Morgunblaðið - 29.08.2013, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.08.2013, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 9. Á G Ú S T 2 0 1 3  200. tölublað  101. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG FÓTBOLTINN SAMEINAR FÓLKIÐ HVERS VIRÐI ER GÓÐUR STARFSANDI? SÝNIR SKARTGRIPA- LÍNU OG LEIKUR Í VERKI GUÐBERGS VIÐSKIPTABLAÐ ERLING JÓHANNESSON 10SNÆFELLSBÆR 22 ÁRA STOFNAÐ 1913 Landsbankinn hefur fengið til sín alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið FTI Consulting til að aðstoða bankann í að endursemja um 300 milljarða erlendar skuldir við kröfuhafa gamla Landsbankans (LBI). Hreiðar Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Fjármála hjá Lands- bankanum, staðfestir þetta í sam- tali við Morgunblaðið. Samkvæmt heimildum munu slitastjórn LBI og Landsbankinn halda fund í næsta mánuði þar sem stjórn- endur Landsbankans gera nánar grein fyrir því af hverju bankinn telur nauðsynlegt að lengja í er- lendum skuldum bankans. Að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála eru væntingar um að í kjölfar þess fundar verði hægt að hefja undirbúning að formlegum samningaviðræðum. hordur@mbl.is »Viðskipti Landsbankinn ræður erlendan ráðgjafa til að aðstoða við að semja um skuldir Morgunblaðið/Kristinn Skuldir Að óbreyttu þarf bankinn að greiða 340 milljarða 2014-2018. Stjarnan tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratit- ilinn í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu með stórsigri á Val, 4:0, á heimavelli sínum í Garðabæ. Enn eru fjórar umferðir eftir af Íslandsmótinu en Stjarnan hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni og er með 14 stiga forskot. Á myndinni fagna Stjörnustúlkur öðrum Íslandsmeistaratitli félagsins í gær en bikarinn fá þær afhentan síðar. » Íþróttir Stjörnustúlkur langbestar í sumar Morgunblaðið/Golli Stjarnan Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í ár eftir leikina í gærkvöldi  Stefnt að því að hefja fram- kvæmdir við uppbyggingu nýs hverfis við Vesturbugt í Reykjavík á næsta ári samkvæmt deiliskipulagi. Ljúka á framkvæmdum á árunum 2016-2017. Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. Við gamla slippsvæðið mun rísa bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, og er gert ráð fyrir einu bílastæði á hverja 100 fermetra í atvinnu- húsnæði og 0,8 stæði á hverja íbúð. Stæðin eru öll neðanjarðar. »16 Hundruð íbúða rísa við gamla Slippinn Hverfi Mikil uppbygging er á slippsvæðinu. Tölvumynd/Alark arkitektar  Samherji á Akureyri hagnaðist um 15,7 milljarða króna á árinu 2012. Árið áður nam hagnaðurinn 8,8 milljörðum króna. Þá nema greiðslur fyrirtækja Samherja til ríkissjóðs 3,3 milljörðum króna. „Afkomutölur Samherja og er- lendra dótturfélaga fyrir árið 2012 eru góðar og betri en ég gerði mér vonir um,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Ríflega helmingur tekna Samherja kemur erlendis frá. »Viðskipti Ljósmynd/Karl Eskil Pálsson Samherji Nýja skipið, Anna EA, í höfn. Hagnaðist um 15,7 milljarða króna Samtök atvinnulífsins (SA) og ASÍ líta verðbólguþróunina hér á landi ólíkum augum. SA segja verðbólg- una vera á niðurleið en ASÍ telur hana hafa aukist. „Sex mánaða takt- ur hennar er mun minni en verið hef- ur og forsendur þess að svo geti áfram verið er skynsamleg lending í kjaraviðræðum,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, en hann segir sex mánaða verð- bólguhraða vera hinn minnsta frá í desember 2012. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að meiri verðbólga hafi áhrif á kjarabaráttu í haust. „Þetta eru mjög alvarleg tíðindi en verðbólgan verður ekki skýrð með launahækk- unum heldur t.d. með veikri stöðu krónunnar,“ segir Gylfi. Spurður um mismunandi túlkun ASÍ og SA segist hann fagna nýjum tón hjá SA. „Fyr- irtæki hugsa sig kannski tvisvar um áður en þau velta öllum sköpuðum hlutum yfir á launafólk.“ mariamargret@mbl.is »9 Ólík sýn ASÍ og SA á þróun verðbólgu  Sögð hafa áhrif á kjarabaráttu Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Þessar upplýsingar eru ekki til þess ætlaðar að birta opinberlega,“ segir Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands um niðurstöður lesskimunarkönn- unar sem framkvæmd var á nem- endum í grunnskólum í Reykjavík. „Skólarnir taka þessar niðurstöður alvarlega, hvernig sem þær kunna að vera. Mér finnst þetta vera van- traust á skólana, ef fólk telur að við séum ekki að vinna úr þeirri skimun sem við setjum börnin okkar í,“ segir Svanhildur. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, segir það ekki endilega ákjósanlegt að birta árlega niðurstöður úr slíkum könnunum vegna sveiflna sem kunna að vera milli árganga. „Hins vegar er ég talsmaður þess að birta fimm ára meðaltöl í slíkum könn- unum,“ segir hún. Þorbjörg segir Íslendinga al- mennt oft vera hrædda við það að skoða tölfræðiupplýsingar. „Ég hef enga trú á því að við birtingu slíkra gagna muni verða einhvers konar uppþot eða bakslag. Ég held frekar að foreldrarnir muni leggjast á eitt við að styðja við skólana.“ Birting verði ekki opinber  Borgarfulltrúi vill fimm ára meðaltal Lesskimun » Þarf að vinna betur úr töl- fræðiupplýs- ingum. » Skólarnir eiga sjálfir að vinna úr nið- urstöðum. » Skólar sagðir vera of mis- munandi. MBirting væri vantraust »4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.