Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Atli Vigfússon Smali Sigurður Páll Tryggvason með sumrunginn á bakinu í gær. Sigurður Páll Tryggvason, bóndi á Þverá í Reykjahverfi, bar sumrung á baki sér til Skógaréttar í gær- kvöldi, en hann var í göngum á Reykjaheiði. Sumrungurinn fannst í göng- unum, en hann hefur að öllum lík- indum fæðst í byrjun ágúst. Hann gat ekki fylgt safninu svo að Sig- urður Páll brá á það ráð að bera hann til réttar dágóðan spöl. Sumr- ungur er lamb sem fæðist um sum- artímann og fer lambið því ómerkt til réttar. Sumrungur fannst í göngunum 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 Rafknúnar hurðapumpur fyrir úti- og innihurðir. Sterkar og öruggar. TM Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggur mikla áherslu á að borgin tryggi þeim foreldrum sem voru með börn á leikskólanum 101 sam- bærileg vistunarúrræði. „Ég hef heyrt í mörgum for- eldrum og þetta hefur tekið veru- lega á þau. Það er skiljanlegt að einhverjir foreldrar vilji skipta um leikskóla og í svona sérstöku máli þarf borgin að hjálpa þeim,“ segir Þorbjörg. „Ef um væri að ræða uppákomu í borgarreknum skóla væri það gert og sama á um alla að gilda. Það gengur ekki að for- eldrar séu allir á hlaupum um borgina hver um sig að reyna að tryggja sér pláss hjá hinum og þessum. Það er ljóst að margir aðrir sjálfstætt starfandi leikskól- ar geta bætt við sig plássum auk þess sem það að taka inn elstu börnin í 2012 árgangi í borgar- skólana losar um fleiri pláss í öðr- um ungbarnaleikskólum. Loks verður að ræða það hvernig betur megi brúa þetta bil á milli fæðing- arorlofs og leikskóla,“ segir Þor- björg. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er búið að til- kynna leikskólastjórum og dagfor- eldrum borgarinnar að byrja megi að innrita í leikskóla þau börn sem fædd eru árið 2012, þar sem pláss eru laus og sé röðin komin að þeim á biðlistum. Borgin þarf að hjálpa  Taka þarf tillit til aðstæðna barna leikskólans 101 Innrita 2012 árgang Fjármál Leikskólans 101 eru komin inn á borð hjá skattrann- sóknarstjóra eftir því sem fram kom í fréttum RÚV í gærkvöldi. Ábendingar bárust frá for- eldrum barna á leikskólanum um að þeir hefðu, í einhverjum tilfellum, greitt leikskólagjöld inn á einkareikninga eiganda leikskólans. Haft var eftir lög- manni eigandans að engin til- kynning hefði borist um að skattrannsókn væri hafin á skólanum. Fjármálin til rannsóknar LEIKSKÓLINN 101 SVIÐSLJÓS Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Þetta gekk mjög erfiðlega vegna þess að engin skepna vildi fara heim. Það er svo gott veður hérna svona um mitt sumar,“ segir Ómar Sigtryggsson, fjallskilastjóri í Reykjahverfi, kíminn en heitt var í veðri í Suður-Þingeyjarsýslu í gær. Gangnamenn þar lögðu af stað klukkan níu í gærmorgun. „Safnið er rétt að koma til byggða,“ sagði Ómar en smölun sem átti að ljúka um miðjan dag lauk um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi. Ómar sagði erfiðlega hafa gengið að smala vegna hitans og að féð hefði ekki verið tilbúið í að kveðja afréttina svo snemma árs. Stefnt er að því að rétta í Skógarétt í Reykja- hverfi í dag og hefur um 2.000 kind- um verið smalað þangað. Hitinn hafði áhrif í Staðarrétt Hitinn hafði einnig áhrif í Staðar- rétt í Skagafirði. Þar er stefnt að því að rétta í kvöld, en smölun hófst klukkan sex í gærmorgun. „Það var rekið frá Skarðsá og út Sæmundarhlíð og þaðan í Staðar- rétt og tók um fjóra til fimm tíma að reka vegna þess að þetta er svo stórt svæði,“ segir Jónína Stefáns- dóttir, bóndi á Stóru-Gröf ytri, en smalað var um 4.000 fjár. Hún bæt- ir við: „Við erum að vona að veðrið verði ekki orðið svo agalegt að við getum ekki réttað, en við stefnum að því að rétta á föstudagsmorgun.“ Jónína sagði veðrið í Skagafirði gott í gær, búið að vera logn og hlýtt í veðri. „Maður á erfitt með að trúa því að það sé að koma svona vont veður vegna þess að það er svo æðislegt núna,“ sagði Jónína, en um 80 manns smöluðu í Staðarrétt. Undir þetta tók Ari Jóhann Sig- urðsson, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri í Staðarhreppi, en bætti við að erfiðleikar hefðu fylgt hitanum. „Féð var hátt uppi og smölun var erfið. Þeir voru þremur tímum lengur heldur en áætlað var enda vildi féð ekkert fara í þessum hita,“ sagði Ari, en 12 stiga hiti og logn var í Skagafirði þegar blaða- maður talaði við Ara í gærkvöldi. „Ég er búinn að heyra í fleirum hér í Skagafirði sem hafa verið í göng- um á öðrum svæðum og allir segja þeir að erfiðlega gangi að ná fénu niður,“ bætti Ari við. Hann sagði að venjulega væri hitinn lægri þegar smalað væri og féð því lægra í fjöll- unum og farið að leita heim á leið. Veðurspáin er ennþá vond Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að enn sé útlit fyrir óveður á Norður- landi og ekki sé mikil breyting á spánni. „Í stuttu máli sagt er spáin ennþá ljót. Það er gert ráð fyrir því síðdegis á föstudaginn að hann gangi í norðvestan storm og það verði kalt í veðri og snjór fyrir ofan einhverja tiltekna hæð, hugsanlega um 200-300 metra,“ segir Teitur, en sauðfé er víða í þeirri hæð. Á laug- ardag verður mikil úrkoma og stormur framan af degi, mest á miðju Norðurlandi frá Húnaflóa og yfir í Eyjafjörð. Teitur segir þó að úrkoman komi þvert yfir Norðurland og að menn þurfi að vera tilbúnir að grípa til að- gerða ef til þess kemur. Ljósmynd/Ari Jóhann Sigurðsson Smalamennska Réttað í Staðarrétt í Skagafirði í gær. Mikill hiti var í Skagafirði og hafði hann þau áhrif að erfiðlega gekk að koma fé niður af fjöllum. Hitinn hægði á smölun  Heitt í veðri á Norðurlandi í gær þó að miklu óveðri sé spáð fyrir helgi  Slátrun hafin á Húsavík og Hvammstanga en beðið á Sauðárkróki í viku Sala á mjólkuraf- urðum hefur aukist á þessu ári og horfur á að greiðslumark á næsta ári aukist um 1-2 milljónir lítra, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi kúabænda. Greiðslumark yf- irstandandi árs er 116 milljónir lítra. Samtök afurðastöðva í mjólk- uriðnaði hafa birt yfirlit yfir sölu mjólkurafurða í júlímánuði. Í því kemur fram að sala á fitugrunni sl. 12 mánuði er komin í 117,5 millj- ónir lítra, aukning frá fyrra ári er 4,5%. Á sama tímabili var sala á próteingrunni 116,4 milljónir lítra, aukning frá fyrra ári er 1,6%. Innvigtun mjólkur síðustu 12 mánuði er 123,1 milljón lítra og hef- ur dregist saman um 3,3% frá fyrra ári. Aukin mjólk- ursala kallar á meiri kvóta Slátrun hófst hjá Norðlenska í gær og einnig hefur verið slátrað í Sláturhúsi KVH á Hvamms- tanga, þó að starfsemi þar sé ekki hafin að fullu. „Við erum ekki byrjaðir og munum ekki byrja fyrr en 4. sept- ember,“ segir Sigurður Bjarni Rafnsson, framleiðslustjóri hjá kjötafurðastöð Kaupfélags Skag- firðinga. Hann segist ekki finna fyrir þrýstingi frá bændum um að hraða slátrun vegna yfirvofandi óveðurs en bætir við að stöðin hafi nú þegar fyllt fyrstu vikuna. „Það er mikið af fé sem kemur þá, um 6.000 kindur. Allt fer á fullt í næstu viku. Við byrjum á miðvikudag og svo keyrist þetta smám saman upp,“ segir Sig- urður en um 3.000 fjár er slátrað á dag í stöðinni að öllu jöfnu. Um 80 erlendir verkamenn eru vænt- anlegir í flugi hingað til lands í næstu viku, til þess að vinna við slátrun hjá KS. Ekki þrýst á að hraða slátrun SLÁTRUN AÐ HEFJAST VÍÐA Á NORÐURLANDI Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Slátur Á Norðurlandi munu sláturhús hefja starfsemi sína á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.