Morgunblaðið - 29.08.2013, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.08.2013, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 Sandgerði | Bæjarhátíðin Sandgerð- isdagar 2013 var sett formlega í gærkvöldi. Fjölbreytt dagskrá er í boði út vikuna, eða alls 75 atriði sem höfða til ungra sem aldraðra. Í dag fer fram hin vinsæla Lodduganga sem er eingöngu fyrir 20 ára og eldri. Á morgun er knatt- spyrnukeppni milli Norðurbæjar og Suðurbæjar, sem endar með salt- fiskveislu. Helgi Björns og reið- menn vindanna verða í Samkomu- húsinu á föstudagskvöldið og hljómsveitin Sín leikur föstudags- og laugardagskvöldið á Vitanum. Vísna- og safnakvöld verður í Efra- Sandgerði, þar sem lesið verður upp úr verkum Ingibjargar Sig- urðardóttur skáldkonu. Allir eru velkomnir á Sandgerðisdaga en frítt er á tjaldsvæðið alla dagana. Hátíð í bæ í Sandgerði næstu daga  Alls 75 atriði á fjölbreyttri dagskrá Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sandgerði Gestir í garðveislu hljómsveitarinnar Hljóp á snærið. Ólína Þorvarð- ardóttir, fyrrver- andi þingmaður Samfylking- arinnar, hefur verið ráðin sviðs- forseti hug- og félagsvís- indadeildar Há- skólans á Ak- ureyri. Fékk hún flest atkvæði í stöðuna og atti þar kappi við Sig- rúnu Stefánsdóttur, fv. dagskrár- stjóra RÚV, að því er fram kemur á vef Akureyrar vikublaðs. Segir þar að Sigrún hafi fyrirfram verið talin líklegri til að fá stöðuna. Ólína er þjóðfræðingur, en auk þingstarfa áður fyrr vann hún einnig við kennslu og fjölmiðla, var um tíma skólameistari Menntaskólans á Ísa- firði. Ólína sviðs- forseti við HA Ólína Þorvarðardóttir Rangt nafn Í viðtali við Kristin Guðjónsson í Morgunblaðinu í gær, í tilefni af 100 ára afmæli hans, var hann rang- nefndur í undirfyrirsögn og mynda- texta. Er beðist velvirðingar á þess- um mistökum. LEIÐRÉTT Olíufélögin hér á landi hækkuðu eldsneytisverð um fjórar krónur lítr- ann í gærmorgun. Er ástæðan sögð átökin á Sýrlandi og fregnir um yf- irvofandi loftárásir vestrænna ríkja á landið. Varð töluverð hækkun á ol- íu á heimsmarkaði í gær vegna ástandsins í landinu. „Miðað við þá reynslu sem við höf- um af fyrri átökum í heiminum skilar það sér fljótlega inn í verðlag,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB. Mbl.is greindi frá því í gærmorgun að mikil viðbrögð hefðu verið á mörkuðum við fréttum um að ríki á Vesturlöndum væru að und- irbúa loftárásir á Sýrland. Einnig féll gengi gjaldmiðla hratt. Runólfur segir að bein tenging sé á milli frétta af hugsanlegum loft- árásum á Sýrland og hækkunarinn- ar. Bensínlítrinn var í gærkvöldi ódýrastur hjá Orkunni, 254,3 krónur og var lítrinn af dísil einnig ódýr- astur þar og kostaði hann 251,3 krónur. Önnur félög voru þar nokkr- um aurum ofar. „Þegar ólga er hefur það áhrif til hækkunar,“ segir Run- ólfur og tekur átökin í Líbíu sem dæmi. „Jákvæðar fréttir eru aftur á móti seinar að skila sér til lækkun- ar.“ Hinn 1. mars sl. kostaði lítrinn af bensíni 259,9 krónur og fór hann lægst niður í 237,6 krónur í byrjun maí á þessu ári. Dísillítrinn var 1. mars sl. í 256,7 kr. og fór lægst niður í 236,5 kr. í maíbyrjun. larahalla@mbl.is Hækkuðu um 4 krónur  Olíufélögin íslensku brugðust hratt við átökum á Sýrlandi Þróun eldsneytisverðs síðustu mánuði Heimild: Félag Íslenskra bifreiðaeigenda 1. mars 2013 28. ágúst 2013 260 255 250 245 240 235 Sjálfsafgreiðsla 95okt. Sjálfsafgreiðsla Dísilolía 259,9 256,7 254,8 251,8 237,6 236,5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.