Morgunblaðið - 29.08.2013, Side 35

Morgunblaðið - 29.08.2013, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 ✝ Elín OddnýKjartansdóttir fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 16. október 1954. Hún lést 26. júlí 2013. Foreldrar Elínar voru hjónin Guðrún Pálmfríður Guðna- dóttir, f. 9. sept- ember 1916, d. 28. ágúst 1997, og Kjartan Ólafsson Sigurðsson, f. 21. september 1905, d. 25. júní 1956. Elín var sjötta í röð sex systkina, þeirra Guðvarðar, Svönu, Bertu Guðnýjar, Hlöð- vers og Sólveigar Dalrósar, d. 15. júlí 2005. Elín giftist Jóhanni Guð- mundssyni, f. 13. janúar 1956, 31. mars 1979, og eignuðust þau tvö börn. Leiðir þeirra skildu ár- ið 2004. Börn Elínar og Jóhanns eru: 1) Valdís Jóhannsdóttir, f. 7.6. 1980. Eiginmaður Valdísar er Gauti Alexandersson. Börn þeirra eru Al- exander, f. 16.7. 2009, og Elín Ósk, f. 6.11. 2011. 2) Bjarki, f. 5.11. 1991. Dóttir hans er Karen Erla, f. 15.1. 2011, móðir hennar er Anný Hermannsdóttir. Unnusta Bjarka er Hafdís Har- aldsdóttir. Elín ólst upp á Flateyri. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Hér- aðsskólanum að Núpi og starf- aði ung að árum í fiski og í versl- un. Elín lauk einnig kennaraprófi með handavinnu sem sérgrein frá Kennarahá- skóla Íslands og vann nokkra vetur í Álftanesskóla á Álfta- nesi. Lengst af sinnti hún heim- ilisstörfum. Útför Elínar hefur farið fram. Okkur langar til að minnast Ellu, mömmu hennar Valdísar vinkonu okkar, með nokkrum orðum. Við hittum Ellu fyrst í fé- lagsvist sem haldin var fyrir okk- ur nemendurna í 12 ára bekk Álftanesskóla og foreldra okkar. Hún var mamma hennar Valdís- ar, nýrrar bekkjarsystur okkar, en fjölskyldan var þá nýflutt í hreppinn. Ekki var að spyrja að því, þessi fíngerða kona stimpl- aði sig og Valdísi dóttur sína rækilega inn í hópinn með því að sigra á mótinu með yfirburðum. Mikil og góð vinátta skapaðist fljótt á milli okkar og Valdísar; ekki leið á löngu uns við gerðum okkur heimakomnar í Skóla- túninu. Strax frá upphafi tók Ella hlýlega á móti okkur og kom fram við okkur sem jafningja. Við skynjuðum líka fljótt hve Flateyri, amma Gunna, systkini Ellu og ástvinir á Flateyri áttu stóran part í henni. Þá leyndu einstakir handavinnuhæfileikar Ellu sér ekki og oft heyrðum við skondnar sögur þar sem skipu- lagsgáfur Ellu voru í aðalhlut- verki. Samband Ellu og barnanna hennar, Valdísar og Bjarka, var afar sterkt þrátt fyrir að fjar- lægðin hafi stundum gert þeim erfitt fyrir. Við sáum vel hvernig þau og barnabörnin þrjú áttu í henni hvern þráð. Ella var mikil manneskja og fyrirmynd okkar í svo ótal mörgu. Í öllum þeim veikindum og áföllum sem á henni dundu sýndi hún æðruleysi og baráttu- vilja. Þessi kraftaverkakona var ung í anda, lét ekkert stöðva sig og sá alltaf björtu hliðarnar á hlutunum, þakklát fyrir lífið hvern einasta dag. Nú kveðjum við Ellu með söknuði en umfram allt einlægu þakklæti fyrir allt sem hún gaf. Við spyrjum margs en finnum fátt um fullnægjandi svör. Við treystum á hinn mikla mátt sem mildar allra kjör. Í skjóli hans þú athvarf átt er endar lífsins för. Og það er margt sem þakka ber við þessa kveðjustund. Fjör og kraftur fylgdi þér, þín fríska, glaða lund. Mæt og góð þín minning er og mildar djúpa und. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (GÖ) Við sendum innilegar samúð- arkveðjur til elsku Valdísar, Bjarka og fjölskyldna þeirra og annarra ástvina Ellu. Megi hlýj- ar minningar milda sorg ykkar og ylja ykkur þegar frá líður. Þóra Margrét og Sigrún Helga. Elín Oddný Kjartansdóttir Elsku Dolli okk- ar. Við verðum að viðurkenna að við erum ekki alveg búin að átta okkur á því að þú sért farinn. „Lífið getur ekki verið svona ósanngjarnt“ segjum við við sjálf okkur en því miður er það einmitt svo. Það er óneitanlega erfitt að horfast í augu við að þú hafir bara fengið þetta skamm- an tíma og áttir svo mörgu ólok- ið. Við reynum að leita hugg- unar í því að það sem þú upplifðir og gerðir veitti þér ánægju og þú áttir hamingjurík- ar stundir. Þú varst svo sann- arlega frábær félagi, frændi og góður vinur sem hægt var að treysta á. Við spyrjum okkur oft að því hvernig við minnumst þín og besta lýsingin finnst okkur fel- ast í orðinu „ljúfur“, sem kemur kannski á óvart fyrir þetta stór- an og sterkan strák. Þú vissir hvað mestu máli skipti í lífinu. Það var gaman að þú vildir alltaf Þórhallur Þór Alfreðsson ✝ Þórhallur ÞórAlfreðsson fæddist í Reykjavík 30. september 1988. Hann lést af slysförum 10. ágúst 2013. Útför Þórhalls Þórs fór fram frá Grafarvogskirkju 23. ágúst 2013. vera með fjölskyld- unni í einhverjum einföldum hlutum, en þú naust þess greinilega vel og gafst okkur og krökkunum mjög mikið af þér. Þú mátt vera stoltur af sjálfum þér elsku vinur. AMG, M5 og Porsche voru nöfn sem fengu þig til að brosa. Það var alltaf gaman að fara og prófa nýjar græjur með þér eða sjá svipinn á þér þegar þú varst að lýsa upplifun vinanna á hinni eða þessari græjunni. Glæsilegt var að sjá þig endursmíða „gamla Grána“ og greinilegt að þér þótti nú ekki leiðinlegt að drífa hann upp á fjöll og stúss- ast í hinu og þessu sem því fylgdi. Við pössum upp á Grána fyrir þig, enda finnst manni töluvert lifa af þér í honum, bíl sem fylgdi þér nær alla ævi. Það var leiðinlegt að fá ekki að upplifa fleiri stundir á golf- vellinum með þér, en eitthvað segir mér að þú munir nú vaka yfir mér í þeim efnum og eflaust brosa út í annað þegar maður er staddur úti í miðjum móa með járnið að vopni. Við hugsum mikið til þín og allar fjórar skvísurnar spyrja reglulega um þig. Þú áttir virki- lega sérstakan stað í huga okkar allra. Við söknum þín gríðarlega og munum ávallt hafa í huga allt hið góða sem einkenndi þig. Þú varst og verður okkar vinur, bróðir, frændi og allt annað sem erfitt er að lýsa með orðum. Við sjáumst síðar, elsku Dolli. Styrmir, Bryndís, Karen Ósk, Sylvía Sara, Freydís Lilja og Fanney Brynja. Elsku Þossi minn, maður á aldrei von á svona hörmungum og það er erfitt að koma fyrir sig orði. Ég vil þakka þér kærlega fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Þegar ég flutti í Grafarvoginn níu ára gamall voruð þið Siggi mínir fyrstu vin- ir í hverfinu. Ég var smá stress- aður fyrir að eignast nýja vini í nýju umhverfi en sem betur fer kynntumst við mjög fljótt og eignaðist ég því strax mjög góð- an vin. Þú kynntir mig fyrir Árna og Sævari sem voru dug- legir að finna sér afþreyingu. Hvort sem það var að fara á Sorpu að finna biluð hjól og gera þau upp eða bruna um á kassa- bílnum hans Sævars niður brekkuna frá Olís niður að Gull- inbrú. Þegar við vorum 10 ára byrjaðir þú ásamt Sigga og Ingó að æfa íshokkí með Birninum og árið eftir byrjaði ég að æfa. Ís- hokkíævintýrið með Birninum var besti tími lífs míns og ekki var það verra að stunda það með besta vini mínum. Fórum marg- ar keppnisferðir saman, oft norður til Akureyrar og tvö skipti saman til Trelleborg í Sví- þjóð. Í mars 2005 komumst við svo báðir í U18 landsliðið sem fór til Rúmeníu. Þér leist ekkert rosalega vel á landið en ég held að það hafi verið að einhverju leyti út af því að þjónarnir í kastalanum sem við gistum í voru að betla af þér föt og fleira. Þegar Björninn flutti upp í Eg- ilshöll frá Laugardalnum fékk Sergei þig til þess að byrja að þjálfa yngri flokkana og litu yngri strákarnir mikið upp til ykkar Gunna. Við fórum ásamt vinahópnum til Tenerife og Mal- lorca. Þessar tvær ferðir voru frábærar og skemmtum við okk- ur frábærlega. Þú varst dugleg- ur að rífa okkur á fætur til þess að fara að gera eitthvað, hvort sem það var að fara í gokart, vatnsrennibrautagarða eða í siglinguna á Mallorca. Þú pass- aðir upp á að maður nýtti ferð- ina en svæfi ekki allan daginn. Í öllum útilegunum og sumarbú- staðaferðunum sást þú um allt sem þurfti að gera sem aðrir voru ekki alveg klárir á. Hvort sem það var að tjalda, fylla pott- inn af vatni, koma grillinu fyrir og grilla. Þú elskaðir að standa í þessum hlutum og vildir helst gera þetta allt sjálfur. Hugtakið þúsundþjalasmiður á svo rosa- lega vel við þig og það vita allir sem þekktu þig. Ég á aldrei eftir að gleyma þegar við vorum 17 ára og héldum afmælið okkar saman. Ég á afmæli 29. og þú 30. september og mér leiddist það ekki að minna þig á að ég væri eldri en þú. Á þessu 17 ára afmæli fórum við allir vinirnir á Hótel Selfoss og borðuðum þar flottan kvöldverð. Eftir kvöld- verðinn var aftur haldið í Graf- arvoginn heim til þín og þar hélt veislan áfram. Ég á aldrei eftir að gleyma þessum degi vegna þess að við töluðum um það á hverju ári að halda stórt afmæli saman fyrir alla vinina aftur. Ég samhryggist fjölskyldu þinni og öllum okkar vinum gríðarlega. Ég veit að þér leið vel með Önnu Siggu og á hún alla mína samúð. Það er gríðarlega erfitt að þurfa að kveðja þig svona, elsku Þossi, og ég á eftir að sakna þín rosa- lega mikið. Þú varst minn bekkjarbróðir, liðsfélagi og besti vinur. Ég á aldrei eftir að gleyma þér elsku hjartans vinur minn. Þinn „eldri“ vinur, Sigþór. Við vorum stödd á Olísmótinu á Selfossi þegar við fengum hræðilegt símtal, fréttirnar voru mjög slæmar, Þórhallur hafði dáið í bílslysi fyrr um dag- inn. Tíminn stoppaði, við vorum öll í sjokki, hvernig gat þetta gerst? Vikuna áður höfðum við verið í sumarbústað saman öll fjölskyldan og Þórhallur leikið á als oddi úti í fótbolta með strák- unum okkar. Okkar kynni hófust árið 2007 þegar ég byrjaði að vinna hjá Brimborg, á vegi mínum varð stór og kröftugur strákur, Þór- hallur að nafni. Við urðum ágæt- is kunningjar, það var mjög stutt í húmorinn hjá Þórhalli og auðvelt að umgangast hann. Stuttu síðar er ég kynntur fyrir nýja kærastanum hennar Önnu Siggu frænku minnar og var þá bara kominn hann Þórhallur. Minningin um góðan dreng lifir áfram. Elsku Anna Sigga, missir þinn er mikill, megi guð styrkja þig og veita þér hugarró á þess- um erfiðu tímum. Foreldrum og systkinum Þórhalls vottum við innilega samúð, megi guð vera með ykk- ur öllum. Tómas, Inga og synir. Elsku vinur, það er svo furðu- legt og ósanngjarnt að þú sért farinn frá okkur. Ég minnist þín sem ótrúlega skemmtilegs kar- akters. Þú varst mikill húmor- isti og stríðinn. Þú hafðir mjög gaman af lífinu. Alltaf þegar við hittumst var mikið hlegið og þess mun ég svo sannarlega sakna. Brennandi áhugi þinn á bílum og tækjum varð til þess að við urðum mjög nánir vinir þegar við vorum þrettán ára. Traustur sem steinn, alltaf tilbúinn að gefa góð ráð og sann- ur vinur eru orð sem ég mun alltaf nota til að minnast þín. Þessar minningar eru vel geymdar og ég mun aldrei gleyma þér. Þú átt og munt allt- af eiga stóran stað í mínu hjarta. Það er mér sannur heiður að hafa fengið að kynnast eins fal- legri manneskju og þú varst. Megi englar himins taka þér opnum örmum. Megi guð styrkja fjölskyldu þína og unn- ustu á þessum sorgartímum. Hvíldu í friði, elsku kallinn minn. Þinn eilífðarvinur, Jóhann Eymundsson. ✝ HjörturTryggvason fæddist að Lauga- bóli í Reykjadal, Suður-Þingeyj- arsýslu, 30. mars 1932. Hann lést á Heilbrígðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 14. ágúst 2013. Foreldrar hans voru Tryggvi Sig- tryggsson bóndi frá Hallbjarn- arstöðum í Reykjadal og Unnur Sigurjónsdóttir húsfreyja frá Litlu-Laugum í Reykjadal. Systkini Hjartar eru: Ingi, Haukur; látinn, Eysteinn, Ás- grímur, Helga; látin, Kristín, Ingunn; látin, Dagur; látinn, Sveinn látinn og Haukur. Hjörtur giftist 13. júlí 1957 eftirlifandi eiginkonu sinni Auði Helgadóttur frá Björk í Eyja- hann átti með fyrri sambýlis- konu, Guðrúnu Torfadóttur sjúkraliða. 4) Gaukur, bygging- arverkfræðingur kvæntur Sig- urlaugu Elmarsdóttur lyfja- fræðingi. Börn þeirra eru: Tandri, Auður og Sindri. Hjörtur var gagnfræðingur frá Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal 1949. Búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1951. Bóndi á Laugabóli og síðar kennari við Barnaskóla Húsa- víkur 1961-1963 og Gagnfræða- skóla Húsavíkur 1962-63 og 69- 72. Bæjargjaldkeri á Húsavík 1963-76. Rannsóknarmaður hjá Orkustofnun frá 1977. 1987 gerðist hann kirkjugarðsvörður og meðhjálpari og sinnti því starfi til 1998. Síðustu árin sá Hjörtur um bókhald hjá bygg- ingarfyrirtækinu Norðurvík á Húsavík þar til hann lét af störfum. Hjörtur flutti frá Laugabóli 1961 og bjó á Húsa- vík eftir það en síðustu 2 árin dvaldi hann á Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga á Húsa- vík. Hjörtur var jarðsettur 21. ágúst 2013 í kyrrþey. fjarðarsveit. For- eldrar hennar voru Helgi Daníelsson bóndi frá Björk í Eyjafirði og Gunn- fríður Bjarnadóttir húsfreyja frá Botni í Mjóafirði. Börn Auðar og Hjartar eru: 1) Hólmdís, hjúkrunarfræð- ingur. Dætur henn- ar eru Urður og Hörn Jónsdætur. Fyrrverandi maki Jón Margeir Hróðmars- son, þau skildu. 2) Hreinn, raf- magnsverkfræðingur, kvæntur Margréti Björnsdóttur hjúkr- unarfræðingi. Börn þeirra eru Katla Rún, Atli og Hrafnkell. 3) Starri, starfsmaður hjá Alcoa Fjarðaáli, í sambúð með Lauf- eyju Davíðsdóttur. Börn þeirra eru Ösp, Hreindís og Mörk. Sonur Starra er Daníel sem Það er í sjálfu sér gott að fá að fara á fund feðra sinna eftir að hafa skilað frá sér góðu ævi- starfi. Þegar það svo bætist við, vegna heilsubrests að viðkom- andi er ekki þátttakandi í neinu er lífið snertir, nema bara lifa. Mörgum eftirlifandi er þetta lausn en það breytir ekki því að viðbrigðin eru mikil og söknuð- urinn sár en á móti koma góðar minningar. Hjörtur ólst upp á Laugabóli í Reykjadal, að loknu námi í Laugaskóla útskrifaðist hann sem búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal. Þegar við fluttum til Húsavík- ur árið 1965 er Hjörtur gjald- keri hjá Húsavíkurbæ og kenn- ari, þá vann hann með jarðvísindamönnum við Kröflu og endaði starfsævina sem með- hjálpari og umsjónarmaður kirkjugarða Húsavíkurkirkju. Auk þessa var hann bókhaldari nokkurra fyrirtækja um árabil. Samfélagsmál lét hann sig varða, var félagsmaður s.s. í Rótaryhreyfingunni, Skógrækt- ar- og Ferðafélagi Húsavíkur og gegndi þar trúnaðarstörfum. Hjörtur sat fundi, ráðstefnur og þing, af þessu mátti ýmislegt læra, koma hugmyndum á fram- færi og vinna þeim fylgi. Hjörtur var náttúrutalent, útivist, garð- og skógrækt, fugl- ar, eldfjöll og stjörnur voru hans ær og kýr. Hjörtur tók í fóstur, með samþykki bæjarins, landskika, vandræða-brekku í nágrenninu, og gerði að skrúðgarði. Garður sem prýddur er garðskála, tjörn, grjóti, trjám og öðrum gróðri. Þeir eru ekki svo fáir garðeig- endurnir sem notið hafa tilsagn- ar Hjartar og fengið hjá honum sínar fyrstu plöntur til gróður- setningar. Á heimili þeirra hjóna, Auðar og Hjartar, er góður bókakostur og myndlist söfnuðu þau. Hús- móðirin er einstaklega lagin matar- og kökugerðarkona og galdraðar voru fram veislur sem hver þjóðhöfðingi gæti verið stoltur af. Minnisstæð eru þorrablótin, afmælisveislurnar og kirkjugarðskaffið. Hjörtur bauð sumarstarfsmönnum sínum við kirkjugarðana heim í kaffi síðsumars ár hvert, var þá drukkið úti eða í garðskálanum og notið kræsinga frá Auðar hendi. Hjörtur var víðlesinn og fróð- ur, oft í þungum þönkum, skap- mikill en hafði skemmtilega kæki. Hjörtur hafði einstakt lag á börnum og sinnti þeim, lék við þau. Börn löðuðust að honum jafnvel þó svo að hann gerði sig ógurlegan. Maður í snjáðum gallabuxum, upplitaðri, köflóttri flónels- skyrtu, berhöfðaður, í moldug- um stígvélum að bjástra úti í garði með skóflu, hjólbörur eða eitthvert garðverkfæri. Þetta er mynd minninganna. Við þökkum Hirti skemmti- legar samverustundir liðinna ára. Aldrei fórum við af heimili þeirra öðruvísi en betri mann- eskjur, fróðari og saddari. Elsku Auður og fjölskylda. Innilegar samúðarkveðjur, frá fjölskyldunni í Heiðargerði 11. Á árum áður. Brynja og Kári. Hjörtur Tryggvason Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýs- ingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.