Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Skráning á umferðarslysum og um- ferðaróhöppum er ófullnægjandi hérlendis og mikilvægt er að bæta slysaskráningu. Með bættri skráningu yrðu forvarnir gegn slysum markviss- ari. Til mikils er að vinna því sam- kvæmt nýlegri og ítarlegri rann- sókn var kostnað- ur samfélagsins vegna umferðar- slysa að lágmarki 22-23 milljarðar króna á árinu 2009 eingöngu. Þá eru ótalin önnur slys, s.s. heima- og frí- tímaslys sem eru tæplega helmingur allra slysa samkvæmt Slysaskrá Ís- lands. Slysaskrá Íslands var sett á lagg- irnar árið 2001 og markaði á ýmsan hátt þáttaskil, einkum vegna þess að þá var í fyrsta skipti hægt að nálgast skráningar á slysum frá lögreglu, Vinnueftirliti, Landspítalanum, heil- brigðisstofnunum á landsbyggðinni og fleirum á einum og sama staðn- um. Slysaskráin hefur ekki verið uppfærð tæknilega síðan og upp- færsla, bæði efnisleg og tæknileg, er orðin löngu tímabær. Meðal þess sem talin er þörf á að bæta eru skráningar á áverkum og mögulegar orsakir slysa. Landlæknir heldur utan um Slysaskrána og embættið hefur um nokkurn tíma unnið að tillögum um að bæta hana. Þá hefur verið fjallað um Slysaskrána í starfshópi um ára- tug aðgerða til fækkunar á umferð- arslysum sem er átak á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Bætt slysaskráning er eitt af því sem hópurinn telur brýnt að ráðast í en hópurinn mun fljótlega skila til- lögum sínum til innanríkisráðherra. Edda Björk Þórðardóttir, verk- efnisstjóri hjá landlæknisembætt- inu, tekur fram að Slysaskrá Íslands sé um flest sambærileg við slysa- skrár í nágrannalöndunum. Ísland eigi á hinn bóginn að geta nýtt sér smæð sína og útbúið betri slysaskrá heldur en stærri ríki. Lítið um orsakir Í dag er staðan sú að aðeins lág- marksupplýsingar um slys eru skráðar í Slysaskrá Íslands og frem- ur litlar upplýsingar um alvarleika meiðsla og mögulegar orsakir slysa. Upplýsingar um alvarleika slysa og orsakir berast ekki frá sjúkrahúsum landsins, en Edda Björk segir að hægt sé að kalla eftir þeim úr kerf- um þessara stofnana. Einn gallinn við skrána er að hætta er á að slys og óhöpp séu tví- skráð en Edda Björk segir að við úr- vinnslu úr skránni sé tekið tillit til þess og tvískráningarnar síaðar út. Þó sé alltaf hætta ónákvæmni. Þá er vilji til að fjölga þeim aðilum sem skrá upplýsingar í Slysaskrána en aðeins tvær einkareknar heilsu- gæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu senda inn skráningar, þær ríkis- reknu gera það ekki. Rétt er að taka fram að ýmsir að- ilar halda utan um upplýsingar um umferðarslys, s.s. lögreglan og Sam- göngustofa tekur saman skrá yfir al- varleg umferðarslys. Þá skráir heil- brigðisþjónustan upplýsingar um öll slys en aðeins hluti af upplýsingun- um berst í Slysakrána. Edda Björk segir að með því að efla Slysaskrána væri hægt að fá áreiðanlegri og nákvæmari upplýs- ingar um slys en möguleiki er á nú. Hægt yrði að stórefla forvarnir. „Ef við fáum alla aðila sem skrá slys til að skrá þau í Slysaskrána værum við komin með mjög ítarlega skrá sem yrði á heimsmælikvarða,“ segir hún. Brýnt að bæta úr slysaskráningu  Slysaskrá Íslands ekki verið uppfærð frá árinu 2001 Morgunblaðið/Ómar Slys Þetta atvik er ekki að finna á Slysaskránni. Ástæðan er ekki sú að skráin sé gölluð heldur er myndin tekin á flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli. Edda Björk Þórðardóttir 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Lauf Fjölnota skeljastóll Sturla Már Jónsson Húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði LAUF Hraðahindrun 017 122x30x5cm 7.960 + vsk Aflvélar ehf, Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ. Sími 480-0000, Fax 480-0001 Tölvupóstur: sala@aflvelar.is Vefsíða: www.aflvelar.is UMFERÐARVÖRUR Hraðahindrun “mjúk” 090 Miðja 50x43x5cm 4.142 + vsk Endi 22x43x5cm 1.586 + vsk Hjóla- stoppari 006 178x14x10cm 6.367 + vsk Hraðahindrun 150 “mjúk” Miðja 50x90x5cm 9.554 + vsk Endi 27x90x5cm 3.179 + vsk Keilur PE og gúmmí 201 h:50 b:30 cm 1.554, h:75 b:38 cm 1.990, h:100 b: 53 cm 2.382 + vsk Hraðahindrun 022 færanleg 300x22x4cm 44.614 + vsk Kapalrenna 200 f/3 svera kapla 90x60x6cm 15.777 + vsk (endar og beygjur fáanlegar) Umferðarhlið 011 útdraganlegt 250x96cm (24cm saman) 7.960 + vsk Umferðarhlið 012 (hvítt) 200x100cm 9.554 + vsk Skiltakerra með sólarsellu og fjarstýringu 659.338 + vsk Ljós f/2 rafhl. 2.382, f/1 1.586 + vsk Blikkljós 2.382 + vsk með segulstáli 7.163 + vsk Led ljósabar með stjórnkerfi og kösturum 127.094 + vsk Hætta er á að slys sem ekki koma til kasta lögreglu séu illa eða alls ekki skráð í Slysaskrána. Þetta á t.d. við um slys á gang- andi vegfar- endum og hjól- reiðamönnum þar sem ökutæki koma ekki við sögu en lögregla er sjaldnast kölluð til í slíkum tilfellum, nema ef slysið er þeim mun alvarlegra. Ef viðkomandi leitar aðeins á heilsugæslustöð á höfuðborg- arsvæðinu er slysið ekki skráð í Slysaskrá Íslands en fari hann á slysadeild Landspítalans eða heil- brigðistofnun á landsbyggðinni rat- ar það á hinn bóginn á þangað. Árni Davíðsson, formaður Lands- samtaka hjólreiðamanna, segir að samtökin hafi mikinn áhuga á að fá upplýsingar um óhöpp sem hjól- reiðamenn lenda í á hjólastígum eða gangstéttum. Með því móti væri hægt að safna saman upplýsingum um sérlega varasama staði og bæta úr. Nú séu slíkar upplýsingar ekki tiltækar. Lögregla sé sjaldnast köll- uð til í slíkum tilfellum og skráningu á þeim sé mjög ábótavant annars staðar í kerfinu. Reyndar þarf ekki endurbætta Slysaskrá til að hægt sé að ráðast í úrbætur. Landssamtök hjólreiða- manna hafa m.a. bent á að við flest undirgöng á höfuðborgarsvæðinu séu blindhorn. Meira að segja nýleg- ar göngubrýr yfir umferðaræðar í Reykjavík hafi verið þannig úr garði gerðar að blindhorn myndist. Þá hafi margir hjólreiðamenn kvartað undan því að gróður skyggi á útsýni fram á göngu- og hjólreiða- stígana. Þetta sé sérlega varasamt í Elliðaárdalnum þar sem brött brekka liggur frá stíflunni. „Þarna freistast sumir hjólreiðamenn til að fara alltof hratt því þeir vilja ekki missa af tækifærinu til að nýta fall- orkuna,“ segir Árni. Þéttur gróður sem teygi sig inn á stíginn auki enn á hættuna. Sum slys falla milli skips og bryggju Árni Davíðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.