Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sigurleikirnir í sumar hafa verið sætir og ég held að fátt hafi sam- einað fólk hér á Snæfellsnesi bet- ur en gengi Víkingsliðsins í fót- boltanum. Hér í Ólafsvík koma gjarnan 600 til 1.000 manns á leiki og svo er fastur kjarni 50 til 60 gallharðra stuðningsmanna sem fer á nánast alla leiki. Fótboltinn hefur haft mikil áhrif á bæj- arbraginn hér,“ segir Jónas Gest- ur Jónasson, formaður knatt- spyrnudeildar Víkings í Ólafsvík. Aðstaða bætt á Ólafsvíkurvelli Í sumarlok í fyrra, þegar Vík- ingsliðið fór úr 1. deild Íslands- mótsins í knattspyrnu upp í úr- valsdeild, var ljóst að taka þyrfti til hendi á Ólafsvíkurvelli. Í sam- ræmi við kröfur KSÍ þurfti til dæmis að fjölga sætum í áhorf- endastúku úr 330 í 500, girða völl- inn af, koma upp aðstöðu fyrir fjölmiðlamenn og fleira. „Þetta var pakki upp á um 30 milljónir kr. Tíu milljónir fengum við úr mannsvirkjasjóði KSÍ, sveitarfélagið lagði annað eins af mörkum og svo einstaklingar og fyrirtæki hér á svæðinu. Svo þeg- ar að framkvæmdum kom var mikið unnið í sjálfboðaliðastarfi,“ segir Jónas sem er löggiltur end- urskoðandi og stýrir útibúi Delo- itte á Snæfellsnesi. Ejub Purisevic þjálfar Ólafs- víkurliðið og þá tuttugu stráka sem í því eru. Í liðinu eru heima- menn, nokkrir eru af Reykjavík- ursvæðinu svo og erlendir leik- menn úr Ólafsvík sem hafa þar heilsársbúsetu. Öll fyrirtækin styrkja „Já, auðvitað kostar útgerð á knattspyrnuliði sitt. En þar kem- ur á móti að við eigum góða bak- hjarla,“ segir Jónas Gestur. Í sjávarbyggðum er stundum haft á orði að þar sé fallegt þegar vel veiðist, sem undirstrikar að góð aflabrögð skipta öllu máli. Þetta á vel við vestur á Snæfellsnesi þar sem fiskvinnsla og útgerð er und- irstaðan og sjávarútvegurinn gengur vel um þessar mundir. „Já, atvinnulífið hér hefur komið myndarlega að fótbolt- anum. Nánast öll fyrirtækin hér á nesinu hafa styrkt okkur með ein- hverju móti. Eins stóru fyrirtækin sem starfa á landsvísu. Sjávar- útvegurinn og stuðningur fyr- irtækja í heimabyggð er samt undirstaðan.“ Algjör sprenging í þátttöku Íþróttaaðstaðan í Snæfellsbæ er ágæt yfir sumartímann þó að félagið vanti æfingasvæði. Komið hefur verið upp sparkvelli fyrir krakkana og ekki veitir af. Það eru allir í boltanum. Þar nefnir Jónas Gestur að í Grunnskóla Snæfellsbæjar séu alls 250 börn og 140 æfi fótbolta. „Þetta er algjör sprenging í þátttöku og efniviðurinn er góður. Í hverjum árgangi eru þetta 10-15 krakkar. Það er frábær árangur ef úr því koma einn til tveir góðir leikmenn sem skila sér alla leið í meistaraflokk úr hverjum ár- gangi.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Ólafsvíkurvöllur Atvinnulífið hér hefur komið myndarlega að fótboltanum,“ segir Jónas Gestur Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings í Ólafsvík. Íþróttaáhuginn í byggðarlaginu er mikill, ekki síst meðal barna og unglinga. Boltinn á bak- hjarla og sam- einar fólkið  Ólafsvíkurlið í úrvalsdeild  1.000 manns koma á heimaleiki  Bætir bæjarbrag  Krakkarnir áhugasamir VESTURLAND DAGA HRINGFERÐ SNÆFELLSBÆR Grunnkort/Loftmyndir ehf. Til þess að æfingaaðstaða knatt- spyrnufólks í Ólafsvík verði sam- bærileg því sem annars staðar er þarf, að sögn Jónasar Gests, að koma þar upp knatthúsi með gervi- grasvelli sem væri 50 til 70 metrar að ummáli. Þá verði einnig að létta undir með íþróttafélögunum úti á landi hvað varðar ferðakostnað. Kostnaður knattspyrnuliða í Snæ- fellsbæ, það er meistaraflokks karla og kvenna og svo yngri flokka, verði á þessu ári röskar tíu milljónir króna. Styrkur sem fáist á móti úr ferðasjóði ÍSÍ sé tæp ein milljón eða innan við 10% af heild. „Þetta þarf að leiðrétta sem allra fyrst, svo lið af landsbyggðinni keppi á jafnréttisgrunni við þau sem eru á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jónas. Er þessi lýsing hans samtóna því sem forystumenn ann- ara liða hafa sagt. Ferðakostnaður- inn sé íþyngjandi og því þurfi að mæta. Lið keppi á jafnrétt- isgrunni  Vill knatthús og hærri ferðastyrki „Meðal veitingamanna hér á Snæfellsnesi hefur verið ákveðin samkeppni um hver matbúi bestu fiskisúpuna. Hver hefur sinn háttinn. Við vildum marka okkur sérstöðu og bjóða gestum upp á humarsúpu. Sumir álykta líklega sem svo að slík eldamennska sé lítið mál. Sannleikurinn er hins vegar sá að fiskisúpugerð er býsna flókin og hráefn- istegundirnar sem í hana þarf, og hver hefur sitt bragð. Í súpunni okkar er til að mynda að finna yfir 30 náttúruleg bragðefni en súpan er að sjálfsögðu unnin alveg frá grunni,“ segir Erla Lind Þórisdóttir. Með foreldrum sínum og eiginmanni, Sigursteini Þór Ein- arssyni, á hún og rekur Gistiheimilið Virkið á Rifi – hvar hægt er að fá gistingu og góðan mat. Hús á hægri hönd Virkishúsið er á hægri hönd, stórt og áberandi, þegar komið er inn í þéttbýlið á Rifi. Á jarðhæð eru mat- og bygg- ingarvöruverslanir en veitingastaðurinn og gistiheimilið, með sínum sjö herbergjum, á þeim efri. „Þetta húsnæði stóð lengi autt. Eftir hrun jókst straumur ferðamanna á svæðið og þá ákváðum við að taka slaginn og hefja ferðaþjón- usturekstur,“ segir Erla Lind. Hún ber þungann af rekstri fyrirtækisins og ákvað að ganga sjálf í verkin þegar vant- aði kokk. Hún segist búa að því að hafa mikinn áhuga á matargerð og hefur sankað að sér fróðleik úr fyrri störfum. „Maður skyldi aldrei vanmeta sjálfan sig, þótt raunsæið og einlægnin séu líka mikilvæg. Þetta hefur gengið prýði- lega og viðskiptavinir fara ánægðir frá okkur,“ segir Erla Lind sem á matseðli er með t.d. lambakjöt, fisk úr bátum sem landa á Rifi og svo humarsúpuna góðu. Mikið umleikis Ferðaþjónustan í landinu blómstrar sem aldrei fyrr og margir hasla sér völl í atvinnugreininni. „Margir koma hingað á Nesið og því þurfum við að spila rétt úr stöðunni. Hér þarf að auka framboð afþreyingar og kynna svæðið betur, t.d. náttúruna,“ segir Erla, sem kann því vel að hafa mikið umleikis í daglegu starfi. Þannig er hún með sínu fólki af lífi og sál í ferðaþjónustunni, hún er eiginkona og móðir þriggja ungra barna og er í fjarnámi á öðrum vetri í kennaradeild Háskóla Íslands. sbs@mbl.is Kennaraneminn Erla Lind Þórisdóttir er humarsúpukokkur í Virkinu á Rifi Morgunblaðið/Styrmir Kári Súpa Erla Lind Þórisdóttir í eldhúsinu við matargerðina. Maður skyldi aldrei vanmeta sjálfan sig Fótboltaævintýrið í Ólafsvík hófst árið 2003 þegar Bosníumaðurinn Ejub Purisevic var ráðinn þangað sem þjálfari. Ejub tók við liði Víkings á botni 3. deildar og fór með það upp í 1. deild á aðeins tveimur árum. Þar hafa þeir leikið síðan, ef eitt ár er undanskilið, en liðið féll niður í 2. deild árið 2009. Þá hafði Ejub einmitt tekið sér frí frá þjálfun í eitt ár. Hann tók við liðinu á ný, það fór ósigrað aftur upp í 1. deild árið 2010 og varð þá fyrst liða í 2. deild til að komast í fjögurra liða úrslit í bikarkeppninni. Í fram- haldi af því fóru Ólafsvíkingar af alvöru í baráttuna um sæti í efstu deild. Þar byrjuðu þeir illa í vor, uppskeran úr fyrstu sjö leikjunum var aðeins eitt einasta sig. En síðan hefur leiðin legið upp á við, Ólafsvíkingar hafa aðeins tapað einu sinni í síðustu níu leikjum sínum og eru í harðri baráttu um áframhaldandi sæti í Pepsi-deildinni. vs@mbl.is Unnu átta af níu síðustu leikjum TÍU ÁRA ÆVINTÝRI Í ÓLAFSVÍK Sprettur Víkingurinn Alfreð Már Hjaltalín framar og Bjarni Ólafur Eiríksson í Valsbúningi. Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.