Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Vikur sem numinn er úr námum í ná- grenni Heklu þykir afar góður til síns brúks og jafnvel betri en flest önnur efni. Samkeppnin er engu að síður hörð enda er langt frá Heklu til kaupenda erlendis og keppinautarnir eru margir. Þetta segir Árni Benedikt Árna- son, framkvæmdastjóri Jarðefnaiðn- aðar ehf. sem er umfangsmesti út- flytjandi vikurs hér á landi. Undanfarin ár hefur Jarðefnaiðn- aður flutt út á bilinu 50-65.000 rúm- metra á ári af Hekluvikri, aðallega til Evrópu en einnig í nokkrum mæli til Bandaríkjanna. Vikurinn er fluttur með lausavöru- skipum frá Þorlákshöfn og til hafna ytra en vikurinn er afhentur beint til kaupenda. Rotterdam í Hollandi er sú höfn í Evrópu sem félagið notar mest sem uppskipunar- og umskip- unarhöfn, en frá Þorlákshöfn til Rot- terdam eru um 1.100 sjómílur (meira en 2.000 km). Þaðan er vikurinn oft- ast fluttur á fljótaprömmum upp stóru árnar í Vestur-Evrópu en flutn- ingurinn upp árnar tekur að jafnaði um fjóra daga. Áður en vikurinn er fluttur um borð í skip er hann flokkaður og full- unninn í Þorlákshöfn. Einingar í skorsteina Vikurinn er að sögn Árna unninn í ýmiss konar vörur og framleiðslu og í öllum tilfellum er hann unninn þann- ig að hann falli að tilteknu einstöku notkunarsviði eða að tiltekinni fram- leiðsluvöru. Fullunninn vikurinn fer m.a. í mjög vandaða hitaþolna skor- steina, arna og kamínur. Arnarnir eru af mörgum stærðum og gerðum og skorsteinarnir eru bæði fyrir íbúðarhús og svo jafnvel margra tuga metra háir fyrir verksmiðjur. Árni segir vikurinn henta einstaklega vel í þessa framleiðslu, þar sem hann er afar hitaþolinn og einingarnar þenj- ast hvorki út í hita né dragast saman í kulda. Allnokkuð af vikrinum fer til fram- leiðslu á léttum, háeinangrandi út- veggjasteinum fyrir íbúðar- og at- vinnuhúsnæði, mest í Þýskalandi. Þá er vikur sérstaklega unninn sem ræktunarefni m.a. fyrir ýmsar gerðir af grænmeti, blómum og trjám í gróðurhúsum, svo og fyrir sveppa- rækt. Dálítið er svo framleitt af vikri fyrir sérhæfðari verkefni. Árni bendir á að margir keppi á þessum markaði, m.a. séu stórar vik- urnámur í Tyrklandi, Grikklandi, Ítalíu og Þýskalandi. „Við siglum með efnið nánast í gegnum vikur- námurnar í Þýskalandi. Til að við getum keppt við aðilana sem eru nær mörkuðunum þurfum við að vera að- eins betri,“ segir Árni. Lítill hluti framleiðslunnar er seld- ur innanlands, að jafnaði nokkur hundruð rúmmetrar á ári, að sögn Árna, mestallt til garðyrkjubænda. Erfiðara eftir hrun Þegar krónan hrundi fengust fleiri krónur fyrir hvern rúmmetra vikurs en Árni tekur skýrt fram að hrunið hafi alls ekki leitt til bættrar afkomu af útflutningnum, raunar þvert á móti. Stærstur hluti kostnaðar fyr- irtækisins tengist erlendri mynt, s.s. olíukaup, kaup á varahlutum, að ógleymdum sjóflutningnum. Þá hafi hrunið valdið því að viðskiptaum- hverfið hérlendis hafi stórversnað. Samdráttur í Evrópu og Bandaríkj- unum hafi gert illt verra. Aðstæður á mörkuðum séu erfiðari og í ár stefni í talsvert minni útflutning en und- anfarin ár. Í gegnum tíðina hafi ýms- ir reynt vikurútflutning og talið að það væri einfalt mál að skila hagnaði. Raunin sé önnur – vikurvinnslan og útflutningur krefjist þekkingar og vandvirkni og bjóði alls ekki upp á skjótfenginn gróða. „Í sjálfu sér er ekki markmið okkar að flytja sem mest út heldur að gera þetta af skyn- semi og að reksturinn gangi sæmi- lega upp,“ segir Árni. Námur Jarðefnaiðnaðar, Merki- hvols og Fossabrekkunámur, eru í Rangaárþingi ytra. Jarðefnaiðnaður greiðir námugjöld fyrir hvern rúm- metra samkvæmt samningi við ríkið annars vegar og sveitarfélagið hins vegar. Samkvæmt upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins voru alls greiddar um 10 milljónir í ríkissjóð í námu- gjöld vegna ársins 2012 en þar á bæ eru gjöldin ekki sundurliðuð eftir námum. Vikurinn sem Jarðefnaiðnaður hefur aðgang að kom að mestu upp í gosi fyrir um 3.000 árum. Þetta er því jarðsögulega ungt jarðefni og yngra en vikur sem unninn er í öðrum lönd- um. Árni segir að við Heklu sé mikið til af vikri sem hægt sé að vinna í sátt við umhverfið ef þess sé áfram gætt að ganga vel um námurnar. Hekluvikur í harðri samkeppni  Jarðefnaiðnaður og BM Vallá flytja út Hekluvikur sem þykir afar góður í skorsteina og eldstæði  Langt til kaupenda og mikill flutningskostnaður  Markmiðið er ekki að flytja sem mest út Framleiðsla Vikurinn er fluttur frá námum í grennd við Heklu til Þorlákshafnar, rúmlega 100 km leið, þar sem hann er unninn. Vikur Árni Benedikt Árnason, fram- kvæmdastjóri Jarðefnaiðnaðar. BM-Vallá hefur einnig stundað vikurútflutning en umsvifin eru heldur minni, um 25.000 rúmmetrar á ári, samkvæmt upplýsingum frá fyr- irtækinu. Vikurvinnsla fyrirtækisins er einnig í Þorlákshöfn, við hlið Jarðefnaiðnaðar. Guðmundur Hjartarson, vinnslustjóri hjá BM Vallá, segir að ytra sé vikurinn m.a. notaður í sprautusteypu sem sé sprautað inn í jarðgöng til að hefta útbreiðslu elds. Ekki fer allt til útlanda því BM Vallá framleiðir einnig milliveggjaplöt- ur úr vikrinum. Sú framleiðsla hefur aukist eftir hrun enda hafi vinsæld- ir erlendu gifsplatnanna minnkað í takt við aukinn kostnað, að sögn Guðmundar. Sprautað í jarðgöng ELDVÖRN ÚR ELDFJALLI Staðlar Vikurvinnslan fer fram eftir evrópskum stöðlum. Öll framleiðslan lýtur ytra eftirliti þar til bærra erlendra aðila. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.