Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 Ég ákvað að nota tækifærið og halda rosaafmælispartí núna ámorgun. Ég ætla bara að láta vaða, bjóða mínum nánustu ogbestu og halda ærlega upp á þetta. Við vorum að flytja í stærra hús þannig að þetta verður innflutningspartí í leiðinni. Það var tilvalið að nýta tækifærið þegar það er nóg pláss,“ segir Erla Björg Káradóttir óperusöngkona um fyrirhuguð hátíðahöld um helgina í tilefni af 35 ára afmælisdegi hennar í dag. Erla segist vera mikil afmælisstelpa og er þeirrar skoðunar að maður eigi alltaf að halda upp á afmælið til að þakka fyrir hvert ár sem maður fær. Í minningunni sé gaman að eiga afmæli á þessum tíma árs því skólinn sé að byrja. „Ég fékk eiginlega alltaf skóladót og eitthvað sem tengdist haustinu í afmælisgjöf og fannst það gam- an. Það er alltaf tilhlökkun í haustbyrjun því ég tengi það við afmæl- ið,“ segir hún. Sönglistin á hug Erlu Bjargar allan en hún syngur mest með sönghópnum Ópi. Síðasta vetur stóð hópurinn meðal annars fyrir sýningum um óperusöngkonuna Maríu Callas auk þess sem hann setti upp litla kvennaóperu. Nú í byrjun nóvember heldur hópurinn tvær sýningar í Salnum í Kópavogi í tilefni af 200 ára afmæli tón- skáldsins Verdis. „Við erum á fullu núna að undirbúa tónleikana. Líf mitt snýst um söng,“ segir Erla Björg. kjartan@mbl.is Erla Björg Káradóttir er 35 ára í dag Fjölhæf Auk þess að syngja sjálf af miklum móð er Erla Björg að læra til söngkennara. Þá sér hún um æskulýðsstarf í Vídalínskirkju. Tilhlökkun í byrjun hausts fyrir afmæli Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hafnarfjörður Gabríela Rún fæddist 31. desember kl. 22.20. Hún vó 3.570 g og var 52 cm löng. For- eldrar hennar eru Dagný Sif Snæbjarnardóttir og Axel Rodriguez Överby. Nýr borgari Viktoría París Sabido, Ævar Kristjánsson, Saga Guðrún og Bryndís Gunnlaugs- dætur héldu tombólu við Nóatún í Kópavogi. Þau seldu alls konar dót og söfnuðu 10.705 kr. sem þau gáfu til styrktar SOS-barnaþorpum. Hlutavelta Þ órður fæddist í Reykjavik og ólst þar upp, fyrst við Grettisgötuna en síðan í Hlíðunum. Þá var hann í sveit í Flatey á Mýrum í Hornafirði í sex sumur og vann síðan í vegavinnu og við brúargerð á sumr- in í Austur-Skaftafellssýslu. Þórður var í Austurbæjarskól- anum og Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, lauk verslunarskólaprófi frá VÍ 1962, stundaði nám í rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og var á námssamningi hjá Íslenskum aðal- verktökum, lauk sveinsprófi í raf- virkjun 1967, öðlaðist síðan meist- araréttindi í greininni og hefur sótt fjölda námskeiða hjá Danfoss í Dan- mörku og hjá Philips í Hollandi. Eftir vega- og brúarvinnu hjá Vegagerðinni hóf Þórður störf hjá Ís- lenskum aðalverktökum við rad- arstöðvar bandaríska hersins á Stokksnesi, Hellissandi, Langanesi og í Keflavík þar sem hann sinnti mastravinnu og rafvirkjun. Þórður var sölu- og markaðsstjóri hjá Vélsmiðjunni Héðni 1968-78 og vann þá mikið að markaðssetningu Danfoss-hitakerfa hér á landi, og var sölu- og markaðsstjóri yfir flóknari raftækjum hjá Heimilistækjum 1978- 85. Þórður stofnaði, ásamt þremur fé- lögum sínum, fyrirtækið Hátækni ár- ið 1985. Fyrirtækið sérhæfði sig upp- Þórður Guðmundsson, fyrrv. framkvæmdastjóri – 70 ára Við kaffiborðið Talið frá vinstri: Synir Guðmundar og Svanhildar, Kristófer Orri og Benedikt Máni; Guðmundur Örn; afmælisbarnið; Inga; Brynja Sól, dóttir Guðmundar; Gunnar Þór og Hekla Björk, dóttir Gunnars og Ingu. Í framvarðarsveit farsímabyltingarinnar Í laxveiði Þórður og Gunnlaug með tvo myndarlega laxa við Gljúfurá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.