvígur, 6,8% Heimild: Capacent Gallup-könnun sem gerð var fyrir Landsvirkjun „Þetta er byggt á misskilningi hjá þeim. Katrín er í viðræðum við deild á spít- alanum um vinnu sem geislafræð- ingur,“ segir Björn Zoëga, for- stjóri Landspít- alans, um yfirlýs- ingu sem geislafræðingar sendu frá sér í vikunni. Í yfirlýsingunni var óskað eftir svörum LSH hvers vegna ekki væri búið að ráða Katr- ínu á röntgendeild. Björn áréttar að staða Katrínar hafi verið lögð niður, en henni ekki sagt upp, eins og áður hefur fram komið. Umsókn í eðlilegu ferli Björn Zoëga María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Á starfsmannafundi Heilbrigðis- stofnunar Vestmannaeyja (HSVE) í gær var tilkynnt að skurðstofunni yrði lokað frá 1. október nk. Þessi ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð bæjarráðs Vestmannaeyja. Í til- kynningu frá ráðinu segir að ákvörð- un þessi komi sem þruma úr heið- skíru lofti og ekkert samráð hafi verið haft við bæjaryfirvöld. Þá krefst bæjarráð þess að heilbrigðis- ráðherra fundi með bæjarstjórn hið fyrsta og að ekkert verði aðhafst fyrr en að loknum fundi. Þá er minnt á að vegna landfræðilegrar legu Vest- mannaeyja sé nauðsynlegt að íbúar og ferðamenn hafi aðgang að skurð- stofu þar. Dregur úr öryggi íbúa Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að taka verði tillit til sérstakra að- stæðna. „Við erum hér með næst- stærsta þéttbýliskjarna utan höfuð- borgarsvæðisins á lítilli eyju sem einangrast oft fyrirvaralítið. Fátt myndi draga meira úr öryggi íbúa en lokun á skurðstofunni. Við Eyja- menn munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að verjast þessari atlögu að öryggi bæjarbúa og gesta,“ segir Elliði. Mikið áhyggjuefni Gunnar K. Gunnarsson, forstöðu- maður Heilbrigðisstofnunar Vest- mannaeyja, tekur undir áhyggjur Eyjamanna. „Í þessu þjóðfélagi sem við búum í núna getum við ekki gert allt sem við viljum. Við þurftum að skera niður um 70 til 80 milljónir og þetta varð niðurstaðan. Það voru nokkrar leiðir sem komu til greina en þegar það kom upp sú staða að skurðlæknir sagði upp auk þess sem við höfum ekki verið með svæfinga- lækni lengi þá ákváðum við að loka skurðstofunni til þess að ná fram þessum sparnaði. Auðvitað er þetta mikið áhyggjuefni en þetta þýðir að lunginn af fæðingum færist til Reykjavíkur auk þess sem við verð- um verr í stakk búin að bregðast við slysum,“ segir Gunnar. Skurðstofunni lokað  Atlaga sögð gerð að öryggi íbúa og ferðamanna í Eyjum  Krefjast fundar með ráðherra  Skurðlæknir sagði upp Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eyjar Lokun skurðstofunnar í Eyj- um er harðlega gagnrýnd. Þorgrímur Daní- elsson, sókn- arprestur á Grenjaðarstað, sem gengið hefur á fjöll víðs vegar um land í ágúst, lauk göngu á þrí- tugasta tindinn á Bolafjalli við Bol- ungarvík í fyrra- dag. Markmiðið var að vekja athygli á Landspít- alasöfnun þjóðkirkjunnar. „Þetta hefur bæði verið skemmtilegt og gefandi,“ segir Þorgrímur en söfn- unarreikningurinn er 0301-26- 050082, kt. 460169-6909. Sóknarprestur lýkur 30 tinda göngu á Bolafjalli Þorgrímur Daníelsson Þingflokkur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, lýsir miklum áhyggjum af stöðu mála í Mið-Austurlöndum, í ályktun sem samþykkt var á vinnufundi flokks- ins í gær. Flokkurinn telur að hern- aðaríhlutun af hálfu stórvelda muni einungis leiða til meiri blóðsúthell- inga. Í ályktuninni lýsir þingflokk- urinn sérstökum áhyggjum af þeirri „stigmögnun ofbeldis“ sem hefur átt sér stað í Egyptalandi og Sýrlandi á undanförnum vikum. „Fordæma ber hvers kyns glæpi gegn mannkyni og tryggja verður að þeir sem standa að slíkum voða- verkum verði látnir sæta ábyrgð. Eru þá ekki undanskildar loftárásir á óbreytta borgara og stríðsrekstur með ómönnuðum herflaugum,“ seg- ir í ályktuninni. VG fordæmir glæpi gegn mannkyninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.