Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 Hvað er að vera les- blind(ur)? Hvað er að vera með lesblindu? Þegar börn koma í skóla og skipuleg lestr- arkennsla er hafin, kemur í ljós að sumum þeirra er ekki lagið að ná viðunandi árangri. Verði lítil bót á næstu árin er því slegið föstu að nemandinn sé les- blindur – eða með les- blindu. Foreldrum er þá jafnvel sagt að lesblinda sé meðfædd – nánast sjúkdómur, ættgeng og ólæknandi, en með þjálfun og notkun hjálp- artækja geti lesblindir þó eignast þolanlegt líf. Ég ætla að fullyrða að þetta sé rangt. Lesblinda er ekki meðfædd, ekki ættgeng, ekki ágalli eða sjúkdómur og alls ekki „ólækn- andi“. Tungumál er manngert verk- færi þróað til samskipta. Lokaáfangi máltökunnar er að ná valdi á ritun og lestri, skráningu og aflestri rit- tákna talaðs máls. Þegar börn koma í skóla er komið að lokaáfanga mál- töku með formlegri lestrarkennslu og öllum ætluð sömu viðfangsefni með sömu aðferðum. Allir eiga því að geta náð sama árangri á sama tíma, en fljótlega kemur í ljós að uppskeran verður ærið misjöfn. Einhver barnanna eru þegar læs, önnur taka vel við, en nokkur eru ekki tilbúin í verkefnið. Svo eru þau, sem aldrei verða tilbúin í lestrarnám með „hefðbundnum“ aðferðum. Þeim hentar ekki að hefja lestr- arnám með því að læra nöfn og hljóð merkingarlausra tákna, jafnvel í til- tekinni röðun og finna þannig hljóð- myndir orða. Að nota hið óþekkta til að finna hið þekkta. Þau eru altal- andi og hafa þróað talmál sitt, hljóð- myndir orða, út frá merking- armyndum sínum, sem vökul og næm skynjun hefur byggt upp í huga þeirra. Lífsgleði þeirra og áhugi á umhverfi sínu hefur gefið þeim upplifanir sem þau hafa síðan lært að hljóðsetja, lokaskref máltök- unnar er síðan að skrásetja. Með öðrum orðum, að læra að lesa er það að bæta ritun og þá lestri við hljóðmyndir merking- armynda. Seilast frá hinu þekkta til hins óþekkta og gera það einnig þekkt og þrung- ið merkingu. Börn læra af reynslu og festa í minni hvað sé eft- irsóknarvert og hvað beri að forðast. Reynsluheimurinn er þekktur og öruggur; að ferðast á kunnum slóð- um, kunna skil á eða kannast við það sem fyrir augu ber þroskar sjálfs- mynd og eykur sjálfstraust. Með vexti og þroska víkkar athafnasvið barna, þau leggja inn í reynslubank- ann og færa varlega út kvíarnar. Að leika á heimavelli, takast á við við- fangsefni sem hljóma við fyrri reynslu og auðga það sem fyrir er, það er öllum ánægjuleg og þrosk- andi reynsla. Að vera svipt út af ör- yggissvæðinu og þvingað til þátt- töku í athöfnum að ákvörðun fullorðinna getur varla gengið vel upp og í verstu tilvikum bakað börn- um óbætanlegt tjón. Eigi slík vinnu- brögð við um lestrarkennslu nefnist árangurinn lesblinda. Hefðu þeir, sem stimplaðir eru lesblindir, fengið að leysa lokaverkefni máltökunnar á réttum tíma og með réttum aðferð- um, þ.e. á heimavelli, þá hefði verkið unnist án vandkvæða. Þegar varð- veitt og nýtanleg reynsla hefur vax- ið að gildi með tilkomu hljóðsetn- ingar og barnið er sagt altalandi kemur að skráningu talaðra orða. Að kenna lestur með því að ganga út frá reynsluheimi og talmáli og bæta ritun þar við kalla ég nátt- úruaðferðina. Þú lærir talmál með því að læra hljóðmynd orðsins sem heildar. Hljóðmyndin hefur beina skírskotun til merkingarmyndar orðsins. Því er eðlilegt að læra lest- ur, ritun, stafsetningu, með því að læra sjónmynd orðsins sem heildar. Með því móti hefur sjónmyndin, rit- að orð, einnig beina skírskotun til merkingarmyndar. Það segir sig því sjálft að minnsta merkingarbæra eining texta er orðið. Því ætti að miða lestrarkennslu við orðið sem minnstu einingu, þ.e. merking- armynd > hljóðmynd > sjónmynd. Hefðbundin lestrarkennsla fæst gjarnan við hljóðun einstakra tákna, bókstafa, í sjónmynd orða í leit að eða sköpun hljóðmyndar. Því má segja að við slíka lestrarkennslu hafi vinna með sjónmynd, ritað orð, beina skírskotun til hljóðmyndar en ekki til merkingarmyndar orðsins. Því fer svo að þegar börn eru sögð vera orðin læs er það oft áhyggju- efni hve lesskilningur þeirra er lé- legur. Stafaföndur og leit að hljóð- mynd orða út frá hljóðsetningu einstakra bókstafa, jafnvel þó svo flestir þeirra séu hljóðlausir, er varla lestrarkennsla. Þessi vinnu- brögð geta jafnvel hindrað eðlilegt lestrarnám sumra barna. Lestur er það að flytja merkingarmynd frá einu höfði yfir í annað. Texti er flutningatæki reynslu, upplifunar, þekkingar. Ef þú nærð ekki að „af- ferma“ textann þá ertu í raun ekki að lesa, hversu hátt og snjallt sem „upplestur“ þinn kann að hljóma. Sumir, börn og fullorðnir, hugsa í þrívíðum myndum og vita af því, aðrir gera sér ekki grein fyrir því og margir halda að allir hugsi svona. Flestir hugsa þó í orðum og vita ekki að myndhugsun sé til. Þeim, sem hugsa í myndum, reynist erfitt að læra að lesa með hefðbundnum skólaaðferðum. Þeir þurfa að læra lestur út frá merkingu talmáls, bæta sjónmynd við merkingarmynd til hliðar við hljóðmyndina. Annars eiga þeir á hættu að verða les- blindir. Það er ekki sama hvernig róið er! Eftir Sturlu Kristjánsson » Texti er flutninga- tæki reynslu, upplif- unar, þekkingar. Ef þú nærð ekki að „afferma“ textann þá ertu í raun ekki að lesa … Sturla Kristjánsson Höfundur er kennari, sálfræðingur og Davis-ráðgjafi. Les.is – www.les.is Agnes M. Sigurð- ardóttir, biskup Ís- lands, hefur sýnt vilja sinn í verki, einurð og kjark með því að ætla að flytja ávarp á trúarhátíðinni Hátíð vonar sem haldin verður í Laugardals- höllinni í lok sept- ember og er sam- starfsverkefni fjölmargra kirkna og kirkjudeilda. Með því segist hún styðja samstarf kristinna safnaða. En auk þess styður biskup raun- verulegt skoðana- og trúfrelsi og lætur ekki undan áróðri þeirra fjöl- miðla sem ganga erinda trúleys- ingja í landinu. Áróður trúleysingja gegn Hátíð vonar er byggð á því að Franklin Graham, sonur Billys Grahams, er ræðumaður hátíðarinnar, en hann er mótfallinn hjónaböndum samkyn- hneigðra og hefur talað opinberlega gegn samkynhneigð. Áróður trúleysingja gegn Hátíð vonar er enn eitt dæmi þess, að þeir – og aðrir andstæðingar kristinnar trúar og kristinnar kirkju – beita nú þá, sem ekki eru á sömu skoðun og þeir, ofríki á sama hátt og þeir voru áður ofríki beittir. Þetta er ekki í samræmi við skoðana- og tjáningarfrelsi sem á að ríkja. Fagna ber auknum réttindum einstaklinga hér á landi. Umræðu um mannréttindi, jafn- rétti og bræðralag er þó hvergi nærri lokið. Ofstæki og áróður verður hins vegar ekki til að auka bræðralag, jafnrétti og mannréttindi. Allir skulu hafa rétt til að láta í ljós skoð- anir sínar. Líka þeir sem eru mót- fallnir hjónaböndum samkyn- hneigðra. Hátíð vonar – jafn- rétti og bræðralag Eftir Tryggva Gíslason Tryggvi Gíslason » Fagna ber auknum réttindum ein- staklinga hér á landi. Umræðu um mannrétt- indi, jafnrétti og bræðralag er þó hvergi nærri lokið. Höfundur var skólameistari Mennta- skólans á Akureyri. Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Hádegisseðill • Mánudag til föstudags kl. 11.30-14.00 Njóttu þess að borða góðan mat í hádeginu Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur - Súpa dagsins með heimabökuðu brauði .......................... kr. 790 - Kjúklingasúpa með grænmeti, chilly og núðlum ........... kr. 1.290 - Sjávarréttasúpa Caruso................................................ kr. 1.350 - Kjúklingasalat m. hunangsgljáðum kjúklingastrimlum .. kr. 1.390 - Tómatsalat m. mozzarella og ruccolasalati í jurtaolíu .... kr. 1.250 - Salat Templada m. hvítlauksristuðum nautastrimlum .... kr. 1.650 - Caruso chef´s salat ...................................................... kr. 1.290 - Caruso kjötlasagna...................................................... kr. 1.390 - Spaghetti carbonara .................................................... kr. 1.390 - Hvítlauksristaðar risarækjur Risotto ............................. kr. 1.450 - Ferskasta sjávarfang dagsins ....................................... kr. 1.670 - Pítsa með tveimur áleggstegundum að eigin vali .......... kr. 1.390 - Pítsasamloka með kjúkling, pepperoni og salati ........... kr. 1.390 - Ristað lambafille með villisveppum og parmesan.......... kr. 2.890 - Blandaður ítalskur krapís með ávöxtum.......................... kr. 950 - Panna Cotta með ávöxtum og jarðarberjasósu................. kr. 950 Hjá okkur er alltaf notalegt bæði í hádeginu og á kvöldin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.