Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ljósleiðarinn sem liggur vestur í Ólafsvík er í túnfæti bæja í Hnappadal og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Eigi að síður hefur fólk sem býr í sveitunum ekki aðgang að þessari lífæð. „Við náum bara sjónvarpsútsendingum RÚV og hlustunarskilyrði fyrir útvarp eru ekki nógu góð. Þá er gsm-samband gloppótt og slakt netsamband stendur hér ýmsu fyrir þrifum,“ segir Margrét Björk Björnsdóttir í Böðvarsholti í Staðarsveit. Hún er sveita- kona og atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveit- arfélaga á Vesturlandi. Hún heldur utan um verkefnið Sveitaveginn sem miðar að sterk- ari byggð á sunnanverðu Snæfellsnesi – frá Hítará að Hellnum. Á þessu svæði eru þrjú sveitarfélög; Borgarbyggð, Eyja- og Mikla- holtshreppur og Snæfellsbær. „Hér búa um fjögur hundruð manns og góðu heilli hefur heldur fjölgað að und- anförnu. Sérstaklega munar um að hingað komi ungt fólk með börn. Það er framtíðin holdi klædd,“ segir Margrét Björk. Sveitasími nútímans Miðlun upplýsinga, virk samskipti og þátttaka íbúa eru kjaraatriði í Sveitaveg- inum. Á vefsetri verkefnisins, Sveitasiminn- .is, er vitnað til rannsókna og segir þar um nýsköpun í atvinnumálum „að virkni og já- kvæður samfélagsandi skipti miklu máli þeg- ar horft er til íbúaþróunar og uppbygg- ingar“. Nafn vefsetursins, Sveitasíminn, hefur tilvísun. „Sveitasíminn hafði þann kost að fólk vissi betur hvað var um að vera í sveit- inni og það var auðveldara að ná til allra í einu,“ segir Margrét Björk og heldur áfram: „Í gamla daga var fundahringingin fimm langar og þá svaraði fólk á öllum bæjum. Nú er oft erfiðara að ná til fólks og miðla upp- lýsingum. Facebook er nokkurs konar sveita- sími nútímans, en fólk er misjafnlega tölvu- fært. Því viljum við skapa grundvöll fyrir fólk að hittast til að efla samfélagsandann og vinna saman.“ Að undanförnu hefur Margrét unnið með fólkinu í sveitinni að ýmsum verkefnum. Þar má nefna verkefnið Sögufylgjur & sagnaþuli, sem miðar að því að efla heima- fólk til að taka á móti gestum. Útgangs- punkturinn er sá að ferðafólk geti komið heim á bæi, heilsað upp á sagnabændur og fengið fréttir, fróðleik og leiðsögn. Einnig hafa matgæðingar af svæðinu komið saman til að auka þekkingu sína og vinna að vöruþróun. Þá er sveitamarkaður tvisvar á ári. „Hér eru mörg tækifæri, þessi sveit liggur milli fjalls og fjöru. Hér eru nánast öll svipbrigði náttúrunnar; Ísland alveg í hnot- skurn og merk saga við nánast hvert fótmál og því margt að sýna og segja frá. Þessi arf- ur getur svo sannarlega styrkt ferðaþjón- ustuna, sem er stór þáttur í uppbyggingu á atvinnulífi hér,“ segir Margrét Björk í Böðv- arsholti og heldur áfram: Við þurfum samband „Við sem á þessu svæði búum þurfum að sækja á í ýmsum málum. Þegar netið liggur niðri þarf ég jafnvel að keyra í ofboði út í Ólafsvík eða í Borgarnes til að geta sinnt minni vinnu. Bókanir hjá ferðaþjónustunni geta við þessar aðstæður dottið niður og þess eru dæmi að fólk sem hefur haft áhuga á að flytja hingað vestur og sinna störfum í fjarvinnslu hafi snúið við af þessum sökum. Úr þessu þarf að bæta. Við verðum að kom- ast í samband.“ Unga fólkið er framtíðin holdi klædd  Sveitasími á sunnanverðu Nesinu  Verkefni sem miðar að efldri byggð á víðfeðmu svæði þar sem um 400 manns búa  Tækifæri milli fjalls og fjöru  Sögufylgjur á bæjunum og sveitamarkaður Morgunblaðið/Styrmir Kári Fjarskipti Við náum bara sjónvarpsútsendingum RÚV og hlustunarskilyrði fyrir útvarp eru ekki nógu góð. Þá er gsm-samband gloppótt,“ segir Margrét Björk, bóndakona í Böðvarsholti. SNÆFELLSBÆR DAGA HRINGFERÐ  Arnarstapi eða Stapi er lítið þéttbýli á sunnanverðu Snæfellsnesi, á milli Hellna og Breiðuvíkur. Þar er nokkur byggð, fjöldi sumarbústaða og smábáta- höfn, þaðan sem gerðir eru út dagróðrarbátar. Arnarstapi er vinsæll viðkomustaður ferðamanna, enda eru þar mörg þekkt náttúruundur. Þeirra á meðal er Gatklettur sem er leifar af berggangi sem sjórinn hefur rofið gat á. Á Arnarstapa er mikill steinkarl eftir Ragnar Kjart- ansson myndhöggvara; stytta af Bárði Snæfellsás, en það er trú margra að hann vaki yfir svæðinu. Morgunblaðið/Ómar Stæðilegur Í Bárðar sögu Snæfellsáss er hann sagður hollvættur Snæfellsness. Steinkarl stór vakir yfir Stapa  Í sumar hefur verið unnið að ýms- um rannsóknarverkefnum innan marka þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Fornleifafræðingar hafa verið vestra og grafið upp og rannsakað minjar gamallar verbúðar. Að þessari rann- sókn hefur verið unnið mörg und- anfarin ár og alltaf kemur eitthvað spennandi upp úr jarðveginum. Þá voru jarðvísindamenn á vegum Veðurstofu Íslands fyrir vestan í sumar og settu upp jarðskjálftamæla sem vakta hreyfingar í og við hinn fræga Snæfellsjökul sem er talin virk eldstöð þótt um 1.750 ár, að því er talið er, séu liðin frá síðustu elds- umbrotum þar. sbs@mbl.is Rannsaka rústir og mæla skjálfta Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jökull Ber við loft, sést mjög víða að og setur sterkan svip á umhverfið.  Næsti viðkomustaður hring- ferðar Morgunblaðsins er Stykkishólmur. Á morgun Snæfellsbær Upplýsingamiðstöð Snæfellsbæjar – Tourist information centre – Kirkjutún 2 - Ólafsvík, Snæfellsbær - ( 433 6929 - info@snb.is – www.snb.is - www.facebook.com/snaefellsbaer Þar sem jökulinn ber við loft... Fjölbreytt tjaldsvæði... Ævintýri líkast... Undi rheim ar... leiðin að m iðju jarða r?... Frábæra r göngul eiðir... Frábær ar fjör ur í Sn æfellsb æ... Öðr uvís i la ug m eð h eitu ölke ldu vatn i... Ótrúlegt útsýni... Fékk þann stóra...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.