Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013
✝ Guðrún Þórð-ardóttir fædd-
ist á Kirkjubóli í
Hvítársíðu 27. mars
1921. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir 17. ágúst
2013.
Hún var dóttir
hjónanna Gunn-
varar Magn-
úsdóttur, f. 5. sept-
ember 1892, d. 11.
september 1976, og Þórðar Lár-
entíusar Jónssonar, f. 10. ágúst
1884, d. 10. desember 1938.
Systkini Guðrúnar: Ragna, f.
1915, d. 1947, Jón, f. 1917, d.
1936, Guðný, f. 1918, d. 2009,
Sigríður, f. 1919, d. 2007, Lára,
f. 1922, Ragnhildur, f. 1924,
Magnús, f. 1929, d. 2001.
þeirra eru: Hekla Dís og Vaka
Líf. b) Ólafur, f. 5. júní 1976.
Dóttir hans er Lísa. c) Guð-
mundur, f. 16. september 1980,
sambýliskona hans er Kristín
Viktorsdóttir. Dóttir þeirra er
Margrét Dúna. 3) Erna, f. 9.
nóvember 1962, maki Elías
Bragi Sólmundarson. Dætur
þeirra eru: a) Sigríður Guðrún,
f. 31. janúar 1989, unnusti henn-
ar er Helgi Rúnar Halldórsson.
b) Kolfinna, f. 29. júlí 1992.
Guðrún ólst upp á Högnastöð-
um í Þverárhlíð en fluttist til
Reykjavíkur árið 1939, þar sem
hún kynntist eiginmanni sínum.
Þau hófu búskap í Reykjavík en
fluttu til Seyðisfjarðar árið 1944
og bjuggu þar til ársins 1950.
Guðrún helgaði sig heimilinu
allt þar til Kristinn lést. Eftir
það hóf hún störf hjá Pósti og
síma við ræstingar allt þar til
hún lét af störfum sökum ald-
urs.
Guðrún verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, 29. ágúst
2013, og hefst athöfnin kl. 15.
Hinn 4. júlí 1942
giftist Guðrún
Kristni Níls Guð-
mundssyni, húsa-
smíðameistara frá
Seyðisfirði, f. 7.
nóvember 1909, d.
13. október 1972.
Dætur þeirra eru:
1) Þóra, f. 4. desem-
ber 1942, maki
Árni Ingólfsson.
Börn þeirra eru: a)
Ingólfur, f. 10. júlí 1966, synir
hans eru: Ketill Árni, Tómas
Kristinn og Hinrik Ari, b) Krist-
rún, f. 10. október 1967. 2) Guð-
rún Guðmunda, f. 28. september
1948, maki Jóhann Guðmunds-
son. Synir þeirra eru: a) Krist-
inn, f. 31. janúar 1975, maki
Erla Björk Ágústsdóttir. Dætur
Tengdamóðir mín, Guðrún
Þórðardóttir, er fallin frá. Fyrstu
kynni okkar voru við eldhúsborð-
ið í Hvassaleitinu. Hún tók ákaf-
lega vel á móti mér og seinna þeg-
ar hún flutti ásamt Ernu í
Dalselið var hún mjög umburð-
arlynd þrátt fyrir að ég væri flutt-
ur í herbergi dótturinnar með
mína óhreinu sokka, tónlist o.fl.
Guðrún var alltaf létt og
skemmtileg og aldrei tók ég eftir
því að hún væri þreytt þrátt fyrir
að koma seint heim eftir vinnu, en
á þessum tíma vann hún við þrif
og tók strætisvagn heim á kvöld-
in. Einu kvartanirnar sem ég man
eftir var að hún var ekki ánægð
með að þurfa að ganga í gegnum
Austurstrætið þegar tók að
rökkva og misjafnir menn á ferli.
Hélt hún þá fast um veskið.
Með léttu gríni og snaggara-
legum hætti var mér gerð grein
fyrir að ákvörðunin um að tengj-
ast fjölskylduböndum væri til
frambúðar. Þannig hlýtur einnig
að hafa farið með svila mína. Við
fengum allir okkar hlutverk, eitt-
hvað sem okkur féll vel úr hendi.
Minnisstætt er þegar koma þurfti
ísskáp fyrir í eldhús-
innréttingunni í Dalselinu. Áður
en ísskápurinn kom mældi ég bil-
ið í innréttingunni og komst að
því að ísskápurinn væri of stór og
að hann passaði ekki. Þá vildi
Dúna að elsti tengdasonurinn
mældi bilið, líkt og það stækkaði
við það. Þannig t.d. gerði maður
sér grein fyrir því að eftirláta öðr-
um að vinna með tommustokkinn.
Jafnvel ég kallaði tengdamóð-
ur mína ömmu Dúnu. Alltaf var
hún tilbúin að passa dætur okkar
Ernu, þær Siggu og Kolfinnu. Þá
spiluðu þær og spjölluðu. Þetta
voru góðar stundir fyrir dæturn-
ar sem lærðu margt af ömmu
sinni, t.d. að það þýddi ekkert að
vera tapsár í spilum. Hún var
dugleg að fá fjölskylduna til að
hittast og allir áttu þannig auð-
velt með að fylgjast með hvað var
efst á baugi hjá hverjum og ein-
um og hver áformin voru. Það var
ómetanlegt að mæta í mat á
sunnudagskvöldum. Allir fylgd-
ust með „Grenjað á gresjunni“
eða þeim þætti sem var í gangi þá
stundina í sjónvarpinu á meðan
hún lagði á borðið. Minningarnar
eru margar um Dúnu sem skilaði
af sér sterkri, samheldinni og
hlýrri fjölskyldu.
Þakka ég kærlega fyrir mig.
Elías Bragi Sólmundarson.
Í dag kveðjum við tengdamóð-
ur mína hana Dúnu með miklum
söknuði. Það var fyrir fimmtíu og
þrem árum að ég ungur og feim-
inn sveitapiltur hringdi dyra-
bjöllu á Rauðalæk 26 og til dyra
kom brosmild kona og bauð mér
inn. Ég var að koma að sækja
elstu dóttur hennar, Þóru, sem ég
hafði boðið í bíó. Það hafði verið
ástæðulaust fyrir mig að vera
kvíðinn, því tekið var á móti mér
með hlýju og vinsemd. Eigin-
mann hennar, Kidda, hitti ég svo
seinna og komst þá að því að
þannig var tekið á móti öllum sem
á heimili þeirra hjóna komu. Þar
ríkti gestrisni og var alltaf pláss
fyrir alla sem þess þurftu. Dúna
var alþýðukona, sveitakona, rétt-
sýn og tók alltaf svari lítilmagn-
ans og allra þeirra sem á var hall-
að, en fyrst og fremst var hún
húsmóðir. Dúna og Kiddi bjuggu
á Seyðisfirði í sex ár. Fluttu
þangað 1944 ásamt elstu dóttur
sinni, Þóru. Ég held að það hafi
verið henni erfitt að fara ofan í
Seyðisfjörð, þröngan fjörðinn
sem var á þessum tíma lokaður
hluta ársins, nema sjóveg. Ég
held að hún hafi saknað víðátt-
unnar að sunnan. Það var þó ljós í
lífi hennar að þar eignaðist hún
aðra dóttur, Gunnu (Guðrúnu).
Margir vina Dúnu sem hún
kynntist þar héldu tryggð við
hana þegar hún var aftur komin
til Reykjavíkur. Hún afrekaði það
svo árið 1962 að ferma Gunnu,
gifta Þóru og eignast Ernu.
Dúna var mikil fjölskyldukona
og löðuðust barnabörnin og svo
barnabarnabörnin að henni. Hún
passaði öll barnabörnin sín og
hélt utan um þau. Hún var mikil
prjónakona og eru ófáar lopa-
peysurnar sem hún prjónaði og
seldi, einnig prjónaði hún á alla
fjölskylduna margar fallegar flík-
ur. Hún hafði líka yndi af að spila
á spil og spilaði fram á það síð-
asta. Við hjónin áttum því láni að
fagna að búa í sama húsi og hún í
tuttugu sjö ár, eftir að Kiddi lést,
fyrst í Grjótaseli og síðan í
Rauðagerði, og fyrir þessi ár er
þakkað af alhug og alla þá aðstoð
sem hún veitti okkur. Mesta gleði
hennar var þegar öll stórfjöl-
skyldan hennar var samankomin,
þá var gaman að lifa, mikið hleg-
ið, spilað og ekki stóð á veiting-
unum, en þannig var tengda-
mamma, vildi alltaf að allir kæmu
til hennar og nutum við Þóra góðs
af þessum heimsóknum. Hún
flutti í Seljahlíð 2009 því þá fannst
henni heilsu okkar hjóna farið að
hraka og ekki vildi hún vera okk-
ur byrði, það var okkur mjög erf-
itt. Fórum við oft til hennar að
spila og síðasta daginn sem hún
dvaldi þar vorum við hjón og
Gunna að spila við hana kana og
gaf hún okkur ekkert eftir í spila-
mennskunni. Hún dvaldi í Selja-
hlíð þar til í september sl. að hún
datt og lærbrotnaði. Síðasta hálfa
árið dvaldi hún á hjúkrunarheim-
ilinu Eir, þar sem henni leið vel
og var vel hugsað um hana.
Ég vil þakka tengdamóður
minni Dúnu samfylgdina öll þessi
ár og sérstaklega vil ég þakka
henni alla ástúð og umhyggju
sem hún sýndi fjölskyldu minni
og ættingjum mínum úr sveitinni.
Fjölskyldu hennar votta ég sam-
úð mína. Gengin er góð kona.
Þinn tengdasonur,
Árni.
Elsku amma Dúna. Það var á
aðfangadagskvöld fyrir þremur
árum sem þú sagðist ætla að fara
frá okkur. Þú lást á Landakoti og
afþakkaðir alla pakka þau jólin
því að þú ætlaðir að hitta vin þinn
uppi á þriðju hæð. Við systur vor-
um alls ekki sáttar við þá ákvörð-
un þína og allt fór í háaloft. Það
hefði nefnilega verið ekta þú að fá
þessa ósk þína uppfyllta. Við vor-
um því mjög fegnar þegar klukk-
an sló mínútu yfir miðnætti þetta
kvöld og engar fréttir höfðu bor-
ist af andláti þínu. Það var víst
rétt sem mamma sagði, Gullna
hliðið var ekki opið þetta aðfanga-
dagskvöld. En nú hefur Lykla-
Pétur lokið því að fara yfir allt
það góða sem þú skilur eftir þig
og opnað Gullna hliðið upp á gátt.
Það var allt best hjá ömmu
Dúnu. Meira að segja jólasveinn-
inn var gjafmildastur þegar við
gistum hjá ömmu. Við systur er-
um enn vissar um að það sé af því
að amma er í uppáhaldi hjá jóla-
sveininum.
Heimsókn til ömmu þýddi að
við fengum alfarið að ráða dag-
skránni því amma Dúna hafði alla
þolinmæði í heiminum. Ef okkur
langaði að spila gat hún spilað
sjötíu leiki af sama spilinu á með-
an meðalmanneskja hefði haft
þolinmæði í tvo. Það var hún sem
kenndi okkur að spila og um leið
gildi góðrar spilamennsku.
Amma sagði alltaf að ef við
svindluðum þá myndum við tapa,
jafnvel þótt við ynnum spilið. Því
óheiðarlegur sigur væri ekki sig-
ur. Þökk sé ömmu erum við báðar
óvenjulega heiðarlegir spilamenn
enda lærðum við af meistaranum.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til ömmu Dúnu og við
systur áttuðum okkur aldrei al-
mennilega á því hvað amma var
gömul. Hún var til dæmist alltaf
til í kapphlaup upp stigann úr
þvottahúsinu og það kom fyrir að
hún var læst niðri í kjallara eftir
óvænt tap, þá komin vel yfir átt-
rætt.
Við eigum báðar margar og
góðar minningar um ömmu okkar
sem sýndi okkur og því sem við
vorum að gera svo mikinn og ein-
lægan áhuga. Það var líka ótrú-
legt hvað hún fann allt á sér, sér-
staklega ef það var eitthvað sem
við vildum ekki segja henni. Ef
við reyndum að fela eitthvað fyrir
ömmu Dúnu, fall í áfanga í skól-
anum eða annað, fann hún alltaf
fyrir sannleikanum. Það endaði
ávallt þannig að við sögðum henni
frá enda var ekki hægt að valda
ömmu vonbrigðum. Það var sama
hvað við gerðum; hún fann alltaf
eitthvað sem við höfðum gert vel
og hrósaði okkur fyrir það. Hún
var svo sannarlega stuðnings-
maður númer eitt og hvatti okkur
til dáða.
Elsku amma, nú þegar komið
er að kveðjustund erum við fyrst
og fremst þakklátar fyrir allan
þann tíma og þolinmæði sem þú
gafst okkur. Við erum virkilega
heppnar að hafa átt þig að.
Góða ferð elsku amma, við
munum sakna þín.
Sigríður Guðrún (Sigga)
og Kolfinna.
Í okkar vinahópum þekkja
flestir ömmu okkar, hana ömmu
Dúnu. Bæði af því að við tölum oft
um hana en þó helst vegna þess
að við höfum oft mætt seint á
vinafundi því að fjölskyldan hefur
verið að hittast. Svo lengi sem við
munum hefur ekki mátt vera frí-
dagur án þess að fjölskyldan
þurfi að hittast í kaffi, mat eða
helst hvoru tveggja. Engin var
mætingarskyldan en alltaf mættu
og mæta allir.
Það er leitun að samrýmdari
fjölskyldu. Systur mömmu eru
okkur sem mæður og börn þeirra
okkur sem systkini. Öll erum við
ein órjúfanleg heild, við erum
fólkið hennar ömmu Dúnu. Við
erum ríkir að eiga slíkt bakland
og er það ömmu Dúnu að þakka.
Amma Dúna var fyrir margt
löngu tilbúin að kveðja, enda sátt
og södd lífdaga. Alltaf var þó eitt-
hvað í gangi sem hún vildi bíða
eftir. Fyrst vildi hún sjá öll
barnabörnin sín fermast og
seinna hitta öll langömmubörnin.
Hvort sem við vorum í heim-
sókn eða næturpössun hjá ömmu
var alltaf tekið í spil. Amma
kenndi okkur að spila og þannig
eyddum við ófáum stundum sam-
an. „Tígulkóngurinn kæri, kom-
inn vildi ég að væri“ og „Spaði,
spaði. Sprengdur úti á hlaði“ var
þá eitthvað sem maður heyrði
hana oft segja og við segjum í
dag.
Það var alltaf fyrsti valkostur
að gista hjá ömmu Dúnu og oft
kepptumst við bræður um að fá
að gista í Grjótaselinu, jafnvel þó
að mamma og pabbi þyrftu ekki
næturpössun. Þá fengum við
frjálsar hendur og matseðill
kvöldsins og sjónvarpsdagskrá
voru hönnuð af okkur.
Hjá ömmu fengu börnin alltaf
að ráða án þess þó að það færi út í
öfgar. Fyrir henni voru allir jafn-
ir og börn voru með sama at-
kvæðisrétt og aðrir, jafnvel meiri.
Amma virtist líka vera með samn-
ing við jólasveinana því ef næt-
urpössun var á sama tíma og þeir
voru að gefa í skóinn var gjafmildi
þeirra slík að góssið hefði fyllt öll
okkar skópör og meira til. Amma
var líka eflaust ein stöðugasta
tekjulind myndbandaleiga og
kvikmyndahúsa án þess þó að
hafa stigið fæti þangað inn.
Amma Dúna mátti aldrei neitt
aumt sjá, öll dýrin í skóginum
áttu að vera vinir. Hún grét alltaf
yfir Nonna og Manna því Magnús
var svo vondur við þá bræður og
hún var óhuggandi yfir myndinni
um munaðarleysingjann Annie.
Hún grét yfir þessu og öðru
óréttlæti gagnvart börnum þó að
hún vissi vel að þetta myndi enda
vel.
Okkur leiddist aldrei að fá sím-
tal frá ömmu þegar hún hringdi
til að segja okkur að koma og
sækja kleinupoka en þá hafði hún
ásamt Þóru, mömmu og Ernu
verið að baka. Kleinurnar hennar
ömmu eru betri en allar aðrar
kleinur og það sama má segja um
rabarbaragrautinn, hakkabuffið,
pönnukökurnar og eiginlega allt
úr klassísku íslensku eldhúsi.
Þetta segjum við ekki vegna til-
finningatengsla heldur sem stað-
reynd.
Ef við náum að kenna stelpun-
um okkar helminginn af þeirri
gæsku, umhyggjusemi og kær-
leika sem amma hafði, höfum við
staðið okkur vel í uppeldinu. Við
gleðjumst yfir allri samverunni
og yfir því að stelpurnar okkar
hafi fengið að kynnast langömmu
sinni. Okkur þykir óendanlega
vænt um ömmu Dúnu og munum
halda minningu hennar á lofti.
Kristinn, Ólafur
og Guðmundur.
Elsku amma mín hefur fengið
langþráða hvíld. Ég naut þeirra
forréttinda að búa undir sama
þaki og hún í fimmtán ár í Grjóta-
selinu eða þar til ég flutti úr for-
eldrahúsum og má því segja að ég
hafi verið ofdekruð bæði af for-
eldrum mínum og ömmu. Amma
var einstök kona og ein af bestu
manneskjum sem ég þekki, hjálp-
semi hennar, dugnaður og góð-
mennska var með eindæmum og
hún mátti ekkert aumt sjá. Hún
talaði vel um alla og þótt hún væri
ekki alltaf hrifin af nýjustu tísku
hjá mér var því komið mjög kurt-
eislega á framfæri: Fín klipping
en er það ekki heldur stutt eða
sætur bolur en hann hefði mátt
vera síðari! Þær eru margar flík-
urnar sem hún straujaði fyrir mig
í Grjótaselinu og ætli „viscose“-
tímabilið hafi ekki verið verst fyr-
ir hana því, eins og þeir sem muna
eftir þeim tímum vita, þá þurfti að
strauja eiginlega allar flíkur og
ég, ofdekraða barnabarnið, þurfti
ekki að sjá um það sjálf.
Þegar foreldrar mínir fóru í frí
og amma vildi ekki fara með vor-
um við einar heima og þá var sko
dekrað við mig. Eftir að ég flutti
að heiman og foreldrar mínar
voru í burtu fór ég og gisti hjá
henni því ég vildi ekki vita af
henni einni og voru það gæða-
stundir sem við áttum saman.
Ömmu fannst mjög gaman að
spila á spil og leggja kapal og
fengu barnabörnin öll kennslu í
spilamennsku. Hún leyfði okkur
samt ekki að vinna sig, eins og oft
er gert við börn, heldur sagði að
við yrðum líka að læra að tapa og
við lögðum því hart að okkur til að
geta unnið ömmu. Þótt hún hafi
sagt það held ég nú samt að hún
hafi stundum tapað viljandi til að
auka sjálfstraust lítilla hjartna.
Eins og ömmum sæmir var sko
passað að alltaf væri til nóg af
mat og drykk, enginn færi svang-
ur frá henni og enginn bakaði eins
góðar kleinur og hún. Hún prjón-
aði listavel og höfum við öll í fjöl-
skyldunni fengið að njóta þess
auk þess sem hún seldi lopapeys-
ur sem hún prjónaði. Hún var
dugleg að fara út að ganga á með-
an heilsan leyfði, nokkuð sem ég
mætti taka mér til fyrirmyndar.
Amma var stolt af fjölskyldunni
sinni og vildi helst hafa okkur öll
saman sem oftast. Hún var
ánægðust með það hve samheldin
og hjálpsöm við erum hvert við
annað því alveg sama hvað kemur
upp á eða stendur til í fjölskyld-
unni þá eru allir tilbúnir að
hjálpa.
Það er arfleifð sem amma skil-
ur eftir sig. Hún hafði alla tíð
mikinn áhuga á því sem við tókum
okkur fyrir hendur og spurði allt-
af frétta af vinum mínum. Hún
var svo ánægð og stolt þegar ég
kláraði loks viðskiptafræðiprófið
mitt í vor og þegar ég sagði henni
að ég hefði náð sagðist hún alltaf
hafa vitað að ég myndi klára þetta
þegar ég væri tilbúin.
Þótt ég muni alla tíð sakna
ömmu er ég þakklát fyrir að hún
fékk að fara meðan hún þekkti
alla og það var alltaf jafnyndis-
legt að heyra þegar ég kom í
heimsókn: Kristrún mín, ert þú
komin. Hún saknaði ætíð hans afa
sem lést fyrir rúmum fjörutíu ár-
um og ég hef þá trú að þau séu nú
saman á ný og vaki yfir okkur öll-
um.
Elsku besta amma mín, hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Þín
Kristrún.
Guðrún
Þórðardóttir
Mig langar til að senda mági
mínum Erni Gísla Haraldssyni
fáein kveðjuorð. Á sólríkum sum-
ardegi sunnudaginn 11. ágúst
kvaddi Örn, þessa jarðvist. Örn
hafði glímt við veikindi síðastliðin
11 ár en alltaf kom hann hress og
glaður með brandara sem fuku til
hægri og vinstri. Örn, var sér-
stakur maður óvenjulega lífsglað-
ur og duglegur. Alveg sama hvað
gekk á hann reddaði öllu. Við
hjónin eigum margar góðar
minningar um hann. Við vorum
búsett árum saman í Kaliforníu,
og var Sonja, systir mín og Örn,
búsett nálægt okkur. Örn, var
léttur í lund og var hann fljótur að
átta sig á aðstæðum. Hann var
staddur í Fremont í Kaliforníu
Örn Gísli
Haraldsson
✝ Örn Gísli Har-aldsson raf-
vélameistari fædd-
ist í Reykjavík 8.
desember 1939.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 11. ágúst 2013.
Útför Arnar fór
fram frá Lágafells-
kirkju 22. ágúst
2013.
þegar stór jarð-
skjálfti skall á, en
hann var nýkominn
heim úr vinnu þegar
allt fór af stað og
stóð hann í dyra-
gætinni heima hjá
sér og hélt sér í þeg-
ar aðrir í fjölskyld-
unni fóru undir
borð. Hús hrundu
og vegir brotnuðu
og nokkrir létu lífið,
en allt tekur enda. Það eru ótal
minningarbrot sem renna gegn-
um hugann þegar að kveðjustund
kemur. Örn, lifði ævintýraríku
lífi, það var engin lognmolla
kringum hann.
Örn hafði verið giftur áður
Ingibjörgu Gunnarsdóttur og
áttu þau þrjú börn saman Guð-
nýju, Harald og Bergþór, en fyrir
átti Ingibjörg, soninn Gunnar
Otto Ottosson. Blessuð sé minn-
ing Ingibjargar. Síðar giftist Örn,
Sonju Albertsdóttur 28. október
1978, þau áttu engin börn saman
en Sonja átti þrjá drengi af fyrra
hjónabandi, Albert, Helga og Ólaf
Aðalsteinssyni. Albert og Helgi,
létust með mánaðarmillibili
vegna veikinda en Helgi, eignað-
ist dóttur með konu sinni og einn
son. Þau voru mikið hrifin af Erni
og litu á hann sem afa, enda
fannst Erni ekkert mál að taka að
sér afa hlutverk, það var góð til-
finning að hafa afa og ömmu í
heimsókn. Fyrir á Örn, þrjú börn,
einn uppeldisson, ellefu barna-
börn og fjögur barnabarnabörn.
En afi mátti ekki vamm sitt vita
og gat alltaf bætt við sig fleirum
og stóð sig vel í afa hlutverki.
Örn sýndi óvenjulegan styrk í
veikindum sínum. Gunnar Víking,
sonur minn fór með honum til
Noregs í aðgerð sem telst frekar
sjaldgæf og eru aðeins þrír
læknar í allri Evrópu sem geta
gert svona flókna aðgerð, en að-
gerðin heppnaðist vel. Gunnar sá
alfarið um allt sem viðkom Erni
og voru miklar vonir bundnar við
þessa aðgerð. Gunnar, var boðinn
og búinn að gera allt sem hann
gat til að létta undir með Erni.
Örn var Gunnari mikið þakklátur
fyrir þá aðstoð enda leit hann á
Gunnar, sem góðan vin. En eng-
inn veit sinn dag þegar maðurinn
með ljáinn bankar upp á. Enginn
var viðbúinn á þessum fallega
degi að Örn færi svo snemma í
aðra ferð svo fljótt en samt ekki.
Ástvinir eiga um sárt að binda,
lífið er eins og brot úr sekúndu,
minningabrot og söknuður. Ég
minnist Arnar, sem lífsglaðs
drengs sem lifði lífinu eins og
hann kaus sjálfur. Ég votta syst-
ur minni Sonju Albertsdóttur,
börnum og barnabörnum, systk-
inum og öðrum ástvinum samúð.
Elísabet Elsa Albertsdóttir
og fjölskylda.